Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1999, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1999, Blaðsíða 49
E>V LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1999 Slydda og slydduél Erling Blöndal Bengtson er einn þriggja einleikara á tónleikum Kammersveitar Reykjavíkur í Salnum í kvöld. Myrkir músíkdagar Ný íslensk tónverk Annað kvöld heldur Kammer- sveit Reykjavíkur tónleika í Saln- um, Tónlistarhúsi Kópavogs, og eru tónleikamir afmælistónleikar Kammersveitarinnar, sem á þessu ári er tuttugu og fimm ára, auk þess að vera liður í tónleika- röðinni á Myrkum músíkdögum. Á tónleikaskrá hljómsveitarinnar eru eingöngu íslensk verk. Fyrsta verkið á tónleikunum er eftir Jón Leifs og heitir Scherzo concreto op. 58, samið 1964. Næst er fmm- flutningur á Djáknanum á Myrká eftir John A. Speight, verk fyrir rödd og kammerhóp. Síðasta verk Tónleikar fyrir hlé er Umleikur eftir Þorkel Sigurbjömsson og er þar einnig um trumflutning að ræða. Verkið er íyrir einleiksfiðlu og kammer- sveit. Eftir hlé er aðeins eitt verk, Eijur eftir Atla Heimi Sveinsson. Atli Heimir samdi verkið sem er konsert fyrir selló, strengjasveit og píanó árið 1997 og hefur það ekki verið flutt áður. Tónleikam- ir hefjast kl. 20.30. Ljóðatónleikar Á tónleikum í Kirkjuhvoli við Vídalínskirkju í Garðabæ í dag kl. 17 mun Alina Dubik messos- ópran syngja franska og rúss- neska söngva. Við hljóðfærið er píanóleikarinn Gerrit Schuil. Tónleikamir hefjast á fimm sönglögum eftir Gabriel Fauré en að öðm leyti er efnisskráin helguð fjórum rússneskum tón- skáldum 19. aldar, þeim Rimskí- Korsakov, Aleksandr Borodin, Míkhaíl Glínka og Pjotr Tsjajkov- skí og mun söngkonan flytja söngvana á frummálinu. í safiii Jiessara miklu tónskálda er að finna heila veröld stórkostlegrar tónlistar fyrir mannsröddina, söngvar þeirra em allir frá blómaskeiði rómantísku stefn- unnar og yrkisefhin dæmigerð fyrir skáldskap þeirra tíma - ást, náttúra, viöskilnaður og dauði. Alina Dubik messosópran syng- ur franska og rússneska söngva i Vídalfnskirkju. Gerrit Schuil er við píanóið. Alina Dubik er pólsk að ætt og uppnma. Hún brautskráðist frá Tónlistarháskólanum í Gdansk í Póllandi árið 1985. Samhliða námi sínu söng hún með óperunni i Kraká í heimalandi sínu. Á liðn- um árum hefur Alina Dubik kom- ið fram sem einsöngvari víða um lönd, meðal annars í Þýskalandi, Lúxemborg, Ítalíu og Sviss. Á ís- landi hefúr hún komið fram sem einsöngvari með Sinfóníuhljóm- sveit íslands og sungið í íslensku óperunni, meðal annars í Óthelló eftir Verdi og i Töfraflautunni eft- ir Mozart. Alina Dubik hefúr ver- ið búsett hér á landi um árabil, hún er íslenskur rikisborgari og starfar við söngkennslu í Reykja- vík. Um 200 km suðvestur af Reykja- nesi er 990 mb lægð sem þokast vest- norðvestur. í dag verður austan- og suðaust- Veðrið í dag ankaldi, slydda