Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1999, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1999 15 „Það hefur verið veikleiki Sjálf- stæðisflokksins að halla sér fremur að embættismannakerfinu þegar hann er í stjóm en að vinna að heil- brigðri stefhumörkun innan flokks- ins. Árangur Sjálfstæðisflokksins í framtíðinni veltur m.a. á þvi að hann verði hreyfmg fólks úr öllum stéttum í landinu en ekki stofhun sem sækir allt sitt vit til embættis- manna sem era umfram allt sér- fræðingar i að halda völdum og lifa af stjómarskipti." Þessi tilvitnun er úr grein sem Friðrik Sophusson, fyrrum fjár- málaráðherra og varaformaður Sjáifstæðisflokksins, skrifaði árið 1979 og birtist í bókinni Uppreisn frjálshyggjunnar. Ekki veit ég hvort viðhorf Friðriks til embættis- mannakerflsins breyttist með ein- hverjum hætti á löngum ferli í ráð- herrastóli. Svo segir mér þó hugur að skoðanir hans hafi í það minnsta mildast nokkuð eftir því sem á leið. Þetta er einmitt hættan sem skap- ast þegar stjómmálamenn búa lengi í nábýli við embættismannakerfið - sérfræðingana sem þeir þurfa að treysta á. Eitt versta vandamál sem ris upp í opinberri stjómsýslu er sú til- hneiging embættismanna að gerast talsmenn og varðmenn sérhags- muna, líkt og þeim sé skylt að gæta hagsmuna þess málaflokks sem heyrir undir þá eða ráðuneyti það sem þeir vinna hjá en ekki skatt- greiðenda. Þessi árátta embættis- manna smitast yfir til ráðherra. Embættismennimir búa yfir sér- þekkingunni en stjómmálamaður- inn er oftar en ekki með yfirborðs- þekkingu á viðfangsefninu. Þannig verða stjómmálamenn á stundum „þekkingargíslar" embættismanna- kerfisins. Já, ráðherra hagsmunasamtaka bænda“. Undir lok greinarinnar skrifaði Sighvat- ur: „fslendingar era því miður illa haldnir af sálrænni smáþjóðaveiki. Þessi sálarkreppa lýsir sér annars vegar í skefjaiausum þjóðemis- rembingi. í sömu andránni er van- metakenndin hins vegar svo mikil að menn geta ekki hugsað sér að ís- lendingar þurfi að lúta sömu leik- reglum og aðrir heldur eigi þeir kröfu á forréttindum og sérréttind- um af öllu tagi. íslendingar heimta þannig að fá að sitja til borðs með öðram þjóðum og skrifa undir samninga en svoleiðis samningar eiga bara að vera bindandi fyrir út- lendinga en íslendingar eiga að hafa rétt á að fara sínu fram að eig- in geðþótta." Ávaldi embættísmanna Það skapast ákveðinn vandi þeg- ar stjórnmálamenn verða háðir embættismönnum, skiptir engu hvort um er að ræða ráðherra eða óbreytta þingmenn. Embættismenn leitast við að hámarka stærð og um- fang stofnunar sinnar og þá fjár- muni sem hún hefur yfir að ráða. Að því leyti eru þeir að vinna eftir sömu lög- málum og for- stjórar fyrir- tækja sem keppast við að ná yf- ir- En eiga sömu reglur að gilda um alla, eins og Sighvatur Björgvins- son lét að liggja í áðurnefndri grein? Ráðherrann svaraði þess- ari spurningu sjálfur neitandi á öðrum vettvangi. Hann gerðist sekur um það sama og hann sak- aði varðmenn landbúnaðarins um. f ársbyrjun 1994 lagði hann til að settir yrðu sérstakir vernd- artollar á smíði (og viðgerðir) skipa og báta erlendis og um leið yrði íslenskur skipasmíðaiðnaður styrktur beint, þ.e. gripið yrði til niðurgreiðslna. Hér var iðnaðar- ráðherrann að gæta hagsmuna skjólstæðinga sinna, þ.e. skipa- smíðaiðnaðarins sem þá átti í vök að verjast. Hann gerðist með öðr- um orðum sendiherra sérhags- muna á kostnað útgerðarmanna, sjómanna og almennings. Það eru orð að sönnu að hér var ekki um jafnháar fjárhæðir að ræða og í landbúnaði en í raun er enginn eðlismunur á niðurgreiðslum á skipasmíðum og á landbúnaðar- vörum. En hvers vegna getur stjórnmálamaður verið svo mjög í mótsögn við sjálfan sig, allt eftir því hvert viðfangsefnið er? Mér virðist svarið liggja í tU- hneigingu stjórnmálamanna til að flækja sig í varðmennsku sér- hagsmuna sem er einhvers konar iðgjaldagreiðsla fyrir áframhald- andi þingmennsku. Þá bendir flest til þess að 20 ára gömul áminning Friðriks Sophussonar, sem vitnað var tU hér í upphafi, eigi enn við í dag - þetta er áminning sem allir stjórnmála- flokkar ættu að huga að. ráðum yfir markaði. Munurinn er aðeins sá að embættismaðurinn keppir ekki á frjálsum markaði á sama tíma og forstjórinn (a.m.k. flestir forstjórar) verður að beygja sig undir samkeppni. Samkeppni sem embættismaðurinn þarf að glíma við er annars eðUs. Þar