Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1999, Blaðsíða 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1999
Fréttir
Sérkennileg meöferö landbúnaöarráöuneytisins á ríkisjörð:
Vildi ekki selja, bara
leigja leigufrítt
- sveitarstjórn Skaftárhrepps krefst skýringa
Þann 1. janúar 1998 ráðstafaði
landbúnaðarráðuneytið bújörðinni
Ytri-Lyngum II til tveggja manna
búsettra á höfuðborgarsvæðinu eftir
að hafa auglýst jörðina til leigu eða
sölu. Samkvæmt leigusamningi sem
ráðuneytið gerði við leigutakana fá
þeir jörðina leigða til tíu ára og end-
urgjaldslaust í fimm ár, eða til árs-
loka 2003. Jafnframt gaf ráðuneytið
leigutökum 500 þúsund krónur til
endurbóta á mannvirkjum jarðar-
innar án þess að tilgreina nánar til
hvers eigi að verja hálfu milljón-
inni. Umleitunum ábúanda um að fá
jörðina keypta eða leigða hafnaði
ráðuneytið hins vegar. Um þetta
leigumál er fjallaö lítillega í nýlegri
svartri skýrslu Ríkisendurskoðunar
um meðferð ráðuneytisins á ríkis-
jörðum. í skýrslunni segir á bls. 27
orðrétt: „...Þá er jörð í einu tilviki
leigulaus til ársins 2003 gegn því að
leigutaki geri endurbætur jörðinni.
Endurbætur þessar eru þó hvorki
bundnar við tiltekna íjárhæð né til-
teknar fr£unkvæmdir.“
Forsaga þessa máls er sú í stórum
dráttum að tveir bræður ráku að
hluta til sameiginlegt bú á jörðun-
um Ytri-Lyngum I og II. Þeir voru
saman um sauðfjárbúskap en annar
bróðirinn, Sigursveinn Guðjónsson
á Ytri Lyngum I, rak eigið kúabú
ásamt fjölskyldu sinni. Hinn bróðir-
inn, bóndinn á Ytri-Lyngum II,
stundaði hins vegar aðra vinnu
utan búsins, m.a. skólaakstur. Þeg-
ar hann féll skyndilega frá keypti
jarðasjóður landbúnaðarráðuneytis-
ins jörðina af ekkjunni á sex millj-
ónir króna og auglýsti hana síðan
til sölu eða leigu. Sigursveinn vildi
fá jörðina þar sem hann telur að
ekki sé grundvöllur fyrir að reka
búskapinn áfram á aðeins annarri
jörðinni. Hann gerði því ráðuneyt-
inu þriggja milljóna króna kauptil-
boð í jörðina. Umboðsmaður Sigur-
sveins í Reykjavík skilaði tilboðinu
í ráðuneytið þann 10. mars 1997.
Þrátt fyrir eftirgangsmuni fékkst
ráðuneytið aldrei til viðræðna við
Sigursvein um tilboðið.
í júníbyrjun í fyrra fékk Sigur-
sveinn skilaboð frá Jóni Höskulds-
syni um að honum væri óhætt að
bera á túnin á jörðinni og nýta þau
um sumarið, en þann 3. júlí 1998
hringdi Jón svo í Sigursvein til að
segja honum að hann fengi jörðina
ekki keypta. Tilboð hans væri of
lágt. Að öðru leyti var Jón ekki til
viðræðu um málið við Sigursvein.
Þann 7. júlí barst svo Sigursveini
bréf ráðuneytisins þar sem þessi
málalok eru staðfest.
En þann sama dag fékk sveitar-
stjórn Skaftárhrepps líka bréf frá
jarðadeild landbúnaðarráðuneytis-
ins. í því var óskað er eftir umsögn
um áðurnefndan leigusamning um
jörðina Ytri-Lynga II. Sveitarstjóm-
in samþykkti þennan leigusamning
sama dag og bréfið barst.
En eftir að hafa fengið höfnunar-
bréfið skrifaði Sigursveinn sveitar-
stjórn Skaftárhrepps bréf þar sem
hann lýsir samskiptum sínum við
ráðuneytið. Það varð til þess að
sveitarstjórnin skrifaði landbúnað-
arráðuneytinu bréf, stílað á Jón
Höskuldsson. í bréfinu segir að
sveitarstjórninni hafi ekki verið
kunnugt um meðferð ráðuneytisins
á þessu jarðarmáli né um áhuga Sig-
ursveins á afnotum jarðarinnar þeg-
ar hún samþykkti leigusamninginn.
