Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1999, Qupperneq 15
MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 1999
15
Einræðuríkið ísland
Það er algengur mis-
skilningur að íslenskt
samfélag sé svo gagn-
sætt og opið, þvert á
móti, sennilega er
vandfundið í Evrópu
samfélag sem býr við
öllu meiri upplýsinga-
teppu. Sennilega yrði
að leita til einræðis-
ríkja til að finna sam-
svörun. ísland er ein-
ræðuríki. Andlega
búum við ugglaust enn
að hinu mikla íslenska
dreifbýli sem hefur ver-
ið hlutskipti þjóðarinn-
ar allt ffam á síðustu
áratugi. Menn töluðu
við sjálfa sig í teignum
og við gegningar og
hittu ekki náungann
nema tilfallandi við messur og
smalamennsku.
„Þetta er misskilningur"
íslenskir fjölmiðlar eru fullir af
mönnum sem eru að tala við sjálfa
sig, það heyrir til undantekninga
ef íslendingar mætast með rökum,
hlýða á málflutning
andstæðings og
standa fyrir sínu
máli. Ef íslenskur
ráðamaður heyrir
andstæða skoðun er
viðkvæðið jafnan:
„Þetta er misskiln-
ingur“, sem í raun
þýðir: „Þetta. er
ekki minn skilning-
ur“, undanskilið:
„það er ég sem
ræð.“
Ein afleiðing ein-
ræðufársins ís-
lenska er svo hið
hrikalega klúður
sem dembist yfir
okkur í hverju mál-
inu á fætur öðru
um þessar mundir.
Og sér ekki fyrir endann á þeirri
þróun eftir að innlendar stofnanir
hættu að telja sér skylt að ganga í
fótspor stjómvalda á hverjum
tíma. - í fyrra var það Ríkisendur-
skoðun, Hæstiréttur í ár. Og
álengdar stendur Evrópa með
mælikvarða og viðmiðanir sem
stjómvöld geta ekki endalaust þeg-
ið okkur undan.
Andlegur skyrbjúgur
Umræðu- og upplýsingaskortur-
inn er hinn andlegi skyrbjúgur
sem íslenska þjóðin á við að rjá í
nútímanum. Hér þarf söl og C-
vítamín, það er að segja upplýsta
fréttamenn og öflugar fréttastofur
sem vekja, ffamfylgja og stjórna
umræðu. Ef ráðherra víkur sér
undan að mæta í viðtal þá á að
sjálfsögðu að greina frá því í
fréttatímanum, það er stórfrétt.
Vel mætti hugsa sér heilan Kast-
ljósþátt þar sem enginn mætti til
leiks nema stjórnandinn og væri
svo upplýsandi
um þögnina í ís-
lensku samfélagi.
Sumir hafa talið
upplýsinga- og
rökræðutregðu ís-
lenskra ráðherra
stafa af sjálfu
starfsheitinu, að
maður sem beri
þennan ægilega
titil „ráðherra"
geti aldrei gagn-
ast mannlegu fé-
lagi. • Auðvitað
myndu heiti á
borð við ráðsmað-
ur og ráðskona ríma betur við
staðreyndir mála, nefnilega að þau
eru ekki húsbændur á þjóðarheim-
ilinu heldur þjónar. Forsætisráð-
herra mætti vel kenna sig við bú-
stjórn. Jóhanna Sigurðardóttir,
bústýra - það hljómar ekki illa.
Pétur Gunnarsson
Kjallarinn
Pétur
Gunnarsson
rithöfundur
„Ef ráöherra víkur sér undan að
mæta í viðtal þá á að sjálfsögðu
að greina frá því í fréttatímanum,
það er stórfrétt. Vel mætti hugsa
sér heilan Kastljósþátt þar sem
enginn mætti til leiks nema
stjórnandinn og væri svo upp-
lýsandi um þögnina í íslensku
samfélagi.“
. ^*^***^ ^d3ski
Pétur segir umræðu- og upplýsingaskortinn áberandi, hér skorti upplýsta fréttamenn og öflugar fréttastofur sem veki, framfylgi og stjórni umræðu. -
Á fréttastofu Ríkissjónvarpsins.
