Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1999, Blaðsíða 10
LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1999 JLlV Wlk Stærsta húðlækningastofa á Norðurlöndum í Kópavogi: Hægt að taka Mel B. af afturenda Fjölnis - fjarlægja tattó og valbrá með leysigeislum Loðnir leggir kvenfólks, appel- sínuhúð, hrukkur og skalli: allt þetta má lagfæra á einfaldan hátt og án skurðaðgerða þegar stærsta húð- lækningastofa á Norðurlöndum verður opnuð í Smáranum í Kópa- vogi um mánaðamótin. Húðlækna- stöðin er í 500 fermetra húsnæði að Smáratorgi 1 og þar starfa fimm húðlæknar sem fjárfest hafa í full- komnustu tækjum og tólum sem til eru á markaðinum. Valbrá og tattó verður nú fjar- lægt með leysitækni og er gert ráð fyrir biðröðum í því sambandi. Óeðlilega mikill hárvöxtur á kven- leggjum, sem hefur verið þrálátt vandamál margra kvenna, verður væntanlega úr sögunni, svo og app- elsínuhúð sem meðhöndluð verður með tölvu- stýrðu djúpnudds- tæki. Hrukkur verða slétt- aðar með því að sprauta náttúrlegri hýalúrón- sýru i húð- ina og möguleiki á varastækk- un verður í boði. Ekki verður þó hægt að minnka varir. Þá munu sköllóttir menn eygja nýjan kost: skalli verður meðhöndl- aður með efnablöndum sem auka hárvöxt meir en áður hefur þekkst. Allt er þetta gert í nafni fegrunar- húðlækninga (cosmetic dermatology) sem mjög hafa rutt sér til rúms erlendis að undanfornu. Eigendur og starfsmenn Húð- læknastöðvarinnar í Smáranum eru læknamir Jón Þrándur Steinsson, Jón Hjaltalín Ólafsson, Steingrímur Davíðsson, Birkir Sveinsson og Bárð- ur Sigurgeirsson. Markmið þeirra er að auka faglegt samstarf, stunda rannsóknir í húðlækningum og taka upp nýjungar sem reynst hafa ein- stökum læknum of kostnaðarsamar. Það eru einmitt fjárfestingar í ný- stárlegum tækja- og tölvukosti sem gerir framangreindar aðgerðir mögu- Fjölnir og Mel B. meðan allt lék í lyndi. Nú geta þau losnað við húðflúrið í Kópavogi. í fyrsta hér á Þrír af fimm læknum Húðlæknastöðvarinnar: Steingrímur Davíðsson, Jón Þrándur Steinsson og Birkir Sveinsson. legar sinn landi. Til gamans mætti hugsa sér það að fjarlægja mætti húðflúr, tattó, af Fjölni Þorgeirssyni, fyrrum ást- manni Mel B. í Spice Girls, og einnig sams konar tattó af Mel B. sjálfri. Eins og fram hefur komið í fréttum létu þau húðflúra nöfn hvort annars á afturenda sinn meðan allt lék í lyndi og vilja án efa losna við þau núna. -EIR Dýraspítali í miðbænum - rekaviður í veggjum og torf á þaki Guðbjörgu Þorvarðardóttur, hér- aðsdýralækni á Hvolsvelli, er ekki fisjað sama. Þegar stjórnvöld ákváðu að leggja niður embætti hér- aðsdýralækna til að gefa sjálfstætt starfandi dýralæknum rúm á lands- byggðinni fór Guðbjörg að líta í kringum sig. Guðbjörg, sem aldrei er kölluð annað en Gauja, þurfti ekki að leita langt yfir skammt. Út um eldhúsgluggann heima hjá sér á Skólavörðustígnum í Reykjavík sá hún gamlan og úr sér genginn bíl- skúr. „Ég reif bílskúrinn og hóf bygg- ingaframkvæmdir," segir Gauja. „Þetta stóð að vísu lengi í bygging- amefnd því þar þótti mönnum það slæmt fordæmi að breyta bílskúr í dýraspítala en þetta hófst á endan- um. Nú er húsið risið og ég byrjuð að vinna." Dýraspítalinn við Skólavörðustíg hefur vakið verðskuldaða athygli vegfarenda enda stingur hann I stúf við annars margbreytileg húsin í hverfinu. Allir veggir eru gerðir úr rekaviði af Langanesi og á þakinu er torf af lækjarbökkum í Fljótshlíð- inni. Þá blasir listilega gerður gluggi við þeim sem um Skóla- vörðustíginn fara en glugginn er gerður af listakonunni Piu Rakel sem búsett er í Kaupmannahöfn. Arkitekt húsins er svo annar fræg- ur Kaupmannahafnarbúi, Gunn- laugur Björn Jónsson, bet- ur þekktur sem Gingi. Dýraspítalinn hefur hlotið nafnið Dýra- læknastofa Dagfinns. „Er það ekki Dagfinnur sem flestum dettur í hug þegar minnst er á dýarlækni," segir Gauja sem sérhæft hefur sig í röntgendýralækningum. - En hver er munurinn á því að lækna kýr, hross og kindur á Suður- landi eða gæludýr í miðbænum? „Ætli munurinn felist ekki aðal- Guðbjörg Þorvarðardóttir dýralæknir í miðiö ásamt aðstoðarfólki sínu, Herði Sigurðssyni og Sigríði Ingu Sigurjónsdóttur - Leyfið dýrunum að koma til okkar. DV-mynd Teitur lega í eigendunum. Þeir eru öðru- vísi. Það þarf að nostra meira við smádýrin og þar eru tilfinningar meira með í spilinu. Húsdýr í borg verða hluti af fjölskyldunni en það verður varla sagt um naut í fjósi í sveit.“ Gæludýrin i Reykjavík hafa eign- ast vin á Skólavöröustígnum og þurfa nú ekki lengur að leggja í ferðalag upp í Víðidal á dýraspítala Watsons ef eitthvað bjátar á. Gauja dýralæknir sér um sína: „Leyfið dýrunum að koma til min,“ segir hún í anda Dagflnns. -EIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.