Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1999, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1999 Spurningin Ætlar þú til útlanda í sumar? (Spurt á Suöurnesjum) Guðjón Guðmundsson fram- kvæmdastjóri: Ekki í sumar, kannski í haust. Ég er ekki búinn að ákveða hvert. Kristberg Kristbergsson verk- stjóri: Við erum að hugleiða það, fjölskyldan, sennilega verður það flug og bíll um Evrópu. Sigurlaug Pétursdóttir, starfs- maður Flugleiða: Já, ég fer örugg- lega eitthvað. Sennilega til Portúgal en þangaö hef ég farið fjórum sinn- um áður. Það er stórkostlegt land, bæði loftslagið og fólkið. Inga Teitsdóttir og Teitur: Ég er ekki búin að ákveða það. Hef jafn- vel áhuga á að fara til Spánar. Þórður Andrésson vélstjóri: Ég fer til Kanaríeyja núna í apríl. Ég hef farið þangað áður og loftslagið þar er mjög gott. Ásta Pálsdóttir myndlistarmað- ur: Ég er að fara til Kanaríeyja núna í næstu viku. Það er í 9. sinn sem ég fer þangað. Það er gott að fara utan á þessum tíma árs og njóta síöan íslenska sumarsins. Lesendur Ferðaskrifstofur og þeirra verð - engin samkeppni, ekkert eftirlit „Utanlandsferðir fyrir íslendinga eru einhverjar þær dýrast seldu sem um getur,“ segir bréfritari. Guðjón Guðmundsson skrifar: Ég las nýlega hugleiðingar skrif- ara í blaöi hér að hann undraðist alltaf hve íslendingar væru duglegir við að standa í biðröð ef einhver ferðaskrifstofa auglýsti ódýrar utan- landsferðir. En þarf einhver að furða sig á því? Utanlandsferðir fyr- ir íslendinga eru einhverjar þær dýrast seldu sem um getur. Og ekki nóg með það heldur virðist sem ís- lenskar ferðaskrifstofur séu i ein- hvers konar samráði um verð, því það er nánast alveg eins frá einni skrifstofunni til annarrar. - Og svo mikið er víst að næstliðna helgi komu allar ferðaskrifstofurnar með sumarbæklinga sína þá helgina og kynntu sumarverðið í leiðinni. Segja má um ferðaskrifstofur hér á landi að þær hafi enga samkeppni, þær bjóða það sama og nánast sama verð og jafnvel sömu hótel. Það er því jafnt á komið með ferðaskrifstof- unum og á sér stað í utanlandsflug- inu; eins konar einokun á báða bóga. Nýlega kom fram á Alþingi eftir fyrirspum eins þingmannsins að í raun er ekkert eftirlit með auglýs- ingum íslenskra ferðaskrifstofa eða þeim aðbúnaði sem þær bjóða við- skiptavinum og því hvort þeir fái þá þjónustu sem þeim er lofað. Svar ráðherra var það að viðskiptavinir gætu snúið sér til einhverrar „kærunefndar". En hver gerir það? Nú streyma bæklingar til lands- manna með verði og upplýsingum um ferðir í sumar. Sífellt er notað dæmið um „hjónin með börnin tvö“. Vilji hins vegar hjón fara ein án barna snarhækkar verðið fyrir manninn. Dæmi tekið af handahófi: Hjón með tvö böm greiða kr. 60.500 á mann en sé um hjón að ræða greiða þau kr. 72.500 - og mismun- urinn getur verið enn meiri. Þetta er ekki rökrétt markaðssetning fremur en annað. - Eins og t.d. ger- ist um stórborgarfargjöldin. Þar eru boðin fargjöld til London á kr. 19.800 (að viðbættum kr. 2.800 skatti). - Já, við sitjum sannarlega í súpunni íslendingar þegar