Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1999, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1999, Blaðsíða 36
 qð^rma LtTTi -A-iS'Éfc. .. ... D V □ 1 trO LU £ O o 2 Lf3 < 5 O h— _ kU: >- 2 o FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1999 Græningjar eystra: Óvissa um Hjörleif Yfir 20 manns mættu á stofnfund kjördæmisfélags Vinstrihreyfingar- innar - græns fram- boðs á á Austurlandi sem haldinn var á Egilsstöðum í gær- kvöld. Nýkjörinni stjóm var falið að annast uppstillingu á framboðslista i kjördæminu. Óvíst er hvort Hjörleifur Guttormsson gefur kost á sér. Hann gaf ekkert upp um fyrir- ætlanir sínar á fundinum. Ekki náð- ist í Hjörleif í morgun. Yfir 60 manns höfðu boðað komu sína víðs vegar af Austfjörðum og Austurlandi en hættu við vegna slæmrar veðurspár, að sögn Þuríðar Bachmann. Magnús Stefánsson á Fáskrúðsfirði var kjörinn formaður félagsins. Aðrir í stjórn eru Guðrún Jónsdóttir, Breiðdalsvík, Karen Erla Erlingsdóttir, Austurhéraði, Heimir Þór Gíslason, Höfn, og Anna Margrét Birgisdóttir. -SÁ * Lítill bátur strandaði rétt neðan við Garðakirkju í Garðabæ í gærdag. Björgunarsveitir í Hafnarfirði og Reykjavík voru kallaðar út en áður en þær gátu veitt aðstoð höfðu skip- verjar náð bátnum aftur á flot. Hér má sjá bátinn kominn heilu á höldnu aftur til hafnar. DV-mynd HH Hjörleifur Guttormsson alþingismað- ur. Landssíminn í gær: Stór innvals- númer óvirk Flest stór innvalsnúmer í símkerf- inu á höfuðborgarsvæðinu urðu óvirk í gærmorgun vegna bilunar í svo- nefndum ISDN-stofntengingum hjá Landssímanum. Símasambandslaust var við innvalsnúmerin frá kl. níu í gærmorgun en að sögn Ólafs Stepen- sens, upplýsingafulltrúa Landssím- ans, hafði veriö komist fyrir vandann að mestu um hádegið. Símaskiptiborð hjá fyrirtækjum og stofnunum voru harla þögul víða fram eftir degi í gær og sums staðar jafnvel fram undir kl. þrjú. Hins veg- <tm. ar var víða hægt að ná sambandi með því að hringja í beina síma innan fyr- irtækja og stofnana. -SÁ Guttormur er á sjöunda ári, nálgast það að verða tonn á þyngd og mun vera stærsta landspendýr landsins í dag. Guttormur var síðast vigtaður fyrir þrem árum og reyndist þá 780 kíló á þyngd. Guttormur er, eins og gestir Hús- dýragarðsins vita, afar gæfur tuddi og vinsæll og vel látinn af öllum sem nálægt honum koma. Með Gutta á mynd- inni er Þorbjörg Valdís Kristjánsdóttir, hirðir hans. DV-mynd GVA Dularfullur íslendingur leitaði eftir sæði í Noregi: Vildi Björn Dæhlie til undaneldis DV, Ósló: íslendingurinn sagðist vera um- boðsmaður bandaríska auðkýfingsins Floyd Kimble og kom tvisvar tii Nor- egs i innkaupaferðir. Hann vild fá sæði úr afreksmönnum i íþróttum og þar var skíðakappinn Björn Dæhlie efstur á blaði. Sægréifmn Kjell Inge Rökke fékk líka tilboð og pólfarinn Erling Kagge. Allir sögðu nei og nú mun Islend- ingurinn hafast við í Ohio í Banda- ríkjunum og vill ekki láta nafn síns getið. Hann hefur og hætt vinnu fyrir stofnunina sem Floyd Kimble kom á fót. Sú heitir Stofnunin til viðhalds mannkyni og á að sjá til þess að kyn- stofnar afreksfólks deyi ekki út. Mál þetta kom upp í norskum fjölmiðlum nú um helgina. Björn Dæhlie lagði ekkert inn í bandaríska sæð- isbankann að þessu sinni. Hann segir við norska