Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1999, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1999, Page 18
i8 *jnennmg *★ *---- MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 1999 JLlV Menningarverðlaun DV í byggingarlist: Ýtustjórar tilnefndir „Getur bók verið hús?“ spurði dr. Maggi Jónsson þegar hann skilaði tilnefningum til Menningarverölauna DV í byggingarlist, og hélt áfram: „Ég spyr af því að stóri viðburð- urinn í minni listgrein á árinu sem leið var bók Harðar Ágústssonar, íslensk byggingar- arfleifð. Hún er fræðilegt þrekvirki - saga þjóðarinnar í heilli grein - og auk þess augnayndi hvar sem á hana er litið.“ Niöurstaðan varð þó sú að bók gæti ekki verið hús, en nefndin getur huggað sig við að fyrir viku hlaut Hörður íslensku bók- menntaverðlaunin fyrir sína góðu bók. Verölaunanefnd í byggingarlist skoðaði um 40 verk en aðeins þrjú hlutu náð fyrir augum hennar. Sérstaka athygli vekur að nú fá sjóvarnargarðar við Seltjamarnes og Reykjavík tilnefningu til verðlauna. Þeir eru unnir á vegum fyrirtækisins Suðurverks á Hvolsvelli og sagði forstjóri þess, Dofri Ey- steinsson, í samtali við blaðið að einn maður hefði umfram aðra mót- að þessa garða og gefið öðram góða forskrift að þeim. Það er Grétar Ólafsson sem þá var ýtu- stjóri en er nú verkstjóri hjá fyrirtækinu. Krist- inn Sigursteinsson og Gísli Gíslason hafa svo tekið við af honum og haldið áfram þessu vandaða verki. í byggingarlistar- nefndinni sátu með dr. Magga Guðmundur Jónsson arkitekt og Júl- íana Gottskálksdóttir listfræðingur. Hin til- nefndu verk eru þessi: Þjónustumiðstöð Hitaveitu Suður- nesja, Svartsengi. Höfundar: Gísli Sæ- mundsson og Ragnar Ólafsson, arkitektar. Á síðasta ári var lokið við hús fyrir móttöku gesta og starfsmenn orkuversins. Aðkoma að húsinu er augljós. Heild- arskipulag þess sem lína milli ósnortins hrauns- ins og orkuversins er skýrt. Samtenging allra meginrýma gefur húsinu heillegt yfirbragð. Stórir glerfletir í veggjum aðalrýma hússins vita að stórbrotn- um formum hraunsins. Efnisnotkun er hóg- vær og tekur mið af hrauninu. Tónllstarhús Kópavogs. Höfundar: Jak- ob Líndsd og Krist- ján Árnason arki- tektar. Tónlistarsalur sem lokið var við í desember síðastliðn- um er verk þar sem tveir ungir arkitekt- ar takast á við vandasamt verkefni. Tónlistarsalurinn er ekki stór og augljóst að sjónarmið hljóm- burðar ráða mestu um formun hans og gerð. Arkitektar hússins hafa lagt mikla áherslu á að nota íslensk byggingarefni og mun þetta vera í fyrsta skipti á okkar tímum sem íslenskur skógar- viður er notaður með áberandi hætti í opin- berri byggingu. Sjóvarnargarðar við Seltjamames og Reykjavik. Unnið af Suðurverki á veg- um Siglingastofnunar, Reykjavíkurborgar og Seltjcirnarnesbæjar. Sjóvamargarðar með fram strandlengju Seltjarnarness og Reykjavíkur að norðan- verðu, sem unnið hefur verið að undanfarin ár, hafa nú tekið á sig afgerandi mynd. Garð- ar þessir era merkt framtak bæjarfélaganna í umhverfismótun. Þeir marka skil milli byggðar og náttúra og veita götu og útivist- cirsvæðum vöm gegn ágangi sjávar. Þeir undirstrika með jákvæðum hætti nálægð þéttbýlisins. Frágangur þeirra er markviss og látlaus og visar