Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1999, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1999, Qupperneq 21
MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 1999 29 Fréttir Valaskjálf. DV-mynd SB Valaskjálf skiptir um eigendur Dy Egilsstöðum: „Við vissum ekki fyrr en kl. 3 á gamlársdag hvort kaupin myndu ganga í gegn en vorum þó búin að taka að okkur áramótadansleikinn," sagði Jón Amórsson, nýr framkvæmdastjóri félags- heimilisins Valaskjálfar á Egilsstöðum. Hreppar á Héraði, sem átt hafa húsið frá byggingu þess á 7. áratugnum, ákváðu að losa sig við þessa byrði en rekstur þess hefur reynst þeim þungur í skauti. Húsið var auglýst til sölu í haust og bárust þrjú tilboð. Hið hagstæðasta kom frá Amóri Benediktssyni á Hvanná og fleirum. Það hljóðaði upp á fímmtíu og sex milljónir en þar af era áhvílandi skuldir um 53 milljónir. Samningur var undirritaður seint á gamlárs- dag. Nú hafa nýir eigendur stofnað hlutafélag um reksturinn. “Við höfum ekki ákveðið í smáat- riðum hvemig rekstri verður hag- að. Þó er ljóst að húsið verður áfram rekið sem félagsheimili. Hér verður hægt að halda stórveislur, dansleiki og leiksýningar. Við ætl- um einnig að hafa hótelið opið allt árið en hótelálman þarfnast mikill- ar viðgerðar," sagði nýi fram- kvæmdastjórinn. Þegar hann var spurður hvað þyrfti helst að gera fyrir herbergin svaraði hann stutt og laggott: „Allt.“ Sú vinna er nú hafm og stefnt á að opna í apríl. Herbergin eru 21 með Framkvæmdastjórinn, Jón Arnórsson. DV-mynd SB 41 rúmi. Jón Amórsson er 24 ára bifvélavirki. Spurður hvemig hon- rnn litist á nýja starfið sagðist hann myndu taka einn dag i einu og síð- an kæmi i ljós hvemig gengi. Hins vegar væri Ármann Benediksson tækni- og rekstrarfræðingur einn hluthafa og myndi verða þeim innar handar um reksturinn. Valaskjálf hefur verið félagslífi á Héraði mikil lyftistöng síðan húsið var byggt og vonandi verður svo áfram. Húsið er 2400 fermetrar. Þar geta allt að 350 manns setið til borðs og þar em stórir og litlir salir til fundahalda. Aðstaða til kvikmynda- sýninga er í húsinu og er hún leigð út. -SB Samdráttur í rækjuveiðum DV, Hólmavík: Saltfiskverkun fer af stað á næst- unni í húsakynnum Hólmadrangs hf. á Drangsnesi en undirbúningur breytinga á húsnæði sem notað var til vinnslu á rækju hefur staðið yfrr í nokkrar vikur. Engin vinnsla hef- ur verið þar siðan í desember þegar starfsfólkinu var sagt upp vegna sjá- anlegs hráefnisskorts, að sögn Gunnlaugs Sighvatssonar fram- kvæmdastjóra. Á Hólmavík hefur aftur á móti verið hægt að halda uppi rækju- vinnslu hingað til, þó með minni af- köstum en mannafli og tækjakostur leyfir. Nú horfir illa með framhald veiða á innfjarðarrækju eftir að fengsælasta veiðisvæðinu í Miðfirði var lokað fyrir skömmu og óvíst hverju rannsóknarleiðangur um ástand rækjustofnsins í Húnaflóa skilar en hann verður farinn á næstu dögum. Frystitogarinn Hólmadrangur ST 70 stundaði rækjuveiðar allt síðasta ár eftir að hann kom úr umfangs- miklum breytingum í Póllandi síðla síðasta vetrar. Hann hefur séð vinnslunni fyrir stærsta hluta alls hráefnis ásamt Sigurfara, skipi sem keypt var frá Ólafsfirði sl. vetur og vel hefur aflað. Nú er í bígerð að Hólmadrangur fari til veiða á Flæmingjagrunni þar sem útgerðin hefur öðlast nokkurn veiðirétt. Gæti það orðið í næsta mánuði og sá hluti rækjuaflans sem til vinnslu væri ætlaður yrði þá sendur til Hólmavíkur en skipið kæmi svo með væntanlega nær full- fermi í lok veiðitímabilsins. “Eins og nú horfir er ekki ástæða til mikillar bjartsýni en ekki er hægt að trúa öðra en að ástandið hvað rækjuna snertir lagist með vorinu,“ segir Gunnlaugur Sig- hvatsson framkvæmdastjóri. -GF eintök á klukkustund Meiri gæði - Betri þjónusta Þú kemur með hugmyndirnar - við sjáum um afganginn. Á undanförnum árum hefur stærsti hluti þess dreifipósts sem prentaður er hér á landi verið prentaður hjá Isafoldar- prentsmiðju, enda hefur Isafoldarprentsmiðja yfir að ráða hraðvirkustu prentvél landsins til prentunar á tímaritum og dreifipósti. Nú bætum við um betur og höfum fjárfest í nýrri prentvél sem er helmingi afkastameiri en gamla vélin. Með þessari nýju vél styttum við afhendingartíma verulega, aukum gæði prentunarinnar og bætum þannig þjónustuna enn frekar. Ef þú gefur út tímarit, fréttabréf, bæklinga eða dreifipóst hafðu þá samband við okkur. ísafoldarprentsmiðja veitir alhliða prentþjónustu. Isafolflarprenlsiiiiöja hf. Þverholt 9 Simi 550 5990

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.