Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1999, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1999, Side 10
LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1999 JLlV Wlk Stærsta húðlækningastofa á Norðurlöndum í Kópavogi: Hægt að taka Mel B. af afturenda Fjölnis - fjarlægja tattó og valbrá með leysigeislum Loðnir leggir kvenfólks, appel- sínuhúð, hrukkur og skalli: allt þetta má lagfæra á einfaldan hátt og án skurðaðgerða þegar stærsta húð- lækningastofa á Norðurlöndum verður opnuð í Smáranum í Kópa- vogi um mánaðamótin. Húðlækna- stöðin er í 500 fermetra húsnæði að Smáratorgi 1 og þar starfa fimm húðlæknar sem fjárfest hafa í full- komnustu tækjum og tólum sem til eru á markaðinum. Valbrá og tattó verður nú fjar- lægt með leysitækni og er gert ráð fyrir biðröðum í því sambandi. Óeðlilega mikill hárvöxtur á kven- leggjum, sem hefur verið þrálátt vandamál margra kvenna, verður væntanlega úr sögunni, svo og app- elsínuhúð sem meðhöndluð verður með tölvu- stýrðu djúpnudds- tæki. Hrukkur verða slétt- aðar með því að sprauta náttúrlegri hýalúrón- sýru i húð- ina og möguleiki á varastækk- un verður í boði. Ekki verður þó hægt að minnka varir. Þá munu sköllóttir menn eygja nýjan kost: skalli verður meðhöndl- aður með efnablöndum sem auka hárvöxt meir en áður hefur þekkst. Allt er þetta gert í nafni fegrunar- húðlækninga (cosmetic dermatology) sem mjög hafa rutt sér til rúms erlendis að undanfornu. Eigendur og starfsmenn Húð- læknastöðvarinnar í Smáranum eru læknamir Jón Þrándur Steinsson, Jón Hjaltalín Ólafsson, Steingrímur Davíðsson, Birkir Sveinsson og Bárð- ur Sigurgeirsson. Markmið þeirra er að auka faglegt samstarf, stunda rannsóknir í húðlækningum og taka upp nýjungar sem reynst hafa ein- stökum læknum of kostnaðarsamar. Það eru einmitt fjárfestingar í ný- stárlegum tækja- og tölvukosti sem gerir framangreindar aðgerðir mögu- Fjölnir og Mel B. meðan allt lék í lyndi. Nú geta þau losnað við húðflúrið í Kópavogi. í fyrsta hér á Þrír af fimm læknum Húðlæknastöðvarinnar: Steingrímur Davíðsson, Jón Þrándur Steinsson og Birkir Sveinsson. legar sinn landi. Til gamans mætti hugsa sér það að fjarlægja mætti húðflúr, tattó, af Fjölni Þorgeirssyni, fyrrum ást- manni Mel B. í Spice Girls, og einnig sams konar tattó af Mel B. sjálfri. Eins og fram hefur komið í fréttum létu þau húðflúra nöfn hvort annars á afturenda sinn meðan allt lék í lyndi og vilja án efa losna við þau núna. -EIR Dýraspítali í miðbænum - rekaviður í veggjum og torf á þaki Guðbjörgu Þorvarðardóttur, hér- aðsdýralækni á Hvolsvelli, er ekki fisjað sama. Þegar stjórnvöld ákváðu að leggja niður embætti hér- aðsdýralækna til að gefa sjálfstætt starfandi dýralæknum rúm á lands- byggðinni fór Guðbjörg að líta í kringum sig. Guðbjörg, sem aldrei er kölluð annað en Gauja, þurfti ekki að leita langt yfir skammt. Út um eldhúsgluggann heima hjá sér á Skólavörðustígnum í Reykjavík sá hún gamlan og úr sér genginn bíl- skúr. „Ég reif bílskúrinn og hóf bygg- ingaframkvæmdir," segir Gauja. „Þetta stóð að vísu lengi í bygging- amefnd því þar þótti mönnum það slæmt fordæmi að breyta bílskúr í dýraspítala en þetta hófst á endan- um. Nú er húsið risið og ég byrjuð að vinna." Dýraspítalinn við Skólavörðustíg hefur vakið verðskuldaða athygli vegfarenda enda stingur hann I stúf við annars margbreytileg húsin í hverfinu. Allir veggir eru gerðir úr rekaviði af Langanesi og á þakinu er torf af lækjarbökkum í Fljótshlíð- inni. Þá blasir listilega gerður gluggi við þeim sem um Skóla- vörðustíginn fara en glugginn er gerður af listakonunni Piu Rakel sem búsett er í Kaupmannahöfn. Arkitekt húsins er svo annar fræg- ur Kaupmannahafnarbúi, Gunn- laugur Björn Jónsson, bet- ur þekktur sem Gingi. Dýraspítalinn hefur hlotið nafnið Dýra- læknastofa Dagfinns. „Er það ekki Dagfinnur sem flestum dettur í hug þegar minnst er á dýarlækni," segir Gauja sem sérhæft hefur sig í röntgendýralækningum. - En hver er munurinn á því að lækna kýr, hross og kindur á Suður- landi eða gæludýr í miðbænum? „Ætli munurinn felist ekki aðal- Guðbjörg Þorvarðardóttir dýralæknir í miðiö ásamt aðstoðarfólki sínu, Herði Sigurðssyni og Sigríði Ingu Sigurjónsdóttur - Leyfið dýrunum að koma til okkar. DV-mynd Teitur lega í eigendunum. Þeir eru öðru- vísi. Það þarf að nostra meira við smádýrin og þar eru tilfinningar meira með í spilinu. Húsdýr í borg verða hluti af fjölskyldunni en það verður varla sagt um naut í fjósi í sveit.“ Gæludýrin i Reykjavík hafa eign- ast vin á Skólavöröustígnum og þurfa nú ekki lengur að leggja í ferðalag upp í Víðidal á dýraspítala Watsons ef eitthvað bjátar á. Gauja dýralæknir sér um sína: „Leyfið dýrunum að koma til min,“ segir hún í anda Dagflnns. -EIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.