Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1999, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1999 Neytendur Breyttur lífsstíll: Rétt samsett fæða er mikilvæg Rétt samsetning fæðunnar skiptir miklu máli fyrir þá sem hugsa um hoilustuna. Eins og allir vita skiptir rétt mataræði miklu máli fyrir líkam- lega og andlega vellíðan okkar. Lík- aminn sjálfur vinnur mun betur ef hann fær úrvals eldsneyti, þ.e. holl- an mat, og er þar af leiðandi frekar í stakk búinn til að takast á við alls kyns kvilla sem á okkur geta herjað. Röng samsetning fæðunnar getur gert það að verkum að ýmis úr- gangsefni safnast upp í líkamanum sem á síðan erfitt með að losa sig við þau. Mikilvægt er að huga að jafnvæg- inu milli basískrar og súrrar fæðu sem neytt er ef koma á líkamanum í betra jafnvægi og losna við úr- gangsefnin. Æskilegt er að um 70% þeirrar fæðu sem neytt er sé basísk en aðeins um 30% hennar sé súr. Því miður er þessu alveg öfugt farið hjá mörgum sem kemur líkamanum úr jafnvægi og hindrar hann í að vinna vel úr fæðunni. Basísk fæða Þeir sem ætla að auka neyslu basískra fæðutegunda ættu að neyta meira af basískum ávöxtum og grænmeti. Af basískum ávöxt- um má nefna, epli, aprikósur, avakadó, banana, öll ber, rúsínur, döðlur, gráfikjur, mangó, melónur, ferskjur og perur. Fjölmargar teg- undir grænmetis eru basískar, s.s. eggaldin, rófur, þroskaður spergill, hvítkál, rauðkál, gulrætur, blóm- kál, graslaukur, agúrkur, dill, hvít- laukur grænkál, salatblöð, sveppir, paprikur, radísur, rauðrófur og spínat. Engar dýrarafurðir eru basísk- ar. Súr fæða Það er hins vegar engin ástæða til að neita sér algjörlega um súran mat, svo lengi sem basísk fæða er í meirihluta. Af súrri fæðu er nóg að taka. Þar má m.a. nefna alla niðursoðna ávexti, plómur, ólífur og sveskjur. Af súru grænmeti má nefna allar baunir, rósakál, lauk, rabarbara og tómata. Sömuleiðis er allt smjör súrt, allir ostar, ís og mjólk. Allt hveiti sem unnið er úr heil- hveiti er súrt, svo og bókhveiti og bygg. Þar af leiðandi er nánast allt brauð, kökur, kex, hveitinúðlur, pasta, hrísgrjón, hafrar og rúgur súrt. Aðrar súrar matar- og drykkjar- tegundir eru t.d. léttvín, sykur, kakó, súkkulaði, kók, kaffi, sósur, egg, sultur, litarefni, marmelaði, rotvamarefni, sódavatn og edik. Of hátt sýrustig Of mikil neysla súrrar fæðu hefur slæm áhrif á líkamann og getur leitt til veikinda. Veikt fólk mælist jafn- an með hærra sýrustig í blóði held- ur en þeir hraustu. Það má því segja að basísk fæða hafi uppbyggjandi áhrif á líkamann en of mikið af súrri fæðu öfug áhrif. Ef ætlunin er að koma sýrastigi líkamans í rétt horf getur verið gott að neyta léttrar basískrar fæðu eða jafnvel fasta til að líkaminn nái að hreinsast og losa sig við úrgangs- efni. Hófleg vatnsdrykkja er einnig gagnleg. -GLM Breyttir lífshættir: Líkamsræktarráð fyrir byrjendur Hér á eftir fylgja nokkur ráð fyrir þá sem hyggjast heíja ein- hvers konar líkamsrækt á nýbyrj uðu ári. Eg, um mig, frá ... Einbeittu þér að sjálfum þér í líkamsræktinni. Það skiptir ekki máli hversu grönn, falleg eða stælt manneskjan við hliðina á þér er. Þú ætlar einungis að * koma þín- um eigin líkama í gott form. Ekkert að óttast Láttu ekki hugmyndina um að hefla líkamsrækt hræða þig. Þjálfunin þarf ekki endilega að fara fram á líkamsræktarstöð með speglum úti um allt og fólki í þröngum íþróttagöllum. Rösk og góð ganga um hverfið þitt gerir meira gagn en þjálfun með hálfum huga á líkamsrækt- arstöð. Fjölbreytnin í fyrirrúmi Reyndu að hafa fjölbreytnina í fyrirrúmi. Ef þú æfir á líkamsrækt- arstöð reyndu þá að fara í