Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1999, Blaðsíða 22
30 MÁNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1999 Nagdýradans Einhver hefur fundið sig knúinn til að setja upp tugi mynda af dansandi nagdýrum á heimasíðu sinni. Hægt er að skoða þetta nánar á slóðinni http://www.hamp- sterdance.com/ Metal Gear Solid Nú fer að styttast í að PlayStation-leiknum sem allir tala um fari að skola hér upp á íslandsstrendur. Hann heitir Metal Gear Solid og á aö vera besti leikur sem gerður hefur verið fyrir PlayStation. Heima- síða leiksins er http://www.metalgear.com/ Látnar sjónvarps- stjörnur Á heimasíðunni http://tel- esearch.org/passings/ er fylgst náið með þvi þegar fólk sem tengst hefur sjónvarpsþátt- um á einhvem hátt fellur frá. Það er eins gott að fylgjast vel með því... Veður og vindar „Þetta er á Veðurstofu Nets- ins; veðurspá." Á http://www.weather.com/ er að fmna upplýsingar um veður og veðurspá alls staðar í heim-1 inum. Þetta er ein alvinsælasta heimasíða Netsins, með um 154 milljónir síðna skoðaðar í síð- asta mánuði. Netmyndaválar Það eru netmyndavélar úti um allan heim sem sýna beint frá hinum undarlegustu hlut- um. Lista yfir slíkar myndavél- ar og tengla á þær er að finna á heimasíðunni http://www.allcam.com/ Hróarskelda 1999 Þeir eru sjálfsagt margir sem eru famir að huga að því hvort þeir komist á Hró- arskelduhá- tíðina i sumar. Nú þegar eru hljómsveit- ir famar að skrá sig til leiks og stór nöfn á borð við Metallica og REM hafa boðað komu sína. Nánari upp- lýsingar eru á heimasíðunni http://www.roskilde-festi- val.dk/ Uppboð Uppboðsheimasíðan Ebay er geysilega vinsæl um þessar mundir. Þar er hægt að bjóða í allt milli himins og jarðar og jafnframt hægt að selja hluti sem menn vilja losna við. Slóð- in er http://www.ebay.com/ Intel í vanda: Pentium III mót- mælt harðlega - kemur á markaðinn undir lok vikunnar Næstkomandi fostudag kemur á markaðinn nýjasti örgjörvinn frá Intel, langstærsta framleiðanda ör- gjörva i heiminum í dag. Hann heit- ir þvi fmmlega nafni Pentium III og hefur vakið talsverða athygli og umræðu að undanfomu. Umræðan hefur snúist um tvennt. Annars vegar mjög aukna vinnslugetu örgjörvans á ýmsum sviðum og hins vegar raðnúmera- kerfi sem innbyggt er í örgjörvann. Flestir em svo sem sammála um að hið fyrmefnda sé gott og blessað en raðnúmerakerfið hefur verið gagn- rýnt harðlega. Versta martröð neyt- enda Ýmis samtök sem láta sig upplýs- ingaleynd á Netinu skipta em æf út í raðnúmerakerfi Pentium III. Tæknin felst í því að hver einstak- ur örgjörvi getur sent sérstakt rað- númer til þeirra heimasíða sem óska eftir því. Með því er hægt að staðfesta nákvæmlega hvaða net- notandi heimsækir síðumar hverju sinni. Intel segir þetta vera gert til að fyrirtæki sem stunda viðskipti á Netinu geti komið í veg fyrir svik. Samtökum sem berjast fyrir vemd persónuupplýsinga er hins vegar ekki skemmt. Þau segja að með þessu geti fyrirtæki þefað af áður óþekktri nákvæmni uppi stafræn fótspor netnotenda og séð nákvæm- lega hvað þeir aðhafast á Netinu. Fyrir helgi sendu samtökin Junk- busters og Electronic Privacy In- formation Center skilaboð til upp- lýsingaleyndar- og neytendasam- taka um öll Bandaríkin og hvöttu þau til að reyna að fá Viöskiptaeft- irlitsnefnd