Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1999, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1999 Fréttir Gallerí Borg: Meistarar brunnu fýrir tugi milljóna hluti af menningarsögunni eldi aö bráö Pétur Þór og eiginkona hans, Erna Flygenring, á brunastað aðfaranótt laug- ardagsins. A innfelldu myndinni sjást brunnin meistaraverk. DV-mynd S „Helsta áhyggjuefni mitt þegar ég stóð þama og horfði inn í logana var hvort tryggingin væri í lagi,“ sagði Pétur Þór Gunnarsson hjá Gallerí Borg, en fyrirtæki hans brann aðfaranótt laugardagsins. „Daginn eftir fékk ég það staðfest hjá tryggingarmönnum að trygging- arnar væra í lagi.“ í eldsvoðanum í Gallerí Borg brunnu verk flestra helstu listmál- ara þjóðarinnar upp til ösku. Má þar nefna uppstillingu eftir Jón Stefánsson, sem metin var á eina milljón króna, og módelmynd eftir Gunnlaug Blöndal, gerða í París 1934, metna á 800 þúsund toónur. Eru þá ótaldar myndir eftir Ásgrím Jónsson, Þórarin B. Þorláksson, Jón Engilberts og Jóhannes S. Kjarval. Flestar myndanna vora í einkaeigu og í umboðssölu hjá Pétri Þór Gunn- arssyni í Gallerí Borg. „Þetta er skelfilegt og miklu verra en ég hafði ímyndað mér í upþhafi. Þarna voru um 300 málverk og þó 50-60 málverkum hafi verið bjargað úr logunum má segja að öll mál- verkin séu meira eða minna ónýt. Ég hafði ráðgert að vera með upp- boð eftir viku og hafði því sankað að mér myndum víða að og þær voru í kös á einum stað þar sem eld- urinn virðist hafa verið mestur,“ sagði Pétur Þór. Pétur yfirgaf Gallerí Borg um klukkan 19 á fóstudagskvöldið og fór heim. Skömmu fyrir klukkan tvö aðfaranótt laugardagsins var hringt í hann og honum tilkynnt um eldinn: „Ég hélt fyrst að þetta væri eitt af þessum ógeðfelldu símtölum sem ég hef fengið að undanfórnu og trúði ekki mínum eigin eyrum. En miðað við það sem samkeppnisaðilar mín- ir hafa látið frá sér fara á prenti að undanfomu geri ég ráð fyrir að það hlakki í sumum þeirra núna,“ sagði Pétur Þór. Tryggvi Páll Friðriksson, eigandi Gallerí Foldar og helsti samkeppnis- aðili Gallerí Borgar, sagðist í gær samhryggjast Pétri Þór: „Þetta er feikilega leitt og mér þykir sorglegt að þetta hafi gerst,“ sagði Tryggvi Páll. Gallerí Borg var í leiguhúsnæði í Síðumúla 23 en húsnæðið er í eigu Þyrpingar, fyrirtækis þeirra Hag- kaupsbræðra og fleiri. -EIR Talsvert strífl á sér stað Innan lyfjageirans. Til dæmis varð málatilbúnaður vegna skiltis Borgarapóteks, sem á var skrifað LYFJAbúð. Nú hefur skiltinu verið breytt - allt skrifað með hástöfum - en letrið nokkuð líkt því sem keppi- nauturinn notar. " DV-mynd Teitur Lyfla kaupir apótek í Grindavík: Útiloka ekki frekari sókn út á land Lyfla keypti Grindavíkurapótek um síðustu helgi og tekur við rekstrinum 1. maí næstkomandi. Ingi Guðjónsson í Lyfju sagði í sam- tali við DV að apótekið yrði rekið sem útibú frá Lyfju, Setbergi. Lytja hefur dreift verslunum allvíða, og Ingi segir að fyrirtækið útiloki ekki frekari sókn úti á land. Fyrirtækið er með verslanir í Lágmúla, Hamraborg i Kópavogi, Setbergi í Hafnarfirði, auk þess sem það á helmingshlut í apótekinu á Selfossi á móti Helga Sigurðssyni apótekara þar. Aðeins tæp þrjú ár era liðin síðan Lyfja opnaði fyrstu frjálsu lyfjabúðina samkvæmt nýj- um lögum. Ingi segir að Lyfja selji vöra fyrir um einn milljarð á þessu ári en Bónus-apótekin selja fyrir um 1,5 milljarö í ár. Heildarsala lyfja er tal- in verða um 8 milljarðar. “Við stefnum að því aö opna 3-5 verslanir til viöbótar. Enn fremur stefnum við að samstarfi við önnur apótek til að efla innkaupakraftinn og styrkja okkar stöðu í þeim efh- um,“ sagði Ingi Guðjónsson. -JBP Snjór og ís á gangstéttum: Húseigendur eiga aö moka - geta orðið bótaskyldir ef slys verða Húseigendum ber að ryðja snjó og hálku af gangstétt- um fyrir framan hús sín. Hægt er að krefja þá bóta ef slys verða sem hægt er að rekja til þess að húseigend- ur hafi vanrækt þessar skyldur. DV-mynd Teitur Húseigendur bera ábyrgð á því að ryðja snjó og eyða hálku á gangstéttum framan við hús sín og geta verið bóta- skyldir ef fólk slasast og slysið verður beinlínis rakið tO vanrækslu húseigenda í þessu efni. í lögreglusam- þykkt