Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1999, Qupperneq 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1999
Fréttir_________________________
Sakamaður eða
hetja í kvótastríði?
- Svavar Guðnason hættir öllu til að lifa af
Svavar Guðnason um borð í Háhyrningi BA 233 sem er aldrei kallaður ann-
að en Keiko. Þetta er allur fiskurinn sem þarna fæst. DV-mynd ÞÖK
DV, Patreksfirði:
Hann stóð á bryggjunni á Pat-
reksfirði siðdegis í gær og glotti út í
annað. Fiskistofa var nýbúin að
svipta hann veiðileyfi á Vatneyrina
BA 238 en honum stóð á sama. Hann
vissi sem var að 20 tonna þorskafli
úr síðustu veiðiferð Vatneyrinnar
var kominn á fiskuppboð í Hull
þangað sem hann barst í gámi frá
Eskifirði. Sá þorskur var sá fyrsti
sem Svavar Guðnason útgerðarmað-
ur lét skip sín veiða utan kvóta. Nú
var hann að bíða eftir að Vatneyrin
kæmi aftur að landi og nú með 40
tonn af þorski sem einnig var veidd-
ur utan kvóta. Sýslumaðurinn beið
átekta í næsta húsi og það var eins
og íbúunum stæði á sama.
Átti ekki annarra kosta völ
„Hér búa 800 manns og þeir vita
hvað á þeim brennur. Hér standa
fyrrverandi útgerðarmenn í beitn-
ingaskúrum og beita upp á líf og
dauða til að halda lífi. Héðan
myndu flestir flytja ef þeir gætu og
allt er það vitlausu kvótakerfl að
kenna. Þvi meira sem stjómmála-
menn klóra í þetta kerfi því vitlaus-
ara verður það. Hins vegar held ég
að stjómmálamennimir séu fegnir
að einver skuli hafa lagt til atlögu
við kvótakerfið því þeir eru allir
orðnir ráðalausir," sagði Svavar
Guðnason og viðurkennir fúslega að
hann sé orðinn sakamaður; gott ef
ekki glæpamaður. En hann átti ekki
nokkurra kosta völ.
„Ég get ekki selt skipin því þau
em veðsett í botn og meðan ég þarf
að leigja kvóta sem kostar jafnmik-
ið og afurðaverðið sjálft þá hljóta
allir menn að sjá að þetta er ekki
hægt. Annað hvort var að hefja
kvótalausar veiðar eða þá að leggja
skipunum og flytja til Reykjavíkur
og fara að keyra út pitsur.“
Svavar Guðnason hefur búið sig
undir væntanleg áök og ráðið til sín
lögfræðinga með bæði vigt og
reynslu. Magnús Thoroddsen, fyrr-
verandi forseti Hæstaréttar, verður
honum innan handar svo og Lúdvig
Kaaber sem aðstoðaði Valdimar Jó-
hannsson í frægu kvótamáli hans.
„Ef ég tapa málinu þá tapa ég öllu
en ef ég vinn þá vinn ég stórt,“ sagði
Svavar siðdegis í gær og leit yfir
eigur sínar sem allar voru í sjón-
máli nema Vatneyrin sem var rétt
ókomin til lands. Á bryggjusporðin-
um stóð litli skutbíllinn og innar á
eyrinni einbýlishús sem Svavar
keypti af tengdaforeldrum sínum
þegar þeir fluttu frá Patreksfirði til
Akureyrar. Að auki á hann fisk-
vinnsluhús sem hefur staðið autt
lengi og er lítils virði við þessar að-
stæður. Og svo er það Háhyrningur
BA 233 sem gælir kvótalítill við
bryggjuna.
Ég vil málaferli
„Ég vil málaferli og ef héraðsdóm-
ur sýknar okkur þá er kvótakerfið
hmnið. Þeir geta áfrýjað til hæsta-
réttar en sá réttur hefur þegar gefið
tóninn í máli Valdimars Jóhannsson-
ar. Það er mér lífsnauðsyn að gera
þetta því það kostar mig tvær og
hálfa milljón á mánuði að eiga skip-
in. Það er í sjálfu sér smámál miðað
við það sem gerast myndi ef ég sigr-
aði í þessu stríði því þá værum við
að tala um mesta sigur sem einstak-
lingur hefur unnið i samanlagðri ís-
landssögunni,“ sagði Svavar og það
fór ekki á milli mála að hann meinti
það. „Varðandi afskipti Fiskistofu af
kvótalausum veiðum mínum get ég
sagt það eitt að þar á bæ vita menn
ekki hvað þeir gera. Þeir svipta mig
leyfi án þess að nokkur veiðieftirlits-
maður hafi komið um borð og nokk-
uð hafi verið vigtað upp úr skipinu.
