Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1999, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1999 DV Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GR/EN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasfða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftan/erð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins f stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. East Side og Arnarnesið íbúar höfuöborgarsvæöisins leggjast ekki í hverfi eft- ir stéttum eins og sjá má víðast hvar erlendis. Forustu- fólk í stjómmálum, fjármálum og embættissýslu býr ekki í aðskildum hverfum, heldur hér og þar á svæðinu innan um fólk, sem hefur minni völd og peninga. Þótt íslendingar séu sagðir ameríkaniseraðir og þótt höfuðborgarsvæðið sé dreift skipulagt, þá gildir ekki sú regla hér á landi, að menn búi því lengra frá borgar- kjarnanum, sem þeir megi sín meira, og helzt í sérbyggð- um og meira eða minna lokuðum hverfum. í Bandaríkjunum hafa gamlar miðborgir lagzt í auðn og yztu og yngstu úthverfin blómstað. Hér hafa menn haldið áfram að búa á gömlu stöðunum, þótt þeir hafi komizt í álnir eða til mannvirðinga. Þetta kom fram í út- tekt, sem birtist í Fókusi, fylgiriti DV, í gær. Flest er fyrirfólkið á Melunum, í gamla vesturbænum og í gamla austurbænum. Þótt húsakynni séu þrengri og húsaskipan þéttari en annars staðar, heldur fólk tryggð við rætur sínar. Margir búa þar í sambýlishúsum, þótt þeir hafi ráð á einbýlishúsum úthverfanna. Fyrir tveimur áratugum voru gömlu hverfin að breyt- ast í þreytuleg ellihverfi, meðan barnafólkið byggði á hæðunum í kring. Um langt skeið hefur þetta verið að snúast við. Ungt fólk hefur gert upp litlu íbúðirnar í þröngu götunum og gætt hverfin lífi að nýju. KR var á sínum tíma að fjara út vegna skorts á börn- um og unglingum í vesturbænum. Nú er félagið farið að blómstra á nýjan leik. Nýir skólar hafa hreinlega verið reistir í vesturbænum til að rúma aukningu barna og unglinga á skólaskyldualdri. Þannig hefur dregið úr aldursskiptingu hverfa. Ekki er lengur eindregið, að ungar barnafjölskyldu komi sér upp húsnæði í nýjustu hverfunum og gamla fólkið ráfi einmana um stássstofur sínar í gamla bænum. Aldurs- hóparnir eru famir að blandast meira. Athyglisvert er, að ekki hafa tekizt tilraunir til að hanna sérstök glæsihverfi handa fyrirfólki. Arnarnesið er bezta dæmið. Þar gekk lengi illa að selja lóðir. Hand- hafar auðs og valds kærðu sig ekki um að fLytja þangað, svo að úr varð gott millistéttarhverfi. Með því að skipuleggja lóðir fyrir stór einbýlishús hef- ur Garðabæ að vísu tekizt að draga til sín betri skatt- greiðendur en sem nemur meðaltali höfuðborgarsvæðis- ins. En bænum hefur ekki tekizt að magna þessa sveiflu með því að fá fyrirmenn til að draga aðra að. Vafalaust eru margar ástæður þessarar sérstöku og at- hyglisverðu íbúaþróunar á höfuðborgarsvæðinu. Miklu máli skiptir, að Reykjavíkurborg keypti markvisst allt land og skipulagði hverfi blandaðrar íbúðabyggðar, þar sem dýrar íbúðir og ódýrar eru saman í hverfi. Svo virðist líka sem virðingarfólk á höfuðborgarsvæð- inu sækist ekki eftir ytri táknum velgengni sinnar á sama hátt og hliðstætt fólk í lokuðu úthverfunum í Bandaríkjunum. Hér eru menn sáttir við þröngar götur, gömul hús og hófleg þægindi innan dyra. Ein afleiðingin og kannski ekki síður orsök um leið, er, að þjóðfélagið er jafnara en önnur þjóðfélög. Stéttim- ar búa ekki í aðskildum lögum eins og mismunandi þjóð- ir. Hér er hvorki að finna Harlem né East Side. Hverfm em ekki svört og hvít, heldur mismunandi grá. Þegar ráðherrann getur gengið í vinnuna og heilsað fólki á