Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1999, Blaðsíða 16
CYAN MAGENTA 16 Jfc WÞ .iff, ÞRIÐJUDAGUR 19. JANUAR 1999 Hestamennskan Hestamennska er mjög vaxandi tómstundagaman um allt land. Á Akureyri hefur hestamönnum fjölgaö mjög á undanförnum árum og aðstaða þeirra hefur farió sí- hatnandi. Tvö hesthúsahverfi hafa risið rétt ofan bœjarins og þar er iðandi líf alla daga. Á þessum árstíma hafa menn tekið hross sín á hús og þá er mest að gera. Flestir gefa tvisvar á dag og það þarf að hleypa hestunum út til að hreyfa sig. Reynt er að hreyfa alla reiðhesta nokkrum sinnum í viku og sumir eru að fást við tamningar. Tilveran lagði leið sína í hesthúsahverfið Breiðholt um kvöldmatarleytið dag einn í siðustu viku og þar var líf og fjör nánast í hverju húsi. ■ UL •••••♦♦••••♦•♦•••• • ♦ • • • • • • Meira en tómstundagaman segja Ólafur Svansson og Anna Catharina Gros Pað má segja að við séum að vasast í öllum hlutum hesta- mennskunnar, í hestaferðum, tamningum og keppni," segja hjónin Ólafur Svansson og Anna Catharina Gros sem eru með 10 hross á húsi á Akureyri í vetur. Þau voru ásamt hjálparmönnum að vinna við að taka hey inn í hlöðuna í hesthúsinu þegar Tilveran hitti þau og það var með naumindum að þau gæfu sér tíma fyrir smáspjali. Ólafur segist hafa stundað hesta- mennsku alveg frá fimm ára aldri en Anna Catharina sem er frá Sví- þjóð frá 7 ára aldri í sínu heima- landi. Hestamennskan hefur heltek- ið þau en bæði stunda önnur störf. Ólafur er húsasmiður en Anna Cat- harina sjúkraþjálfari. „Við getum ekki lifað af hestamennskunni einni og sér en það hjálpar vissulega að geta selt einn og einn hest,“ segja þau. Þau eiga 14 mánaða gamlan son og segja að sá stutti sé þegar far- inn að prófa að fara á bak. „Við höfum þetta þannig að pabbi kemur hingað á morgnana og gefur en svo komum við bæði eftir vinnu, gefum, ríðum út og gerum annað sem þarf að gera. Hjá okkur er hestamennskan orðin miklu meira en bara tómstundagaman, hún er stærsti hlutinn í lífi okkar og við lif- um fyrir hestamennskuna. Við erum svo heppin að hafa bæði áhuga á þessu, í okkar tilfelli hefðu málin ekki getað gengið öðruvísi,“ segja þau hjónin. -gk Olafur og Anna Catharina, stund milli stríða í hlöðunni. DV-mynd gk Erum komin með „fullt hús n segja hjónin Ágúst Ásgrímsson og Hulda Sigurðardóttir Innbæingamir Hulda Sigurðar- dóttir og Ágúst Ásgrímsson eru hjón og bæði forfailin í hesta- mennskunni. Hulda hefur stundað hestamennsku frá bamsaldri en Ágúst segir að þótt hann hafi haft áhuga á hrossum frá unglingsárum hafi hann aldrei haft neina aðstöðu til að stunda hestamennsku fyrr en hann kynntist Huldu. „Strax eftir að við kynntumst fóram við vestur í Skagafjörð og í þeirri ferð keypti ég minn fyrsta hest,“ segir Ágúst. „Hestamennskan heltekur mann,“ segir Ágúst. „Þetta er þó bara tómstundagaman hjá mér en Hulda er i þessu af fullum krafti og er að temja fyrir aðra. Við gefum ekki upp hvað við eigum mörg hross, segðu bara að við séum með „fullt hús“, segja þau, aðspurð hver sé hrossaeign þeirra. Þau segjast vera með 15-20 hross á járnum á sumrin. Aðspurð hvort þau stundi keppni með sín hross segja þau það ekki vera nema að þau hafi gert dá- lítið af því að taka þátt í kapp- reiðum og á því verði ömgglega framhald. Ágúst er vel þekktur á Akureyri sem íþrótta- og sportmaður. Hann hefur leikið knattspymu með KA, er í dag leikmaður íslandsmeistaraliðs Skautafélags Akureyrar í ís- hokkí en hann er ekki hvað síst þekktur sem veiðimaður og gildir þá einu hvort um er að ræða silung, lax, rjúpur eða gæsir. Þegar Ágúst var spurður um muninn á hesta- reyndar fyrir hann: „Þegar hann sinnir hinum áhuga- málunum drepur hann allt sem hann aiveg sáttur við þetta við af hógværð: „Þeir þá, mótherjamir í íshokkíinu." svar og bætti sleppa nú enn- Gunnar og Vigfús með hinn þekkta stóðhest Röðul á milli sín. DV-mynd gk Hressir mann að fliugast ávið hrossin - segja Vigfús Björnsson og Gunnar Kr. Friðjónsson Hulda og Agúst ásamt tveimur af gæðingum sínum. DV-mynd gk ¥ið erum búnir að vera sam- an með h esta í húsi síðan í vor og líkar bara ágætlega," segja þeir Gunnar Kr. Frið- jónsson og Vigfus Bjömsson, en þeir eru með „fulit hús“ hesta i Breiðholtshverfinu á Akureyri. Báðir hafa vasast í hestamennsku frá bamsaidri, Gunnar lengst af í Vopnaflrði þaðan sem hann er, en Vigfús segist fyrst hafa flogist á við „húnvetnska fanta" átta ára að aldri og fram að fermingu. Þá hafi komið hlé á hestamennskunni en hann hafl aftur tekið upp þráðinn fyrir 25 árum. „Hestamennskan endurlífgar okkur. Við fáum þetta beina sam- band við náttúruna og það hressir mann mikið á sál og líkama að fljúgast á við hrossin," segir Vig- fús. Þeir félagar tóku sín hross á hús skömmu fyrir jól, en Gunnar sem segja má að sé atvinnumaður þegar hestar eru annarsvegar, hafði verið við tamningar austur á Vopnaflrði í haust og framan af vetri. „Við höfum það fyrirkomulag að Gunnar gefur á morgnana, en ég kem svo síðdegis. Oft eram við líka báðir héma samtímis eins og núna,“ segir Vigfús. Og Gunnar bætir við: „Hrossin era ekkert frábragðin okkur mönnunum. Þau þurfa að éta að minnsta kosti tvisvar á dag. Menn geta ekki farið fram á það að eiga góða hesta ef þeir nenna ekki að ala þá sómasam- lega.“ I I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.