Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1999, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1999, Side 2
2 MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 1999 Fréttir ## Grímuklæddur og vopnaöur maður rændi söluturn í Breiöholti: Oskraði peningana strax - segir Guörún Valsdóttir afgreiðslustúlka sem var ein í versluninni King Kong „Hann ruddist inn grímuklæddur og öskraði: „Peningana strax.“ Hann var með eggvopn í hendi og mér brá auðvitað gífurlega en sagði honum að slaka á,“ segir Guðrún Valsdóttir, af- greiðsustúlka í söluturninum og víd- eóleiguna King Kong í við Eddufell í Breiðholti, sem varð fyrir þeirri iífs- reynslu í gærkvöld að grimuklæddur og vopnaður ræningi ruddist inn í verslunina þar sem hún var ein við af- greiðslu. Maðurinn var í grárri hettu- peysu og með svarta grímu. Guðrún segir manninn hafa látið þannig að hann hafi verið til alls vís. „Hann öskraði geðveikislega og ég gerði mér strax grein fyrir því að ég yrði að láta í öllu að vilja hans og af- nokkrum árum þar sem ráðist var á unga stúlku í verslun við Hraunberg. Hún segist hafa starfað í versluninni í eitt ár og hún hafi fyrir löngu verið ákveðin í því að streitast ekki á móti ef hún lenti í þeirri stöðu að reynt yrði að ræna verslunina. „Ég ákvað þvi að láta hann hafa peningana umsvifalaust. Ég hef aldrei lent í öðru eins og er skjálfandi á beinum og enn þá með hnút í magan- um,“ sagði Guðrún við DV skömmu eftir ránið. Á myndbandsupptöku frá ráninu kemur fram að ræninginn stoppaði 30 sekúndur áður en hann hafði sig á brott með ránsfenginn. Lögreglan leitaði mannsins í gær- kvöld en hann hafði ekki fundist þeg- Hér er lögreglan að rannsaka vettvang ránsins í söluturninum King Kong við Eddufell eftir að grímuklæddur maður hafði ógnað afgreiðslustúlku með eggvopni og rænt verslunina. Guðrún Valsdóttir er hér ásamt eiganda versl- unarinnar og lögregluþjóni. DV-myndir HH henda peningana," segir hún. „Hann barði með skaftinu og henti í mig hvítum plastpoka og skipaði mér að láta peningana í hann. Þetta var gífurlegt áfall og mér brá alveg rosalega. Ég þorði ekki annað en láta hann hafa peningana frekar en taka áhættuna af því að hann myndi skaða mig,“ segir hún. Guðrún segir að sér hafi verið í fersku minni frásögn í DV fyrir ar DV fór í prentun. Þetta er þriðja ránið í söluturnum á skömmum tíma. Áður voru rændar verslanir við Grundarstíg og í Stórholti. Eigandi verslunarinnar harðneitaði í gær- kvöld að gefa DV upplýsingar um hve háa íjárhæð ræninginn hafði á brott með sér. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu nemur ránsfengurinn 30 þúsundum króna. -rt Guðrún Valsdóttir afgreiðslustúlka horfir á ræningjann á sjónvarpsskjá og lögreglumaður skráir hjá sér framburð hennar. Trilla strandaði DV, Vestmannaeyjum: Á sjöunda tímanum í gærmorgun var lögreglunni í Vestmannaeyjum tilkynnt að trillan Þórdís Guðmunds- dóttir hefði strandað á Nýjahrauninu á móts við Klettsnef. Tveir menn voru um borð og tókst þeim að komast í land af sjálfsdáðum. Ekki vilja skip- verjar tjá sig um hvað gerðist en að- stæður á strandstað eru erfiðar. Þórdís Guðmundsdóttir var á leið í róður þegar hún strandaði. Veður var gott en nokkur kvika, skyggni gott en náttmyrkur. Lögreglan segir að triíl- unni hafi verið siglt á klettsnef sem stendur út í sjóinn en austan við það kemur lítil vik með stórgrýtisfjöru. Trilian barst inn í víkina að stórum steini. Segir lögreglan að skipverjar hafi náð að kalla í Loftskeytastöðina og segja hvernig komið var en höfðu ekki tíma til að bíða eftir svari. Stukku þeir upp á steininn þaðan sem þeir komust í land. Þá tók við erfið ganga yfir úfið hraunið þangað til þeir komust að útsýnispalli á móts við Klettsvík. Þar náðu þeir bíl sem ók þeim í bæinn. Að sögn lögreglu voru skipverjarn- ir blautir upp að mitti og eitthvað lemstraðir. Voru þeir færðir á sjúkra- hús til rannsóknar en fengu að fara heim að skoðun lokinni. Hvorugur mannanna vildi tjá sig um atburðinn við DV og erfitt er að gera sér grein fyrir hvort þeir hafl verið í lifshættu. Aðstæður á þessum stað eru erflðar en lán var að brim var ekki meira en raun ber vitni. Björgunarbáturinn Þór var strax kallaður á vettvang en þegar hann kom á staðinn voru