Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1999, Blaðsíða 11
JÖ V ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1999
enmng
n
Umsjón
Silja Aðalsteinsdóttir
Önnur hlutverkaskipan
Kóríólanus
Annað kvöld kl. 20 verður leikrit Williams
Shakespeare Kóríólanus lesið á Litla sviði Borg-
arleikhússins í þýðingu Helga Hálfdanarsonar.
Verkið er talið vera síöasti
harmleikurinn sem hann skrif-
aði og hefur ekki verið mikið
leikið; þó hefur áhugi á því auk-
ist á okkar tímum og nýlega
var sett upp í London rómuð
sýning á því.
Sagan gengur út á her-
mennsku, landvinninga og fóð-
urlandssvik. Frægur rómversk-
ur hershöfðingi snýr heim eftir
mikla stríðssigra og er lyft til
æðstu metorða. En hann nennir ekki að smjaðra
fyrir almúganum og verður að lokum svo óvin-
sæll að hann er flæmdur úr landi. Þá fer hann
til óvinar síns sem hann áður hafði herjað á og
stýrir her hans gegn Róm. Hann vill vera sínu
nýja ríki trúr - en hver getur treyst manni með
þessa fortið?
Animónur til Ragnheiðar
9. hefti af Smáprenti Örlagsins er komið út og
geymir að þessu sinni ástaróða Jóhanns Hjálm-
arssonar skálds til Ragnheiðar konu sinnar.
Ljóðin hafa áður birst í ýmsum ljóðabókum
skáldsins en er hér safnað saman í
lítið handhægt kver.
Fyrsta ljóðið í kverinu heitir
„Reykjavíkurlíf*:
Yfir Landakotstúniö
gengur þú lítil telpa
stjörnur fylgja þér heim
Þœr voru fulltrúar mlnir
uns ég kom sjálfur og sprengdi
himin þinn
Jóhann hefúr áður komið út í Smáprenti Ör-
lagsins. í fyrsta heftinu fyrir níu árum var
frumbirtur ljóðabálkurinn Blá mjólk eftir hann
og ári síðar ljóðabálkurinn Skuggi.
Þróun þriggja málbreytinga
Málvísindastofnun Háskóla íslands hefur gef-
ið út 10. bindi í ritröðinni Málfræðirannsóknir,
Setningafræðilegar breytingar á 19. öld. Þróun
þriggja málbreytinga eftir Þorbjörgu Hróars-
dóttur. Þar er fjallað um setningafræðilega þró-
un í íslensku í lok 18. og upphafi 19. aldar en
umfjöllunin takmörkuð að mestu viö þrjár mál-
breytingar, hvarf OV-raða í sagnlið, hvarf eldri
núllliða og tilkomu það-innskots.
Á annarri sýningu íslenska
dcmsflokksins á þremur dans-
verkum Rui Horta og Hlífar
Svavarsdóttur í Borgarleik-
húsinu var önnur hlutverka-
skipan en á frumsýningu.
Þegar skipt er um dansara í
hlutverkum á þennan hátt
býður það upp á samanburð
sem ef til völ er ekki sann-
gjam, því það er alltaf ákveð-
in spenna og eftirvænting í
salnum og á sviðinu á frum-
sýningu en önnur sýning líð-
ur oft fyrir spennufallið eftir
frumsýningu.
Verkin þrjú eru mjög ólík
þannig að allir áhorfendur fá
eitthvað við sitt hæfi. Sjálf er
ég hrifnust af fyrsta verkinu,
Flat Space Moving eftir
Horta, þar sem vandamál nú-
tímans, samskiptaleysi og Júlía Gold ræður yfir klassískri mýkt og ögun.
sinnuleysi um náungann eru
tekin fyrir. Verkið krefst
mikillar tækni dansaranna og fjölbreytni í
dansstíl. Júlía Gold fór með hlutverkið sem
Katrín Á. Johnson dansaði á frumsýningu.
Júlía er mikill dansari og gerði hlutverkinu
góð skil. Hún hefur yfir að ráða klassískri
mýkt og ögun sem nýttist henni vel í þess-
ari sýningu. Þær Katrín dansa hlutverkið
með ólíkum hætti en gera það báðar vel.