kemur að verðlagningu og samkeppni í ut- anlandsferðum. EES-reglur til margs brúklegur Ámi Guðmundsson skrifar: Maður gæti stundum haldið að ís- lenskir stjómmálamenn af öllum sortum væru ekki með fulla hugsun eða alla vega vanheila, þegar kemur að því að túlka reglur EES-samn- ingsins. Þannig eru mörg dæmi um að íslenskir ráðamenn noti EES- reglur ýmist til þess að verja tröppugang og mistúlkun sem hér viðgengst og er í blóra við þennan annars ágæta samning, og svo líka á hinn veginn; til þess að styðja sig við þegar mikið liggur við. Nýjasta dæmið er auðvitað um skattaafslátt vegna innlendra hluta- bréf sem Eftirlitsstofnun EFTA hef- ur nú bent á að samræmist ekki þeim lögum sem gilda í EES-löndun- um. Allir aðilar í öllum löndunum verði að sitja við sama borð í þess- um efnum. - En þá kemur fjármála- ráðherra til skjalanna og segir að skattamál heyri ekki undir EES- samninginn. Auk þess sé þetta smá- smuguleg afskiptasemi. Er þetta nú ekki svipað því að segja að þjófur sé ekki þjófur nema hann steli umtalsverðri upphæð? Eða erum við íslendingar bara svona feiknalega miklir eiginhags- munaseggir og sjálfumglaðir sveita- menn? Skipulagsmál Reykjavíkur - í orði og á borði Eiríkur Eiríksson skrifar: Það stefnir allt í að skipulagsmál í Reykjavík verði heitt kosningamál í næstu borgarstjórnarkosningum. Um þau mál er tekist á í pólitík höf- uðborgarinnar af meiri hörku en nokkuð annað. Spumingu er ósvar- að hvort byggja eigi íbúðahverfi í Vatnsmýrinni, og hvar eigi þá að byggja flugvöll. Og ef ekki í Vatns- mýrinni hvar þá, ef byggja þurfi flugvöll á annað borð. Um þessi mál hafa aðallega borgarfulltrúarnir Guðrún Ágústsdóttir, R-lista, og Ey- þór Amalds, úr Sjálfstæðisflokkn- um, tekist á. Guðrún sagði i viðtali við DV ekki fyrir löngu að henni lit- ist vel á þær tillögur að byggja í Vatnsmýrinni og að færa flugvöll- inn. En hvað geröi hún á fundi skipulagsnefndar stuttu síðar? Jú, njl<jpp[p)/g\ þjónusta allan „Við Vatnsmýrina eru falleg útivistarsvæði og þar gæti rúmast 20 þúsund manna byggð," segir m.a. í bréfinu. hún samþykkti aðalskipulag borgar- innar til ársins 2016 þar sem flug- völlurinn var festur í sessi. - Það er því ekki sama hvort það er í orði eða á borði. Það eina rétta í þessu máli er það sem Eyþór Arnalds hefur bent á. Við eigum ekki að bera okkur sam- an viö Kópavog eða Hafnarfjörð. Reykvíkingar eiga að bera sig saman við sambærilegar borgir í Evrópu; Kaupmanna- höfn, London o.s.frv. Og eina leiðin - eins og Eyþór bendir á, til þess að gera borgina að alvömborg - er að byggja í Vatnsmýr- inni og færa flugvöfl- inn í uppfyllingu á Skerjafirðinum. Eða þá að færa flugið ein- faldlega aUt til Kefla- víkur. Við Vatnsmýr- ina em faUeg útivist- arsvæði og þar gæti rúmast 20 þúsund manna byggð. íslensk- ir aðalverktakar hafa boðist tU að byggja þar og reisa i staðinn nýjan flugvöU. Þetta er tilboð sem borgin á ekki að hafna. Eða svo vill a.m.k. Eyþór ekki að verði gert. En Guðrún lýsir einu yfir í fjölmiðlum en framkvæmir svo annað í skipu- lagsnefndinni, svona rétt áður en hún