Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1999, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1999 Fijálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoöarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVÍK, SlMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar flölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Þjóðin hefur ákveðið sig Þjóðin hefur tekið skýra afstöðu í tveimur deilumálum líðandi stundar. Þrír fjórðu hlutar hennar eru andvígir viðbrögðum ríkisstjórnarinnar við kvótadómi Hæstarétt- ar. Tveir þriðju hlutar hennar eru andvígir uppistöðu- lóni í Eyjabökkum vegna orkuöflunar fyrir stóriðju. Ríkisstjómin hefur ekki einu sinni getað sannfært stuðningsmenn sína í þessum tveimur málum. Meiri- hluti stuðningsmanna beggja flokka er andvígur ílokks- forustunni í kvótamálinu og meirihluti Sjálfstæðisflokks- ins er einnig andvígur uppistöðulóni í Eyjabökkum. Ríkisstjómin kemst hins vegar upp með að ganga gegn vilja þjóðarinnar og stuðningsmanna sinna, af því að kjósendur setja ekkert samasemmerki milli skoðana sinna á ýmsum málum og afstöðu sinnar í kjörklefanum. Ríkisstjómin nýtur áfram yfirburðafylgis kjósenda. Þetta þýðir, að ríkisstjórnin fær traustan meirihluta í kosningunum í vor til þess að framkvæma kvótastefnu og virkjanastefnu sína. Kjósendur munu ekki taka sjálf- ir neina pólitíska ábyrgð á þessum tveimur ágreinings- málum, þótt þeir hafi á þeim eindregna skoðun. Þótt afnumin verði þjóðareign á fiskistofnun og sér- stæðum náttúruvinjum drekkt í uppistöðulónum, er nokkur sárabót að vitneskjunni um, að þjóðin lætur þetta ekki alveg meðvitundarlaust yfir sig ganga. Hún lýsir andstöðu sinni, þegar hún er beinlínis spurð. Gæzlumenn sérhagsmuna skáka stundum í því skjóli, að þeir séu óbeint hagkvæmir fyrir þjóðfélagið og þjóni þannig almannahagsmunum um leið. í Bandaríkjunum var í gamla daga sagt, að það, sem væri gott fyrir Gener- al Motors, væri gott fyrir Bandaríkin í heild. Þetta á engan veginn við í málunum tveim, sem hér eru til umræðu. Hægt er að halda uppi verðgildi fiski- stofnanna með því að takmarka aðgang að þeim, þótt eig- endur fiskiskipa einoki ekki aðganginn. Hagkvæmnin næst með því að setja kvótana á opið uppboð. Orkuver í þágu stóriðju bera lítinn arð um allan heim og einnig hér á landi, enda er orkuverðið svo lágt, að það er feimnismál. Rekstur orkuveranna og stóriðjunnar sker sig úr öðrum atvinnugreinum í lítilli mannaflaþörf í samanburði við þær greinar, sem rutt er til hliðar. Þannig munu Austfirðingar geta haft margfalt meiri og traustari tekjur af þróun ferðaþjónustu í fjórðungnum en af orkuverum og stóriðju. Margfalt fleiri geta haft lifi- brauð sitt af ferðaþjónustu, sem fær að þroskast á eðli- legan hátt, en kemur ekki og fer í einum rykk. Framkvæmdir við orkuver og stóriðju valda mikilli sveiflu, þar sem mikinn mannskap þarf á skömmum tíma. Atvinnuauðn blasir síðan við, þegar framkvæmd- um linnir og menn hafa vanrækt að byggja í fjórðungn- um upp heilbrigða atvinnuvegi í sátt við landið. Því fer fjarri, að andstaða við núverandi kvótakerfi og fyrirhugað uppistöðulón í Eyjabökkum sé eingöngu tóm- stundahugsjón vel stæðra þéttbýlisbúa. Þessi andstaða við framgang sérhagsmuna á sér einnig hagkvæmnisfor- sendur. Hún er beinlínis í þágu almannahagsmuna. Langvinnar deilur hafa staðið um kvótann og uppi- stöðulónin. Málflutningi er meira eða minna lokið, þjóð- in hefur tekið afstöðu og er andvíg hvoru tveggja. Það skortir aðeins, að þjóðin