til íslenskra hefða um efni og gerð. Innan veggja vita stórir gluggar aö stórbrotnum formum hrauns- ins. DV-myndir Pjetur Þjónustumiöstöö Hitaveitu Suðurnesja, Svartsengi. Skemmtilegt samspil milli húss og hrauns. Matisse í Kaupmannahöfn Hér sést samspil Tónlistarhúss Kópavogs og umhverfis. DV-mynd GVA Fagrir sjóvarnargaröar meö fram Sæbraut í Reykjavík. DV-mynd GVA Útreiknuð tónlist Ríkislistasafniö Statens museum for kunst í Kaupmannahöfn opnaði nýlega dyr sínar að nýju eftir endurbyggingu og fyrstur á veggina er franski málarinn Henri Matisse (1869-1954). Tíðindum sætir að á sýningunni era málverk frá stórum listasöfiium sem lengi vora geymd bak við jámtjald. í Rúss- landi vora um og upp úr aldamótum tveir stórir málverkasafnarar sem höfðu dálæti á Matisse, Ivan Morozow og Sergej Sjtjukin sem átti stærsta safn í heimi af Matisse-málverkum í einkaeign í höll sinni í Moskvu fyrir bylt- ingu. Eftir byltingu var þeim komið fyrir í Hermitagehöllinni í Sankti Pétursborg og þaðan var engin leið að fá þau lánuð áratug- um saman. Nokkrar af þessum æðislegu myndum eru nú á sýningunni í Kaupmannahöfn, m.a. Samræmi í rauðu frá 1908, ásamt myndum í eigu danska safnsins. Og fólk flykkist að því Matisse er í hópi málara sem lokkar gesti að hvemig sem veðrið er. Það er eitthvað gersamlega heill- andi við einfalda litanotkunina sem gerir myndir hans stundum allt að því bamslegar. Þessum létta einfaldleika náði hann með því aö þurrka út af alúð allt sem ekki skipti meg- inmáli, enda fullgerði hann ekki margar myndir. Sýningin hangir uppi á safninu til 24. maí. Djöfsi kyndir Þjóðin hefúr eignast nýjan aðdáanda, séra Jóhannes Mollehave sem dvaldi hér á landi í fyrrasumar - því „frá þessu landi er ekki hægt að segja, maður verður að sjá það“, eins og hann orðaði það svo fallega í við- tali við DV. I byrj- un þessa mánaðar skrifar hann ferðasöguna í Jyllands-Posten xmdir fyrirsögn- inni „Leið skálds- í ins að sinu eigin j hjarta". „Áram saman j átti ég mér draum um að fara til ís- lands. í fyrra rættist draumurinn og ég dvaldi þar í heilan mánuð. Veruleikinn tók draumnum langt fram. Hvílík eyja! Hvílik auðlegð! Upplifunin fý'lgir manni heim. Maður lokar augunum og er aftur staddur mitt í dýrðinni - óræðum fjöllum, bannhelgum eyðimörkum, jöklum og heitum uppsprettum. Lundarnir og allt hið maka- lausa fuglalif, tindilfættar kindur i klettum, tærar ár með laxfiskum og pínulitlar kirkjur með mosa á þakinu. . .“ Jóhannes kemur víða við, vitnar í Eglu og Einar Má og talar vel um gestgjafa sína. Hjá Geir Waage og konu hans í Reykholti átti hann góðar stundir og segir gamansögu það- an af fáfræði sinni. Eitt kvöldið á notalegu prestsetrinu spurði hann hvemig þau hituðu upp öll þessi herbergi. Ekki stóð á svari frá Geir: „Það gerir djöfullinn fýrir okkur. Hann kyndir og kyndir allan sólarhringinn árið út þarna niðri!