Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1999, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1999, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1999 39 Reykingamönnum skifað til hafnar Fálagsskapurinn „Fólk með fullu viti" fór í ævintýraferð til írlands: Skemmtiferðaskipiö Paradise sigldi umsvifalaust til næstu hafnar á dögunum þegar upp komst að níu farþegar höfðu kveikt sér í sígarettu á þiifari skipsins. Ástæðan er einfold því skipið á að heita reyklaust og þurfa bæði áhöfn og farþegar að skrifa undir samning áður en þeir ganga um borð. Engar und- antekningar eru gerðar á regl- unni og því máttu farþegamir níu kveðja feröafélaga sína eftir skamma siglingu. Þá hefur skipafélagið ákveðið að sekta hina brotlegu framvegis um 20 þúsund krónur. Ferðamenn heim- sækja hunda Nýjasti staðurinn sem heillar ferðamenn sem dvelja í London er Hundaheimilið í Battersea. Heimilið hefur verið starfrækt í 127 ár og ekki höfð- að svo mjög til ferða- manna. Á síðasta ári hófu for- ráðamenn heimilis- ins að bjóða hálf- tímaferð í gegnum heimilið og hefur það vakið feikna vinsæld- ir. Ekki þykir spilla fyrir að sjálf Elísabet II Bretadrottning er vemdari heimilisins og stór- stjörnumar Kevin Spacey, Jer- emy Irons og kryddpían Geri Halliwell hafa öll látið sjá sig. Geri bætti um betur því hún ættleiddi einn hinna munaðar- lausu hunda. Bara fyrir konur Breska útgáfufyrirtækið Rough Guides hefur undanfarin ár sérhæft sig í ferðabókum ætl- uðum konum. Nú hyggst útgáfu- fyrirtækið stofna til heimasíðu þar sem „kvenvinsamlegir" staðir um víða veröld verða kynntir. Fyrirtækið biður allar konur sem þekkja slíka staði að senda tölvupóst á womentra- vel@roughguides.co.uk. Ekki er ætlast tO að ábendingarnar feli endilega í sér staði sem em bannaðir körlum heldur miklu frekar staði þar sem konum, helst einum á ferðalagi, hefur liöið vel. Ný lest til Kastrup Nú er bæði fljótlegast og ódýr- ast að taka lest frá Kastrupflug- velli til miðborgar Kaupmanna- hafnar. Lestin, sem er spáný, gengur þrisvar á klukkustund og er ekki nerna tíu mínútur inn í miðborg. Fargjaldið er tæpar 200 krónur en sama vegaleng í leigubíl kostar í kringum ellefu hundruö krónur. Reist hefur verið lestarstöð við flugvöllinn og er hún liður í viðamikilli áætlun sem miðar aö því að tengja Kaupmannahöfn og Málmey í Svíþjóð með nýjum göngum og brúm. Og allt á að vera tilbúið þegar árið 2000 gengur í garö. Fengu glæsilegar móttökur hjá forsetanum Seint á síðasta ári fór fríður hópur íslendinga, sem kallar sig „Fólk meö fúllu viti“, í ævintýraferð til írlands. Þar vom ýmsar söguslóðir eyjarinncir grænu heimsóttar, farið í írskt hrekkjavökupartí, á ótalmörg söfn og siðast en ekki síst var forseti lands- ins, Mary MacAleish, heimsótt. „Fólk með fullu viti“ er félagsskap- ur hreyfihamlaðra einstaklinga sem hefur það markmið að fá ungt, hreyfi- hamlað fólk til að lifa lifinu í stað þess að hanga heima í sjáifsvorkunn. Árið 1997 fékk félagið hóp írskra einstak- linga í svipaðri aðstöðu í heimsókn til Islands, með aðstoð Hins hússins og Evrópuverkefhisins Ungt fólk í Evr- ópu. íramir vom meðlimir í