Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1999, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1999 Snjóbrettamolar Si\jóbrettin eru ekki ný af nál- inni eins og margir kunna vafalaust að halda. Þau eiga sér rúmlega þrjá- tíu ára sögu. Snjó- brettin voru fimd- in upp í Banda- ríkjunum og eru náskyld brimbrett- unum. Upphaflega voru snjóbrettin vetraríþrótt þeirra sem stunduðu brimbretti enda stillinn svipaður hvort sem menn kljúfa öldur eða renna sér í púður- snjó. Hjólabrettin eru af sama meiði og færni á þeim þykir góð undir- undir snjó- orettin. í kringum 1970 komst snjó- ættaframleiðslan á skrið en brettin voru þung og klunnaleg miðað við það sem þekkist í dag. Auðveltað læra á snjóbretti Snjóbrettin hafa náð gríðarlegri útbreiðslu undanfarin ár og hljóta sífellt meiri viðurkenningu í heimi útiíþrótta. Þau verða til dæmis í fyrsta skipti meðal keppnisgreina á næstu ólympíuleikum. Snjóbrettamenn virðast sam- mála um meginástæða vinsælda brettanna sé hversu auðvelt sé að læra á þau. Á fyrsta degi nái flestir að halda jafnvægi og siðan komi framfarirnnr mjög hratt á eft- Eftir þriggja daga æfmgu eru flest- ir komnir með góðan stil og ráða vel við brettið. Þá segja menn meiösl hlutfallslega fátíðari en á skíðum og þeir sem slasast á brett- um eru yfirleitt að reyna mjög erf- iða hluti. Búnaðurinn valinn Þegar velja á snjóbretti og fylgi- búnað borgar sig að leita ráða hjá fagmönnum. Það er að mörgu að huga svo sem hæð og þyngd viðkom- andi. Þá er hægt kaupa bretti af ýms- um gerðum og skiptir máli hvort menn eru byrjendur eða lengra komn- ir. Klassískur snjó- brettafatnað- ur er viður og þægileg- ur og má segja um snjóbretta- skóna sem eru mjúkir og þægilegir. Skómir em til þess fallnir að snjó- brettamenn eiga auðveit með að klifa brekkurnar ef lyftur eru til dæmis lokaðar. Þótt fólk fái sér ekki snjó- brettafatnað fyrstu er nauðsynlegt að vera í bux- um með góðri vatnsvöm þvi snert- ingin við snjóinn er mun meiri en á skíðum. Fyrir þá sem vilja prófa er viða hægt að leigja bretti og er meðaiverðið í kringum tvö þúsund krónur fyrir daginn. m d ij Jr^J JJ 15 Skíöi og sleðar heyra sögunni til og snjóbrettin eru komin í staöinn. Snjóbrettin eru annaö og meira en bara iþrótt því í hugum margra sem stunda þau eru þau lífsstíll. Aðalheiður Birgisdóttir snjóbrettakona: Heiða sýndi blaðamanni og Ijósmyndara DV léttar snjó- brettaæfingar á Arnarhóli. DV-mynd Pjetur ýndi hlekkurinn er ein ör- fárra verslana sem sérhæfa sig í snjóbrettum. Blaöamað- ur leit inn í verslunina á dögunum og hitti fyrir Aðaiheiði „Heiðu“ Birgisdóttur sem þykir ein albesta snjóbrettakona landsins. Heiða hef- ur unnið ötullega að framgangi iþróttarinnar auk þess að hvetja stelpur óspart til að prófa snjóbrett- in. „Það eru enn of fáar stelpur sem stunda snjóbretti þótt það megi greina hæga aukningu. Stelpur eru oftast nýj- ungagjarnar en það er eins og þær séu líka spé- hræddar og láti þess vegna ekki sjá sig uppi í fjalli. Þetta er til að vera Auðvelt að læra á bretti Enn sem komið er er snjó- brettaiðkunin þó bundin fólki í kringum tvítugt. Það skýtur kannski skökku við því snjó- brettasérfræðingar segja miklu auðveldara að læra á snjóbretti en skíði. „Það er hárrétt og byrjandi getur náð ágætistök- um á brettinu á um það bil þremur dögum sem er styttri tími en það tekur fólk að ná fæmi á skíðum. Það gefur lika snjóbrettunum aukið gildi að þetta er hópíþrótt og það má segja að ungt fólk í dag upplifi þetta sem sina eigin menningu. Frelsið er ótakmarkað þegar maður er á snjóbretti og hægt að renna sér hvar sem er að finna góða brekku,“ segir Heiða að lokum. -aþ Heiða hefur unnið ötullega að framgangi snjóbrettaíþróttar- innar hér landi og hún vill sjá fleiri stelpur bætast í hópinn á næstu árum. DV-mynd Pjetur náttúrlega algjör vitleysa í þeim því stelpur hafa alveg jafna möguleika og strákar til að verða góðar á snjó- bretti," segir Heiða. Þegar Heiða er spurð hvort snjó- brettin séu ekki bara partur af tísk- unni í dag segir hún: „Að einhverju leyti er þetta tískutengt og snjó- brettafotin í tísku. Ég er samt sann- færð um að þótt fatnaðurinn eigi eftir að breytast á næstu árum þá séu brettin komin til að vera. Þau eru engin tískubóla. í útlöndum er snjóbrettaiðnaðurinn á góðri leið með að verða stærri en skíðaiðnað- urinn. Það hlýtur að segja sína sögu,“ segir Aðalheiður. Brettin komin Erum ógn í augum skíðamanna Snjóbrettahópurinn Halla Haröardóttir, Franz Gunnarsson, Arnar Orri Bjarnason, Ólafur Thorarensen og Þórey Eva Einarsdóttir. DV-mynd Teitur Jjf ið erum búin að vera saman á snjóbretti að minnsta kosti þijú ár. Snjóbrettin eru hópí- þrótt öfugt við skíðamennskuna þar sem menn eru oftast einir að renna sér,“ segir Amar Orri Bjamason sem ásamt félögum sínum, þeim Ólafi Thorarensen, Franz Gunnarssyni, Þóreyju Evu Einarsdóttur og Höllu Harðardóttur er forfallinn snjóbretta- áhugamaður. Þegar blaðamaður hitti hópinn á dögunum vora þau á leiðinni upp í Bláflöll þótt veðrið væri frekar vont. „Það er einn kosturinn við brettin að það skiptir okkur engu hvort lyftum- ar eru opnar eða ekki. Við löbbum bara upp og þurfum ekki að fara hefð- bundnar leiðir eins og skíðamennim- ir. Það er miklu meiri fjölbreytni á brettunum," segir Franz og félagar hans taka undir með honum. Þau segja ekki óalgengt að sjá brettalið í Bláfjöllunum í brjáluðu veðri þegar engum dytti í hug að fara á skíði. Aðspurð um hvað sé svona skemmtilegt við snjóbrettin stendur ekki á svöram. „Félagsskapurinn skiptir náttúrlega máli. Það er frá- bært að vera með vinum sínum uppi í flalli og renna sér í hóp,“ segir Halla. „Svo er búnaðurinn miklu þægilegri. Fötin og skórnir gera kleift að stimda þetta næstum hvar sem er. Það hefur lítið verið gert fyr- ir okkur í Bláfjöllum og ekki laust við að sumu skíðafólki sé hálfilla við okkur. Við erum ógn í þeirra augum og tökum frá þeim pláss í brekkun- um. Snjóbrettin eru komin til að vera og á góðum degi í fjöllunum erum við mun fjölmennari en skíða- mennirnir. Það segir sína sögu," segir Arnar Orri Bjarnason. -aþ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.