Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1999, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1999, Blaðsíða 50
LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1999 JjV 58 |yndbönd MYHDBAJIDA GflGNRYNI Different for Girls Hógvær ástarsaga ★ ★★ Paul Prentice er ennþá fastur í pönktímabilinu. Hann leigir lít- ið og ókræsilegt herbergi og þvælist úr einu láglaunastarfinu í annað. Hann er að vinna sem vélhjólasendili þegar leigubílstjóri keyrir á hann og í ljós kemur að farþeginn er æskufélagi hans, Karl Foyle, sem nú er búinn að fara í kynskiptaaðgerð og láta breyta sér í konu. Paul endurnýjar kynni sín við þennan gamla félaga sinn, sem nú kallar sig Kim, en á erfitt með að venjast tilhugsuninni um að hann/hún sé orð- in kona. Hann verður síðan enn ringlaðri þegar rómantík fer að gera vart við sig í sambandi þeirra. Þetta er í rauninni bara lítil og sæt ástarsaga, þótt um sé að ræða ein- staklinga sem eru svolítið frábrugðnir því sem við eigum að venjast. Það er svolítið snert á fordómum í samfélaginu, en ekki mikið og það er ekkert verið aö reyna að kljást við vandamál kynskiptinga af neinni alvöru. Myndin fer bara ansi langt á hógværðinni og ekki spillir fyrir góð frammistaða aðalleikaranna, sem ná að skapa óhefðbundnar, en þó trúverðugar persónur. Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Richard Spencer. Aðalhlutverk: Steven Mackin- tosh og Rupert Graves. Ensk, 1998. Lengd: 97 mín. Bönnuð innan 12 ára. -PJ Kiss or Kill „Villt“ vegamynd ★★ Skötuhjúin Nikki (Frances OíConnor) og A1 (Matt Day) bruna eftir þjóðvegum Ástralíu milli þess að þau ræna gifta og efnaða karlmenn. I upp- hafi myndarinnar bregður þó svo illa við að eitt fómarlambið drepst, en í fórum þess er myndband þar sem frægur iþróttakappi misnotar unga drengi. Parið er því ekki einungis á flótta undan löggunni heldur einnig helstu íþróttahetju Ástrala. Fleiri morð em framin á flóttanum og kenna Nikki og A1 hvort öðra um þau, en svo kann einnig að vera að fleiri komi þar við sögu. Ef marka má velgengni Kiss or Kill við afhendingu verðlauna kvik- myndastofnunar Ástrala er illa komið fyrir kvikmyndagerð þeirra. Þessi mynd sker sig lítt frá miðlungs B-vegamyndum frá Hollywood, nema hvað að eyðimerkurnar og vegirnir eru í Ástralíu. Formúlan er aftur á móti sú sama. Söguhetjumar eru ungir og ögrandi elskendur, úr- köst samfélagins á flótta undan löggunni. Myndin bætir litlu við kvik- myndategundina og áhorfendum væri nær að rifja upp sígildar vega- myndir á borð við Wild at Heart, Badlands og Bonnie and Clyde. Þær eru allt það sem Kiss og Kill er ekki. Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Bill Bennett. Aðalhlutverk: Frances O'Conner, Matt Oay, Chris Haywood, Barry Otto og Max Cullen. Áströlsk, 1997. Lengd: 93 mín. Bönnuð innan 12. -bæn All the Little Animals Dýrið í manninum, eða maðurinn í dýrínu ★★★ Sögumaður myndarinnar er strákurinn Bobby (Christian Bale) sem slasaðist í æsku á höfði og er því ekki alveg heill, líkt og hann segir okkur sjálfur. Móðir hans hélt alla tíð yfir honum vernd- arhendi en fósturfaðir hans, De Winter (Daniel Benzali) gerði honum lífið leitt. Við upphaf myndarinnar deyr móðirin og leggur Bobby á flótta vegna hótana De Winters. Á flóttanum hittir