með köflum sunnan- og austanlands en skýjað og úr- komulítið í öðrum landshlutum. Hiti verður nálægt frostmarki. Á höfuðborgarsvæðinu verður austan- og suðaustangola eða kaldi og slydduél. Hiti 1 til 3 stig. Sólarlag í Reykjavík: 16.45 Sólarupprás á morgun: 10.32 Síðdegisflóð í Reykjavlk: 22.49 Árdegisflóð á morgun: 11.14 Veðrið kl. 12 á hádegi í gær: Akureyri léttskýjaö -11 Bergsstaóir lésttskýjaö -8 Bolungarvík alskýjaö 1 Egilsstaðir -14 Kirkjubœjarkl. skýjaó 0 Keflavíkurflv. skúr 2 Raufarhöfn úrkoma í grennd -3 Reykjavík úrkoma í grennd 2 Stórhöföi skýjaö 2 Bergen rigning 5 Helsinki snjóéí á síö.kls. 1 Kaupmhöfn skýjaö 6 Ósló léttskýjaö 1 Stokkhólmur 4 Þórshöfn rigning 4 Þrándheimur snjóél 1 Algarve skýjað 13 Amsterdam þoka 4 Barcelona mistur 13 Berlín þokumóöa 6 Chicago rigning 3 Dublin skýjaö 7 Halifax skýjaö -2 Frankfurt mistur 5 Glasgow skýjaö 7 Hamborg alskýjaö 4 Jan Mayen alskýjaó -4 London þoka 0 Lúxemborg léttskýjað 8 Mallorca mistur 15 Montreal heióskírt -9 Narssarssuaq skýjaö -4 New York súld 3 Orlando skýjaö 18 París þokumóða 8 Róm þokumóóa 12 Vín þokumóóa -2 Hvunndagsleikhúsið í Iðnó: Frú Klein A morgun frumsýnir Hvundagsleikhúsið í Iðnó leikritið Frú Klein eftir breska höfund- inn Nicholas Wright í leikstjóm Ingu Bjarna- son. Það em þrjár leikkonur sem fara með hlutverk í sýningunni, Margrét Ákadóttir, Steinunn Ólafsdóttir og Guðbjörg Thorodd- sen. Leikritið gerist í London árið 1934 á heimili frú Klein, en þá starfaöi hún þar sem sálkönnuður. Melanie Klein var einn af frum- kvöðlum sálvísindanna og lagði m.a. grann að meðferð til hjálpar bömum. Hún reyndi einnig að betrambæta kenningar Freuds og vafði þær kvenlegu sjónarhomi. Lenti hún upp á kant við dóttur Freuds, Önnu. Þeir sem aðhylltust kenningar Klein, Kleinistar, deildu við Freudista. Leikhús Við sjáum frú Klein fást við eigin tilfinn- ingar sem móðir og fræðikona. Við sjáum einnig móður og dóttur kljást tilfinningalega og faglega. Melitta, dóttir Klein, var lærður læknir og sálkönnuður. Fráfall sonar Klein og bróður Melittu setur sterkan svip á at- burðarásina og nærvera Pálu, sem Klein hef- ur nýráðið sem aðstoðarkonu sína, varpar sterkara ljósi á átök þeirra mæðgna, en Pála varð aðstoðarkona Klein til tuttugu ára. Ytra Myndgátan Margrét Akadóttir og Guðbjörg Thoroddsen í hlutverkum sín- um. umhverfi verksins er upphaf gyðingaofsókna síðari heims- styrjaldar en Klein var af gyðingaættum. Verkið hefur farið sigurfor um Bretland og meginland Evr- ópu og nú síðast í Bandaríkjunum. Þýðandi er Sverrir Hólmarsson, um lýsingu sér Alfreð Sturla Böðvarsson, um búninga Áslaug Leifsdóttir og sviðsmynd er í höndum Ingu Bjamason. EVþoR- Lúðulóð Myndgátan hér að ofan lýsir athöfn fgsonn Sami við handverksvinnu. Samavika Samavikan sem hefst í Norræna húsinu í dag er samstarfsverkefni Norræna hússins og sendikennara í