taki afLeiðingum skoðana sinna með því að kúga stjómarflokkana til hlýðni. Þegar meirihlutinn hefur sagt álit sitt á ótvíræðan hátt hlýtur að vera hægt að víkja til hliðar gæzlumönnum sérhagsmuna í stærstu stjómmálaflokkunum. Jónas Kristjánsson Við ráðum engu um nýju evruna sem mun taka öll peningavöld í Vestur-Evrópu og nágrenni á næstunni. Þá mun ríða á fyrir okkur íslendinga að ráða sjálfir okkar bönkum, viljum við ekki verða alveg valdalausir í peningamál- um okkar sjálfra. Nýr dollari í Evrópu fram umræða hér á landi um bankakerfið okkar, sem varla er hægt að kalla annað en skrípaleik eða farsa. Hvergi er talað um lækkun vaxta sem væri þó stórum meiri- hluta landsmanna mikil búbót, líklega meiri kjarabót en nokkuð annað. Forseti Bandaríkjanna hefur sætt ámæli fyrir kvennafar og svo sagði hann þinginu ósatt um það mál. Bankastjórar Landsbankans sögðu líka Alþingi okkar ósatt um kostnað af laxveiðum, en voru „Meðan seðlabankar í Evrópu setja grunnvexti sína í 3% fer fram umræöa hér á landi um bankakerfið okkar, sem varla er hægt að kalla annað en skrípa- leik eöa farsa. Hvergi er talaö um lækkun vaxta sem væri þó stórum meirihluta landsmanna mikil búbót, líklega meiri kjara- bót en nokkuö annaö.“ Kjallarinn Lúðvík Gizurarson hrl. Stórir atburðir gerast oft með hljóð- látum hætti. Þannig fór takmörkuð um- ræða fram hér á landi um nýja Evr- ópu-dollarann áður en hann tók gildi 1. janúar 1999. Nýi al- þjóðadollarinn er kallaður evra og er að verðgildi 1 dag svipaður bandaríska dollaranum, örlítið dýrari. Einnig hefur nýja evran álíka fjöl- mennt hagkerfi á bak við sig og bandaríski dollarinn eða 300 milljónir manna. Hvernig evran þróast veit framtíðin ein. Allavega er vel af stað farið. Mikil auð- ævi, margt fólk og óhemju framleiðslu- geta veita nýju Evr- unni nokkurn stöð- ugleika. 3% seðlabanka- vextir í lok síðasta árs tilkynnti þýski seðla- bankinn ásamt flest- um öðrum í Vestur- Evrópu að seðla- bankavextir væru 3% á hinu nýja myntsvæði evr- unnar. Þetta eru grunnvextir, en nánast allir aðrir vextir í þessum löndum eru hærri. Þeir taka þó mið af grunnvöxtum seðlabank- anna sem notaðir eru með mis- munandi álagi. Vextir til fyrirtækja lækka og auka þannig framkvæmdir. Einnig lækka vextir íbúðalána. Margt fólk kaupir vörur og t.d. bíla með afborgunum. Nýlega mátti sjá auglýsingu í blaði í Sví- þjóð þar sem boðið var bílalán með innan við 5% ársvöxtum. Svipað lán er í dag oft helmingi dýrara hér (10%) Bankavextir á íslandi Meðan seðlabankar í Evrópu setja grunnvexti sína í 3% fer látnir segja af sér. I báðum tilfell- um er um hræsni að ræða. Komið hefur nýlega í ljós að sumir ákærendur Clintons forseta hafa sjálfir blótað á laun og segja nú af sér til að verða ekki alveg ómerk- ir orða sinna. Laxveiðar á kostnað fyrirtækja, bæði innlendra og erlendra, hafa verið stundaðar hér á landi í ára- tugi og fara vaxandi ef eitthvað er. Það skal þvi endurtekið að það er hræsni að sakfella 2-3 menn þegar þannig stendur á um mikinn fjölda annarra. Einkavæðing Einkavæðing bankanna er ann- ar skrípaleikurinn eða farsinn. Allir vita að einstakir hluthafar með hlutabréf upp á nokkur þús- und krónur ráða engu. Samt er tal- að um „dreifða eignaraðild" eins og um alvöru sé að ræða en ekki hræsni. Nýlega vildi erlendur banki kaupa hlut í Landsbankanum. Hann setti það sem skilyrði að hluturinn væri stór, helst meiri- hluti. Þessi erlendi banki hafði engan áhuga á „dreifðri eignarað- ild“. Taldi mjög smáan hlut lítt áhugaverðan, þar