stingur af til Kanada. - Menn vita hvaða fuUtrúa þeir kjósa í næstu kosningum. DV Heimiliskisa, ekki meindýr Kristinn Sigurðsson skrifar: Mann hryUir við því að i þessu þjóðfélagi okkar skuli vera tU þeir menn sem úrskurða að heimilis- kettir séu meindýr, likt og rottur. HvUik svívirða og viðbjóður. Ég get ekki samþykkt að heimUiskisa mín sé meindýr sem óvandaðir menn veiði í búr og sendi í Katt- holt. Og að ætla að setja upp ákveðinn útivistartíma fyrir kis- urnar? Hreint rugi. Því ekki fyrir fugla líka? Ég skora á kattavini og dýravini almennt en ekki síst Kattavinafélagið að snúa vörn i sókn, og það tafarlaust. Samfylkingin - talsmaður eða leiðtogi? Þorsteinn Gíslason hringdi: Mér finnst Sighvatur Björgvins- son krataformaður nokkuð siyng- ur stjórnmálamaður. Hann munstrar Margréti Frímannsdótt- ur talsmann Samfylkingarinnar næstum upp á sitt eindæmi. - Tak- ið eftir: talsmann Samfylkingar- innar í komandi kosningabaráttu. Þetta er snjöU málamiðlun, vitandi að Jóhanna Sigurðardóttir er sig- urvegarinn í sigurgöngu SamfyU?- ingarinnar. En bíðum við. Sig- hvatur veit að þetta gildir aðeins meðan á komandi kosningabar- áttu stendur. Eftir kosningar mun það svo verða Jóhanna sem gerð verður að leiðtoga Samfylkingar- innar. Verði fylkingin sigursæl mun það fært Jóhönnu tU tekna, og þá verður hún eðlilega leiðtog- inn. Verði hins vegar hrun má skrifa það á talsmann Samfylking- arinnar í kosningunum, Margréti Frímannsdóttur. Þetta nefnist rétt útspil - í pólitík. Grænlenskar kosningafréttir Hulda skrifar: Það er ekki logið á Ríkisútvarp- ið - og raunar ekki á Stöð 2 eða Bylgjuna heldur út af þessum kosningum á Grænlandi. Það stoppuðu ekki fréttir um græn- lensku kosningarnar um helgina síðustu. En hver hefur áhuga á þessu? Ég held mjög fáir. Við hér erum ekki spennt fyrir því hvem- ig þessum Siumut, Atarsut eða Kratasut vegnar, játum það bara hreinskilnislega. Til Grænlands fara afar fáir íslendingar þótt það sé okkar næsti nágranni. Áskorun til kjördæmaráða Samfylkingar Sigurður Einarsson, félagi í Al- þbl. á Akranesi, hringdi: Ég skora á kjördæmaráð Al- þýðubandalagsins á Norðurlandi vestra og eystra að hafna fram- komnum listum Samfylkingarinn- ar í kjördæmunum. Það liggur ljóst fyrir að þau Kristján Möller og Sigbjörn Gunnarsson unnu prófkjörin á löglegan en siðlausan hátt. Það á m.a. að vera hlutverk Samfylkingarinnar að útiloka sið- lausa stjórnmálamenn ekki aö framleiða þá. Kvennalista- konur ekki traustvekjandi Þórólfur hringdi: Við vinnufélagar mínir vorum að ræða síðustu uppákomur í stjórnmálunum og prófkjörum Samfylkingarinnar í borginni og víðar. Okkur fmnst ótrúlegt hversu Kvennalistakonurnar reyn- ast ótrúverðugar í stjómmálunum þegar til kastanna kemur. Og tapsárar með afbrigðum. Einn okk- ar spáði því að það næsta sem ger- ist innan Samfylkingarinnar verði það að Kvennalistakonur krefjist allsheijar uppstokkkunar á listum þai' sem þær skipa sæti. Vilji flytj- ast ofar en ganga út ella. - Já, hví- lik uppákoma í stjómmálum!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.