Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1999, Blaðsíða 11
JÖ5 V ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1999 Skemmtilegt að togast á Menningarverðlaun DV verða veitt í 21. sinn þann 25. febrúar næst- komandi og að venju hafa nefndir tekið til starfa í sjö listgreinum. Framboðið á menningar- viðburðum er svipað frá ári til árs, þó hafa menn á tilfínningunni að það aukist heldur í flestum greinum. Gífúrleg gróska var í tónlistarlífinu að sögn Jónasar Sen og verður virkilega erfitt að halda sig við fimm tilnefning- ar. „Talsvert var frum- flutt af verkum eftir ís- lensk tónskáld og sem dæmi um sjaldgæfan merkisviðburð má nefna að pianókonsert eftir Atla Heimi Sveinsson var frumfluttur. Það er ekki á hverjum degi sem slíkt gerist hér á landi,“ sagði Jónas. Árið var líka ágætt að mati kvik- myndanefndar, þrjár bíómyndir og fjöldi stuttmynda, bæði í bíó og sjónvarpi. „Svo eigum við eftir að athuga hvort eitthvert af sunnu- dagsleikritum sjónvarpsins kemur til greina,“ sagði Hilmar Karlsson. „Það er sannarlega af mörgu að taka,“ sagði Auður Eydal, „en þó verð ég aö viðurkenna að topparnir eru færri en undanfarin ár. Menn tóku ekki mikla áhættu í leikhúsun- um á síðasta ári, verkefnavalið var hefðbundið og fyrirsjáanlegt. Kannski hafa menn verið að hvíla sig um stund eftir óróa undanfar- inna ára.“ - Að hverju beinist þá athyglin? „Að leikstjórum og stökum leik- urum fyrst og fremst.“ Bókmenntanefnd er að lesa á Leiklistarhópurinn flutti sig út í frosthörkuna meðan ÞÓK smellti af: Auður Eydal, Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir og Hávar Sigurjónsson funda um leiklistarviðburði árið 1998. DV, Andri Snær Magna- son rithöfundur og Frið- rika Benónýs bók- menntafræðingur. Byggingarlist Dr. Maggi Jónsson arkitekt, Guðmundur Jónsson arkitekt og Júlí- ana Gottskálksdóttir list- fræðingur. Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur, Áslaug Thorlacius, myndlistar- maður og gagnrýnandi DV og Elísa Björg Þor- steinsdóttir listfræðing- ur. ekkert er skemmtilegra en að togast á um hlutina." Hér á síðunni sjást þau sem nú togast sveitt á um hverjir hafi skar- að fram úr í íslenskri menningu árið 1998. í byrjun febrúar verður farið að segja frá hverja þau til- nefna til verðlauna. -SA Leiklist Auður Eydal, gagnrýnandi DV, Hrafnhildur Hagalín Guðmunds- dóttir leikskáld og Hávar Sigurjóns- son leikhúsfræðingur. Bókmenntir Sigríður Albertsdóttir, bók- menntafræðingur og gagnrýnandi Tónlist Jónas Sen, tónlistarmaður og gagnrýnandi DV, Runólfur Þórðar- son verkfræðingur og Halldór Har- aldsson píanóleikari. Listhönnun Torfi Jónsson leturhönnuður, Eyjólfur Pálsson innanhússarkitekt og Baldur J. Baldursson innanhúss- arkitekt. Kvikmyndir Hilmar Karlsson, gagnrýnandi DV, Baldur Hjaltason forstjóri og Inga Björk Sólnes, framkvæmda- stjóri Kvikmyndaskóla íslands. Leiklist Hrafnhildur Hagalín Hávar Sigurjónsson. Guðmundsdóttir. fullu og Sigriður Albertsdóttir var ekki frá því að meira væri að lesa nú en undanfarin ár. Og margt af því merkilegt og spennandi. „Bæði gáfu margir af okkar viðurkenndu höfundum út bækur í fýrra og svo eru margir nýir höfundar. Venju- lega reynum við að skipta með okk- ur verkum en nú eru óvenjulega margar bækur sem við verðum öll að lesa.