Mér er næst að halda að Fiskistofa
hafi með þessu verið að fremja lög-
brot.“
Um borð í Vatneyri er átta manna
áhöfn. Þar um borð er Björn Krist-
jánsson skipstjóri og stundar hann
kvótalausu veiðamar visvitandi og í
góðu samkomulagi við Svavar út-
gerðarmann. Þeir telja sig báðir vera
að vinna þjóðþrifaverk.
„Ef og þegar kvótakerfið hrynur
vona ég bara að stjórnmálamenn beri
gæfu til að sækja ráð til þeirra sem
eitthvert vit hafa á sjávarútvegi. Því
þegar kerfið hrynur þá hrynur ýmis-
legt með því. Kvótinn verður verð-
laus og þar með fara mörg stóru út-
gerðarfyrirtækin á hausinn því ég ef-
ast um að stálið í skipunum standi
undir öllum þeim veðsetningum sem
á útgerðunum hvila. Þann dag verða
margir, sem telja sig ríka í dag, fá-
tækir,“ sagði Svavar.
Nú er nóg komið
Svavar Guðnason er 48 ára og býr
ásamt konu og fjórum börnum á
Vatneyrinni miðri sem umdeilt skip
hans er nefnt eftir. Hann hefur
stundað sjómennsku frá 13 ára aldri
að frátöldum nokkrum árum þegar
hann var bóndi í Borgarfirði.
„Ég bjó á Ánastöðum í Mýrasýslu
og lenti þar í mjólkurkvótanum víð-
fræga þannig að ég get sagt ýmsar
sögur af kvótanum sem er ekki all-
ur í hafinu. Þá reyndi ég fyrir mér í
útgerð í Grundarfirði sem endaði
með því að ég missti 210 tonna
þorskkvóta. Mér var gert að úrelda
bát sem ég átti til að geta pantað og
fengið nýjan. Ég pantaði bát hjá
Stálvík, sem fór á hausinn, og ég
fékk ekki neitt. Skömmu síðar var
reglum breytt og menn þurftu ekki
lengur að úrelda báta til að fá nýja.
Það hefur gengið á ýmsu en nú er
nóg komið," sagði Svavar Guðna-
son. -EIR
Rekstraraðili líkamsræktarstöðvar gaf skýringar sem dómarinn trúði ekki:
Gervisterar áttu að
réttlæta framhjáhaldið
26 ára karlmaður, sem hefur rekið
líkamsræktarstöð í Reykjavík, var í
gær dæmdur í 45 daga skúorðsbundið
fangelsi fyrir innflutning á steratöfl-
um og vörslu á talsverðu magni á stöð
hans og í bíl á árinu 1997. Hann var
jafnframt dæmdur fyrir stórháskaleg-
an gáleysisakstur á allt að 160 km
hraða og fyrir að hafa ekki sinnt
stöðvunarmerkjum lögreglu þegar
hann olli stórhættu í umferðinni.
Dómurinn taldi útskýringar
mannsins á innflutningi ætlaðra stera
í ársbyrjun 1997 gjörsamlega fráleitar
- skýringar sem sjaldan hafa heyrst
fyrir dómi.
Maðurinn kom í flugvél með ást-
konu sinni tii landsins þann 21. janú-
ar 1997. 32 þúsund steratöflur fundust
í farangri konunnar, innpakkaðar í
poka sem hafði verið komið fyrir í
Mackintosh-dósum. Maðurinn sagði
að áður en hann fór í ferðina með ást-
konunni hefði hann greint konu sinni
frá utanlandsfor í þeim tilgangi að
kaupa tæki á líkamsræktarstöðina. Þá
hafi konan sagst vilja koma með. Til
að „fæla“ hana frá ferðinni kvaðst
maðurinn hafa sagt við hana að hann
ætlaði að kaupa stera ytra.
Maðurinn fór síðan eiginkonulaus
til útlanda en tók ástkonuna með.
Skýringar mannsins á töflunum - sem
síðan reyndust alls ekki sterar, heldur
efni með mjólkursýrudufti í - voru
þær að hann hefði ætlað með gervi-
töflur heim til að sýna eiginkonunni
að ferðin hefði „verið eins og hún átti
að vera“. Hann fékk síðan ástkonuna
til að bera töskuna þegar komið var í
Leifsstöð - líklegra væri að leitað
væri á honum en henni.