norsku, sænsku og finnsku við Há- skóla íslands. Kl. 16 verður Samavik- an sett af Davið Oddssyni forsætis- ráðherra. Sofia Jannok frá Norður- Svíþjóð jojkar. Fjölsýning á lit- skyggnum: De átta árstidernas folk. Fjallasamar í Sviþjóð miða árið við hreindýrabúskapinn. Sýningar kl. 16.30, 17.00 og 17.30. Sýningar verða opnaðar í dag. Sænska listakonan Maj Lis Skaltje kynnir sýningu sina Forboðnar myndir sem verður til sýnis í and- dyri. Þar veröur einnig sýningin Samiskar myndir, daglegt lif Sama i Samkomur byrjun 20. aldar. Ljósmyndir eftir Nils Thomasson frá Svíþjóð. Sýning- in GEAIDIT - Sjónhverflngar, með verkum eftir listakonurnar Máj Lis Skaltje, Marja Helander, Britta Marakatt Labba, Merja-Aletta Ranttila og Ingunn Utsi verður í sýn- ingarsölum Norræna hússins. Sýn- ingamar standa til 14. febrúar. Á morgun verður dagskrá fyrir alla fjölskylduna kl. 14-15. Handverk Sama, sýning á listiðnaði o.fl. Laila Spiik frá N-Svíþjóö kynnir samískar sagnir og ævintýri og boðið verður upp á samíska smárétti. Kl. 15 er kennsla í jojksöng og sýnikennsla í samísku handverki. Sofia Jannok jojkar og Birna Halldórsdóttir sýnir aðferðir við að fingurvefa mittis- bönd. Fjölsýning á litskyggnum kl. 15,15.30,16.30,17 Og 17.30. Meðvirkni — böl — blessun — eða pappírstígrisdýr Sólstöðuhópurinn stendur fyrir fyrirlestri í dag kl. 14. Fyrirlesari er Páll Biering geðhjúkrunarfræðingur. Efni fyrirlestrarins er óvenjulegt en Páll mun fjalla um samhengið á milli þess að alast upp við alkóhólisma og að velja sér hjúkrun aö ævistarfi. New York, New York Hin ágæta skemmtun New New York verður á Broadway i kvöld. Um er að ræða tón- listarveislu þar sem Stórsveit Reykjavíkur flytur þekkt amerísk dæg- ur- og djasslög sem mörg hver hljóma best í flutningi stórrar hljómsveit- ar á borð við Stórsveit Reykjavíkur. Stórsveit Reykja- víkur flytur ásamt söngvur- um þekkt lög á Broadway í kvöld. Skemmtanir Meðal gestasöngvara með sveitinni má nefna Pál Óskar. Að lokinni sýningu munu Lúdó-sextett og Stefán skemmta á dansleik. Gengið Almennt gengi LÍ15. 01. 1999 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollqenqi □ollar 68,990 69,350 69,750 Pund 114,580 115,170 116,740 Kan. dollar 44,860 45,140 45,010 Dönsk kr. 10,8520 10,9120 10,9100 Norsk kr 9,2300 9,2800 9,1260 Sænsk kr. 8,7960 8,8440 8,6450 Fi. mark 13,5840 13,6660 13,6540 Fra. franki 12,3130 12,3870 12,3810 Belg. franki 2,0022 2,0143 2,0129 Sviss. franki 50,9500 51,2400 50,7800 Holl. gyllini 36,6500 36,8700 36,8500 Þýskt mark 41,3000 41,5400 41,5000 it. lira 0,041710 0,04196 0,041930 Aust. sch. 5,8700 5,9050 5,9020 Port. escudo 0,4029 0,4053 0,4051 Spá. peseti 0,4854 0,4884 0,4880 Jap. yen 0,612500 0,61610 0,600100 írskt pund 102,560 103,170 102,990 SDR 97,250000 97,84000 97,780000 ECU 80,7700 81,2500 81,5700 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.