Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1999, Blaðsíða 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1999
Fréttir
Hélt að sonur minn myndi deyja, segir móðir sem er að fara með hann til Svíþjóðar:
Krabbameinið rosa-
legt andlegt áfall
- drengurinn að fara í aðgerð þar sem skipt verður um lærlegg og hnjálið
Guðlaug með Benitu Dögg, 2ja ára, á heimili sínu í Breiðholti þegar stund gafst milli stríða frá sjúkrahúsinu. „Þegar
ég þarf að fara frá henni, til dæmis til að sofa hjá Hirti Snæ á spítalanum á nóttunni, þá verður hún mjög sár,“ segir
móðirin. DV-mynd GVA
„í september kvartaði drengurinn
yfir verkjum í öðrum fætinum. Ég
hélt þá að þetta væru kannski vaxtar-
verkir. Síðan þrútnaði fóturinn á hon-
um skyndilega. Ég fór þá með hann til
heimilislæknis og siðan á Sjúkrahús
Reykjavíkur. Þar fór drengurinn í
myndatöku. Síðan var mér tilkynnt
að hann væri með æxli innanvert á
læri rétt fyrir ofan hnéð - krabba-
mein. Ég hélt að sonur minn myndi
deyja,“ segir Guðlaug Magnúsdóttir,
29 ára einstæð móðir úr Breiðholtinu,
sem segir að síðustu 4 mánuðir og síð-
an allt nýhafið ár muni fara í umönn-
un 9 ára sonar hennar, Hjartar Snæs
- sem þarf að ganga í gegn um erfiðar
lyfjagjafir, veikindi, aðgerðir og end-
urhæfmgu.
Guðlaug er aðeins ein af íjölmörg-
um foreldrum sem annast börnin sín
dag og nótt vegna langtímaveikinda.
„Ég hef kynnst foreldrum á bama-
deild Landspítalans sem eiga m.a.
ungböm með heilaæxli. Ég skil varla
hvemig það fólk kemst i gegnum
þetta,“ segir Guðlaug.
En hvemig er að upplifa að bamið
manns greinist með krabbamein?
Fjölskyldulífið í rúst
„Þegar ég fékk íréttimar varð ég
fyrir andlegu áfalli, þetta var eins og
rosalegt högg. Fyrst hélt ég hreinlega
að drengurinn myndi deyja. Fyrstu
nóttina svaf ég eiginlega ekkert. Ég
bara grét og grét. Síðan, eftir að ég
hafði fengið útrás, ákvað ég að taka
bara einn dag fyrir í einu og berjast
með syni mínum.“
- Hvemig breytist daglega lífið við
svona umskipti?
„Allt fjölskyldu- og hversdagslíf er
auðvitað í rúst. Móðir mín og systir
hafa algjörlega bjargað málum með
því að hlaupa undir bagga með litlu
dóttur mína, sem verður 3ja ára í
mars. Þetta er ofboðsleg vinna þegar
annað af tveimur bömum manns
greinist með krabbamein. Ég ætlaði
til dæmis i skóla í vetur en þau áform
fóm auðvitað út i veður og vind.
Drengurinn hefur verið meira og
minna á sjúkrahúsinu og gengið í
gegnum erhða lyfjagjöf sem brýtur
niður mótefnin i líkamanum þannig
að mikil hætta er á að hann veikist.
Stundum þarf hann að vera í einangr-
un. Þetta er erfitt þar sem hann er nú
ekki lengur í skóla og hefur lítið séð
af félögum sínum. Stundum má hann
ekki einu sinni hitta systur sina, t.d.
ef hún er lasin. En kennarinn hans
hefúr verið duglegur að fylgjast með
honum,“ segir Guðlaug.
Á leið til Svíþjóðar
Guðlaug segir að hún og systir
hennar fari með drenginn á sjúkra-
hús í Lundi í Svíþjóð á næstunni. Þar
verður hluti af sýkta lærleggnum fjar-
lægður og einnig settur gervihnjálið-
ur:
„Síðan heldur lyfjameðferðin áfram
og drengurinn þarf að gangast undir
mikla sjúkraþjálfun. En mér er sagt
að vonir standi til að hann eigi í fram-
tíðinni að geta gert allt sem hann vill,
t.d. spilað fótbolta," segir Guðlaug.
Hún segir að Styrktarfélag krabba-
meinssjúkra bama hafi aðstoðað
hana íjárhagslega.
