Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1999, Blaðsíða 28
32 ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1999 Sviðsljós Jagger þrætir fyrir krógann Erkirokkarinn Mick Jagger þvertekur fyrir að hafa barnað brasilísku fyrirsætuna Luciönu Morad og hann segist ætla að sanna það með því að gangast undir DNA-próf. Þá segir roll- higurinn ekkert hæft í staðhæf- ingum um að hann hafi borgaö stúlkunni stórfé fyrir að þegja. Jagger neitar þó ekki að hafa átt vingott við fyrirsætuna barm- fögru og af þeim sökum ætlar eig- inkonan að skiija við hann. „En ég á barnið ekki. Hún er bara að reyna að verða sér úti um skjót- fnngið fé,“ sagði Mick Jagger við einn vina sinna. y Brúðkaup Sophie og Játvarðs: Ottast að Camilla skyggi á Sophie Sophie Rhys-Jones getur átt von á því að hafa áhyggjur af fleiru en göngunni eftir kirkjugólflnu við hlið Játvarðs prins á brúðkaupsdag- inn. Hún á á hættu að falla í skugg- ann af Camillu Parker-Bowles, ást- konu Karls Bretaprins. Þetta full- yrðir að minnsta kosti breska blað- ið The Sunday Mirror. Blaðið kveðst hafa heimildir fyrir því að ástkona Karls sé á listanum yflr boðsgesti í kirkjuna. Nærvera hennar kynni að draga alla athygli frá Sophie. Öilum myndavélum yrði frekar beint að Camillu en brúð- inni. Allur heimurinn myndi fylgj- ast með látbragði Karls prins og gleyma sjálfu tilefninu fyrir kirkju- athöfninni, skrifar blaðið. Greinarhöfundur i Sunday Mirr- or segir það á valdi Camillu og Karls að bjarga degi Sophie. Þau verði að koma fram í sviðsljósið Camiila Parker Bowles. Símamynd Reuter saman hið skjótasta. Þá verði ljós- myndarar orðnir vanir því að þau komi fram sem hjón. Þeir muni því ekki sýna þeim jafn mikla athygli við brúðkaup Sophie og Játvarðs. Heimildarmenn innan hirðarinnar búast við að brúðkaupið verði hald- ið 19. júní næstkomandi. Þess vegna sé ekki langur tími til stefnu. Vitað er að Karl vill hafa Camillu við hlið sér í brúðkaupi bróðurins. Játvarður veit hversu annt Karli er um Camillu, að sögn heimildar- manna Sunday Mirror. Játvarður er sagður hafa næman skilning á vanda ættingja sinna. Hann mun til dæmis hafa sýnt Fergie og Díönu mikinn skilning á erfiðleikatímum þeirra. Alltaf hefur verið hlýtt á milli Játvarðs og Karls. Sophie hef- ur einnig verið vel liðin af Karli. Sagt er að honum þyki hún greind og skemmtileg. Allar s sendibíla SKEiFUNN117 • 108 REYKJAVÍK SÍMI 581-4515 • FAX 581-4510 Draumakona hvers manns „Ég er drauma- kona hvers manns,“ segir Cameron Diaz í nýjasta tölublaði karlablaðsins Loaded þar sem hún situr fáklædd fyrir. Cameron heldur því ffam að hún sé enn ást- fangin af fyrrverandi kærastanum sínum, Matt Dillon. Þau höfðu verið saman í þrjú ár þegar þau slitu sam- bandi sínu í fyrra. Kvikmyndaleik- konan segist ánægð með lífið og sjálfa sig. Hún ætlar ekki að láta stækka á sér brjóstin. „Til hvers á maður að vera að breyta sér til að gera aðra ánægða?" spyr Cameron Diaz. Zeta-Jones kýs eldri menn Dökkhærða fegurðardísin Catherine Zeta-Jones er hrifnari af rosknum mönnum eins og Sean Connery og Anthony Hopkins en ungum mönnum eins og Antonio Banderas. „Sean Connery er kyn- þokkafyllsti maður sem ég hef nokkum tíma hitt. Hann er með mikla útgeislun og ótrúlegan lík- ama.“ Catherine lék á móti Bander- as og Hopkins í Zorro og henni þótti Hopkins kynþokkafyllri. afsláttur af pizzum - taktu með ... eða snæddu á staðnum Opið 11-23.30 og til 01.00 um helgar Engihjalla 8 Sími 554 6967 Glldir einungis i Kópavogi Breska ofurfyrirsætan Naomi Campbell vill geta farið hvert á land sem er með sundfötin sín. Þess vegna mega þau ekki vera of efnisrýr. Þessi fallegi sundbolur frá ítölsku tfskudrottningunni Donatellu Versace ætti að vera gjaldgengur hvar sem er, jafnvel hjá ajatollunum. Prinsinn vill láta kalla sig Bond Andrés Elísabetarson Eng- landsdrottningar vill að héreftir verði hann ekki kaOaöur annað en James Bond. Þannig er að eft- ir nýjustu stöðuhækkun, hefur prinsinn nú sömu stöðu og of- umjósnari hennar hátignar. Vart þarf að taka fram í þessu tilviki að Bondinn er uppáhaldskvik- myndahetja prinsins. Sá munur er þó á þeim félögxun að Aston Martin sportbíll Andrésar er ekki eins flottur og kagginn hans Bonds. Einn vinur Drésa segir hann mjög kátan með titOinn. Kate Moss með nýium stælgæja Breska ofurfyrirsætan Kate Moss er óðum að jafna sig eftir endurhæfingardvöl á sjúkrastofn- un í heimalandinu seint á síðasta ári. Stúlkan eyddi jólahátíðinni í írsku sveitahúsi með auðugum manni að nafni Tarka Cordell. Vel fór á með þeim hjúum, að sögn. CordeU þessi leyfði Kate að gráta við öxlina á sér þegar hún hætti með viOimanninum Johnny Depp sem gaf henni BMW svo henni mætti batna. Depp endurnýjar klúbbinn sinn Já, Johnny Depp hefur gert sitt- hvað annað við peningana sína en að kaupa BMW handa fyrrum kæmstu sinni. Hann hefur einnig staðið fyrir gagngerum endurbót- um á næturklúbbinum sínum, Nöðruherberginu, í Los Angeles. Staðurinn var opnaður formlega á laugardagskvöld og þar söng hin eina sanna Courtney Love, við undirleik hljómsveitar sinnar. Þar var margt frægt fólk sem greiddi 14 þúsund í aðgangseyri. Hagnaðurinn rennur tO styrktar stofhun sem kennir jóga og afeitr- ar og þurrkar upp.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.