Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1999, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1999, Page 13
MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 1999 13 Fréttir Eignarhaldsfélagið Nýherjabúðir: Stuðlar að nýsköpun og þróun atvinnulífs Eftirlitsspeglar Eftirlitsplastspeglar. Þvermál: 30, 45 og 65 cm. Flatir plastspeglar, allar stærðir. Öryggisftlma á gler, 300% sterk. Brunastigar ál/stál, kr. 4.800 Öryggistæki á kassa, hurðir og glugga, kr. 2.800. Dalbrekku 22, sími 544 5770 f Síldarverkun lokið DV, Seyðisfirði: Seint í nóvember var frétt í blað- inu frá Strandarsíld þar sem sagt var frá því að nótaveiðarnar hefðu geng- ið verr heldur en undanfarin haust. Hér eystra fjaraði veiðin svo smám saman út en glæddist nokkuð fyrir vestan land og hefur væntanlega tek- ist nokkum veginn að uppfylla fyrir- framgerða sölusamninga. DV talaði nýlega við Sigfínn Mika- elsson, framkvæmdastjóra hjá Strandarsíld, um gang mála á síldar- vertíðinni. Hann segir að fyrirtæki sitt og fóður síns, Mikaels Jónssonar, hafi byrjað á síldarsöltun 1983 og oft- ast verið í hópi hæstu söltunar- stöðva. Sama hafi átt við um fryst- ingu eftir að hún hófst að marki. Þeir hafi síðar oft sótt um síldar- kvóta fyrir stöðina til að tryggja sér skip til að landa hjá sér. Þeir hafi samt ávallt fengið neitun - og ennþá - eftir fimmtán ára starf við góðan orðstír. Sigfmnur bendir á að síldar- verkunarstöðvar sem ekki ráði yfir síldarkvóta standi ekki jafnfætis hin- um í samkeppninni um hráefnið. Þetta segir hann að sé vaxandi vandamál því síldarkvótinn er stöðugt að færast á færri hendur - og er ennþá eitt dæmi um slæm áhrif kvótakerfisins. Sigfmnur segir að hér hafi fyrir fáeinum árum verið tveir togarar og fjöldi smærri báta. Nú sé aðeins einn togari og fáeinar trillur eftir og rúmur helmingur veiðiheim- ilda horfnar úr byggðarlaginu. Strandarsíldarfeðgar réðu á haust- dögum 15 Pólverja til starfa vetrar- langt en þá ólu menn ennþá þá von í brjósti að loðnufrysting yrði mark- tæk fyrir sömu markaði og fyrr. Þær vonir hafa dvínað og þurfti að huga að öðrum verkefnum. Verkun á bol- fiski var nærtækust. Þegar talað var við Sigfínn hafði bolfiskvinnslan staðið í rúman hálf- an mánuð. Hann segir að Pólverjam- ir séu úrvalsfólk sem leggi sig fram við að ná tökum á vinnubrögðunum og vinnslan gangi því ágætlega. Frámunalega óstöðugt og risjótt veð- urfar hefur torveldað sjósókn og framboð á fiski hefur verið lítið en Sigfinnur segir að vonandi standi það til bóta. -JJ Hluti Pólverjanna sem vinna hjá Strandarsíld. DV-mynd JJ DV, Höfn: Eignarhaldsfélagið Nýherjabúðir var formlega stofnað á Höfn 28. jan- úar. Tilgangur félagsins er að stuðla að nýsköpun og þróun atvinnulífs, einkum fyrirtækja sem byggjast á þekkingu, nýsköpun og auka fjöl- breytni í atvinnulífinu. Tilgangur- inn er einnig að eiga og reka fast- eignir, kaup og sala hlutabréfa og tengd starfsemi, svo sem lánastarf- semi. Fyrsta verkefni Nýherjabúða er þátttaka í stofnun Hvata ehf., fyrir- tækis sem er að undirbúa vinnslu ensíms úr humarúrgangi. Dóra Stefánsdóttir, framkvæmda- stjóri Nýherjabúða, segir að búið sé að sækja um lóð og byggingarfram- kvæmdir hefjist á næstunni. Fyrsti áfangi Nýherjabúða verður um 600 fm og byggður þannig að auðvelt verði að stækka húsið eftir þörfum. Miðað verður í fyrsta áfanga við Frá stofnfundi Nýherjabúða. Dóra