Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1999, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1999 Spurningin Dreymir þig í lit eða svarthvítu? Haukur Arnarson, 13 ára: í lit. Ingvar Andri Egilsson, 13 ára: í lit. Lilja Ómarsdóttir nemi: í lit. Geir Gestsson múrari: í lit. Jóhanna Gísladóttir bankastarfs- maður: Ég veit það ekki. Bæði. Ólöf Jónsdóttir húsmóðir: 1 lit. Lesendur Trillukarlar og skolla- leikur með kvóta Fiskmarkaðirnir hafa fleytt gæðum og fiskverðinu upp með raunhæfum hætti, gagnstætt fiskverðsnefndinni sem hélt verðinu við gúanómörkin - sama hvað í boði var, segir m.a. í bréfinu. J.B.G. skrifar: Þjóðartekjur byggjast á nátt- úruauðlind sem getur brugðist hvenær er og stendur því á brauðfótum. í dag hrýs mönn- um hugur við að láta þjóðar- búið standa og falla með fisk- veiðum. Eins sýnist mér fólk almennt, þ.m.t. útvegsmenn, telja að sjómenn fái of mikið í sinn hlut. Sumar útgerðir hafa enda sett undir þann „leka“ með því að kaupa fiskinn af sjálfum sér á verði langt undir markaðsverði. Þróunin nú er sú að allir megi setja bát á flot og veiða, bara þeir kaupi kvóta. Útgerðarmenn sem eiga kvóta eiga kannski erfitt með að láta sína útgerð draga kvótakaup af sínum sjómönn- um, því mun þróunin verða skollaleikur þar til veiðiheim- ildir verða sjálfstæð verðbréf - eign útgerðarmanna fyrst um sinn, en seinna meir aðeins stóreignamanna. Útgerðar- menn og þeirra sjómenn munu lepja dauðann úr skel, yfir- bjóða hver annan i kaupum á kvóta og enda í sameiginlegu forræði. Þetta mun kæta landslýðinn því þá fara menn kannski að sækja á önnur mið. Það má t.d. dragnast með raf- magnskapal út í lönd til að selja þar rafmagn, nú eða vatnsslöngur með vatni suður í lönd. Eigum við ekki tíu þúsund ára vatnsbirgðir? Eða þá að leigja út okkar ágætu stjómmála- menn sem við eigum meira en nóg af. En fiskmarkaðirnir hafa fleytt gæðum og fiskverðinu upp með raun- hæfum hætti, gagnstætt fiskverðs- nefndinni sem hélt verðinu við gú- anómörkin - sama hvað í boði var. Ég tel hins vegar að veiðimannasam- félagið, sem við höfum verið hluti af allt til þessa, sé að líða undir lok. Fiskurinn mun verða girtur af innan fiskveiðilögsögunnar með tæknileg- um tilfæringum, t.d. geislagirðingum og þannig missum við fiskinn ekki langt norður í ballarhaf þegar hann hefur stækkað. Síðan mun notuð staðbundin gliðrun vítt og breitt um miðin beintengd við fiskvinnsluhús í landi, og þannig fæst hagkvæm nýt- ing allra þátta í aflasókninni. En hvemig er það, er ekki hag- kvæmast fyrir ríkissjóð að hafa sem olíufrekust fiskiskip við veiðamar? Olían gefur þó ríkissjóði eitthvað i kassann. Kemur þetta atriði kannski eitthvað nálægt kvótamálum gagn- vart trillukörlunum nú eða hvað? Hið veitula VISA Elís skrifar: Upp á síðkastið hefur verið fróð- legt að fylgjast með grátbroslegum tilraunum risafyrirtækisins VISA ísland til að slá sig til riddara með ýmiss konar fyrirgreiðslu við al- menning og menningarlegri við- leitni. Fyrir jólin bauð fyrirtækið við- skiptavinum sínum upp á 24 fríar færslur, sem framkvæmdar yrðu af handahófi. Ekki 240 færslur, 2400 færslur eða bara 24 fría VISA reikn- inga, heldur 24 stakar færslur! Þeg- ar haft er í huga að kortafærslur á þessu tímabili sem þarna var um að ræða nema sennilega milljónum, virkar þetta rausnarlega tilboð, sem væntanlega hefur átt að auka á kortanotkun, eins og lélegur brand- ari. Enda sýndi það sig að færslurn- ar sem gefnar vom eftir námu frá 1000 krónum og upp í 28.000 krónur, ef ég man rétt. En rausnin átti eftir að endurtaka sig. Nýlega útdeildi VISA ísland peningastyrkjum sem það kennir við menningarverðlaun. í pottinum voru 1,8 milljónir sem dreifðust milli sex aðila. Þannig hefur hið veitula VISA, sem á ársgrundvelli veltir ámóta fjárhæðum og íslenska ríkið, talið sig sinna menningar- legri skyldu sinni í ár. Ég þori að fullyrða að ef fyrirtæki á hinum Norðurlöndunum með sambærilega veltu ætluðu að út- deila svipuðum fiárupphæðum, yrði þau sér til athlægis. - VISA ísland verður að taka sig á í þessum efnum eða hætta þykjustuleikjum. Kántrýbær, stórvirki á Skagaströnd Hallbjörn Hjartarson í hópi vina og gesta í Kántrýbæ sl. haust. Þama yrði ræktað- ur hinn eini sanni Kántrýandi sem við Skagstrendingar erum frumkvöðlar að hér á landi. Allir sem vilja, geta fengið frekari skýringar á hug- myndinni og ég vonast til að fá jafn ákveðinn stuðning til framkvæmda á þessum draumi og drauminum um Kántrýbæ. Ég hef ekki í hyggju að senda út aðra gíró- seðla, en bendi þeim sem vilja ger- ast hlutaðilar á Hallbjörn Hjartarson skrifar: Nýr Kántrýbær var draumur sem ég gerði aldrei ráð fyrir að gæti ræst, þótt ég gerðist svo djarfur að reyna að hrinda honum í fram- kvæmd. Ég vona að þið öll sem veittuð mér stuðning getið verið stolt af bænum ykkar í dag og að hvert og eitt ykkar sem þangað komuð á sl. ári hafi fundið sína fiöl eða bjálka. 