Því áskilji hún sér allan rétt til að
endurskoða afgreiðslu sína á mál-
inu og krefst jafnframt skýringa
ráðuneytisins á afgreiðslu málsins.
Þetta bréf sveitarstjómarinnar til
ráðuneytisins er dagsett 22. júli sl.
sumar. DV spurði Ólafiu Jakobs-
dóttur, staðgengil sveitarstjóra
Skaftárhrepps, í gær hvort skýring-
ar ráðuneytisins væra komnar
fram. Hún kvað nei við því.
-SÁ
Sala varnarliðseigna heldur bílaút-
boð á hverjum þriðjudegi á bílum
varnarliðsmanna og varnarliðsins
sjálfs og þar keppast menn við að
gera tilboð í bfla í æði misjöfnu ásig-
komulagi. Bflarnir eru ótollafgreidd-
ir og er eigendum þeirra óheimilt að
selja þá eftir hefðbundnum bílasölu-
leiðum heldur verða annaðhvort að
láta Sölu varnarliðseigna kaupa þá
og endurselja eða að flytja þá með
sér út úr landinu þegar þeir halda á
brott. Varnarliðsmenn eiga þess
kost meðan þeir dvelja hér á landi
að kaupa nýja bfla án þess að
greiða af þeim innflutningsgjöid.
Margir þeirra hafa keypt sér ódýra
rússneska bíla sem þeir eiga meðan
á dvöl þeirra stendur hér en ekki
tekur að flytja með sér út til Banda-
ríkjanna. Þessir tveir herramenn eru
að ganga frá tilboði í Lada-jeppa
sem einhver varnarliðsmaðurinn sá
ekki ástæðu til að taka með sér
heim til sín.
DV-mynd SVP
Boðið í Löduna
Byggt yfir menninguna
meira að segja alla vega menningu og munu
heimamenn fá að ráða því.
Ekki það að ríkisstjómin sé búin að leggja til
þessa fé að reisa húsin, enda er næsta skrefið að
skipa nefnd til að huga að því hvemig þau skuli
byggð og fyrir hverja. Má ætla að margur frysti-
húsaseigandinn, skemmueigandinn, svo ekki sé tal-
að um gamla kaupfélagið, sem situr uppi með ónot-
uð húsakynni á hverju krummaskuði úti um land,
hyggi sér nú gott til glóðarinnar og sjái fyrir sér
óvæntan gróða í sölu á verðlausum mannvirkjum.
Þannig getur menningin hugsanlega bjargað gjald-
þrota athafnamönnum og ungmennafélagið á staðn-
um getur þess vegna hafið leikæfmgar aftur á Deler-
ium bubonis til að glæða horfinn menningaráhuga.
Svo má alltaf nota menningarhúsin undir dans-
leiki og þorrablót hjá Lions eins og félagsheimilin,
sællar minningar, þjónuðu sínu hlutverki.
Nú ef illa fer og í nauðimar rekur, getur sveitar-
félagið sett upp vídeósjoppu og líkamsræktarstöð í
menningarhúsi ríkisstjórnarinnar og hlýtur það að
verða eitt af hlutverkum nefndarinnar, sem á að
skipuleggja húsin, að haga hönnun þeirra með þeim
hætti að önnur starfsemi geti verið rekin í húsun-
um þegar fullreynt verður að bæjarbúar séu orðnir
fullsaddir á þeirri menningu, sem nú á að troða upp
á þá.
En til að það komi í ljós er auðvitað nauðsynlegt
að reisa sérstök hús undir menninguna fyrir nokk-
ur hundruð milljónir króna til að fmna það út að án
steinsteyptra bygginga lifir engin menning. Og held-
ur ekki þannig. Dagfari
Að minnsta kosti þrír
ráðherrar boðuðu til sér-
staks blaðamannafundar
fyrir nokkrum dögum til
að segja frá þvi að ríkis-
stjórnin væri búin að
ákveða að byggja menn-
ingarhús víðs vegar um
landið. Þessi tilkynning
kom í kjölfarið á ákvörð-
un Kópavogs að reisa
þar tónlistarhús og
menntamálaráðherra
hafði nokkra síðar feng-
ið borgarstjórann i
Reykjavík í lið með sér
til að tilkynna að nú risi
loksins tónlistarhús i
Reykjavík, sem á að
vera helmingi stærra en
tónlistarhúsið í Kópa-
vogi.