félaginu „The Droichead Youth Club“ sem er í Dublin. í októbermánuði síðastliðn- um var svo kominn tími til að endur- gjalda heimsóknina. Farið var utan með nesti og nýja skó og miklar vænt- ingar því heimsókn þeirra írsku til ís- lands hafði verið einstaklega skemmtileg og því við miklu að búast. Miklir fagnaðarfundir vom þegar hópamir hittust á ný eftir rúmlega eins árs aðskilnað og hófst þá tíu daga löng dagskrá þar sem keyrt var á fullri ferð allan tímann. Ævintýri á „hafsbotni" Ýmiss konar söfii vom heimsótt Dyflinni, meðal annars Guinness- safnið þar sem allt um sögu og bruggun hins fræga Guinness- bjórs var saman komið og þjóð- minjasafn íra, „Collins Barracks". Auk þess var gert víð- reist um landið og meðal annars heimsótt hin víð- fræga grafhvelf- ing Newgrange. Hvelfingin er talin vera síðan árið 4000 f. Kr. og er hún frægust fyrir það að á sólstöðum skín örlítil sólarglæta inn um litla rifu við loft grafarinnar og lýsir upp alla hvelfmguna í nokkrar mínúhir. Þetta var á árum áður talið vera merki um það að andar fólksins sem grafnir vom í gröfmni færa með sólarljósinu Páimar, margfaldur heimsmeistari sundi, reynir sig við köfun. Hluti hópsins við Mellifont Abbey sem er gamalt klaustur. út um rifúna og inn i eilífðina. Eftirsókn í að verða vitni að þessum atburði er svo mikil að uppselt er í hvelfinguna á sólstöðum allt til ársins 2029! Aðrir geta þó alltaf fengið að sjá eftirlíkingu af þessu sem byggð hefiur verið I einum sal safns sem reist var í tengslum við hvelfinguna. Þó svo að meirihluti „Fólks með fullu viti“ sé hreyfi- hamlaður lætur það ekkert stöðva sig og það kom vel í Ijós en þá var hópnum boðið í köfun. Margur fullfrísk- ur maðurinn hefði veigrað sér við því að setja súrefniskút á bakið og skella sér undir yfir- borðið en þeir sem gátu dembdu sér út í sundlaug og köfuðu af miklum móð. Móttaka hjá forsetanum Hápunktur ferðarinnar var ótvirætt móttaka sem hópnum var boðið í hjá forseta írlands, Mary MacAleish, í forsetahöllinni í miðborg Dyflinnar. Boðið var upp á léttar veitingar og Hápunktur ferðarinnar var heimsókn í forsetahöllina. Hér heilsar Mary MacAleish forseti upp á Margréti Eddu, Kristínu, Sóleyju og ívar Örn. forsetanum kynnt starfsemi hópanna tveggja, þess irska og þess islenska. Móttak- an var hin ánægjuleg- asta og voru allir ferðalangarnir sam- mála um að MacAleish væri vænsta kona, auk þess sem hreint ævin- týri var að skoða stór- . glæsilega forsetahöll- ina þar sem myndir af öllum forsetum landsins prýða sali auk margra sögu- frægra gripa. Fleiri íslejid- ingar en Irar Það kom í ljós í ferð- inni að Dublin er annað og meira en verslunarborg þótt hún hafi aðallega ver- ið notuð sem slík af íslendingum. Þann stutta tíma sem hóp- —• urinn notaði til að kynna sér verslanir borgarinnar kom vel í ljós að fleiri íslend- ingar en írar era að jafnaði í miðborg Dyflinnar á venjuleg- um degi að versla eins og þeir eigi lífiö að leysa. Ekki myndi það saka þessa versl- unarglöðu íslendinga að taka sér smátíma í að kynna sér borgina sjálfa og umhverfi hennar því hún er hreint undur, ævin- týraleg og falleg. „Fólk með fullu viti“ sneri