Stefánsdóttir, Eyjólfur Guðmundsson og Halldór Árnason kynna lög og reglur félagsins. DV-mynd Jl að þar verði fimm fyrirtæki í ný- hafa Borgey og Skinney, sem nú eru sköpún á tækni- og vísindasviði og sameinuð, sýnt mikinn áhuga á að vera þarna með eins konar þróunar- deild. Einnig er talað um rannsókn- arstofu fyrir gerla- og efnafræði. „Gert er ráð fyrir fimm fyrirtækj- um sem yrðu í almennum rekstri sem beindist að einhverju leyti að Nýherjabúðum," segir Dóra, „t.d. öflugt tölvufyrirtæki og svo útibú frá opinberum stofnunum og þá fyrst og fremst frá Háskóla íslands sem við erum að reyna að fá í sam- starf með okkur og svo Hafrann- sóknastofnun íslands og Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins. Síðan yrðu fyrirtæki sem Nýherjabúöirn- ar rækju sjálfar og útibú frá At- vinnuþróunarfélagi Austurlands. í athugun hefur verið hvort til greina komi að tengja á einhvern hátt byggingar yfir Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu og Nýherja- búðir og er það til athugunar í menntamálaráðuneytinu. Nokkuð ljóst er þó að ekki verður byrjað á skólanum fyrr en á næsta ári.“ Dóra segist mjög bjartsýn á að Nýherjabúðir eigi eftir að skila góð- um árangri í atvinnulífi bæjarins. Stjórn Nýherjabúða ehf. skipa Eyjólfur Guðmundsson skólameist- ari og jafnfram formaður, Sturlaug- ur Þorsteinsson, fyrrverandi bæjar- stjóri, Gunnar Vignisson, Atvinnu- þróunarfélagi Austurlands, Rögn- valdur Ólafsson, Háskóla íslands, Tryggvi Þórhallsson lögfræðingur og framkvæmdastjóri er Dóra Stef- ánsdóttir. -JI ALLIR SUZUKI BlLAR ERU MEÐ: • vökvastýri • 2 loftpúða • • aflmiklar vélar • samlæsingar • rafmagn i rúðum og speglum • • styrktarbita í hurðum • • samlitaða stuðara • Metsölubíll í Japan Ódýrasti 4x4 bíllinn á íslandi * Skemmtilegur bíll sem hægt er aö breyta 1 Öruggur Suzuki fjölskyldu- og fjölnotabíll með ABS hemlalæsivörn (4x4), loftpúðum o.m.fl. IDRIFI * SUZUKI SUZUKIBILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Heimasíða: www.suzukibilar.is WAG0N R+ TEGUND: VERÐ: GL 1.099.000 KR. GL 4x4 1.299.000 KR. Aukin samvinna hjá Hugin og Hetti DV, Seyðisfirði: Síðustu ár hafa skíðadeildir Hugins á Seyðisfirði og Hattar á Egilsstöðmn haft tölu- verða samvinnu um rekstur skíðasvæða sinna sem eru sitt hvorum megin Fjarð- arheiðar. Sú sam- vinna hefur reynst ávinningur beggja. Nú hefur verið ákveðið að starfa mikið saman í knattspyrnumálum í sumar. DV talaði um þessi mál við Hjört Unnars- son, formann knatt- spyrnudeildar Hug- ins. Hann segir að félögin verði með sameiginleg keppnislið í meistara- flokkum karla og kvenna og öðrum flokki karla. Formlega sé búið að stofna keppnislið Hugins-Hattar. Að sjálfsögðu að undangengnu sam- Hjörtur Unnarsson, formaöur knattspyrnudeildar Hugins. DV-mynd JJ þykki KSÍ og búið er að skrá Hugin-Hött á íslandsmótið á kom- andi sumri. Fullkomins jafn- réttis verður gætt til hlítar og ráðnir eru tveir þjálfarar, ann- ar fyrir karlaliðin og hinn fyrir kvennalið- in. Æft verður tvisvar í viku á hvor- um staðnum og heimaleikjum síðan skipt jafnt á milli staðanna. Þessi samvinna kom fyrst til um- ræðu fyrir tveimur árum en þá var ekki nægur áhugi og fannst sitthvað mæla á monnum móti henni. Nú hefur þetta breyst og þessi samvinna er veruleiki og eru menn nú vongóðir um að þetta efli félagsandann og styrki og bæti knattspymuna. -JJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.