Cameron Corbett fór með hlutverk utan-
garðsmannsins sem Chad Adam Bantner
dansaði á frumsýningu. Cameron er sterkur
og góður dansari sem hefur óvenjulega
mýkt og háa rist. Dans hans var mjög góður
en talsverður munur var á útfærslu þeirra
Chads því Chad afklæddist í einu atriði
verksins sem Cameron gerði ekki. Nekt
manneskju er ekki ljót í sjálfri sér þótt að-
Dans
Lilja Hallgrímsdóttir
stæður, orð, hugsun eða látbragð geti gert
hana grófa. Þjóni það listrænum tilgangi er
ekkert athugavert við það að listamenn af-
klæðist, og eins og Chad Adam túlkaði þetta
atriði var það fullkomlega merkingarbært.
Hann leikur einfaldan sakleysingja sem er
að reyna að ná athygli náungans, hefur
reynt ýmsar leiðir til þess, talað og talað,
reynt að vera eins og hinir og fleira og fleira
en ekkert gengur. Þá tekur hann það til
Hvatasirkus
íslensk tónskáld á alþjóðlegri
tónlistarhátíð
bragðs að bera sig til að fá við-
brögð. Cameron túlkaði þetta
atriði með því að gefa í skyn
og beita látbragði fatafellu án
þess að afklæðast, og af ein-
hverjum orsökum þótti mér
atriðið verða grófara hjá hon-
um en á frumsýningunni.
Hlutverk utangarðsmanns-
ins málglaða í Diving eftir
Horta sem Guðmundur Helga-
son fór svo eftirminnilega með
á frumsýningu kom í hlut
Chad Adams á annarri sýn-
ingu. Verkið er skemmtilegt
og hressilegt en balarnir og
vatnið sem eru hluti af sviðs-
myndinni há dönsurunum
tcdsvert. Textinn sem utan-
garðsmaðurinn fer með er inn-
antómt bull og breytti það því
litlu þó að Chad færi með
hann á ensku. Chad hefur líka
lært leiklist og fór á kostum í
hlutverkinu ekki síður en
Guðmundur. Þeir fóru með hlutverkiö hvor
á sinn hátt en báðir vel.
Einnig var skipt um í minni hlut-
verkum milli sýninga. Þótt jákvætt sé
að hafa breiðan hóp dansara í ís-
lenska dansflokknum, fólk á ólíkum
aldri með ólíkan bakgrunn í dans-
menntun og öðru, þá er ekki þörf á að
allir dansi í hverri uppsetningu ef
hlutverkin hæfa þeim ekki.
Önnur sýning íslenska dansflokksins
á Stóra sviði Borgarleikhússins 11.2.
1999: Flat Space Moving og Diving eftir
Rui Horta og Brot-Kaera Lóló eftir Hlíf
Svavarsdóttur. Listdansstjóri íslenska
dansflokksins: Katrín Hall.
Leikfélag Mennta-
skólans við Hamrahlíð
réð til sín rithöfimdinn
Andra Snæ Magnason á
haustmánuðum og
frumsýndi á laugardag-
inn spunaverkið Nátt-
úruóperuna sem félagar
þess sömdu ásamt hon-
um. Höfundurinn er ný-
lega sloppinn úr
menntaskóla sjálfur, þó
að hann sé þriggja bóka
maður, og verkið bar
þess merki. Þetta er ung
sýning.
Náttúruóperan hefst
á litfríðri náttúrumynd
með syngjandi stjömum
og jöklasóleyjum. Dýpt
og kraft fær hún þegar
sjálfur Dettifoss birtist á
sviðinu, túlkaður á ein-
staklega skemmtilegan
hátt af manneskjum
sem láta sig falla fram
af bjarghrún í iðuköstin
fyrir neðan og byltast
svo fram eins og þungur
árstraumur. En allt í
einu stöðvast fossinn.
Landsvirkjun hefúr lok-
að leið hans!
Aha, hugsar áhorf-
andi, ádeiluverk á eyði-
leggingu hálendisins.
En þá stöðvast þessi
náttúruópera og önnur
tekur við. Því hvaða
náttúra kemur okkur
mest við? Okkar eigin,
að sjálfsögðu, og lungi.
verksins er rannsókn á
sálar- og hvatalífi
menntaskólanemans
Baldurs. Við erum orðin
vön því að klofnir per-
sónuleikar séu sýndir á
sviði með tveimur leik-
urrnn. Þessa venju fara MH-ingar með langt
út í öfgar því alls telst mér til að kenndir
Baldurs og hugsanir séu túlkaðar af sextán
manns! Aumingja Baldur er algerlega á
valdi þessara freku aðila, lífshvatai', árásar-
hvatar, kynhvatar og svo framvegis, og há-
marki nær verkið þegar innri sálfræðingur
Baldurs stjómar sálgreiningu á honum.
Hvatirnar sækja að Baldri.