Þessar skýringar taldi Ingibjörg
Benediktsdóttir fjarstæðukenndar og
ótrúverðugar og sakfeOdi manninn af
ákæru um tilraun til að flytja inn 32
þúsund steratöflur, töflur sem reynd-
ust vera úr mjólkursykri.
Maðurinn var einnig dæmdur fyrir
vörslu á á fjórða þúsund steratöflum á
hkamsræktarstöð sinni og í bílnum
sínum.
Viðurlögin fyrir steraumsýsluna
eru 45 daga skilorðsbundið fangelsi.
Manninum er hins vegar gert að
greiða 80 þúsund krónur í sekt fyrir
hinn háskalega gáleysisakstur, sem
reyndar var ekki talið fuhsannað að
hefði náð 160 km hraða. Hann er
einnig sviptur ökuréttindum í 3 mán-
uði. Greiðist sektin ekki innan 4ra
vikna kemur 18 daga fangelsi í stað
hennar.
-Ótt
Stuttar fréttir ðv
Falskar vonir
Sighvatur Björgvinsson sak-
aði formann
sjávarútvegs-
nefndar á þingi
í gær að hafa
vakið vonir eig-
enda kvótalít-
illa báta um úr-
lausn án þess
að ætlunin
hefði verið aö standa við það.
Læknaskýrslum rænt
Bogi Andersen, læknaprófessor
í Kaliforníuháskóla, segir í grein
í Washington Post að í íslensku
gagnagrunnslögunum hafi sjúkra-
skýrslum verið rænt. Lögin
hindri framfarir í læknavísindum
og séu hliðstæða kvikmyndarinn-
ar The Truman Show. Hún er um
fólk sem lifir í sápuóperu án þess
að hafa hugmynd um það.
Kvótaflakk
MikiO meirihluti veiðikvóta
flestra fisktegunda, eða 60-104%,
er á „flakki" mihi fiskiskipa ár
hvert, jafnvel yfir 100%. Yfir 104
þúsund tonna sildarkvóti var
fluttur í fyrra, 100 þús. tonna
kvóta var úthlutað, en aðeins 64
þús. tonn voru veidd. Dagur sagði
frá.
Atkvæðislaust eyðibýli
Hæstiréttiu- hefur staðfest
dóm undirréttar í deilumáli
innan Veiðifélags Stóru-Langa-
dalsár og Setbergsár á Snæfells-
nesi. Dómurinn er á þá leið að
eyðijarðimar Litli-Langidalur
fremri og ytri á Skógarströnd í
Dalabyggð skuli teljast ein jörð
með eitt atkvæði í veiðifélag-
inu.
2000-vandi Reykvíkinga
Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti
Sjálfstæðis-
flokks í borgar-
stjórn Reykja-
víkur, sagði í
gær að R-listinn
væri 2000-vandi
Reykvikinga
sem birtist í
skipulagsmis-
tökum, lóðaskorti og fólksflótta til
nágrannabyggðanna.
Betri síma
ísólfur Gylfi Pálmason alþingis-
maður kvartaði undan því á þingi
að símiasamband í dreifbýli væri
oft slæmt. Hann hvatti samgöngu-
ráðherra til að reka Landssímann
í það að bæta úr þessu.
Loðnuverð lækkar
Verð á loðnuafurðum hefur
lækkað verulega á heimsmarkaði
frá því í fyrra og fer enn lækk-
andi. Loðnukvótinn var í gær
aukinn eftir að meiri loðna fannst
á miðunum. í kjölfarið lækkuðu
loðnuverksmiðjur hráefnisverðið.
RÚV sagði frá.
Skrumskæling
Margrét Frimannsdóttir, for-
maður Alþýðubandalagsins, seg-
ist telja að prófkjör séu skrum-
skæling á lýðræðinu og bjóði upp
á smölun. Dagur sagði frá.
Gallað gólf
Komið hafa í ljós steypugallar
í gólfi nýja tónlistarhússins í
Kópavogi, sem rakið er til þess
að móberg blandaðist inn í gólf-
efnið. Verktakinn vinnur nú að
viðgerðum, sem að sögn aðstand-
enda hússins eru smávægilegar
og hafa engin áhrif á starfsem-
ina.
Álverið á dagskrá
Þórður Frið-
jónsson, ráðu-
neytisstjóri
iðnaðarráðu-
neytisins, segir
við RÚV að
áform Norsk
Hydro um að
byggja álver á
Austfjörðum séu enn óbreytt
þrátt fyrir erfiða fjárhagslega
stöðu stórfyrirtækisins.
-SÁ