„Ég sef alltaf á nóttunni hjá Hirti
Snæ. Auðvitað á maður ekkert líf á
meðan á þessu stendur - samt er ég
svo heppin að eiga góða fjölskyldu. Ég
nota alla umframorku í þetta - hef
ekki einu sinni tíma til að „endur-
hlaða“.
Verst að geta ekki linað þján-
ingar barnsins
Guðlaugu fmnst það verst að geta
ekki linað þjáningar litla drengsins
síns þegar krabbameinið og lyfin beij-
ast um að vinna á líkama hans:
„Það er verst hve ég er hjálparlaus
þegar syni mínuni liður illa. Sársauki
og vanlíðan hans er mikil. Hann er
líka orðinn það gamall að hann gerir
sér grein fyrir einangnminni sem
fylgir því að vera á sjúkrahúsi i stað
þess að vera úti í lífinu. En kannski
er best hvað hann megnar að vera
sterkur. Auk þess er starfsfólkið á
bamadeild Landspítalans yndislegt,
mér líður alltaf eins og heima þegar
ég er þar,“ sagði Guðlaug Magnúsdótt-
ir.
Reikningur í banka númer 1152
(höfuðbók 05) hefur verið stofoaður til
að leggja drengnum lið. Númer reikn-
ingsins er 1152. -Ótt
Kvikmyndahátíð
í Reykjavík:
40% aukning á
aðsókn frá síð-
ustu hátíð
Kvikmyndahátíð í Reykjavík
hefur farið sérlega vel af stað og
þær upplýsingar fengust frá
skrifstofu kvikmyndahátíðar að
ef miðað væri viö fyrstu helgina
á síðustu kvikmyndahátíð, sem
haldin var síðla árs 1997, sé um
40% aukningu á aösókn aö
ræða. Vinsælasta kvikmyndin
er danska myndin Festen en
uppselt hefur verið á allar sýn-
ingar á henni. Festen er sýnd í
Háskólabíói. Jöfn og góö aðsókn
hefur verið að öðrum kvik-
myndum og er þá sama hvort
um heimildamyndir eða leiknar
kvikmyndir er að ræða eða
hvort þær eru bandarískar eða
íranskar. Auk Háskólabíós eru
sýningar á kvikmyndum á Kvik-
myndahátíð í Reykjavík í Regn-
boganum, Sam-bíóum og
Stjömubíói. -HK
Hjörtur Snær, 9 ára, kvíðir krabbameinsaðgerð í Svíþjóð en er vongóður um bata:
Mér líst ekki á að
láta skipta um bein
„Mér líst ekki vel á að
láta skipta um bein og fá
stálkúlu í hnéð. Ætli
það fari ekki að ískra í
fætinum," sagði Hjörtur
Snær Friðriksson, 9 ára
sonur Guðlaugar Magn-
úsdóttur, en hann er á
leið til Svíþjóðar þar
sem hann fær hluta af
nýjum lærlegg og gervi-
hnjálið i vinstri fót.
Hjörtur litli segir að
honum hafi liðið illa á
meðan á strangri
krabbameinslyfjagjöf
hefur staðið síðustu
mánuði:
„Manni líður illa, fær
illt í magann. Stundum
veikist ég og byrja að
gubba,“ segir Hjörtur.
Honum frnnst „skrýtið"
að vera svona lengi á
spítala:
„Þetta er allt öðruvísi. Maður er
ekki eins fijáls. Stundum er ég eigin-
lega alveg að klikkast. Mig langar oft
í fótbolta eða bara að hlaupa en ég get
sjúkraþjálfún,"
segir Hjörtur
Snær sem heldur
með Leikni í
Breiðholti og svo
Manchester
United. Drengur-
inn segir að því
miður séu fáir á
hans aldri á
barnadeildinni.
„Jú, ég þekki
strák sem heitir
Óli en annar sem
ég þekkti héma er
farinn núna.“
Hjörtur Snær
biður að heilsa öll-
um í 4. bekk BH í
Fellaskóla. Að-
spurður hvort
hann langi ekki að
fá félaga sína í
heimsókn á bama-
deild Landspítal-
ans sagði hann:
„Jú, það er allavega hægt núna því
ég er ekki í einangrun."
