Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1999, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1999 7 DV Fréttir Samfylkmgin á Norðurlandi eystra: Óháðir eru með DV, Akureyri: Ákveðið hefur verið að óháðir frambjóðendur geti tekið þátt í próf- kjöri Samfylkingarinnar á Norður- landi eystra. A-flokkarnir, sem áður höfðu náð samkomulagi um fyrir- komulag prófkjörsins, tóku það samkomulag til endurskoðunar og varð þetta niðurstaðan. Kvennalist- inn sem hafði gengið út úr viðræð- unum hefur ekki komið að þeim aft- ur og tekur ekki þátt í prófkjörinu. Eina „girðingin" í prófkjöri Sam- fylkingarinnar og óháðra er að sami flokkur getur ekki fengið frambjóð- endur í tvö efstu sæti listans. Það sem vekur hins vegar mesta athygli þessa dagana er að aðeins einn al- þýðubandalagsmaður hefur tilkynnt þátttöku i prófkjörinu, Örlygur Hnefill Jónsson, lögmaður á Húsa- vík. Heimildir DV segja að gengið hafi verið á milli manna til að fá þá í framboð en árangur hafi enginn orðið. Heimir Ingimarsson, fyrrum bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins á Akureyri, hefur t.d. verið sterklega orðaður við framboð en mun hafa gefið endanlegt afsvar. Kratarnir, sem hafa tilkynnt þátttöku, eru Svanfríður Jónasdótt- ir, Sigbjörn Gunnarsson og Finnur Birgisson. Þá mun vera öruggt að Pétur Bjarnason, fyrrum fram- kvæmdastjóri Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda, gefi kost á sér. Framboðsfrestur hefur verið ákveðinn til 25. janúar en prófkjörið á að fara fram laugardaginn 13. febr- úar. -gk Flugmálastjórn á Akureyri: Tveir öflugir snjóblásarar afhentir DV, Aknreyri: Tveir stærstu „sjálfkeyrandi" snjóblásarar landsins voru afhentir Flugmálastjóm á Akureyri um helg- ina. Þegar talað er um „sjálfkeyr- andi“ snjóblásara er átt við að farar- tækin keyri fyrir eigin vélarafli, en séu ekki dregin áfram eins og títt er um snjóruðningstæki á flugvöllum. Snjóblásaramir eru hvor um sig um 20 tonn að þyngd með um 550 hestafla aflvélum og afkastageta þeirra er um 3.500 tonn af snjó á klukkustund. Blásaramir eru með stýri á öllum hjólum sem auðveldar vinnslu á þröngum svæðum og í kringum brautarljós. Blásaramir em framleiddir í Bandaríkjunum og Sigurður Hermannsson, umdæmisstjóri Flugmála- stjórnar á Norðurlandi, við annan blásarann. DV-mynd gk endursmíðaðir af framleiðandanum þar. Nývirði beggja blásaranna er um 70 milljónir króna. Annar blásar- inn verður stað- settur á Akureyr- arflugvelli en hinn á flugvellinum í Siglufirði. Þeir leysa af hólmi gömul tæki, m.a. um 60 ára gamlan afkastalítinn blás- -gk Noröurland eystra: Um 60 manns á stofnfundi vinstrimanna DV, Akuieyri: Um 60 manns mættu á stofn- fund kjördæmisráðs vinstri- manna á Norðurlandi eystra sem haldinn var á sunnudagskvöld. Á fundinum var kjörin 7 manna stjórn og er Kristín Sig- fúsdóttir formaður. Sú stjórn mun einnig gegna hlutverki upp- stillingarnefndar og leggja fram tillögu um framboðslista. Öruggt er talið að Steingrimur J. Sigfús- son alþingismaður skipi fyrsta sætið og að Ámi Steinar Jó- hannsson, umhverfisstjóri á Ak- ureyri, verði í 2. sæti. Það vakti athygli að nokkrar af þeim konum sem aðallega hafa verið í forsvari fyrir Kvennalistann í kjördæminu sóttu fundinn. Það gefur því byr undir báða vængi að a.m.k. ein- hverjar þeirra hyggist styðja Steingrím J. og félaga eftir að ljóst er orðið að Kvennalistinn verður ekki með Samfylkingunni i kjör- dæminu. -gk Steingrímur J. Sigfús- son. Norðurland: Prófkjöri lýkur í kvöld DV, Akureyri: Prófkjöri Framsóknarflokksins í báðum kjördæmunum á Norður- landi, sem hófust um helgina, lýkur i kvöld. Áformað hafði verið að ljúka því á sunnudagskvöld en vegna óveðursins um helgina var ákveðið að framlengja timann. Vegna veðurs og ófærðar mættu fáir á kjörstaði en sums staðar gekk þó ágætlega og lauk kosningunni á Raufarhöfn t.d. á laugardag. í dag em allir kjörstaðar á Norðurlandi eystra, þar sem ekki hefur tekist að ljúka kosningu, opnir kl. 16-22 og áformað er að telja atkvæðin á morgun. Á Norðurlandi vestra verða allir kjörstaðir opnir í dag kl. 17-22 og reiknað með að atkvæði verði talin á morgun. -gk Grand Cherokee Limited '96, ek. 50 þús. km. Ásett verð 3.290.000. Tilboðsverð 2.990.000. Grand Cherokee Orvis '95, ek. 83 þús. km. Ásett verð 3.200.000. Tilboðsverð 2.900.000. Grand Cherokee Laredo '93, ek. 107 þús. km. Ásett verð 2.100.000. Tilboðsverð 1.950.000. Chrysler Neon '95, ek. 70 þús. km. Ásett verð 1.190.000. Tilboðsverð 990.000. Opel Astra GL '96, ek. 10 þús. km. Ásett verð 1.250.000. Tilboðsverð 1.100.000. Peugeot 306, 4 d., '98, ek. 22 þús. km. Asett verð 1.250.000. Tilboðsverð 1.150.000. Peugeot 406 1,6 '97, ek. 40 þús. km. Asett verð 1.290.000. Tilboðsverð 1:150.000. Hyundai Accent LSi '96, ek. 35 þús. km. Ásett verð 870.000. Tilboðsverð 690.000. Nissan Sunny stw 4x4 '95, ek.105 þús. km. Ásett verð 1.090.000. Tilboðsverð 890.000. Ford Escort Ghia '96, ek. 34 þús. km. Ásett verð 1.150.000. Tilboðsverð 980.000. VW Golf Variant stw '95. Ásett verð 1.050.000. Tilboðsverð 900.000. Opel Astra stw '94, ssk., ek. 98 þús. km. Ásett verð 980.000. Tilboðsverð 850.000. Dodge Caravan, 7 manna, '92, ek. 150 þús. km. Ásett verð 1.290.000. Tilboðsverð 1.090.000. Plymouth Acclaim '89, ek. 140 þús. km. Ásett verð 690.000. Tilboðsverð 490.000. Peugeot 405 dísil '95, ek. 88 þús. km. Asett verð 1.150.000. Tilboðsverð 1.000.000. Peugeot405 '91, ek. 157 þús. km. Ásett verð 590.000. Tilboðsverð 490.000. / r N YBYLAVEG U R 2 • SIMI 554 2600 • OPIÐ VIRKA DAGA 9-18

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.