1 dag hefur útvarp Kántrýbæjar starfað í fimm og hálft ár, en Kán- trýbær var hins vegar stofnaður árið 1983. Fyrir siðustu áramót var ætlunin að hefia útsendingar í Skagafiörðinn, því þess hefur verið óskað, en af því gat ekki orðið sök- um þess að félag mitt STEF hefur ekki samþykkt beiðni mina þar um. Allir aðrir sem að því máli hafa þurft að koma hafa samþykkt beiðni mína. í þessu átaki hefur Sauðár- króksbær boðist til að styrkja þessa framkvæmd og er það vel þegið. Ég hef mikinn áhuga á að koma hér upp á Skagaströnd litlu Kán- trýþorpi, þjónustu fyrir ferðafólk. Þá gætum við boðið ferðamönnum að heimsækja okkur um helgar, á vetrum sem á sumrum, og Kántrý- bær gæti verið bakgrunnurinn. bankareikning í Landsbankanum á Skagaströnd eða gíróreikning minn hjá Póstgíróstof- unni. Sameinuð stöndum við en sundruð föllum viö. Á ég stuðing þinn? Megi guðsblessun ávallt vera förunautur ykkar allra. Kær kveðja. DV endurbirtir nú hluta bréfs Hallbjarnar vegna missagna í fyrri birtingu. Er Hallbjörn beðinn vel- virðingar á mistökunum. DV Ósmekkleg auglýsing Þorvaldur hiingdi: Ég hef nú horft á sjónvarpsaug- lýsingu eina ósmekklega frá IKEA svo oft aö mér fannst kominn tími til að láta í mér heyra. Auglýsing- in er þess eðlis að hún er móðg- andi við forsætisráðherra okkar sem þarna er leikinn af einum þekktari leikara okkar. Ráðherra er látinn blása frá sér svo eldfimu efni, að í því logar (ætli það eigi ekki að vera alkóhól!) í nálægð elds. Nú hefur auglýsingunni ver- ið breytt örlitið en er jafn ósmekk- leg engu að síður. Líklega hefur einhver bent á ósmekkinn í aug- lýsingu þessari, kannski við- skiptavinur. En svona nokkuð dregur bara ekki langt í viðskipt- um. Þunnur þrett- ándi frá útvarpsráði Lárus hringdi: Ég er sammála Davíð Scheving Thorsteinsson að krefiast þess að fá upplýst hver það er innan Rík- isútvarpsins, Sjónvarps, sem ræður hvað er tekið til sýningar þar á bæ. Sjónvarpsleikritið Dómsdagur var niðurlægjandi og árás á þekkt fólk sem á lifandi af- komendur og vini enn þann dag í dag. Þegar útvarpsráð „harmar" mistök RÚV segir það ekki mikið og er sannarlega þunnur þrett- ándi. Útvarpsráð virðist vera alls óábyrgt fyrirbæri og pólitískt þar að auki og því tekur enginn mark á Jjeirri samkundu. Það er yfir- maður Ríkisútvai-psins, útvarps- stjóri sem er ábyrgur og hefúr síðasta orðið fyrir hönd stofnun- arinnar. Og á því að biðja afsök- unar fyrir hennar hönd sé þess þörf. Rakettu- ribböldum skal refsað Sigurlaug hringdi: Mikið veður hefur verið gert út af rakettusprengingum í Haga- skóla og að vonum. Þama er um ófyrirgefanleg skemmdarverk að ræða. Rakettur eru hættulegar og eiga ekki að vera í umferð utan þess eina kvölds sem tíðkast hér. Rakettuskot að farþegaflugvél í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli er þó mun meira glæfraverk sem gat valdið stórslysi og manntjóni yfir miðri borginni. Þessum rak- etturibböldum öllum á að refsa. Ekki bara þeim í Hagaskóla, heldur líka þeim sem skutu að flugvélinni og sem er þó alvar- legra atvik og ef þar eru fullorðn- ir að verki eins og heyrst hefur, á að upplýsa hverjir þar voru að verki og dæma þá til refsingar. Þingkona á Austurlandi vill atkvæði Austflrðingur hringdi: Ég tek fram að ég hef kosiö Sjálfstæðisflokkinn í kjördæm- inu svo árum skiptir og mun gera áfram. Ég er hins vegar ekki hrifinn af þingmönnum sem ekki láta heyra í sér nema rétt fyrir kosningar. Þingkona okkar hér, sem nú óskar eftir endurkjöri, hefur ekki haft sig mikið í frammi, hvorki með fundahöld- um né greinaskrifum, þótt veru- lega hafi þurft á því að halda. Hún hefur t.d. ekki látið mikið eftir sér hafa í baráttu okkar fyr- ir stóriðju á Austurlandi og frem- ur farið með veggjum í stjórn- málabaráttunni. Við þurfum bar- áttufólk I stjórnmálin hér á Aust- urlandi. Ég hefði viljað sjá Krist- in Pétursson í efsta sæti lista sjálfstæðismanna á Austurlandi. - Barátta og vilji er allt sem við þurfum nú á að halda hér.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.