sem honum fylgdu tæpast nokkur völd. ís- landsbanki er gott dæmi. Þar ráða í dag 2-3 stórir hluthafar öllu. Smáir hluthafar í „dreifðri eignar- aðild“ ráða þar litlu sem engu. Nýr heimur Með þessum dollar í Evrópu sem kaUaður er evra siglum við inn í nýjan heim fjármála. Sum- um mönnum hefur dottið i hug að ganga í Evrópusambandiö og taka þar við stjórninni að hluta. Þetta er einn brandarinn enn. Þar myndum við litlu sem engu ráða. Við segjum samt enn þá Bandaríkjamönnum hvort þeir eigi að kasta sprengjum á írak. Það er orðið nokkuð síðan að Clinton forseti kom fram í beinni útsendingu í sjónvarpi sem send var víða um heim. Þar sagði forsetinn Bandaríkjamenn eina bomba írak hvað sem hver segði. Þetta væri að vísu stutt af ísrael og svo af íslandi bætti vin- ur okkar Clinton forseti við og glotti örlítið, enda alvara kvenna- mála þá ekki farin að svipta forset- ann öUum „húmör“. Við ráðum engu um nýju Evr- una sem mun taka öU peningavöld í Vestur-Evrópu og nágrenni á næstunni, líkt og bandaríski doll- arinn hefur gert áður víða um heim. Þá mun ríða á fyrir okkur íslendinga að ráða sjálfir okkar bönkum, ef við vUjum ekki verða alveg valdalausir í peningamálum okkar sjálfra. Það verður ekki gert nema Alþingi og ríkisstjóm hætti viö að fleygja bönkunum frá sér, en hafi í þess stað aUa vega áfram ráðandi hlut í þeim flestum, helst öUum. - Verjum sjálfstæði okkar sem þjóðar. Lúðvík Gizurarson Skoðardr annarra Fólksflutningar frá Vestfjörðum „Fólk velur sér búsetu, þar sem þjónustustig er hátt ... Þá má ekki gleyma geysilegum samgöngubótum sem orðið hafa víða um land og ættu að vera til þess fallnar að eUa hinar dreifðari byggðir. Nærtækasta dæmi þessa er að sjálfsögðu gerð Vestfjarðaganganna og hvemig þau tengdu saman byggðir, sem ófærir fjaUvegir höfðu áður komið i veg fyrir að tengdust, nema skamman tíma ár hvert. Samt sem áður er það frá Vestfjörðum sem fólksflóttinn er mestur, en á tíu árum hefur íbúum Vestfjarða fækkað um fimmtán af hundraði ... Slík fólksfækkun hlýtur að vera ráða- mönnum fjórðungsins mikið áhyggjuefni. Úr forystugrein Mbl. 17. jan. Hæfileikamenn hætta við „Laun alþingismanna em hættulega lág. Það hefur gengið iUa að koma því til skila að þau eru ekki í nein- um takti við það sem gildir hjá þeim sem eru í ábyrgð- armiklum stöðum, sem ég vil nú æUa að alþingismenn séu ... Ég hef áhyggjur af því að eins og aUt umhverfl okkar er að breytast muni þetta leiða til þess að það freisti ekki hæfileikaríkra manna að fara á þing ... í hvert sinn sem tU tals hefur komið að hækka laun al- þingismanna hefjast mótmæli í þjóðfélaginu og þing- menn hafa oftast bakkað ... Ég hef viðrað þá skoðun mína að kjaradómur úrskurði ráðhermm yfirvinnu eins og öðrum en forsætisnefnd Alþingis sæi um þing- mennina ..." Ólafur G. Einarsson í Degi 16. jan. Bænin má aldrei bresta þig „Er hugsanlegt að við séum að svíkja bömin okkar og barnaböm um þetta dýrmæta veganesti? Að and- legt hungur hreki ungt fólk fram á ystu nöf?... Hvað sem allri guðfræði liður eru þær vísir að Eifli sem vex innra með okkur og getur ráðið úrslitum þegar í nauð- ir rekur. Og hvemig er svo bænin þín, kann einhver að spyrja. Ég vil ekki láta hana birtast. Mér þykir of vænt um hana tO þess að gefa einhverjum færi á að hnussa og láta sér fátt um finnast. Eitt er þó víst. Ekki þarf ég að tauta fyrir munni mér dömubindaauglýs- ingar þegar heilastöðvamar bila.“ Guðrún Egilsson i Lesbók Mbl. 16. jan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.