mismun- andi tíma og gera síðan eitthvað annað um helgar. Þá er t.d. upplagt að fara í sund, út að skokka eða hjóla. Þjálfun með vinum Reyndu að stunda líkams- rækt sem þú getur stundað með vini eða vinkonu. Hvort sem þú skokkar, syndir, lyftir lóðum eða stundar jóga er auðveldara að halda sér við efnið þegar þú færð hvatningu og fé- lagsskap. Ganga frekar en akstur Notaðu hvert tæki- færi til að fá ferskt loft og hreyfingu. Hjólaðu og gakktu út í búð og i vinn- una í stað þess að nota bílinn. Dekurverðlaun Gerðu ferðina í lík- Wlikivægt ér að finna líkamsrækt við sitt hæfi er koma á líkamanum í lag. amsræktarstöðina meira ilmolíu til að nota í gufubaði að freistandi með því að taka t.d. loknum æfingum. íeð þér gott húðkrem eða -GLM Leynivopn Bryndísar Mikil barátta verður um efsta sætið i hólfí Alþýðubandalagsins milli Bryndísar Hlöðversdóttur og Árna Þórs Sigurðssonar . Bryndís nýtur þess að vera sitjandi þingmaður en Ámi Þór hefur aftur á móti óskoraðan stuðning Svavars Gestssonar og Guðrúnar Ágústs- dóttur sem mættu þegar kosninga- skrifstofa hans var opnuð um helgina en voru ekki sjáanleg hjá Bryndísi. Leynivopn hennar felst í Vilhjálmi H. Vilhjálms- syni, fyrrum formanni Stúdenta- ráðs, sem sækist eftir þriðja sæt- inu. Hann mun koma með mikiö lið úr Háskólanum og einnig úr Þrótti þar sem hann hefur leikið með meistaraflokki í knattspymu. Telja flestir að obbinn af stuðnings- mönnum hans utan Alþýðubanda- lagsins mimi kjósa Bryndísi í efsta sætið og að það dugi henni til að halda því nokkuð örugglega ... Kolkrabbinnn vestur Sterkur orðrómur er uppi um að Kolkrabbinn ógurlegi sé búinn að vefja einum armi sínum um eitt öfl- ugasta sjávarútvegsfyrirtæki Vest- firðinga, Gunn- vöru hf. Sagan segir að búið sé að semja um það að tjaldabaki að Burðarás hf., eignarhaldsfélag Eimskipafé- lags íslands, eignist 60 prósent í Gunnvöru og dótturfélaginu, Ishús- félagi ísfirðinga. Ástæðan fyrir söl- unni yfirvofandi er sögð sú að erf- ingjar að frystitogaranum Júliusi Geirmundssyni ÍS og öðrum minni skipum uni því ekki lengur að væntanlegt lifibrauð sé bundið í skipum og kvóta. Hvort sem þetta stenst eður ei er ljóst að viðræður eru í gangi um sameiningu við Hraðfrystihúsiö í Hnifsdal sem ala myndi af sér stærsta sjávarútvegs- fyrirtækið vestra ... Hákarlahólf í hólfi Alþýðuflokksins innan Samfylkingar í Reykjavík er hart tekist á um sæti sem dugi til þing- mennsku. Aðalslagur- inn stendur um 2. til 3. sætið en aðeins Jóhanna Sigurðar- dóttir og Össur Skarphéðinsson kljást um efsta sæt- ið. Ásta Ragn- heiður Jóhann- esdóttir er nú talin til alls vís eftir að fullt var út úr dyrum á kosningamiðstöð hennar við opnun um helgina. Allt aö 500 manns mættu og þeirra á meðal bæði Jóhanna og Össur. Talið er að þessi fyrrum framsókn- ar- og Þjóðvakakona sé nú búin að stimpla sig rækilega inn í Alþýðu- flokkinn ... Þingmannsdraumar Siguijón Benediktsson, tann- læknir á Húsavík, kom nokkuð á óvart fyrir kosningarnar á síðasta ári þegar hann fór sjálfviljugur úr 1. sætinu á lista Sjálf- stæðisflokksins þar í bæ og tók þriðja sætið sem var fyr- irfram vonlaus barátta. Sumir voru þó fljótir að sjá að fleira hékk á spýtunni. Hann gaf kost á sér í eitt af efstu sætum listans fyrir kosningarnar í vor. Sögusagnir herma hins vegar að Sigurjón sé í litlu uppáhaldi hjá Halldóri Blön- dal sem vilji hann ekki ofarlega á listann og það er einnig hermt að Halldór ráði ansi miklu þegar Sjálf- stæðisflokkurinn á Norðurlandi eystra er annars vegar... Umsjón Reynir Traustason Netfang: sandkorn @£f. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.