Bandaríkjastjórnar til að liðsinna þeim í baráttunni gegn Pentium III. Jafnframt biðja sam- tökin tölvuframleiðendur og tölvu- kaupendur um að sniðganga hinn nýja örgjörva. Formaður Viðskiptaeftirlits- nefndarinnar, Robert Pitofsky, hef- ur áður lýst því yfir að hann telji ekki að nefndin geti gert neitt í þessum máli. Hann fékk sérstakt bréf frá samtökunum þar sem lýst var áhyggjum þeirra um að neyt- endur myndu hreinlega ekki þora að taka þátt í viðskiptum á Netinu framar. „Pentium III tæknin eykur líkumar á að versta martröð net- neytenda verði að veruleika," stóð m.a. í bréfinu. Velaengni P-lll nauð- synleg Margir efast þó um að ákall sam- takanna muni bera mikinn árang- ur. Þar kemur þrennt til. í fyrsta lagi hefur Intel búið til hugbúnað sem gerir notendum kieift að kveikja og slökkva á raönúmera- sendingum örgjörvans að vild. Þessi hugbúnaður var framleiddur um leið og fyrirtækið gerði sér grein fyrir andstöðu upplýsingaleyndar- manna og mun hann fylgja með öll- um tölvum sem innihalda ör- gjörvann. Að auki hvetur Intel tölvuframleiðendur til að hafa slökkt á raðnúmerakerfinu í vél- búnaðinum þegar þeir selja tölvur með Pentium III. Því þarf neytand- inn bæði að kveikja á kerfinu á vél- búnaðinum og einnig með hugbún- aði, svo enginn ætti að þurfa að nota raðnúmerasendingamar án þess að vilja það sjálfur. í öðru lagi er Pentium III gríðar- lega öflugur örgjörvi sem býður upp á ýmsa nýbreytni sem tölvuunnend- ur munu eiga erfitt með að stand- ast. Eitt af því sem mun án efa heilla marga er mikil framfór ör- gjörvans í að vinna með þrívíddar- efni af ýmsu tagi á Netinu. Það ger- ir heimasíðuhöfundum kleift að búa til mun þyngri, flóknari og flottari heimasíður en áður og að sama skapi verður netflakk mun áhuga- verðara fyrir netverja. Pentium III mun að auki geta unnið mun betur með hljóð og myndir, sem eykur t.d. möguleika leikjaframleiðenda á að búa til flottari leiki sem krefjast mun meira af tölvum en áður. í þriðja lagi er ólíklegt að samtök um upplýsingaleynd geti keppt við auglýsingaherferð Intel. í tilefni af útkomu Pentium III leggur fyrir- tækið út í auglýsingaherferð sem mun kosta 300 milljónir bandarikja- dala (um 21 múljarð íslenskra króna). Það er langstærsta auglýs- ingaherferð sem Intel hefur lagt út í i sögu fyrirtækisins. Ástæðan fyrir því að Intel ræðst í svo umsvifamikla kynningu á ör- gjörvanum er sú að fyrirtækið stendur nú í gríöarlega harðri sam- keppni á örgjörvamarkaðinum. Sér- staklega á sú samkeppni sér stað meðal örgjörva í ódýrari kantinum Enn einn sigurinn fyrir Linux: IBM slæst í hópinn Linux-stýrikerfið hefúr verið á geysilega hraðri uppleið að undan- fórnu og vinna stuðningsmenn þess hvern áfangasigurinn á fætur öðrum. Stærsti sigurinn hingað til varð þó sennilega í síðustu viku. Þá tilkynnti IBM að fyrirtækið mundi innan skamms fara að selja hina kröftugu netþjóna fyrirtækis- ins með Linux-stýrikerfinu upp settu. Jaftiframt tilkynnti IBM að fyrirtækið hygðist i framtíðinni einnig bjóða almenningi upp á einkatölvur með Linux. Linux kom fram á sjónarsviðið við upphaf þessa áratugar, en skapari þess var hinn finnski Lin- us Torvalds. Síðan þá hefur gríð- arlegur fjöldi tölvuáhugamanna um allan heim unnið saman að því að þróa stýrikerfið, sem