Réttindi mín
í flestum grunnskólum landsins
er nú orðið fáanlegur litill bæk-
lingur sem ber heitið „Réttindi
mín“ og á að vera upplýsingarit
fyrir börn og unglinga. í kjölfarið
hefur umboðsmaður bama heim-
sótt skólana, sagt nemendunum
frá réttindum þeirra og leiðb'eint
þeim hvemig þeir geti haft sam-
band við umboðsmanninnn, ef á
rétt þeirra sé gengið.
Réttindi eru afstæð
Heimsóknir umboðsmanns
bama hafa mælst misjafnlega vel
fyrir. Aðalerindi hans hefur verið
að skýra frá réttindum, en þeim
fylgja vitaskuld einnig ábyrgð og
skyldur. Því miður hefur fram-
setningin verið þannig, að minna
hefur farið fyrir hinu síðarnefnda.
Þó geta réttindi mín aldrei verið
svo mikil, að þau fari að skerða
réttindi hinna. Þess vegna eru öll
réttindi afstæð og er oft undir ein-
staklingnum sjálfum komið hvort
hann skilji þessa einfóldu stað-
reynd. Um þessa togstreitu milli
mismunandi sjónarmiða vitnar
meðal annars uppgjöf kennarans í
Austurbæjarskóla.
Réttindi ailra fara ekki
alltaf saman
Samkvæmt yfirlýstu markmiði
skólayfirvalda hér á landi eiga öll
börn að fá
kennslu við sitt
hæfi. Þetta átti í
raun að þýða að
öll börn geti not-
að hæfileika sína
til fulls. Eins og
ástandið er nú í
grunnskólum er
þetta í flestum
tilfellum draum-
sýn ein. Ein or-
sökin er sú að
sumum nemend-
um - og kennurum - er leyft að
traðka á rétti hinna. Þessi rétt-
indabrot fara fram á margvíslegan
hátt: Sum börn trufla kennsluna,
önnur leggja félaga sína í einelti,
önnur vinna spelivirki af ein-
skæru hugsunarleysi,
en önnur eru ef til vill
veik á þann hátt að
ekki geta farið saman
kröfur á hendur þeim
og öðrum í sömu
stofu. Bæði skólinn og
aðstandendur barn-
anna verða að dansa
línudans sem erfitt er
að ná jafnvægi í og
mat á aðstæðum oft á
tíðum huglægt.
Agaleysi stuðlar
að ójöfnuði
Nýlegar erlendar
rannsóknir hafa leitt í
ljós að um 60% náms
grunnskólabama fer
fram heima en 40% í
skóla. Bendir þetta til þess að tími
barnanna í skólanum sé mjög illa
nýttur. En um leið þýðir þetta að
böm vel menntaðra foreldra hafa
margfalt sterkari stöðu en þau
böm sem ekki eiga slíka foreldra.
Námsefnið hefur nefnilega breyst
svo mikið undanfarin ár að oft er
ekki á færi venjulegra foreldra að
hjálpa unglingum sem em komnir
í 9.-10. bekk. Eins og ástandið er
nú er hægt að fullyrða að grunn-
skólinn vinnur á móti jöfnuninni
þar sem allir hafa ekki möguleika
á þessari 60% „auka-
kennslu" sem fram
fer heima fyrir. Vit-
neskjan um þetta er
enn átakanlegri, er
við hugsum til þess
að á sama tíma krefj-
ast bæði foreldrar og
skólayfirvöld þess að
nemendur dvelji enn
lengur í skólanum
daglega.
Tillitssemi og
sjálfsagi
Til að geta breytt
þessu og jafnað stöð-
una verðum við að
skapa vinnufrið, svo
að hægt sé að full-
nýta skólatíma barn-
anna og gefa kennurum tækifæri
til að gegna fræðarahlutverki
sínu. Bömin okkar eiga rétt á því.
Öll börn - ekki bara sum - verða
að læra tillitssemi og sjálfsaga,
sjálfsaga, sem sprottinn er af
þeirra eigin löngun til að gera rétt.
