Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1999, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1999
13
DV
Fréttir
Kristinn Arnarson frá Útgáfufélaginu Heimsljósi, Sigurður Hreiðar ritstjóri og Anita Oddsdóttir frá Blaðadreifingu
skoða fyrsta tölublað Úrvals eftir nýjustu breytingu.
Úrval með nýjan svip
Úrval sem komið hefur út nær
samfellt í 57 ár hefur nú fengið nýtt
og léttara yfirbragð og munu lesend-
ur sjá enn frekari breytingar á
næstu tölublöðum. Frá upphafi hef-
ur Úrval fært lesendum sínum vald-
ar greinar um margvísleg efni, flétt-
að sögum og viðtölum í takt við tím-
ann hverju sinni og mun sú rit-
stjómarstefna ekki breytast. Úrval
leitar víða fanga í efnisöflun bæði
innan lands og utan en burðarásinn
er samningar við bandarísku tíma-
ritin Reader’s Digest og Discover.
Eitt af elstu tímaritum
landsins
Úrval hefur nú komið út frá ár-
inu 1942 og er þar með eitt af elstu
tímaritum landsins. Upprunalega
hét það „Úrval timaritsgreina í sam-
þjöppuðu formi“ en nafnið styttist
fljótlega í Úrval. Nú um áramótin
fluttist útgáfan á Úrvali á hendur
Útgáfufélaginu Heimsljósi sem auk
þess rekur m.a. Bókaklúbb atvinnu-
lífsins. Ritstjóri Úrvals verður sem
fyrr Sigurður Hreiðar, sem ritstýrt
hefur blaðinu frá ársbyrjun 1997, en
hann var áður ritstjóri Úrvals frá
1974 til 1991.
Fjölbreytt efni
í fyrsta tölublaði ársins er marg-
víslegt efni að vanda, m.a. viðtal við
Ágústu Johnson líkamsræktarfröm-
uð og heilræði úr nægtabrunni
hennar. Þá er frumsamin þjóðfélags-
ádeilusaga eftir Reyni Traustason
og hrollvekja eftir breska höfundinn
Ellis Peters, sem margir þekkja sem
höfund sagnanna af bróður Cadfael.
Einnig má nefna viðtal við Benedikt
ívarsson sem margir þekkja sem
Bent á Álafossi. Auk þess er í blað-
inu flöldi annarra greina, krossgáta,
spakmæli og skopsögur. Eitthvað
fyrir alla!
25% kynningarafsláttur
og penni að gjöf
Úrval kemur nú út sex sinnum á
ári, 160 síður hverju sinni. Hvert
eintak kostar 645 krónur í lausasölu
en í tilefni af útlitsbreytingunum
sem gerðar hafa verið á blaðinu er
fyrsta tölublað boðið með 25% kynn-
ingarafslætti í lausasölu eða á að-
eins 485 krónur. í áskrift kostar
blaðið 545 krónur og þeir sem gerast
áskrifendur á næstu vikum fá að
gjöf vandaðan penna með fyrsta
blaði.
Skagafjörður:
Samstarf í vöruflutningum
DV, Skagafíiði:
Flutningafyrirtækið Vörumiðlun
ehf. á Sauðárkróki hefur keypt helm-
ingshlut í Siglutjarðarleið ehf. á
Siglufirði. Bæði fyrirtækin hafa
stundað vöruflutninga á undanfóm-
um árum og verður svo áfram en náið
samstarf tekið upp.
í samtali við Magnús Svavarsson,
framkvæmdastjóra Vörumiðlimarinn-
ar, kom fram að með samstarfi leitist
fyrirtækin við að bæta flutningaþjón-
ustu við viðskiptavini sína í Skaga-
firði og Siglufirði. Hafa þegar verið
teknar upp daglegar ferðir flutninga-
bifreiða frá Reykjavík og Akureyri til
Sauðárkróks og Siglufjarðar.
Stjómendur félaganna vænta
góðs samstarfs við viðskiptavini
sína og starfsfólk í sambandi við
breytingamar og segjast sannfærðir
um að það muni strax leiða til betra
og traustara flutningskerfis í sveit-
arfélögimum fyrir fyrirtæki og ein-
staklinga á öllu þjónustusvæðinu.
-ÖÞ
ifXif, hátt og lá,gt drif
Starex hefur alla
eiginleika jeppa og
rúmleoa það
mlegaþaó
StaÓalbúmn 7 manna
Hyundai Starex
a.it 1. beiuinvél g l.^lfS.OOO
2,5 l. díiilvél Q
mei forþjöppu a 2.1+^0.000
HYunoni
Ármúla 13 Sínii 575 1100 Söludeitd 575 1110 www.bl.is
/-------------------------------------\
Aðalfundur
HF. EIMSKIPAFÉLAGS ÍSLANDS
verður haldinn í Súlnasal Radisson SAS Saga Hotel
fimmtudaginn 11. mars 1999 og hefst kl. 14.00.
---- D A G S K R Á ---------
1. Aðalfundarstörf samkvæmt 14. gr.
samþykkta félagsins.
2. Önnur mál. löglega upp borin.
Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram
á aðalfundi. skulu vera komnar skriflega
I í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö
| dögum fyrir aðalfund.
Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir
hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á
skrifstofu félagsins í Pósthússtræti í Reykjavík frá
3. mars til hádegis 11. mars.
Reykjavík. 21. janúar 1999
STJÓRN HF. EIMSKIPAFÉLAGS ÍSLANDS
EIMSKIP
V_____________________________________/
Kostaði áður kr.
•,.7-96 pr.
kg. Kostar nú kr. 676,- pr. kg.