Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1999, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1999, Blaðsíða 23
JOV LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1999 23 Minni afla landað DV, Akranesi: Samkvæmt tölum frá Fiski- stofu íslands yfir landaðan afla hefur veruleg minnkun orðið á lönduðum afla á höfn- unum á Vesturlandi á síðasta ári, þ.e frá 1.1.-31.12 1998 ef miðað er við árið 1997 . Á Akranesi var landað 94.323 tonnum áriö 1998 en 113.380 tonnum árið 1997 eða um 20.000 tonnum minna og þá aðallega vegna minni loðnu- veiði. í Ólafsvikurhöfn var landað 12.695 tonnum árið 1998 en 12.188 árið 1997 og er um að ræða aukningu upp á 4.16%. í Rifshöfn var landað 9.840 tonnum árið 1998 á móti 10.625 tonnum árið 1997 sem er 7.39% minnkun. í Arnarstapahöfn var landað 1.466 tonnum á móti 1.671 tonnum árið 1997 sem er 12.39% minnkun, í Grundarfirði var landað 10.009 tonnum á móti 10.218 tonnum sem er 2.05% minnkun og i Stykkishólmi var landað 9.761 tonnum á móti 9.930 tonnum árið 1997 sem er 1,7% minnk- un. Ef allt landið er tekið, var aflinn á árinu 1997 1.913.957 tonn á móti 1.418.902 árið 1998 sem er 495.000 tonna minnkun á afla á milli ára -DVÓ fréttir Héraðsráð Strandasýslu ásamt framkvæmdastjóra, f.v.: Þór Örn Jónsson framkvæmdastjóri, Birna S. Richardsdótt- ir, oddviti héraðsráðs, Guðmundur B. Magnússon og Matthías S. Lýðsson. DV-mynd Guðfinnur Magnús Ingólfsson á stjornmal.is Allar s sendibfla Söfnun galdraminja og sýningarhald Dy Hólmavík: Vitneskju hefur verið aflað um að á safhi í Hamborg í Þýskalandi séu varðveittar minjar sem tengjast galdratimanum hér á landi, einkum og sér í lagi af Ströndum, og hafi þær verið fluttar þangað á fyrri hluta þess- arar aldar. Nú er viðbúnaður hafmn í því skyni að þær geti átt afturkvæmt til heimkynna sinna. Tengist það áhuga stórhuga manna sem meðal margra hafa unnið að framgangi ferðaþjónustunnar í sýslunni undan- farin ár. Sjá þeir fyrir sér að á Hólma- vík og í Strandasýslu verði miðstöð galdraminja stofnsett og starfrækt. Þetta eru þeir Jón Jónsson, þjóð- og sagnfræðingur frá Steinadal, og Magnús Rafhsson, fræðimaður á Bakka í Bjamarfirði. Hafa þeir því til leiðar komið að á yfirstandandi vetri verður sótt um fjárstyrk til Evrópu- sambandsins til að fjármagna þetta verkefni. Eru vonir bundnar við að erindi því verði vel tekið og munu þeir Magnús Rafnsson og Þór Öm Jónsson, framkvæmdastjóri héraðs- nefndar Strandasýslu, fylgja umsókn- inni eftir með ferð til Þýskalands síð- ar í vetur. Héraðsnefnd Strandasýslu hefur verið öflugasti bakhjarlinn í öllu er fjáröflun viðkemur í sam- bandi við þau verkefni sem ráðist hefúr verið í á undanfómum árum til að styrkja ferðaþjónustuna i sýsl- unni. Gangi áætlanir eftir munu Danir og Þjóðverjar verða aðilar að fjár- mögnun verkefnisins og sýningar verða undirbúnar fyrir sumarið. Ferðamálafulltrúi Vestfjarða, Dorothea Lubecki, er helsti ráðgjafi og dyggur stuðningsaðili slíks fram- taks og er um þessar mundir stödd í Þýskalandi þar sem hún er mörgu kunnug. Hyggst hún kanna umfang galdraminjanna sé þess kostur. Þrátt fyrir að erlent fjármagn láti eitthvað bíða eftir sér mun eigi að síður þess- um þætti verða sinnt á sumri kom- anda en í minna mæli því bæði menntamálaráðuneytið og Byggða- stofnun hafa heitið fjárstyrk í þessu skyni og margir heimaaðilar til starfa reiðubúnir. -GF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.