Námsefnið lífsleikni, sem er á
stefnuskrá nýja skólans, ræður
vonandi einhverja bót á þessu en
hlutverk foreldra og ábyrgð þeirra
á félagslegiú stöðu bama sinna er
þó langmikilvægast.
Marjatta ísberg
„Öll börn - ekki bara sum - verða
að læra tillitssemi og sjálfsaga,
sjáifsaga sem sprottinn er af
þeirra eigin löngun til að gera
rétt. Námsefnið lífsleikni, sem er
á stefnuskrá nýja skólans, ræður
vonandi einhverja bót á þessu...“
Kjallarinn
Marjatta ísberg
fil. mag. og kennari
1 Með og á móti
Bankar annist húsnæðis- lán í stað íbúðalánasjóðs
Óþarfa
bákn
„Það er fullkommn óþarfi fyr-
ir ríkisvaldið að standa í lána-
starfsemi eins og þeirri sem
íbúðalánasjóður sér um í dag.
Það er margt
sem styður
þetta. Það eru
starfandi
margir bankar
og lífeyrissjóð-
ir sem eru að
hasla sér völl á
þessum mark-
aði og erlendir
aðilar einnig.
Og því ber
Guðlaugur Þór
Þórðarson borgar-
fulltrúi.
einmitt að
fagna. íbúðalánasjóður er að
þvælast fyrir í íbúðalánastarf-
sem á höfuðborgarsvæðinu og
víðar. Öðm máli gegnir um lán
til bygginga eða kaupa á hús-
næði á ákveðnum svæðum úti á
landsbyggðinni. Þar er hægt að
taka slíkar lánveitingar fyr ir sér-
staklega út frá byggðaforsendum
og einhver minni háttar starf-
semi getur verið um þann þátt
íbúðalána. En bankakerfið er
fyllilega í stakk búið að annast
höfuðborgársvæðið og mörg þétt-
býlissvæði úti á landi. Ef hið op-
inbera vill aðstoða fólk við að
kaupa íbúð getur það komið til
skjalanna með ýmsum öðmm
hætti. Vaxtabætur í núverandi
formi er reyndar óskynsamleg
leið þar sem hún hvetur til
skuldasöfnunar. Nær væri að
fara þá leið að veita skattaafslátt
og beina styrki.“
Gunnar Bragi
Sveinsson, aðstoó-
armaður félags-
málaráöherra.
Allir fá
sömu kjör
„Því ber að fagna þegar bank-
ar og aðrar fjármálastofnanir
vilja auka þjónustuna viö lands-
menn. Verkefni íbúðalánasjóðs
er m.a. að
tryggja lands-
mönnum öllum
sama rétt til
lána og á sömu
kjörum.
Treysti aðrir
sér til þess að
bjóða sömu
þjónustu er
ekkert nema
gott um það að
segja. Hins
vegar hefur
ekki komið fram hvort þessir að-
ilar muni bjóða öllum lands-
mönnum að sitja við sama borð.
Spyrja má hvort þeir ætli sér
eingöngu aö horfa á höfuðborgar-
svæðiö en ætli ekki að lána til
íbúða á landsbyggðinni þar sem
erfiðara hefur reynst aö selja
íbúðir. Einnig vitum við ekki
hvort kjðrin yrðu þau sömu. Þá
má ekki gleyma því að íbúða-
lánasjóður hefur félagslegu hlut-
verki áð gegna og það gerir hann
með því að veita svokölluð við-
bótarlán þannig að heildarlán
getur orðið allt að 90%. Ég end-
urtek að fagna ber aukinni þjón-
ustu en íbúðalánasjóður þarf að
vera til í einhverri mynd meðan
aðrir geta ekki tryggt öllum
sama aðgang að íjármagni til
íbúöakaupa." -hlh
Kjallarahöfundar
Athygli kjallarahöfunda er
vakin á því að ekki er tekið við
greinum í blaðið nema þær ber-
ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu-
diski eða á Netinu.
Netfang ritstjómar er:
dvritst@ff.is