Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1999, Blaðsíða 40
20.
■'*' Vinningstölur laugardaginn::
f 6 (18 20 23^33124)1
Vinningar Fjðldi vinninga Vinnings- upphæð
1. 5af 5 0 2.030.270
2. 4 af S+>® 1 303.150
3. 4 af 5 50 9.070
4. 3 af 5 1.595 660
Jókertölur
vikunnar:
7 [51
•
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá I síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notað T DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ
MÁNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1999
Bruni í Eyrarsveit:
Wm—i----------
Kanínur og
kindur
. brunnu inni
DV, Grundarfirði:
Á laugardaginn brann hlaöa meö
áfostum skúr til grunna á bænum
Höfða í Eyrarsveit. Á Höföa býr Jón-
ína Gestsdóttir ein og var hún sofandi
þegar kviknaði í. Hlaöan er neöan við
þjóðveginn á móti íbúðarhúsinu.
Starfsmenn Héraösverks hf., sem eru
að leggja nýjan veg fyrir Búlands-
höfða, gerðu Jónínu viðvart kl. 7.30
þegar þeir voru á leið til vinnu sinn-
ar frá Grundarfirði.
Kallað var á slökkvilið og lögreglu
úr Grundarfirði sem kom á vettvang
eftir skamma stund. í hlöðunni var
talsvert af heyi. Jónína var með níu
kindur og einnig voru þar fjórar kan-
ínur og 13 kanínuungar sem brunnu
inni. Þá var hún nýbúin að innrétta
aðstöðu fyrir pijónaskap. Hún var
komin í gang með að selja framleiðsl-
una. Að sögn Jónínu hefur hún búið
á Höfða í rétt tæp 40 ár en maður
hennar lést fyrir nokkrum árum.
Hún telur líklegast að kviknað hafi í
út frá rafmagni. -PSJ
Pólitík lét í
~minni pokann
fyrir veðrinu
„Það var aflýst vegna veðurs, við
ætluðum að vera í Varmahlíð á
laugardag. En um leið og þeir gefa
merki förum við norður," sagði
Sverrir Hermannsson, formaður
Frjálslynda flokksins, í gær. Sverrir
segir að nú sé starfið komið á fljúg-
andi ferð og mikil hreyfing til
flokksins. Hann náði ekki fundi
Skagfirðinga, en fleiri urðu að bíta í
það súra epli að hætta við pólitíska
fundi um helgina og það stóra fúndi.
Þannig var kjördæmisþingum
Framsóknarflokks og Sjálfstæðis-
“•tlokks frestað vegna óveðursins sem
gekk yflr. -JBP
Slökkviliðsmenn úr Grundarfirði að slökkva glæður í hiöðunni á Höfða.
DV-mynd PSJ
Handtaka sjónvarpsfréttamannsins Loga Bergmanns Eiðssonar:
Opinberrar rannsókn-
ar á lögreglu krafist
Handtaka Loga Berg-
manns Eiðssonar, frétta-
manns Sjónvarps, sunnudag-
kvöldið 31. janúar síðastlið-
inn, þegar málningarverk-
smiðjan Harpa brann, mun
draga dilk á eftir sér. Lögmað-
ur RÚV, Kristján Þorbergs-
son, mun í dag leggja fram
beiðni um opinbera rannsókn
hjá ríkissaksóknara, á tiidrög-
um þess að sjónvarpsfrétta-
maðurinn var handtekinn á vettvangi
brunans og myndatökumaður, Jón
Þór Víglundsson, varð fyrir valdbeit-
ingu. Ungur lögreglumaður sem hér
um ræðir mun oftar en einu sinni
hafa torveldað ferðir fféttamanna
sjónvarps. Til eru þrir myndbútar hjá
RÚV þar sem lögregla tor-
veldar fréttamönnum störf
sín og er viðkomandi ein-
staklingur hjá lögreglunni
ailtaf i aðalhlutverki.
Sjónvarpsmenn komu á
staðinn og fengu leyfl bæði
slökkviliðsins og lögregl-
unnar til að fara inn á
svæðið. Þeir höfðu verið á
annan tíma á svæðinu og
farið um allt þegar þeir
hittu ungan lögreglumann, sem áður
hefur haft afskipti af fréttaöflun, og
var nýmættur á vaktina. „Þegar við
komum að hliði þar sem þessi lög-
reglumaður stóð vorum við stöðvaðir.
Eftir einhver orðaskipti handtók
hann mig, dró mig þarna að bílnum
og tók traustu taki á handleggnum á
mér. Hann hótaði að fara með mig á
stöðina, en af því varð ekki,“ sagði
Logi Bergmann í samtali við DV í
gær. Lögreglumaðurinn tók skýrslu
af fréttamanninum og kærði hann
fyrir að óhlýðnast lögreglunni eða að
hindra hana í störfum. Lögreglu-
manninum var mjög umhugað um að
fréttamenn næðu ekki myndum og
greip með höndinni fyrir linsuna til
að koma í veg fyrir myndatöku af
handtöku Loga.
Logi sagði í gær að fréttamenn á
fjölmiðlum vildu gjarnan vita stöðu
sina á slysstað. Hann tók fram að
samstarfið við obbann af lögreglu-
mönnum við þessar kringumstæður
væri með miklum ágætum. -JBP
Logi Bergmann
Eiðsson.
