Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1999, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1999, Qupperneq 8
8 MÁNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1999 Útlönd Stuttar fréttir dv Kona skaut þrjá karla til bana í Helsinki Kona skaut þrjá menn á fertugsaldri til bana í skotklúbbi í Helsinki í gær. Einn særðist alvarlega í árás konunnar sem skaut fórnarlömb sín í höfuðið. Ekki er vitað um ástæðu árásarinnar. Finnska lögreglan handtók konuna á flugvellinum við Helsinki. FElíRÍJAR- TILROl) Blöndunartæki, 20% afsláttur Handlaugartæki m/lyftitappa. Tilboðsverð 4.958. A ntiktflpki Baðtæki, tilboðsv. 8.373. Handlaugartæki, tilboðsv. 6.219. Handlaugartæki Án lyftitappa, tilboðsv. 2.668. M. lyftitappa, tilboðsv. 3.217. Baðtæki, tilboðsv. 3.851. Eldhústæki, tilboðsv. 2.799. Hitastillt tæki Sturtutæki, tilboðsv. 7.094. Baðtæki, tilboðsv. 8.980. Eldhústæki Tilboðsv. 5.610. VATNSVIRKINN ehf Albright þrýstir á Kosovo-Albana Madeleine Albright, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, mistókst í gær að fá sendinefnd Kosovo-Al- bana í Frakklandi til að fallast á friðarsamkomulag þar sem ekki er ákvæði um tryggingu fyrir þjóðarat- kvæðagreiðslu um fúllt sjálfstæði. Hefði Albright tekist að fá sam- þykki Kosovo-Albana hefði verið mögulegt fyrir Bandaríkin að auka þrýstinginn á Serba. 430 herflugvél- ar standa enn reiðubúnar til að gera loftárásir á Serbíu samþykki Slobodan Milosevic Júgóslavíufor- seti ekki að NATO-herlið verði stað- sett í Kosovo til að fylgjast með því að friðarsamkomulagi verði fram- fyigt- Albright hitti sendinefnd Kosovo- Albana á hádegisverðarfundi í gær. Fyrir fundinn sagði talsmaður Alb- ananna að þeir héldu fast við kröfu sína um þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði innan þriggja ára. Það er einnig ein af aðalkröfum Albana að NATO-herlið fylgist með að friðar- samkomulagi verði framfylgt. Albright segir engar árásir gerðar á Serba samþykki Kosovo-Albanar ekki friðartillögur stórveldanna. í gær hafði ekki verið boðað til fundar með Albright og serbnesku sendinefndinni. Forseti Serbíu, Mil- an Milutinovic, var efins um að hægt yrði að komast að friðarsam- komulagi fyrir miðjan dag á þriðju- dag en þá rennur viðbótarfrestur- inn, sem stórveldin hafa gefið deilu- aðilum, út. Robin Cook, utanríkis- ráðherra Bretlands, sagði það ólík- legt að nýs viðbótarfrests væri að vænta. Samtímis þvi sem friðarviðræð- urnar fóru fram í Rambouillet-höll utan við París í gær reyndu alþjóð- legir eftirlitsmenn að binda enda á bardaga sem blossað hafa upp i Kosovo undanfarna daga. Sjónar- vottar hafa greint frá því að hundr- uð óbreyttir borgara af albönskum uppruna hafi á laugardaginn flúið frá bænum Studencane í kjölfar skotárásar Serba. Samkvæmt serbneskum heimildarmönnum fundust þrír Albanar skotnir til bana í suðurhluta Kosovo í gær. Ármúla 21, sími 5332020. Rússar búa sig nú undir föstuna meö miklum hátíöahöldum þessa viku. Myndin er tekin í Krasnoyarsk í Síberíu þar sem menn skemmtu sér meö pönnukökuáti og söng. Símamynd Reuter Toyota LandCruiser (bílnum eru: Leðursæti tyrir 7 farþega, rafdrifnar rúður og sæti, rafdrifin toppl., rafdrifnir speglar, hiti í