Ekki má heldur
gleyma þvi að mennta-
málayfirvöld urðu svo
yfir sig hrifin af erótísku íjölskyldumyndinni
hans Hrafns Gunnlaugssonar um jólin að þau
ákváðu að stórefla Kvikmyndasjóð og renna nú
stigvaxandi milljónir og milljónatugir og millj-
ónahundruð króna í vasa kvikmyndaframleið-
enda til að framleiða bíómyndir fyrir alla fjöl-
skylduna.
Af þessu öllu má vera ljóst að hagur menning-
arinnar fer nú batnandi og undirstrikar hvað rík-
isstjómin er menningarvæn.
Menningarhúsin sem ríkisstjómin ætlar að
byggja mega vera alla vega í laginu og heima-
menn ráða því. Húsin mega kosta mikið og heima-
menn ráða því. Húsin era ætluð menningunni, en
Stuttar fréttir r>v
Kristnihátíðarstjóri
Bjami Kr. Grímsson, fyrrver-
andi fiskimála-
stjóri, hefur ver-
ið ráðinn fram-
kvæmdastjóri
nefitdar pró-
fastsdæmanna í
Reykjavík,
Kópavogi og Sel-
tjarnamesi um
hátiöarhöld á þessu ári og því
næsta í tilefni af kristnitökunni
árið 1000.
Utankjörstaðaatkvæði
Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla
í prófkjöri Samfylkingar hefst í
dag, þriðjudag, kl. 17.00 að Aust-
urstræti 10, annarri hæð.
Nýr héraðsdómari
Dómsmálaráðherra skipaði í
gær Grétu Baldursdóttur, skrif-
stofustjóra Héraðsdóms Reykja-
víkur, dómara við embættið. Á
annan tug lögfræðinga sóttu um
stöðuna.
Tónmenntakennarar
hætta
Dagur segir líklegt að skóla-
stjóri Tónlistarskólans á Akur-
eyri og mai-gir af kennurum skól-
ans hætti störfum ef Akureyrar-
bær kemur ekki til móts við kröf-
ur þeirra um viðbótargreiðslur
ofan á laun, sambærilegar við það
sem grunnskólakennarar fá.
Fá að taka prófin
Ákvörðun hefur verið tekin um
það í Hagaskóla að leyfa fjór-
menningunum sem játuðu að hafa
sprengt ármótasprengjur í skólan-
um, að taka miðsvetrarpróf. Til
greina kom að víkja þeim alfarið
úr skóla en það varð þó ekki úr.
RÚV sagði frá.
Kvóti eftir nýju lögunum
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs-
ráðherra segir að þær 2.700 um-
sóknir um veiðileyfi og kvóta sem
bárust ráðu-
neytinu eftir
dóm Hæstarétt-
ar í máli Valdi-
mars Jóhanns-
sonar verði af-
greiddar sam-
kvæmt nýju lög-
unum sem Al-
þingi samþykkti í síðustu viku.
Dagur greinir frá.
Kennarar hætta
Tæpur helmingur grunnskóla-
kennara í Árborg hættir störfum
eftir tvær vikur. í hádegisfréttum
RÚV kom fram að samningavið-
ræður era í hnút og aö auglýst
hefur veriö eftir kennurum.
Milljónatjón
Kostnaður Rafmagnsveitna rík-
isins vegna óveöursins um helg-
ina nemur 15 til 20 miljónum
króna. Lagning jarðstrengja á
undanfömum áram kann að hafa
komið í veg fyrir að tjónið yrði
miklu meira. RÚV greindi frá.
Telja sig svikna
81% þeirra sem þátt tóku í at-
kvæðagreiðslu á Vísi telja að R-
listinn hafi svikið loforð um að
hækka ekki gjöld á borgarbúa.
3140 manns tóku þátt í atkvæða-
greiðslunni og töldu 2557 loforðin
svikin en 593 eða 19% vora á önd-
verðum meiði. Atkvæðagreiðslan
stóð yfir í eina viku. Aðeins er
talið eitt atkvæði frá hverri tölvu
í atkvæðagreiðslu á Vísi.
Lengri frestur
Geir H. Haarde og ráðuneyti
hans, fjármála-
ráðuneytið, hef-
ur ákveðið að
lengja til 15.
febrúar frest
sem ríkisstarfs-
menn hafa til að
ákveða hvert 2%
viðbótarlífeyris-
spamaður eigi að renna. Frestur-
inn var til 15. janúar.
-SÁ