því heim á leið eftir tæplega tveggja vikna ævintýri í einni fallegustu borg veraldar með fullt af sögum af skemmtileg- um atburðum og fal- legum stöðum og fyr- irheit um fleiri ævin- týri á komandi árum. Ferðir fyrir eldri borgara: Kátir dagar á Klaustri DV, Egilsstöðum:_______________________ Um þessar mundir bjóða Flug- leiðahótel hf. eldra fólki sértilboð dvöl á Kirkjubæjarklaustri. Boðið eru upp á fimm daga dvöl á hótelinu á Kirkjubæjarklaustri; frá sunnu- degi til föstudags. Tilboðið gildir það sem eftir lifir vetrar. Verði er stillt í hóf og kostar um 3700 nóttin fyrir manninn í tvíbýli og er innifalinn morgun- og kvöld- Skemmtidagskrá og kynnisferðir um nágrenni Klausturs er að finna í ferðatilboði til eldri borgara. DV-mynd RASI verður, auk þess sem haldnar verða skemmtanir fjögur kvöld. Meðal skemmtiatriða má nefna spurninga- keppni með veglegum verðlaunum og einnig munu þekktir listamenn koma fram. Síðasta kvöldið, fimmtudagskvöld, er dansleikur. Þótt tilboðið gildi fyrir eldri borg- ara er ekkert því til fyrirstöðu að þeir taki með sér yngri gesti. Boðið verður upp á kynnisferðir í næsta nágrenni Klausturs, svo sem í Eld- hraun, Álftaver, Skaftafell og Núps- stað. -SB Snæfellsnes: Hellnar komnar á kortið DV, Vesturlandi:______________________ Það má með sanni segja að Helln- ar hafi komist á landakort ferða- manna síðastliðið sumar ef marka má hinn mikla fjölda gesta sem sótti staðinn heim. Hið vinsæla og sér- staka kaffihús, Fjöruhúsið við Hellnahöfn, hefur mikið aðdráttar- afl. Þar em leigðir út árabátar og hefur það gert mikla lukku. Ferða- þjónusta Snæfellsássamfélagsins bætti við gistirými hjá sér og í júlí reis fjögurra herbergja vistvænt gistihús. Á gistihúsinu er leitast við að bjóða aðeins lífrænt ræktaðan mat. Þá er boðið upp á ýmsa þjón- ustu, s.s. spilalestur, heilun, reiki, svæðanudd, námskeið, ævintýra- ferðir og leiðsögn um nágrennið. Á Gíslabæ er nú eftir nokkurt hlé rek- in ferðaþjónusta. Leigð eru út þrjú tveggja manna herbergi og tvö fjög- urra manna. Hér er um að ræða svefnpokapláss og er góð eldunaraö- staða á staðnum. Einnig er hægt að fá morgunmat og kvöldmat ef óskað er. Þá hefur Snjófell tekið í notkun nýtt gistiheimili. Skíðalyftan á jökl- inum hefur verið vinsæl en hún var opnuð fyrir jól enda nægur snjór á þeim slóðum. -DVÓ Kínaklúbbur Unnar: Kína heimsótt á afmælisári Hin árlega Kínaferð á vegum Kínaklúbbs Unnar verður farin dag- ana 7. til 28. maí næstkomandi. í ferðinni, sem tekur 22 daga, verður farið yftr stórt svæði í Kína. Peking, Xian, Guilin, Kínamúrinn, Suzhou og Sjanghæ verða heimsótt auk þess sem siglt verður eftir Li-fljótinu og Stóra keisaraskurðinum. Árið í ár er sérstakt fyrir þær sakir að lýðveldið Kína fagnar hálfrar aldar aftnæli og verður mikið um hátíðahöld af því tilefni. Unnur Guðjónsdóttir mun kynna ferðina með myndasýningu á morg- un, sunnudaginn 24. janúar, á veit- ingahúsinu Sjanghæ, Laugavegi 28b. Kynningin hefst klukkan 16. Feröir Kínaklúbbsins era opnar öllum sem vUja kynnast löndum og þjóðum á skemmtUegan og ffóðleiks- gefandi hátt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.