förnum vegi, er þjóðfélagið sennilega betur statt en ýmis önnur, sem kenna sig við lýðræði. Jónas Kristjánsson Nú þegar 50 ára afrnæli Atlantshafs- bandalagsins nálgast óðfluga eru Bandaríkjamenn og fleiri aðildarþjóð- ir NATO loks að átta sig á því, að trú- verðugleiki bandalagsins sé í húfi í Kosovo. Eins og í Bosníu árið 1995 þurfti fjöldamorð á 45 Kosovo-Albön- um til að hreyfa við NATO, sem hefur forðast hemaðarafskipti af Kosovo- deilunni eins og heitan eldinn. Alit frá því að átök blossuðu þar upp að nýju hafa ráðamenn á Vesturlöndum neit- að að leggja ástandið í Kosovo og Bosníu að jöfnu. Þeir hafa beitt marg- víslegum rökum máli sínu til stuðn- ings. í fyrsta lagi gæti hemaðaríhlut- un í Kosovo leitt til þjóðfélagsólgu í Makedóníu og Albaníu og endað með stríði á Balkanskaga með þátttöku Grikklands og Búlgaríu. í öðra lagi mundi NATO-herinn mæta andstöðu júgóslavneska sambandshersins, sem væri mun sterkari en herlið Bosníu- Serba á árunum 1992-995. í þriðja lagi væri ekki um þjóðemishreinsanir að ræða í bosnískum skilningi vegna þess að Serbar gætu ekki vænst þess að reka um 90% íbúana, sem era af al- bönskum uppruna, úr Kosovo-héraði. í ijórða lagi væra Serbar ekki þeir einu sem bæra ábyrgð á mannréttinda- brotum í Kosovo. Frelsisher Kosovo-Albana hefði ekki síður staðið að hryðjuverkum gegn serbneskum lög- reglumönnum. í fimmta lagi mundu loftárásir NATO styrkja mjög hemaðarstöðu KLA á kostnað Serba þver- öftigt við það sem gerðist í Bosníu. Þar var markmiðið að veikja hemaðarmátt Serba og eftir að vígstaða Króata og múslíma batnaði neyddist Slobodan Milos- evic, leiðtogi Serbíu, til að setjast að samningaborðinu. í Kosovo gæti hemaðarihlutxm NATO leitt til sigurs KLA á vígvellinum og hleypt öllu í bál og brand á Balkanskaga. Mannréttíndabrot og fjöldamorð Engin ástæða er til þess að gera lítið úr þessum rök- um, en ef þau era skoðuð i heildarsamhengi era þau ekki sannfærandi. Ástæðan er sú, að þau taka ekki tillit til kjama málsins: Engin von er til þess að leysa Kosovo- deiluna með frjálsum samningn- um. Báðir deiluaðilar hafa úti- lokað tilslakanir. Kosovo-Alban- ar krefjast fulls sjálfstæðis en Serbar líta á Kosovo sem órjúf- anlega heild af Serhíu af söguleg- um og menningarlegum ástæð- um. Það má einnig finna aðra veikleika í röksemdafærslu þeirra sem vilja gera skýran mun á ástandinu í Kosovo og Bosníu. Sá möguleiki er vissu- lega fyrir hendi að upp úr sjóði í Makedóníu enda er um fjórðung- ur íbúanna Albanar sem ávallt hafa haft náin tengsl við Kosovo- Albana. En mun minni líkur era á því að átökin breiðist til Alban- íu. Þar er upplausnarástand og fátækt svo mikil að Albanar hafa hvorki vilja né þrek til að blanda sér í Kosovo-deiluna. Það er heldur ekki nóg að NATO geri loftárásir á serbnesk skotmörk, eins og bent hefur verið á. Það yrði að fylgja þeim eftir með því að senda landher til Kosovo. Fram að þessu hefur NATO ekki Erlend tíðindi Valur Ingimundarson léð máls á því af ótta við mannfall. En sú leið sem farin var í Bosniu virðist vera sú eina sem kemur til greina, eins og málum er nú háttað. Ekki má gleyma því að það voru fjöldamorðin í Srebrenica og á markaðstorginu í Sarajevó sem urðu til þess að NATO beitti hervaldi í Bosníu árið 1995. í ljósi reynslunnar af falli griðasvæða Sameinuðu þjóðanna í Bosníu er sú ákvörðun óskiljanleg að senda friðar- gæslulið á vegum Öryggis- og sam- vinnustofnunar Evrópu (ÖSE) til að standa vörð um vopnahléið í Kosovo. Sögulegt minni er skammvinnt. Sam- einuðu þjóðimar vora engan veginn i stakk búnar til að koma í veg fyrir hemaðarátök í Bosníu og Sómalíu. Hvemig ættu óvopnaðar