Reiðir Hnífsdælingar
DV, Hnifsdal:
Snjóflóð féll á Hnífsdalsveg á
laugardag rétt innan við Kvía-
bryggju. Var flóðið mjög grunnt,
en talsvert breitt. Strax var gripið
til þess ráðs að loka veginum með
lögreglubfl og þegar leitað var tU
Vegagerðarinnar neituðu menn að
hefja mokstur fyrr en aðstæður
bötnuðu. Kom tU orðaskipta á
JÍ-mUli Hnifsdælinga og lögreglu-
manna sem hótuðu fangavist ef til-
mæli lögreglu yrðu brotin.
Fjölmargir Hnífsdælingar voru
við vinnu á ísafirði þegar þetta
gerðist og voru að vonum reiöir yfir
að komast ekki heim. Þótti mörgum
aðgerðir flUlharkalegar og öfga-
kenndar. Ákveðið var að senda
björgunarskipið Gunnar Friðriks-
son frá ísafirði tU Hnífsdals með
fólk þrátt fyrir nokkurt óveður.
Flutti það 21 farþega tU Hnífsdals og
tU baka nokkra sem lokast höfðu
Hnífsdalsmegin við flóðið. -HKr.
Björgunarsveitarmenn aðstoða fólk upp á bryggju en þeir voru fluttir
fokreiðir frá ísafirði. DV-mynd Hörður
Veðrið á morgun:
Talsvert frost
sem minkar
þegar frá líöur
Allhvöss eða hvöss suðaustan-
átt með snjókomu og síðar
slyddu eða rigningu sunnanlands
og vestan, en úrkomulaust verð-
ur að mestu norðanlands og aust-
an. Talsvert frost, en minnkar
mikið þegar frá líður.
Veðrið í dag er á bls. 45
-7
-io°
* * _5<
* ‘íJ-
s)c J
* * *
* *_3°
* -/ *
* * *-* * *
* * * 4 o
* * *
***** ^í,
}k>|e:fc jjc>k
-5
o /
***=!«
*'\^* * * *
ik>k sfc>k>k
Austurríki:
Þyrla sótti
Jón Ólafsson
Jón Ólafsson viðskiptajöfúr dó ekki
ráðalaus um helgina þegar hann ásamt
íjögurra manna fjölskyldu var á skíða-
ferðalagi í bænum
Lech i Austurríki.
Snjó hafði kyngt
niður í bænum
undanfama daga -
alls ekki minna en
60 cm á dag - og
allt var ófært. Jón
og fjölskylda
ásamt fjölmörgum
íslendingum urðu
innlyksa í þorp-
inu. Eina von þeirra sem þurftu nauð-
synlega að komast burt var þyrla. Jón
pantaði eina slika frá Múnchen og að
sögn var ekki liðinn nema klukkutími
þar til vélin lenti framan við hótel fjöl-
skyldunnar í Lech. Jón og fjölskylda
flugu með þyrlunni frá Lech tfl
Múnchen, þaðan sem hann flaug til
London. Hann mun hafa verið eini
maðurinn á svæðinu sem greip til þess
ráðs að panta þyrlu. „Þetta var eina
leiðin til að komast frá skíðasvæðinu,"
sagði Jón Ólafsson í samtali við DV í
gærkvöld. „Það var búið að vera ófært
þama í fjóra daga og allt leit út fyrir að
það yrði ófært í fjóra daga í viðbót og
þar sem ég var að fara á mikilvægan
fund á morgun [í dag] ákvað ég að
leigja þyrlu. Þetta var aldrei spuming
þar sem það var ódýrara fyrir mig að
leigja þyrluna heldur en að greiða fyr-
ir gistingu í fjóra daga í viðbót fyrir
okkur öfl,“ sagði Jón. Seint í gærkvöld
var enn ófært í skíðaþorpinu og íslend-
ingamir enn tepptir - aUir nema Jón
Ólafsson. -hb
Alþingi:
Hvalveiðar -
einhvern tíma
Sjávarútvegsnefnd er með tU með-
höndlunar umdeUda þingsáiyktunar-
tiUögu um að hvalveiðar verði hafn-
ar. Vandinn er sá að mati hvalveiði-
sinna að í tiUögunni er, samkvæmt
heimUdum DV, engin tímasetning -
aðeins kveðið á um að hvalveiðar
verði einhvem tíma hafhar. Þetta fer
iUa í þá sem vUja hefja veiðar strax í
sumar. Nú er verið að leita að texta
í tiUöguna sem líklegur veröi tU að
halda friðinn. Viðmælendur DV
töldu þó fuUvíst að veiðar yrðu ekki
leyfðar í sumar, en samþykkt yrði
að hefja öflugt kynningarstarf. Það
er raunar sama niðurstaða og
fékkst árið 1997 þegar ríkisstjómin
samþykkti að hefja kynningu á
væntanlegum hvalveiðum. Talið er
að endanleg tiUaga verði upp á það
að hefja megi veiðar á hrefhu að
uppfyUtum tUteknum skUyrðum.
Næsti fundur sjávarútvegsnefndar
verður á morgun. -rt
Jón Ólafsson.