hann Hr. Summers (John Hurt) sem líkt og Bobby vill öllum lifandi verum vel (að mann- inum undanskildum). Þeir verða brátt mestu mátar og una sér vel í útjaðri siðmenningarinnar. Það kemur þó að þeim tímapunkti að þeir verða að takast á við De Winters. Þetta er fyrsta leikstjórnarverkefni framleiðandans Jeremy Thomas og tekst honum ágætlega upp. Þetta er lítil og nokkuð einfóld saga sem hann á auðvelt með að halda utan um. Ekki spillir það heldur fyrir hon- um að hafa þrjá hörku leikara í aðalhlutverkum. Christian Bale er með- al efnilegri leikara ungu kynslóðarinnar og kemur ágætlega út úr sam- anburði við gömlu brýnin Hurt og Benzali. Dramatíkin er spennandi og áhugaverð þótt hún verði kannski full reyfarakennd undir lokin. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Jeremy Thomas. Aðalhlutverk: John Hurt, Daniel Benzali og Christian Bale. Bresk, 1998. Lengd: 108 mín. Bönnuð innan 16. -bæn Up'n'Under fþróttahetjur ★★ Bretar hafa sent frá sér margar skemmtilegar og athyglisverðar grínmyndir unanfarin ár. Hæstu hæðum náðu þeir með The Full Monty, en þessi mynd um Rugby-áhugamenn í breskum smábæ er ekki nema hálfdrættingur á við hana. Arthur er fyrrverandi rugby-leikmaður sem hætti eftir að hann var dæmdur í keppnisbann fyrir að lemja dómara. Hann veðjar aleigunni að hann geti þjálfað hvaða lið sem er og unnið besta lið áhugamannadeildarinnar. Það renna þó á hann tvær grímur þegar hann sér liðið sem honum er úthlutað, sem er svo lélegt að þeir eru mest að hugsa um að hætta þessu bara, en með aðstoð fallegrar konu, sem rekur líkamsræktarstöð, nær hann að koma þeim í eitthvert form. Ég er búinn að sjá nokkrar svona grínmyndir, sem gera út á bresku verkamannastéttina. Nýjabrumið er því fariö af þessu. Hér eru góðir leikarar á ferðinni og efnistökin era af þessum breska gæðastaðli, sem lætur bandarísku klisjumyndirnar líta út eins og ómerkilegt rusl, en það vantar þennan aukakraft sem hefði lyft myndinni á hærra plan. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: John Godber. Aðalhlutverk: Gary Olsen, Meil Morrissey, Samantha Janus, Tony Slattery og Griff Rhys-Jones. Ensk, 1996. Lengd: 95 mín. Öllum leyfð. -PJ Vinirnir á skjánum Marta Kauffman og David Crane urðu vinir þegar þau voru í háskóla saman og eftir að þau luku námi fluttu þau til New York. Þar unnu þau við „off-Broadway“ söngleiki og hittu Kevin Bright þegar þau voru að framleiða einn slíkan. Saman útfærðu þremenn- ingarnir þrjár hugmyndir að gamanþáttum og NBC keypti eina þeirra. Sú þáttaröð átti að fjalla um sex vini á þrítugsaldri, sem takast á við lífið og tilver- una í New York. Þættirnir, sem hlutu nafnið Friends, slógu í gegn strax á fyrsta sýningarári og voru til- nefndir til fjölda Emmy- verðlauna, þ. á m. sem bestu gamanþættimir. Vinahópurinn Miðpunktur vinahópsins er Monica (Courtney Cox), sem stríðir við endalausa óheppni í ástarmálum og fullkomnunaráráttu, sem líkast til er sprottin af þeirri áráttu móður hennar að vera stöðugt að gagn- rýna hana. Monica er jafn- framt mjög sjálfstæð, sem meðleigjandi hennar og æskuvinkona Rachel (Jennifer Aniston) er einnig að reyna að vera. Hún kemur af ríku fólki og dettur inn í vinahópinn í fyrsta þætti fyrstu seríu eft- ir að hafa hlaupist frá eigin