Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1999, Blaðsíða 8
LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1999 J3"\r a fsælkerinn Andrés Terry, yfirkokkur á Litla-Hrauni: Draumur fangans Andrés Terry hefur stjórnað mötuneyti fanganna á Litla-Hrauni í tæp ellefu ár með glæsibrag sem frægt er úr fréttum. Svo vel hefur honum og mönnum hans tekist til að fangarnir eru að mestu hættir að flýja. Á sunnudaginn ætlar Andrés að láta kokkinn úr Landsbankanum elda „Draum fangans" en það er skemmtilegur kjúklingaréttur. Upp- skriftin sem hér birtist miðast við einn og til að matreiða réttinn þarf eftirfarandi: Tvær kjúklingabringur Hvitlaukssmjör Hveiti Egg Rasp Kartöflur Ólífuoliu Plastpoka Buffhamar Kjúklingabringurnar eru settar í plastpoka og flattar úr með buff- hamri. Þá eru þær smurðar með hvítlaukssmjöri og brotnar saman. Velt upp úr hveiti, þeyttu eggi og raspi. Síðan djúpsteiktar í 3-4 mín- útur (eða steiktar á pönnu í mikilli feiti). Bomar fram með djúpsteikt- um eða pönnusteiktum kartöflum með hýði og hrásalati. Andrés Terry er norskur og kom til landsins fyrir aldarfjórðungi. Hér hefur honum liðið vel með ís- lenskri konu sinni og samhliða því að vera yfirkokkur á Litla-Hrauni hefur hann rekið veisluþjónustu á Selfossi þcir sem hann er búsettur. „Ég reyndi að flytja út til Noregs aftur og byrjaði að vinna á olíuborp- alli en þar er aginn meiri en i fang- elsum. En þráin eftir íslandi var mikil og ég kom aftur. Aðallega vegna þess að hér er lífið ekki í eins fostum skorðum og í Noregi,“ segir Andrés Terry og lofar því að „Draum- ur fangans" svíki engan. -EIR Andrés Terry undirbýr sunnudagsmatinn fyrir fangana. DV-mynd Kristján Nýkaup Þarsem ferskleikinn býr matgæðingur vikunnar Hvítvínssoðnar aprikósur Fyrir 6-8 6-8 stk. aprikósur, ferskar 1/2 dl sólberjasaft 7,5 dl (1 flaska) hvítvín, óá- fengt 50 g sykur 2 vanillustangir 1/2-1 askja fersk jarðaber 1 askja blæjuber 1 askja rifsber 1 askja hindber Hellið hvítvíni, sykri og sól- berjasaft í pott. Skerið vanillust- angirnar eftir endi- löngu, skafið úr þeim kjam- ann og setjiö í pottinn með stöngun- um. Sker- ið lítinr kross aprikósuhýðið, bætið þeim í pottinn og látið suðuna koma upp. Sjóðiö við vægan hita í 30 mínútur. Takið þá aprikósurnar upp úr og afhýöiö þær á meðan þær era heitar, setjið þær aftur út í og kælið. Skerið jarðarberin í tvennt og blandið þeim ásamt hinum berjunum saman við aprikósurnar og soöið áður en salatið er borið fram, annað hvort í stórri skál eða á eftir- réttadiskum. Hollráð Einnig er hægt aö skera aprikósumar til helminga eftir að hýðið er fjarlægt og fjarlægja steininn úr þeim áður en þær era bomar er fram. Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni í þær fæst. Nautnaseggur Það er Rannveig Stefánsdóttir sem er matgæðingur helg- arblaðsins að þessu sinni. „Uppskriftina að þessum fiskrétti hef ég gefið viða en upp- haflega fékk ég hana hjá vinkonu minni fyrir mörgum árum. Hann er mjög bragð- góður og hentar bæði sem heim- ilismatur og fyr- ir gesti. í hann 5-600 g ýsuflak sítrónusafi salt 3-4 msk. hveiti malaður pipar 1-2 tsk. karrí lpeli kaffirjómi sojasósa rifinn ostur rasp Fiskurinn er roð- flettur og skorinn í lítil stykki. Sítrónusafa og salti stráð yflr fiskinn og síðan látinn bíða i ca 10 mín. Salt, pipar og karrí blandað hveitinu og fiskinum velt upp úr því. Fiskurinn er snögg- steiktur á pönnu og settur í eldfast form. Sojasósa (eftir smekk) sett saman við rjómann og hellt yfir fiskinn. Síðan er rifnum osti og raspi stráð yfir og bakað við 180"C í 20 mín. Borið fram með hrásalati, steiktum bönunum og hrísgrjónum. Ég læt fljóta með góöan rétt í saumaklúbbinn. Rannveig Stefánsdóttir fóstra gefur okkur uppskrift að bragðgóðum fiski og fínum rétti i saumaklúbbinn. lpk. golden savoy rice sveppir skinka broccoli Sósa 1 peli kaffirjómi 1/4 gráðostur 3 msk. majones rifinn ostur Grjónin era soðin og sett 1 eldfast form. Sveppir (steiktir), skinka og snöggsoðið broccoli sett yfir gijón- in. Kryddað yfir með aromat. Sósan hrærð saman og hellt yfir. Að lok- um er rifnum osti stráð ofan á. Hit- að 180'C í ca 20 mín. eða þar til ost- urinn er farinn að brúnast. Verði ykkur að góðu. Ég skora á vinkonu mína í Vest- mannaeyjum, Fanneyju Ásbjöms- dóttur, því hún lumar alltaf á ein- hverju gimilegu.“ Nýkaup Þarsemferskleikinn býr Villigrjónablanda með nauta- hryggjarsneiðum Fyrir fjóra 800 g nautahryggs- steik/snitzel (í fjóram 200 g steikum) 4 msk. ólífuolía til steikingar 250 g villigrjónablanda (Basmati & Wild frá Tilda) 1 stk. rauðlaukur 6 dl kjúklingasoð (eða vatn og Knorr-teningur) 4 msk. ólífúolía til steikingar 10 stk. hvítlauksrif 1 stk. vorlaukur 1 bakki baunaspírur 1 stk. gulrót amar varlega. Snöggsteikið síð- an í heitri ollu í 2-3 mín. á hvorri hlið og snúið nokkrum sinnum. Saxið hvítlauk og rauð- lauk og annað grænmeti. Hitið ólifúolíu í potti eða á pönnu, léttsteikið hvítlauk, rauðlauk og hrísgijón (brúnið ekki). Bætið síðan kjúklingasoðinu saman við og látið sjóöa í 10 mínútur. Bætið þá öðra grænmeti saman við og látið sjóða í aðrar tíu mínútur. Skiptið síðan gijóna- blöndunni á diska og leggið steikina yfir. Blandaðir sveppir með möndlum og hjartahnetum 2 bakkar blandaðir sveppir 5 msk. engifer, ferskur, rifinn 8 stk. skalottlaukur 1/2-1 dl matarolía 12 stk. vorlaukur 12-16 stk. grænn spergill 200 g möndlur, heilar 200 g hjartahnetur (cas- hewhnetur) salt og pipar úr kvöm Brúnið möndlur og hnetur á heitri, þurri pönnu. Leggið til hliðar. Saxið grænmetið eða skerið í strimla og snöggsteikið i vel heitri olíu - engifer og skalottlauk fyrst. Bætið síðan hinu saman við. Steikið í 3-5 mín. Bragðbætið meö salti og pipar. Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni í þær fæst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.