“ - Er þá gott samkomulag í nefnd- inni? „Njaah,“ segir Sigríður og dregur seiminn, „það er satt að segja svolít- ið tvísýnt með samkomulagið! En Auður Eydal. Fjörleikir og angistarkvein Framlag Blásarakvintetts Reykjavíkur til Myrkra músikdaga voru tónleikar sem haldnir voru í samvinnu við menningarmiðstöðina Gerðuberg síðastliðinn laugar- dag. Á efnisskránni voru 5 verk, sem öll nema eitt höfðu verið flutt áður þótt þau væru öO jafnný í eyrum gagn- rýnanda. Tónleikamir hófust á Expromtu eftir Pál Pampichler Pálsson, en fyrir það hlaut hann verðlaun í tónsmiða- keppni i Graz í júni 1997. Verkið er upphaflega samið fyr- ir fiðlu og píanó og byggir á Impromtu í B dúr eftir Schubert þó þau tengsl séu ekki beint augljós við fyrstu heyrn. En áheyrendavænt er það, líkt og verkið sem það byggir á, og hljómaði vel í meðfórum kvin- tettsins. Það geröi líka næsta verk, Fjörleikur eftir Jón Ásgeirsson, splunkunýtt verk og sér- staklega samið fyrir kvintettinn. Það er í þremur köflum: „Fjörleikur" sem ber nafn með rentu, „Hrynlaust milli- spil“ sem er hægur hljómakafli og „Snertla-stilla-stefja" sem er sérlega skemmtilegur kafli með glæsilegri 5 radda fúgu rétt í lokin. Greinilega hefur ekkert verið til sparað við gerð verksins sem er afar vandaö að allri uppbygg- ingu og flutningur kvintettsins í fullu samræmi við það. Næst kom verk eftir Diana Burrell sem er bresk og vel virt i sinu heimalandi. Verkið sem hún kallar einfaldlega blásarakvintett er samið árið 1990 og er í tveimur þátt- um. Sá fyrri er hektískur í byxjun með hálfgeröum ang- istarkveinum klarinetts, flautu og óbós, en sá síðari hæg- Tónlist Amdís Bjöik Ásgeirsdóttir ur, sem hlýtur að reyna á þolrif flytjenda ekki síður en áheyrenda og þrátt fyrir fágaðan flutning virkaði hann allt of langur þannig að við lá að maður varpaði öndinni léttar þegar hann var loks búinn. Elsta verkið á efnisskránni var Tónlist fyrir tréblást- urshljóðfæri eftir John Cage frá 1938. Skemmtilegt verk í þremur yndislega stuttum köflum; sá fyrsti tríó, ryt- hmískur og vel útfærður af Einari Jóhannessyni, Bern- harði Wilkinssyni og Hafsteini Guðmundssyni, dúó-þátt- urinn allur mýkri og sömuleiðis vel leikinn af þeim Joseph Ognibene og Daða Kolbeinssyni, þriðja þáttinn léku þeir svo allir saman og gerðu það ágætlega þó að smá þreyta hafi ___________________verið farin að gera vart við sig - enda voru þeir búnir að spila lát- laust i klukkustund. Það hefði farið betur á því að hafa hlé en engin tök voru á því vegna málþings um Jón Leifs sem hófst strax eftir tónleikana, eða sleppa einu verki (þá kannski kvintetti Burells). Að lokum lék kvintettinn þrjár þjóðlagaútsetningar eftir Jón Leifs, Hestavisur og Fuglavísur, sem Páll P. Pálsson hafði útbúið fyrir blásarakvintett og Sorgarlausn sem þeir léku beint af blaðinu sem ljúfan og angurværan fjögurra radda sálm í stofuharmóníumstil eins og Einar Jóhannesson svo réttilega orðaði það. Auðveldaði sá flutningur fólki að setja sig í réttu stellingarnar fyrir um- ræðurnar um Jón Leifs, en meira um þær síðar. %nenning Bókmenntir Sigríður Albertsdóttir. Andri Snær Friðrika Benónýs. Magnason. Byggingarlist jEsflk 1 f 111 ppfc! * tf' '**$*. ’' lei m v v j§r.... ;§ ~~ Dr. Maggi Jónsson. Guðmundur Jónsson. Júlíana Gottskálksdóttir. Myndlist Tónlist Áslaug Thorlacius. Elísa Björg Þorsteinsdóttir. Jónas Sen. Runólfur Þórðarson. Haildór Haraldsson. Listhönnun Torfi Jónsson. Eyjóifur Pálsson. Baldur J. Baldursson. Kvikmyndir Hilmar Karlsson. Baldur Hjaltason. Inga Björk Sólnes.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.