brúðkaupi. Hún er illa búin undir lífsbaráttuna, en lær- ir smám saman með aðstoð vinanna. Hinum megin við gang- inn búa Chandler (Matt- hew Perry) og Joey (Matt LeBlanc). Chandler er skrifstofumaður sem er alltaf snöggur að sjá kóm- ísku hliðarnar á öllum hlutum og er alræmdur fyr- ir kaldhæðnislegar athugasemdir sínar. Joey er hins vegar að reyna fyrir sér í leiklistinni, en hans stærsta verkefni var að leysa átrún- aðargoðið A1 Pacino af i sturtuatriði (en var reyndar rekinn fyrir að sýna of mikla leiktilburði með rass- inum). Joey er töffari og mikill kvennamaður, en endist sjaldnast lengi í samböndum. Ross (David Schwimmer) er eldri bróðir Monicu. Hann er 29 ára gam- Hinn vinsæli leikhópur sem leikur í Friends. Klassísk myndbönd The Manchurian Candidate tjt !f|| **** Odauðlegur samsærisþriller The Manchurian Candidate vakti strax mikla athygli þegar hún var frumsýnd árið 1962. Myndin þótti ögrandi og óvenju hispurslaus í pólitískri umfjöllun sinni. Hún var því allt frá upphafi umdeild, en árið 1963 mögnuðust slíkir undirtónar. Stuttu eftir morðið á John F. Kenn- edy var myndin tekin úr umferð og liðu alls tuttugu og fjögur ár þar til kvikmyndaunnendum gafst tæki- færi til að berja hana augum á ný. Hún birtist aftur á tjaldinu árið 1987 (var ekki gefin út á myndbandi áður) og staðfesti það sem menn þóttust muna, þ.e. þeir sem höfðu verið svo lánsamir að sjá hana með- an hún var í sýningum: The Manchurian Candidate var/er frá- bær kvikmynd. Bandarísk hersveit snýr heim úr Kóreustríðinu og einn liðsmanna hennar, Raymond Shaw (Laurence Harvey), er hylltur sem hetja því hann á að hafa bjargað öðrum með- limum úr miklum raunum. Einn þeirra, Bennett Marco (Frank Sinatra), er þó farinn að efast um ágæti Raymonds því á nóttinni ásækir hann hryllileg martröð. í henni er hersveitin stödd í búðum kommúnista þar sem Raymond fremur ódæðisverk á öðrum með- limum sveitarinnar að beiðni eins kommúnistans. Bennet tekur að gruna að ekki sé allt með felldu og kemst á endanum að því að komm- únistarnir halda Raymond í dá- leiðslu. En í hvað þeir ætla að nota hann er með öllu óljóst. Þótt myndin sé um margt dæmi- gerð í Ijósi þess hvernig hún gerir kommúnistana að vonda hyskinu, er hún nokkuð áræðin í hæðnislegri umfjöllun sinni um kommúnistaof- sóknir í Bandaríkjunum. Fósturfað- ir Raymonds, John Iselin (James Gregory), er kómísk útfærsla á bandaríska þingmanninum Joseph R. McCarthy sem sá kommúnista í hverju horni. John er aftur á móti stjórnað af eiginkonu sinni sem leikin er af Angelu Lansbury, en frúin sú er að mörgu leyti lykill myndarinnar. The Manchurian Candidate er líklega besta mynd leikstjórans John Frankenheimers, sem sér- hæfði sig í samsærismyndum á 7. áratugnum. Siðan þá hefur lítið far- ið fyrir kappanum en væntanleg er í kvikmyndahús á næstunni nýjasta mynd hans, Ronin með Robert De Niro í aðalhlutverki. Spennandi verður að sjá hvort Frankenheimer sýni þar gamalkunna takta. Hvað sem því líður hefur hann sett nafn sitt á kvikmyndasöguna með ein- stökum samsærisþriller. Leikstjóri: John Frankenheimer. Aðalhlutverk: Frank Sinatra, Laurence Harvey, Janet Leigh og Angela Lansbury. Lengd: 129 mín. Bandarísk, 1962. Björn Æ. Norðfjörð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.