mennirnir farnir landleiðina. Menn úr Björgunarfélagi Vestmannaeyja unnu að björgun trill- unnar og átti að draga hana út í gær. Trillan er mikið brotin og sennilega ónýt. -ÓG Vinstri hreyfingin - grænt framboð: Jöfnuður og samábyrgð - segja nýkjörnir forystumenn „Þetta hefur verið kraftmikiil fund- ur og gott upphaf á okkar baráttu," sagði Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, í samtali við DV á stofnfundi samtakanna sl. laugardag. Tillögur uppstillingarnefndar um stjórnarmenn voru samþykktar með lófaklappi á fundinum. Stjórnina skipa þau Steingrímur J. Sigfússon al- þingismaður, sem er formaður, vara- formaður er Svanhildur Kaaber, gjald- keri er Tryggvi Brynjólfsson og ritari Jóhanna Harðardóttir. Svanhildur Kaaber varaformaður og Steingrímur formaður sögðust vera þess fuOviss að samtökin ættu sér framtíð. Þau væru lifandi stjómmála- hreyfmg með stuðning úti í þjóðfélag- inu sem ætlaði sér framtið og þar á meðal að vera inni á Alþingi með sína rödd. „Við viljum vera málsvarar jöfnuðar og samábyrgðar í þjóðfélag- inu. Fólk þolir ekki lengur það sem það hefur búið við að undanförnu í þeim efnum. Varðandi þingstyrk þá snýst þetta ekki eingöngu um magn heldur fyrst og fremst um gæði og að þau málefni sem við berjumst fyrir eigi sér verðugan málsvara á Al- þingi,“ sagði Svanhildur Kaaber, varaformaður Vinstri hreyfingarinn- ar - græns framboðs. -SÁ Varaformaður og formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, Svan- hildur Kaaber og Steingrímur J. Sigfússon. DV-mynd ÞÖK Stuttar fréttir i>v Banaslys Banaslys varð í Önundarfirði á föstudaginn þegar tveir bílar skullu saman á einbreiðri brú. Kona á fertugsaldri lést við árekst- urinn. Hún var barnshafandi en ekki tókst að bjarga lífi barnsins. Hussein viðfelldinn Davið Oddsson segist oft hafa hitt Hussein Jórdaníukonung sem féll frá um helg- ina. Hann segir Hussein hafa verið afskap- lega viðfeldinn og lausan við rembing. Sjón- varpið sagði frá þessu. Hussein hjálpaði Gísla Hussein Jórdaníukonungur átti stóran þátt í að Gísli Sigurðsson var látinn laus úr gíslingu í Bagdad fyrir níu árum. Vigdís Finnbogadóttir, þáverandi forseti íslands, bað hann um aðstoð og svo virðist sem tengsl Jórdaníu- konungs við Saddam Hussein hafi haft úrslitaáhrif við lausn máls- ins. RÚV sagði frá. Konur með Samfylkingu í könnun Frjálsrar verslunar á fylgi stjórnmálaflokkanna kemur fram að meirihluti kvenna í Reykjavík myndi kjósa Samfylk- inguna ef kosið væri nú. Fylgi Samfylkingar á landsvísu sam- kvæmt sömu könnun er 31%. Stöð 2 sagði frá þessu. Barnaspítala frestað Embættismenn Reykjavíkur- borgar viðurkenna að mistök hafi orðið þess valdandi að byggingar- leyfl nýs barnaspítala Hringsins hafi verið fellt úr gildi. Bygging- arframkvæmdir munu frestast i nokkra mánuði vegna þessa. Stöð 2 greindi frá þessu. Laxness á farandsýningu Björn Bjarnason menntamála- ráðherra opnar á morgun farand- sýningu um ævi og störf Halldórs Lax- ness í Varsjá. Þetta er i fyrsta sinn sem sýn- ingin er sett upp en fram- vegis verður hún notuð til að kynna skáldið og verk hans víða um heim. Óeining Samfylkingar Óeining ríkfr innan Samfylking- ar á Vesturlandi með fyrirkomu- lag um val á framboðslista. Al- þýðuflokksmenn höfnuðu tillög- um sem samráðsnefnd flokkanna þriggja hafði samþykkt. Innan Al- þýðuflokks er talsverð ólga vegna þessa. Stöð 2 sagði frá. Djáknar vígðir Djáknavígsla fór fram í Dómkirkj- unni í gær. Karl Sigurbjörnsson, biskup íslands, vígði þar Qórar kon- ur til líknar- og fræðslustarfa í kirkjum og utan þeirra. Þar af mun ein starfa á vegum Félags aðstand- enda alzheimersjúklinga. Lausaganga leyfð Ekki er í áfangaskýrslu um að- gerðir til að halda búfé frá þjóðveg- um landsins gert ráð fyrir að lausaganga búíjár verði alfarið bönnuð. Telja höfundar skýrslunn- ar algert bann óraunhæft og muni einungis verða til að drepa málinu á dreif. Sjónvarpið sagði frá. Ingibjörg í Færeyjum Opinber heimsókn Ingibjargar Pálmadóttur heilbrigðisráöherra til Færeyja hefst í dag. Hún mun þar m.a. ræða möguleika á læknisþjónustu fyrir færeyska sjúklinga á ís- landi. Ingibjörg mun jafnframt heimsækja Ríkisspítalann í Kaup- mannahöfn í vikunni. -KJA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.