-Ótt
Hjörtur Snær, 9 ára nemandi úr Fellaskóla, er með staðbundið krabba-
mein í vinstri fæti. Læknar í Svíþjóð munu framkvæma mikla og frem-
ur óalgenga aðgerð á næstunni - skipta um hluta af lærlegg og hnjálið
- þegar drengurinn verður nógu frískur til að fara þangað í almennu
áætlunarflugi. Á myndinni er Hjörtur með móður sinni, Guðlaugu
Magnúsdóttur, á barnadeild Landspítalans í gær. DV-mynd Pjetur
það ekki. Svo langar mig líka að læra
betur á skauta. Læknirinn segir að ég
geti gert það seinna þegar ég er búinn
að fara til Svíþjóðar og fara svo í
Stuttar fréttir dv
Pétur vill prófkjör
Pétur Blöndai,
þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins í
Reykjavík, er óá-
nægður með þá
tillögu fulltrúa-
ráðs flokksins að
halda ekki próf-
kjör í borginni.
Windows á íslensku
Formlegir samningar um is-
lenska þýðingu á Windows-stýri-
kerfinu verða undirritaðir á
næstu dögum af Bimi Bjamasyni
menntamálaráðherra og yfir-
manni Microsoft-hugbúnaðarfyrir-
tækisins.
Umferöarátak
Lögregla á Suðvesturlandi verð-
ur á tímabilinu 19. tU 26. janúai-
með sameiginlegt átak i umferðar-
málum. Sérstök áhersla verður lögð
á ökuhraða, umferð við skóla og
bamaheimUi og ljósanotkun. Hugað
verður einnig að plastfUmum sem
límdar eru á framrúður og fremri
hliðarrúður bifreiða.
Ör viðkoma
íslendingum fjölgar hraðar en
öðrum Norðurlandaþjóðum. Fæð-
mgartíðni er hér hærri en þar og
fólk lifir lengur. Bylgjan sagði frá.
Góðir í lúðueldi
Bylgjan telur að íslendingar séu
mjög framarlega, ef ekki fremstfr i
heiminum í að framleiða lúðuseiði.
Fiskeldi Eyjafjarðar er stærsti
framleiðandmn hér á landi. Eldis-
lúða er þrisvar sinnum dýrari en
eldislax.
Davíð í upplýsinganefnd
Norðurlöndm
hafa eignast ráð-
herranefnd um
upplýsinga-
tækni. Davíð
Oddsson á sæti í
henni fyrir ís-
lands hönd.
Hann er eini for-
sætisráðherrann í
Þingaö um banka
í dag og á morgun verður fundur
Norðurlandanna og Eystrasaltsríkj-
anna um málefni Alþjóðabankans.
Fjallað verður um aðstoð bankans
við Afríku, framtíðarskipan alþjóð-
legs fjármálakerfis og aðstoð við
stríöshijáð riki.
Verðlagseftirlit
Eftir tæpar tvær vikur tekur til
starfa verðlagseftirlit á vegum sam-
einaðs stéttarfélags Dagsbrúnar,
Sóknar, Framsóknar og Félags
starfsfólks í veitingahúsum. Það á
að veita opinberum aðilum aðhald,
en félagið gagnrýnir hækkanir á
þeirra vegum undanfarið.
Átta tonn drápust
Átta tonn af eldisbleikju drápust
um helgina í fiskeldisstöðinni að
Hólum í Hjaltadal. Bleikjan var
komin í markaðsstærð. Ástæðan er
sú að í óveðrinu krapaði svo í að-
flutningsæðum til stöðvarinnar að
ekkert vatn kom í hana. Morgun-
blaðið sagði frá.
ASÍ kærir stjórnvöld
ASÍ hefur kært islensk stjómvöld
til Eftirlitsstofnunar EFTA fyrir að
hafa ekki fúllgilt á fúllnægjandi hátt
tilskipun ESB um réttarstöðu þung-
aðra kvenna á vinnumarkaði.
Tók ekki beygju
Niðurstöður rannsókna á flugslysi
við Homafjörð í ágúst sl. þegar þrír
þýskir feðgar fórust í aðflugi benda
til að tvítugur sonur eiganda vélar-
innar hafi flogið vélinni og ekki tek-
ið vinstri beygju í aðfluginu og rekist
á klettavegginn þar sem hún fórst.
Rukkaö fyrir að sjá Geysi
Guðmundur
Bjamason um-
hverfisráðherra
segir vel koma
til greina að
rukka ferða-
menn um gjald
fyrir að skoða
Geysi í Hauka-
dal. Peningana ætti að nota til nátt-
úruvemdar og til upbyggingar á
Geysissvæðinu. -SÁ
nefndinni.