Verkið er samsafn af því sem þessi stóri
hópur hefur verið að tileinka sér undanfar-
in ár og vísunum í allar áttir - bókmenntir,
bíó, poppheiminn, heimspeki, náttúrufræði
o.s.frv. Inn á milli em gullfalleg ljóðræn at-
riði sem bera svip af skáldinu Andra Snæ;
til dæmis er ekki hægt annað en nefna sér-
staklega einræðu Ingibjargar, unnustu
Baldurs, um sólsetrið í
Snæfellsjökli sem bæði var
yndislegur texti og frábær-
lega fluttur af Magneu
Björku Valdimarsdóttur.
Ef sagt væri að þessi
sýning iðaði af lífi væri
það háskalegur úrdráttur.
í henni leysist úr læðingi
einhver frumorka sem er
alveg dásamlegt að upplifa.
Leiklist
Silja Aðalsteinsdóttir
Þó að óreiðan virðist rikja
í mannmergðinni kom í
ljós til dæmis þegar allur
skarinn fór með texta sam-
an að hópurinn var þraut-
þjálfaður, og á Harpa Arn-
ardóttir leikstjóri hrós
skilið ekki síst fyrir góðan
aga á framburði - sem
helst brást þó þar sem síst
skyldi eða hjá aðalleikar-
anum Jóni Gunnari Þórð-
arsyni sem annars var
ágæt týpa í hlutverk Bald-
urs og skemmtilega hall-
ærislegur á MH vísu.
Margir fleiri gerðu vel,
m.a. Salka Guðmundsdótt-
ir sem sveif um á rúllu-
skautum og talaði tungum
í hlutverki leiðsögumanns
um hugarheim Baldurs,
Vala Ómarsdóttir Hjarta-
vörður, Aðalbjörg Þóra
Ámadóttir heiladraugur
og Eyvindur Karlsson kyn-
hvöt. Afrek kvöldsins átti
þó Jón Gunnar Ólafsson
sem lék innri sálfræðing-
DV-mynd Teitur jnn af feikimikilli leikni.
Leikfélag MH sýnir í Hátíðarsal:
Náttúruóperan
eftir Andra Snæ Magnason (í samvinnu við
leikhópinn)
Danshöfundur: Ólöf Ingólfsdóttir
Ljósahönnuður: Egill Ingibergsson
Tónlist: Gunnar Örn Tynes og Örvar Þór-
eyjarson Smárason
Leikstjóri: Harpa Arnardóttir
Tónlistarhátíðin ISCM verður haldin í Rúm-
eníu í október nú í ár. Þetta er stærsta tónlist-
arhátíð fyrir nútímatónlist sem haldin er í
heiminum, og að þessu sinni hafa tvö
íslensk verk verið valin til flutnings á
hátíðinni, eftir tónskáldin Karólinu
Eriksdóttur og Kjartan Ólafsson. Eftir
Karólinu verður flutt einleiksverkið
„Skýin“ fyrir einleiksselló og eftir
Kjartan verður flutt kammerverkið
„Nónetta“.
Verk Karólínu var skrifað fyrir
Gunnar Kvaran sem frumflutti það á
Sumartónleikum í Skálholti 1997. Síð-
an hefur Gunnar flutt verkið víða,
meðal annars í tónleikaferð sinni um Dan-
mörku og Þýskaland í fyrra. Gunnar hljóðritaði
verkið fyrir Ríkisútvarpið og er það væntanlegt
á geisladiski með verkum eftir Karólínu innan
skamms.
„Nónetta" eftir Kjartan Ólafsson var samið
árið 1996 og frumflutt sama ár af
kammerhópnum Camerarctica á
Norrænum músíkdögum í
Reykjavík. Verkið var gefið út á
geisladiskinum Músík með CAL-
MUS 1998. Tónlistarhátíðin
ISCM (International Society for
Contemporary Music) var stofn-
uð árið 1923. Þar eru flutt verk af
flestum gerðum og stærðum víðs
vegar að úr heiminum. Að þessu
sinni eru tónskáld af yngri kyn-
slóðinni meira áberandi á hátíðinni en vana-
lega. í gegnum tíðina hafa mörg fremstu tón-
skáld íslands átt verk á hátíðinni, meðal þeirra
Atli Heimir Sveinsson, ÞorkeU Sigurbjömsson,
ÁskeU Másson, Hjálmar H. Ragnarsson og Þor-
steinn Hauksson. Hátíðin var haldin á íslandi
árið 1973 undir stjóm tónskáldanna og fomfé-
laganna Atla Heimis Sveinssonar og Þorkels
Sigurbjörnssonar.