Reykjavík- ur og flestra þétt- býlisstaða segir að húseigendur eigi að ryðja gang- stéttir framan við hús sín. Þá segir að að þeir skuli ryðja snjó og hálku af tröppum og gangstígum inni á lóðum sín- um og brjóta nið- ur t.d. grýlukerti af þakskeggjum. Geri þeir það ekki geti þeir verið bótaskyldir ef slys verður. „Það hafa gengið dómar í málum þar sem fólk hefur dottið á gangstíg- um og tröppum og grýlukerti hafa fallið á fólk og bíla og skemmt þá. Það hvílir sú skylda á húseigendum að hafa eignir sínar í því horfi að ekki stafi hætta af,“ sagði Sigurður Helgi Guðjónsson, hæstaréttarlög- maður og formaður Húseigendafé- lagsins, í samtali við DV. -SÁ kynningarafsláttur aðeins 485 kr. eintakið á næsta blaðsölustað Formannsslagur í SUS Hin vaska kona Ásdis Halla Braga- dóttir, formaöur Sambands ungra sjálf- stæðismanna og fyrrum aðstoðarmaður heimasíðuritstjórans og menntamálaráð- herrans, Bjöms Bjarna- sonar, hefúr ákveðið að láta af störfum að loknu þessu tímabili. Ásdís var ein í kjöri þegar hún var kosin formað- ur, en nú er allt útlit fyrir að fleiri sækist eftir embættinu. Reyndar vilja mai-gir ungir sjálfstæðismenn gera allt sem í þeirra valdi stendur til að forða sambandinu frá því að upplifa jafn hatrömm átök eins og þegar Guðlaugur Þór Þórðarson var kjörinn formaður sambandsins í harðri baráttu við ein- hvem Heimdellinginn. Þeir sem eru einna helst taldir liklegir til að sækjast eftir embættinu í dag eru Jónas Þór Guðmundsson, lögfræðingur i dóms- málaráðuneytinu, Sigurjón Pálsson verkfræðingur og Birgir Ármannsson, lögfræðingur Verslunarráðs... Á varðbergi Menn velta þvi nú fyrir sér hvort nú þegar sjáist stefnubreyting á fréttastofu Sjónvarpsins með endurkomu Boga Ágústssonar fréttastjóra. Það er heldur ólíklegt að Bogi vilji fá yfir sig gusur frá Dav- íð Oddssyni forsætis- ráðherra - eins og Helgi H. Jónsson fékk í kjölfar borgar- stjómarkosning- anna. Á sunnudags- kvöld var skýrt dæmi í fréttum sjónvarps. Mjög snemma í frétta- tímanum var „ekki“ frétt um að Sturla Böðvarsson ætlaði ekki að gefa kost á sér í varaformennsku í Sjálfstæðisflokkn- um. Síðan var fiallað um það að þaö yrði ekki prófkjör og engin breyting á röð efstu manna á D-listanum á Vesturlandi. Svo komu fréttir af norskri salmonellu. Það var ekki fyrr en eftir þessi skúbb að fréttir komu af prófkjörum á Norður- landi, þar sem m.a. sitjandi þingmaður féll. Þetta hefðu einhvem tima þótt tíð- indi. Það er greinilegt að Bogi ætlar ekki að láta nappa sig.... Létt og leikandi Sá illvígi Gettu betur dómari, Illugi Jökulsson, skipti heldur betur um gir á föstudagskvöldið þegar Menntaskólinn í Hamrahlíð og Menntaskólinn í Kópavogi mættust í sjónvarpssal. Þungar spumingar og tyrfnar, sem einkenndu keppni Verzló og MR, voru á bak og burt og kunnuglegra form kom- ið á keppnina. Svo sem Sandkom vöktu athygli á í síðustu viku var fyrsta sjónvarpskeppnin bæði dauf og þung- lamaleg. Nú var allt annað yfirbragð og stjómandinn og sjónvarpsfréttamaðurinn eldfimi, Logi Bergmann Eiðsson, hafði hrist af sér drungann. Stuöningsmenn Kópavogsliðsins fóra á kostum þó lið þeirra yrði að lúta í gras undir meti MH. í heildina séð var það mál manna að þátt- urinn hefði verið léttur og leikandi f stað drungans áður og Kópavogsbúar ættu skilin verðlaun sem skemmtilegasti stuðningsmannaherinn, þrátt fyrir inn- byröis ýfmgar keppenda.... Útflutningsleiðin Eitt helsta vandamál stjórnmálaleiö- toga hefur ávallt falist í öðrum stjóm- málaleiðtogum. Ólafur Ragnar Gríms- son „böggaði" Davlð Oddsson og Dav- íð böggaði hann. Hall- dór Ásgrimsson hefur ekki farið varhluta af þessu böggi en hefur fundið frábæra leið, sem hægt er að kenna við útflutningsleiðina, sem alþýðubandalags- menn kynntu fyrir nokkrum ámm. í stað .þess að vera að rífast við þá hefur hann einfaldlega skellt export- stimplinum á afturendann á þeim og sent þá úr landi og gert þá máttlausa i diplómatísku umhverfi. Þannig hafa tveir þungavigtarmenn, Jón Baldvin Hannibalsson og Svavar Gestsson, horfið vestur um haf undir merkjum sliks útflutnings... Umsjón Reynir Traustason Netfang: sandkorn @£f. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.