“ Galdur Gyrðis íslenskukennari við verk- menntaskóla á landsbyggðinni fékk eitt sinn það verkefni aö kenna íslensku hópi manna sem voru að læra til hæsta vélstjóm- arprófs sem hægt var aö taka við skólann og gaf réttindi til að stjóma vélum stærstu farskipa og frystitogara. Nemendahópur- inn samanstóð vitanlega af ríg- fuOorðnum karlmönnum með langa reynslu af vélstjóm til sjós og lands eins og áskilið er. Kenn- arinn gerðist svo djarfur að láta einn í hópnum lesa og skrifa ritgerð um Svefnhjólið eftir Gyrði Elíasson (sem vissu- lega hefúr vélhjól að annarri aðalpersónu) - og viti menn, ekki hafði hann fyrr lokiö rit- gerðinni en hann afinunstraði sig af vél- stjórnarbrautinni, skipti yfir á stúdents- prófsbraut, og hélt síðan beina leið í Háskóla íslands þar sem hann lauk BA-prófi í ís- lensku með glæsibrag nokkrum árum seinna. Musík með Calmus Útgefandi: Erkitónlist Dreifing: Japis wmmmmmmmmmm mannanna sjálfra verður seint ofmetiö í þessari tegund tónlistar. Martial Nardeau flautuleikari skilar löngu einleiksverki mjög vel og meðhöndlun Sig- rúnar Eövaldsdóttur fiðluleikara og Snorra Sigfúsar Birgissonar píanóleikara á Mó- nettu, sem er nýjasta verkið á diskinum, er skýr og öguö og dramatisk. kammersveit og sinfóníuhljómsveit. Svo ein- kennOega viO tO að verkin vekja því meiri athygli við endtutekna hlustun sem litar þau yngri. Fram- lag tónlistar- þau era yngri. Þannig hljóma eldri verkin á köfl- um sem stefhulitlar þreifingar en morgunroði raunveralegr- ar tónlistar í raun má segja að seinna hugtakið í fyr- irsögn þessarar greinar feli það fyrra í sér, því tónlist verður með því einu tO að val fari fram á efniviði, hann settur i ákveðið samhengi og úr honum unnið. Þannig verð- ur öO tónlist útreiknuð. Spumingin er bara hvemig menn „reikna" tón- list sina. Sitja þeir við pí- anó og spinna í rökkvuðum sal - enginn skyldi halda að djassistinn þurfi ekki tölu- vert að reikna út ef hann ætlar að gera eitthvað ferskt eða jafnvel nýtt. Er fjaðurpenni hafður um hönd og párað og endur- párað á pappír - hin enda- lausu endurskrif margra tónskálda ættu að vera leik- manninum næg sönnun þeirra „útreikninga*1 sem fram fara. Fjaðurpenna- menn nútímans nota oftar en ekki mús og skjá en standa þó í svipuðum sporam og fyrri tíma skáld við listsköpun sína. Þeir eru hins vegar færri (eða hvað?) sem nota reikniaðgerðir og mögiOeika hrað- unninnar greiningar á möguleikunum í hverri stöðu sér tO aðstoðar. Kjartan Ólafsson hefúr i rúman áratug unnið að hönnun tónsmíðaforritsins Calmus en nafnið er stytting á „calculated rnusic". Hin ótrúlega djörfung og bjartsýni sem hlýt- ur að liggja að baki sjálfri hugmyndinni um forrit sem þetta er, án tiOits tO afrakstursins, í sjálfu sér hrífandi. Verkin verða að sjálfsögðu hvort sem er að standa fyrir sínu án tilvís- unar tO reikniaðgerða for- ritsins. Músík með CALMUS er yfirskrift hljómdisks sem út kom fyrir nokkru og geymir fimm verk sem samin era með aðstoð for- ritsins og era þau öO eftir skapara þess, Kjartan Ólafsson. Ef menn hefðu mestan áhuga á forritinu sjálfu þá hefði auðvitað verið gaman að heyra verk eftir önnur tónskáld sem unnin væra með þetta sama verkfæri sér tO aðstoðar. En það era ekki penslar og meitlar meistaranna sem við horfum mest á þegar upp er staðið heldur verkin sjálf. Einn af kostum disksins er fjölbreytni út- setninga verkanna, en þau era skrifuð fyrir einleiksflautu, klarinettutríó, fiðlu og píanó, Music from CALMUS f \ Hljómplötur Sigfriður Bjömsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.