liðssveitir ÖSE að vera færar um það? Ef til hern- aðaríhlutunar NATO kemur verður það fyrsta verk þeirra að bjarga eftir- litssveitunum frá Kosovo til að koma í veg fyrir.að Serbar taki þær sem gísla. Hemaðaríhlutun og alþjóðalög Því verður ekki á móti mælt að bein hemaðaríhlutun NATO í Kosovo hvílir á veikum stoðum í alþjóðalögum. Skýrt umboð Sameinuðu þjóðanna til þess vantar. Sum- ir vilja réttlæta valdbeitingu á grundvelli þess að júgóslavneska sambandsríkið geti ekki gert tilkall til Kosovo vegna þess harðræðis sem stjóm Milosevic hef- ur beitt albanska meirihlutann. Aðrir segja, að hervald NATO samrýmist 7. grein stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna enda sé ástandið í Kosovo ógn við heimsfrið- inn. Þessar túlkanir era vissulega umdeilanlegar. Rúss- ar era mótfallnir hernaðarafskiptum NATO, þótt stuðn- ingur þeirra við Milosevic sé ekki eins afdráttarlaus og áður. Þeir hafa hins vegar staðið í vegi fyrir að NATO fái skýrt mnboð Sameinuðu þjóðanna til valdbeitingar í Kosovo. Ef hemaðaraðgerðir þjóna þeim tilgangi að koma í veg fyrir fjöldamorð era þær réttlætanlegar. Mestu máli skiptir að læra af þeim hörmungum sem áttu sér stað í Bosníu á árunum 1992-1995 og koma i veg fyrir, að sagan endurtaki sig í Kosovo. William Walker, yfirmaður eftirlitssveita Öryggis- og samvinnustofnunar Evr- ópu, gengur fram hjá líki eins fórnarlamba fjöldamorðanna í þorpinu Racak í Kosovo á dögunum. NATO hefur enn einu sinni hótað hernaðaríhlutun í Kosovo láti Serbar ekki af árásum sínum á albanska meirihlutann. foðanir annarra Burt með Milosevic „Verðugt markmið væri að neyöa serbneskar her- sveitir til að fara frá Kosovo. Að sjálfsögðu mun það verða Frelsisher Kosovo til framdráttar en alþjóðasam- félagið getur ekki haldið áfram að leyfa Serbum að myrða óbreytta borgara af albönskum meiði. Ann- aðhvort verður að hrekja Milosevic frá völdum - sem kæmi kúguðum Serbum að gagni - eða þá að hrekja veröur serbneskar hersveitir frá Kosovo. Millivegur- inn sem NATO og vestrænir leiðtogar aðhyllast er ein- faldlega óásættanlegur af því að hann þýðir áframhald- andi blóðsúthellingar í héraðinu." Úr forystugrein Politikon 19. janúar. Sterkur í ræðustól „Nokkrum klukkustundum eftir að lögmenn Willi- ams Jeffersons Clintons hófu vörn fyrir hann i réttar- höldunum hélt hann síðustu stefnuræðuna á þessu ár- þúsundi. Hafi andstæðingar forsetans meðal repúblik- ana haldið að forsetinn myndi biðjast auðmjúklega af- sökunar á gjörðum sínum hafa þeir orðið fyrir von- brigðum. Það var augljóst að sumir þingmenn repúblikana urðu mörgum sinnum að halda aftur af hrifningu sinni þegar Clinton lýsti einni framtíðarsýn sinni á fætur annarri. Sé forseti Bandaríkjanna sigrað- ur maður hlýtur einhver að hafa gleymt að segja hon- um það. Bill Clinton hefur alltaf verið sterkur í ræðu- stól. Á þriðjudagskvöld var hann ósnertanlegur." Úr forystugroin Jyllands-Posten 21. janúar. Samaranch segi af sér „Spilling nefndarmannanna sem greiöa atkvæði um hvar halda eigi sumar- og vetrarólympíuleika hefur löngum verið kunn meðal þeirra sem tengjast málun- um. Þeir sem sótt hafa um að fá að halda ólympíuleik- ana hafa vitaö að þeir ættu um lítið annað að veija en að yfirbjóða keppinauta sína með því að ausa dýrari og betri gjöfum yfir sendimenn Alþjóðaólympíunefndar- innar. Með því að neita að taka á sig ábyrgð á kerfis- bundinni spillingu sem blómstrað hefur árum saman fyrirgerir Samaranch rétti sínum til að lofa hreinleika hins ólympíska anda. Það ætti einhver að taka við af Samaranch." Úr forystugrein Boston Glohe 21. janúar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.