dreift er ókeypis. í dag er áætlað að rúm- lega 10 milljónir manna keyri tölv- ur sínar á Linux. Það er í sjálfu sér ekki stór tala miðað við fjölda þeirra sem nota Windows-stýrikerfið. En vöxtur- inn er hraður hjá Linux og þá sér- staklega hvað varðar netþjóna. Undanfarið hefur netþjónum sem keyra á Linux fjölgað hraðar en þeim sem keyra á Windows-NT netstýrikerfinu. IBM er nýjasta fyrirtækið í hópi tölvufyrirtækja sem hafa lýst yfir stuðningi við Linux að undan- fömu. í þeim hópi eru meðal ann- arra Hewlett-Packard, Silicon Graphics og Dell Computer Corps. Forstjóri Intel, Craig Barrett, kynnti Pentium III örgjörvann fyrir fjölmiðlum á mikilli kynningarhátíð í síðustu viku. Hátíðin var liður í auglýsingaherferð In- tel sem mun kosta um 21 milljarð króna. og hefur Intel nýlega þurft að lækka mjög verð á hinum ódýra Celeron- örgjörvum sínum til að standast samkeppnina. Það þýðir að fyrir- tækið hagnast mjög lítið á þeim markaði og því er Intel mjög í mun að fá neytendur til að kaupa Penti- um III. Hvort það svo tekst á tíminn eftir að leiða í ljós. -KJA Blómabúð á Netinu Nú hefur veriö opnuö á íslandi netverslun meö blóm og kransa og því gefst fólki hvar sem þaö er statt í heiminum kostur á aö senda vinum og ættingjum hér heima blóm. Einnig getur fólk sem er á leiö aö heiman p a n t a ö blómasendingu áöur en haldiö er af staö og mun verslunin svo sjá um aö koma blómunum til skila á réttum tíma. Þaö er fyrirtækiö Blóm og Ávextir í Austurveri sem rekur netverslunina. Slóö blómaverslunarinnar er: http://www.blomabud.is/ Höfundarréttarstuldur Bandarísk samtök eigenda höfundarréttar segja aö ísrael sé landa verst hvaö varöar stuld á tónlist, myndböndum og tölvuhugbúnaöi. Samtökin hafa hvatt Bandaríkjastjórn til aö aöhafast eitthvaö í málinu og setja einhvers konar viöskiptabann á landiö. ísrael er þó ekki eina landiö sem stendur sig illa hvaö þetta varöar, aö mati samtakanna. Önnur lönd á svörtum lista eru Kúveit, Mexíkó, Macau, Ítalía, Rússland, Tyrkland og Pólland. Listi af þessu tagi er lagöur fram árlega til aö þrýsta á ríkisstjórnir viökomandi ríkja aö taka sig á í þessum málum. Hewlett-Packard græðir Fyrsta fjóröungi fjárhagsárs tölvuframleiöandans Hewlett-Packard lauk þann 31. janúar. Viö uppgjör kom í Ijós aö Ifyrirtækið haföi hagnast um 960 m i I I j ó n i r bandarikjadala, en þaö eru tæpir 70 milljaröar íslenskra k r ó n a . Hagnaöurinn á sama tíma fyrir ári var 929 milljónir daia. Hagnaöur fyrirtækisins var nokkuö meiri en sérfræöingar á Wall Street höföu búist viö. Talsmenn fyrirtækisins þakka hagræöingu þessa aukningu. Enn er vöxtur fyrirtækisins þó ekki nægilega mikill aö þeirra mati og veröur verkefni næsta árs aö auka vöxt þess án þess þó aö missa kostnaö úr böndunum. Myndleitarvél Fyrirtækiö Imagelock hefur þróaö tækni sem leitar aö einstökum myndum eöa teikningum á Netinu. Þetta mun hjálpa einstaklingum og stofnunum aö fylgjast meö því hvort veriö sé aö nota verk þeirra á ólögmætan hátt. Leitarvélin virkar í raun svipaö og venjulegar leitarvélar á Netinu, nema hvaö hún finnur einstakar myndir i staöinn fyrir texta. Talsmenn Imagelock telja aö hún veröi komin í gagniö fyrir lok mánaöarins. •'j ***** v- -» # , V > h ' A .

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.