Dagblaðið að bréf frá íslendingnum hafi komið í hús sitt en lent þar í strangri ritskoðun hjá konu sinni. Hann fékk þvi aldrei tæki- færi til að svara tilboðinu en eigin- konan staðfestir að bréflð hafi komið. „Ég leit á þetta sem viðurkenningu en ég hef þegar eignast afkomendur þannig að ástæðulaust er að óttast að ætt mín deyi út,“ segir Bjöm sem á synina Sivert og Sander. Sægreifinn Kjell Inge Rökke neit- ar að ræða málið við fjölmiðla en enginn gerir því skóna að hann hafi gefið nokkuð. Alls munu 53 Norð- menn hafa fengið bréf frá íslend- ingnum og hann á og að hafa leitað til Landspítalans norska um sam- vinnu. Þar var öllum máladeitunum hafnað. Stofnunin til viðhalds mannkyni hefur þegar safnað í álitlegan sæðis- banka en hugmyndir stofnandans, Floyd Kimble, þóttu alltaf undarleg- ar. Kimble er nú látinn þótt stofnun- in starfi enn. Kimble var fyrst og fremst á höttunum eftir sæði úr hvítum afreksmönnum og var þá sakaður um vantrú á hæfileikum þeldökks fólks. -GK Björn Dæhlie. Veörið á morgun: Hægviðri víðast hvar Á morgun verður norðvestan stinningskaldi eða allhvasst og éljagangur norðaustan til, en annars fremur hæg norðlæg átt og skýjað með köflum en stöku él á annesjum. Frost verður á bil- inu 2 til 8 stig, kaldast inn til landsins. Veðrið í dag er á bls. 37. Skagafjörður: Landssíminn krafinn skýringa „Landssíminn, sem okkur skilst að sé með 3ja sólarhringa varaafl ef rafmagn fer af, reyndist með varla meira en 10 klukku- stunda varaafl rnn helgina. Þá datt slm- inn út sem er öllu al- varlegra en þegar rafmagn fer af. Svo datt rás 2 líka út,“ sagði Björn Mikaels- son, yfirlögreglu- þjónn á Sauðár- króki, sem situr í al- mannavarnanefnd Skagafjaröar. Nefndin mun á fúndi í dag m.a. krefjast skýringa á því hjá Lands- símanum hvers vegna varaaflsstöð hans virkaði ekki nema að litlu leyti í óveðrinu um helgina. „Þetta verður vafalaust aðeins fyrsti fúndurinn. Við munum fara yfir allt þetta ferli. Við þurfum að bæta hjá okkur ástandið og læra af því en það á ekki að hengja neinn,“ sagði Björn. -Ótt Björn elsson. Mika- Fjórir nýir héraðsdómarar Dómsmálaráðherra hefur sett fjóra nýja héraðsdómara til 30. júní árið 2001. Dómstólaráð mun á næst- unni ákvarða við hvaða dómstóla þeir starfa. Hér er um að ræða Ing- veldi Einarsdóttur, Ragnheiði Bragadóttur, Júlíus B. Georgsson og Þorgerði Erlendsdóttur. -Ótt Hvar er bíllinn minn? Eymundur Ey- mundsson á Akureyri er einn þeirra landsmanna sem hafa þurft að moka upp bifreiðar sínar eftir norð- anáhlaupið um helgina. Mikið snjó- aði á Akureyri og er þar nú mesti snjór sem verið hefur í nokkur ár. _______________DV-mynd gk Reykjavík: Skartgripum stolið í morgun Brotist var inn í skartgripabúð Jóhannesar Leifssonar gullsmíða- meistara á Laugavegi um hálfsex- leytið í morgun. Rúða í versluninni var mölvuð og hafa þjófamir svo látið greipar sópa. Ekki er vitað ná- kvæmlega hverju þjófamir stálu en a.m.k. er nokkurra hringa saknað. Máliö er í rannsókn hjá lögreglunni í Reykjavík. -hb Maggí -gœði, úrval og gott verð MERKILEGA MERI bfother íslenskir stafir Taska fylgir 8 leturgeröir, 6 stæröir 6, 9, 12, 18 mm borðar Prentar í 4 línur Aðeins kr. 6.995 PT-200 □ RAFPORT Nýbýlavegi 28 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.