sem fjármunir hins opinbera era, þrátt fyrir aUt, takmarkaðir þarf embætt- ismaðurinn að etja kappi við starfs- bræður sína um fjárveitingar. í þessum efnum skiptir almenningur, sem borgar fyrir og á að njóta þjón- ustu viðkomandi stofhunar, ekki máli. Öðru máli gegnir um þing- menn og ráðherra sem taka ákvarð- anir um fjárveitingar þótt þær ákvarðanir séu oftar en ekki byggð- ar á ráðleggingum embættismanna. En vegna þessa er embættismaður- inn tUbúinn að greiða götu þing- manna og skjólstæðinga þeirra, oft á kostnað almennings, tU að tryggja fjárveitingu. Völd og áhrif embætt- ismanna era enn meiri en eUa vegna þess að þeir semja eða hafa áhrif á samningu reglugerða sem byggðar era á lögum sem era oft óskýr og víðtæk - lögum sem emb- ættismennirnir sömdu að líkindum sjáifir. Skiptum ham Umhverfið skiptir miklu um hvað, hvemig og hvort stjómmála- menn hefja baráttu við „kerfið" - leggjast í einhvers konar viking fyr- ir skattgreiðendur og neytendur, þ.e. umbjóðendur sína. Þingmenn í stjómarandstöðu eiga auðveldara með að ganga fram fyrir skjöldu með góðan málstað en þeir sem sitja á valdastólunum á hverjum tíma. Ég fæ ekki betur séð en að hugmyndaríkir stjórnmálamenn, setji sjálfir á sig múl - skipti um ham þegar draumurinn um ráð- herradóm verður að veruleika. Ráðherra gegn ráðherra Sumarið og haustið 1993 gagn- rýndi Sighvatur Björgvinsson land- búnaðarkerfið og opinberan stuðn- ing við íslenskan landbúnað. Gagn- rýnin var hörð og óvægin enda byggð á skýrslu sem Hagfræðistofn- un Háskóla íslands hafði unnið. Stofhunin hafði komist að því að opinber stuðningur, beinn og óbeinn við landbúnaðinn, væri um 16,7 miiljarðar króna á ári. Þessum útreikningum mótmæltu hags- munasamtök bænda, sem og Hall- dór Blöndal, þáverandi landbúnað- arráðherra, eins og hann taldi skyldu sína. Nokkram mánuðum síðar var hins vegar komið annað hljóð í varðmenn landbúnaðarins. Opinber stuðningur var talinn um 18,6 milljarðar króna enda verið að hækka tollaígildi innfluttra land- búnaðarvara vegna GATT-samn- innflutningshafta á landbúnaðar- vörum. Engin tilraun var gerð til að átta sig á þeim kostnaði sem fylgir því að vinnuafl og fjárfesting er ekki nýtt eins vel og hægt er. Þessi kostnaður, sem hagfræðingar nefna fómarkostnað, skiptir miiljörðum króna á hverju ári. Eins og góðum baráttumanni sæmir gafst Sighvatur Björgvinsson ekki upp í gagnrýni sinni. Hann stóð fastur á sínu, taldi rétt að aflétta innflutningsbanni og óeðli- legum viðskiptahindrunum á land- búnaðarvörum og koma þannig á eðlilegri samkeppni í landbúnaði. Málflutningur Sighvats var ekki síst eftirtektarverður fyrir þær sak- ir að hann sat þá i sæti iðnaðar- og viðskiptaráðherra og háði glímuna við samráðherra sinn, Halldór Blöndal. Viljum ekki lúta sömu reglum Laugardagspistill Ólj Bjöm Kárason rítstjóri ingsins. Margir höfðu bundið vonir við að með samningnum kæmist á samkeppni i sölu landbúnaðarvara. Hér verður ekki reynt að leggja dóm á þessar gömlu deilur en vert er hins vegar að hafa í huga að kostnaður þjóðfélagsins er í raun mun meiri en áðumefhdar tölur benda til. Þannig var Hagfræði- stofnun aðeins að meta beinan stuðning í formi niðurgreiðslna og Sighvatur Björgvinsson var ekk- ert að skafa af hlutunum og i grein, sem birtist í Morgunblaðinu 23. febrúar 1994, skrifar ráðherrann um úttekt sem sérfræðingar GATT höfðu unnið um viðskiptastefnu ís- lands. Þar sagði meðal annars: „Skýrsluhöfúndar benda réttilega á að landbúnaðarstefna íslendinga hefur miðast við það að tryggja bændum tiltekin laun án tillits til aðstæðna og að halda óhagkvæm- um búrekstri áfrcun vegna byggða- sjónarmiöa. Vegna þess hversu óhagkvæmur landbúnaður á ís- landi hefur orðið, m.a. vegna opin- berrar framleiðslustýringar og mikils vinnslu- og dreifingcirkostn- aðar, hefúr ekki verið unnt að framfylgja þessari stefnu nema með verulegum opinberum stuðn- ingi og ströngum innflutningshöft- um. Taka þeir sérstaklega fram að verðlag á landbúnaðarvörum á ís- landi sé eitthvert hiö hæsta i heimi.“ Krossfarinn hélt því fram að Al- þýðuflokkurinn hefði í áratugi barist fyrir þvi að dregið yrði úr opinberum fjárstuðningi við land- búnaðinn og „markaðsöfl virkjuð með því að leysa bændur úr þungri ánauð miðstýrðs kerfis sem hef- ur verið byggt upp í sam- vinnu ríkisvalds- ins og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.