Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1999, Blaðsíða 20
24 ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1999 r Kristján Viðar Haraldsson, þjálfari strákanna, hafði í nógu að snúast við að skipuleggja næstu leiki og taka við úrsiitum úr loknum leikjum. Hér má sjá verðlaunahafa í flokki þeirra sem hafa 1500 afreksstig eða færri. Hér eru þeir Hrafn Þórisson, Skapti Jónsson, Óli Björn Karlsson, Sigurður Eyjólfsson, Sigurður Kristinsson, Hlöðver Hlöðversson og Ásgeir Birkisson. KR-ingurinn og borðtennisspilarinn Ásgeir Birkisson: Hugmyndasmiður mótsins Ásgeir Birkisson er 13 ára strákur úr vesturbænum og þrátt fyrir að hafa aöeins æft borðtennis í rúmlega eitt ár er hann þegar orðinn mjög virkur í félagsstarfinu. Sem dæmi um það átti hann hugmyndina að nýju móti KR-inga sem fram fór á dögunum. Mótið var enn fremur kennt við hann. Ásgeiri hefur gengið ágætlega á mótum til þessa en segist alltaf vera að keppa við þá sömu þar sem er keppt í aldursflokkum. Aldurinn segir ekki alltaf til um getuna og þá hafði hann fengið þessa hugmynd í vetur um að þeir sem væru svipðaðir að getu spiluðu saman i flokki. Þegar hann var að keppa í aldursflokki var hann ailtaf að keppa við betri eöa slakari spilara en nú keppir hann við stráka svipaða að getu. Ásgeir æfir 3 til 4 sinnum í viku og tók borðtennisinn fram yfir handboltann sem hann hafði einnig prófað. Það var svo ekki leiðinlegt fyrir Ásgeir né mótið sem kennt er við hann að hann skyldi verða fyrsti meistari mótsins en Ásgeir vann flokk skipaðan spilurum með 1500 afreksstig eða færri. Til hamingju, Ásgeir. co co * ' co ŒrS íBm Hgr | iwœ gerir Heliyrn Kópavogs Á unglingasíðunni í gær var ranglega farið með nafn á knatt- spyrnumótinu sem fram fer ár- lega í Kópavogi milli jóla og nýárs. Mótið var sagt heita Jóla- mót Breiðabliks en heitir í raun Jólamót Kópavogs og er haldið af bæði HK og Breiðabliki þannig að félögin sjá um fram- kvæmd mótsins til skiptis. Beðist er velvirðingar á þess- um mistökum því síst var ætlunin að draga úr framlagi HK til þessa móts enda það mjög þarft og nauðsynleg viðbót yfir vetrar- mánuði. Ásgeir Birkisson sést hér í leik að ofan og svo að leika sér með kúluna til hægri. Hún er nú víst það sem þetta snýst allt um. Þrátt fyrir að hafa aðeins æft í eitt ár er Ásgeir orðinn mjög virkur í félagsstarfinu hjá KR. ^ Fyrsta Ásgeirsmótið hjá Borðtennisdeild KR: Asgeir og félagar - nýstárlegt mót sem er einn ungur félagi átti hugmyndina að Verðlaunahafar í flokki 10 ára og yngri. Frá vinstri ívar Húni Jónsson, KR (3. sæti), Halldór Einarsson, Stjörnunni (1. sæti) og Hrafn Þórisson, KR (2. Það er ekki verra að fá góða sér þegar Ásgeir Birkisson, 13 hjálp frá ungum íþróttamönn- ára félagi í KR, lagði inn hug- um hjá félögum við að hanna skemmtileg mót og það nýttu þjálfarar KR-inga í borðtennis mynd að styrkleikamóti í borðtennis í vetur. Mótinu var komið á og það var haldið í JL-húsinu 10. jan- úar síðastliðinn. Þetta var opið styrkleikamót sem miðað- ist við að krakkarnir væru að spila við mótherja sem eru svipaðir að getu. Úr varð jafnt og spennandi mót og þvi var það tilvalið fyrir byrjendur jafnt sem lengra konmna. Hver leikmaður gat leikið með tveimur flokkum, þeim sem hann er löglegur í og einnig í næsta fyrir ofan. Fullkomaði daginn Asgeir Birk- isson, hug- myndasmiður mótsins, full komnaði góð- an dag með því að Það var ekkert gefið eftir á borðtennisborðunum og hér má sjá Sigurð Kristinsson að spila en þegar er annar tilbúinn í næsta leik. Jólamót

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.