Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1999, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1999 i -J I 17 Þeir sem stunda frœðimennsku í frístundum eru stundum kall- aóir grúskarar. Það er óbilandi áhugi á sögu lands og þjóðar sem oftast rekur menn áfram. Tilveran leitaði uppi þrjá grúskara og forvitnaðist um hvernig þeir eyða frístundum sínum. Guðsteinn Þengilsson læknir: Hef alltaf verið grúskari Þórbergur skemmtilegur kjallara Þjóðarbókhlöðunnar situr Guðsteinn Þengilsson læknir á hverjum degi og grúskar í gömlum bókum. Þessa dagana er hann að skrá dagbókar- færslur Þórbergs Þórðarsonar. „Ég lít nú ekki á mig sem fræðiman. Ég stundaði reyndar nám í norrænu en lauk ekki prófi og flutti mig yfir í læknadeildina," segir Guðsteinn. Fyrir þremur árum lagði Guð- steinn læknisstarfið á hilluna og hefur síðan unnið að ýmsum verk- efnum í handritadeild Þjóðarbók- hlöðunnar. Hann hefur flokkað og skráð bréfasöfn sr. Benedikts Krist- jánssonar, sóknarprests í Hrafna- gilshreppi, og Sigurbjöms Ástvalds Gíslasonar sem kenndur er við Ás. Guðsteinn segist gera þetta allt ánægjunnar vegna og það séu næg laun fyrir starfið. „Þórbergur hefur verið skemmtileg- ur viðureignar og það var skemmtilegt verk að fara í gegnum bréfasafnið hans. Hann skrifaði mikinn fjölda bréfa bæði á islensku og esperanto. Rithönd Þórbergs er oftast mjög skýr og það kemur auðvit- að fyrir að maður dettur ofan í dagbæk- umar og gleymir sér við lestur. En ef maður ætlar einhverju að afkasta má maður ekki láta það henda of oft,“ segir Guðsteinn. Auk þess er Guðsteinn að læra bók- band og segist gera talsvert af því að binda bækur í hversdagsband. Guð- steinn segist ekki kvíða framtíðinni svo fremi sem hann hafi eitthvað fyrir stafni. „Ég er lítið gefmn fyrir aðgerða- leysi og ef ég kemst lifandi frá Þórbergi fmn ég vafalaust eitthvert annað verk- efni að dunda við,“ segir Guðsteinn Þengilsson. -aþ Guðsteinn með nokkrar af dagbókum Þórbergs Þórðarsonar. DV-mynd GVA Fræðimenn í frístundum Bergsteinn Gizurarson brunamálastjóri rannsakar fornan bogahring: Datt ofan á merka uppgötvun í fornleifafræði Bergsteinn Gizurarson bruna- málastjóri hefúr síðustu tvö ár eytt frístundum sínum í að rannsaka sögu beinhólks sem fannst í kumli við Eystri Rangá seint á 19. öld. „Ég hef alltaf verið mikill áhugamaður um sögu en það var nú fyrir tilviljun að ég hóf að rannsaka tilurð hringsins sem fannst við Rangá. Ég var að glugga í bók Kristjáns Eldjáms, Gengið á reka, fyrir nokkrum árum þar sem hann nefnir hringinn. Þá rifjaðist upp fyrir mér bók sem ég hafði les- ið árið áður um hornboga ættaða frá Asíu. Hringurinn minnti óneit- anlega á bogahringi sem menn not- uðu við að spenna upp slíka boga og ég hóf að rannsaka málið,“ segir Bergsteinn. Síðan hefur rannsókn Bergsteins orðið æ umfangsmeiri og hann er meðal annars kominn í samband við nokkra fræðimenn á Englandi sem eru á sömu skoðun og hann. Bergsteinn hyggst gefa niðurstöður sínar út á bók síðar. Aðspurður hvort svo viðamikil rannsókn sé ekki meira en bara grúsk segist hann eingöngu vera áhugamaður sem hafi dottið ofan á merka upp- götvun. Gæti breytt skoðun manna á boglist „Ég held því fram að hér á landi hafi verið hornbogi á 10. öld ættað- ur frá Asíu. Gunnar á Hlíðarenda var trúlega síðastur til að nota hann. Það er ekkert sem mælir gegn því að beinhólkurinn hafi ver- ið notaður sem þumalhringur við að draga upp homboga. Það sem gerir uppgötvunina merkilega, ef sönn reynist, er að þetta er þá eina vísbendingin um að slikir bogar hafi borist til Norðurlanda. Erlend- ir sérfræðingar hafa bent á að ef til- gátan reynist rétt muni það breyta skoðun manna á boglist á Norður- Bergsteinn Gizurarson hefur undanfarin tvö ár rannsakað sögu beinhólks sem fannst í kumli við Eystri-Rangá seint á nítjándu öld. Beinhólkur- inn er varðveittur á Þjóðminjasafn- inu en Berg- steinn hefur látið gera eftirlíkingu af honum. DV-mynd E.ÓI. löndum á vík- ingaöld. Þetta er svo staðfest í Grágás því þar er örskotslengd- in 200 lögfaðmar, eða 410 metrar, en einungis hombogar draga svo langt.“ Hornboginn mun að sögn Berg- steins hafa borist hingað til lands með Þormóði Þjóstarsyni þegar hann sneri heim frá Garðaríki árið 944. „í Landnámu er sagt frá að Þor- móður birtist óvænt með handboga sinn og tekur land á Eyrarbakka sem er skammt frá Vælugerði. Bogaskotið í Vælugerði verður til þess að tvær ættir sættast að ráði Marðar gígju. Gunnar á Hlíðarenda var afkomandi þessara ætta og telja verður líklegt að boginn hafi fyrst komist i hendur Hámundi og síðar Gunnari,“ segir Bergsteinn Gizur- arson. -aþ Bryndís Svavarsdóttir húsmóðir: É Notar hverja stund í ættfræðina I g datt í ættfræðina fyrir tólf árum. Þá sýndi pabbi mér gömul bréf frá langömmu og forvitnin vaknaði um að vita meira um forfeðurna. Ég hellti mér út í þetta og fyrstu árin kallaði þetta á margar heimsóknir á Landsbóka- safnið, þar sem ég komst í bækur sem ekki eru aðgengilegar annars staðar,“ segir Bryndís Svavarsdótt- ir sjómannskona og fjögurra barna móðir og amma i Hafnarfirði. Heimili Bryndísar ber ættfræðiá- huganum glöggt vitni því á heilum vegg í stofunni hefur hún sett upp ættartré fjölskyldunnar í myndum. „Það er frábært að koma allri ættinni fyrir á einu blaði. Formið fékk ég hins vegar gefins fyrir nokkrum árum,“ seg- ir Bryndís. „Eins og hjá öðrum ljölskyldum var mikið til af gömlum myndum sem lágu óhreyfðar í skókössum. Mig langaði til að gera eitthvað skemmtilegt við þessar myndir og þá kviknaði hugmyndin að mynda- ættartré. Ég þurfti svo að leita að sumum myndum og aðrar sendi ég út og suður og bað gamalt fólk að staðfesta hverjir væru á þeim. Þessar gömlu myndir eru nefni- lega oftast ómerktar og ég ráðlegg fólki að merkja þær, því komandi kynslóðir gætu átt erfitt með það,“ segir Bryndís Svavarsdóttir. -aþ Bryndís grúskar í ættfræðinni hvenær sem stund gefst. Fyrir aftan má sjá hvernig hún hefur hengt upp ættartré fjölskyldunnar á einn vegginn í stof- unni. Uppsetningin er bæði skýr og falleg. DV-mynd Pjetur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.