sætum, loftkæling, tímastillt og fjarstýrð aukamiðstöö, fjarstýrðar samlæsingar, þjófavarnarkerfi, driflæsingar aftan og framan, krómgrind að framan, kastarar, toppgrind, útvarp/segulband og geislaspiiari, cnjisecontrol, aukaflautur, álfelgur og góð dekk, dráttarkrókur, 24 ventla vél, sílsalistar. VX special '96 ek. 98 þús. km, mjög vel með farinn og fallegur bíll. Þetta er bíll fyrir vandláta sem vilja allt fyrir lítið Upplýsingar í síma 899 5555. Tyrkir handtóku sænska fréttamenn Tyrkneska öryggislögreglan handtók á laugardaginn sænska fréttamenn er þeir lentu á flugvell- inum í Diyarbakir, höfuðborg tyrk- neska hluta Kúrdistans. Eftir nokk- urra klukkustunda yfirheyrslu var fréttamönnunum tilkynnt að er- lendum fréttamönnum væri ekki heimilt að koma til svæðisins og voru þeir sendir aftur til Istanbul. í stórborgum Tyrklands stöðvar lög- regla einnig fréttamenn sem reyna aö taka viðtöl við Kúrda í hverfum þeirra. Tilkynnt hefur verið að kúrdíski PKK-leiðtoginn Abdullah Öcalan komi fyrir rétt í apríi. Er- lendir lögmenn hans fá ekki að verja hann. Samkvæmt tyrknesk- um lögum verður lögmaður hans að vera tyrkneskur. Enginn hefur gefið sig fram til starfans. Þroskaheftir sveltir til bana Á árunum 1941 til 1943 lést skyndi- lega fjórðungur karlkynssjúklinga á stofnuninni Vipeholm í Sviþjóð sem var vistheimili fyrir geðsjúklinga og þroskahefta. Samkvæmt grein í sænska blaðinu Dagens Nyheter kemur ekki fram i skjölum að yflr- læknir stofnunarinnar hafl beinlínis lýst yfir þeim vilja sínum að sjúk- lingarnir yrðu látnir svelta. En í að- eins 12 tilfellum af 173 þar sem um var að ræða mikið þyngdartap fengu sjúklingar viðbótarfæði. Oft var það ekki fyrr en dauðastríðinu var að ljúka. í uppkasti yfirlæknisins að fyr- irlestri kemur fram að honum þykir tilgangslaust að halda erfiðum sjúk- lingum á lifi. Niðurstaða hans var þó sú að vegna ættingjanna ætti ekki að grípa til þess ráðs að svelta sjúk- linga. Það þykir ekki afsanna að sjúklingar hans hafi ekki verið sveltir. Ný landsstjórn Útlit var fyrir í gærkvöld að flokkur jafnaðarmanna og inúíta, sem er vinstri flokkur, myndu mynda nýja landsstjóm á Græn- landi. Stöövuðu frétt Bresku stjórninni tókst seint á laugardagskvöld að koma í veg fyrir aö blaðið Sunday Telegraph birti útdrátt úr skýrslu þar sem lögreglan er gagnrýnd fyrir kyn- þáttahatur. Hillary með forskot Hillary Clinton, forsetafrú Bandaríkjanna, myndi sigra Rudolph Giuli- ani, borgar- stjóra New York, í kosning- um til öldunga- deildarinnar samkvæmt nýj- um skoðana- könnunum. Fengi Hillary 52 prósent atkvæða en Giuliani 43. Hillary er nú að hugsa um hvort hún eigi að fara í framboð. Veita Kúrda hæli Grísk yfirvöld tilkynntu í gær að þau hefðu boðið einni af þrem- ur kúrdísku konunum, sem urðu eftir í sendiráði þeirra í Keníu er Kúrdaleiðtoginn Öcalan var tek- inn, hæli. Gullbjörninn Bandaríska kvikmyndin The Thin Red Line hlaut gullbjöminn á kvikmyndahátíðinni í Berlín í gær. Karólínu bjargað Tugþúsundir skiðamanna vom innilokaðir í Ölpunum um helg- ina vegna snjókomu. Meðal þeirra sem bjargað var frá svæðinu í þyrlu var Karólína Món- akóprinsessa og Beatrix Hollands- drottning. Gat ekki veitt loforð Kjell Magne Bondevik, forsæt- isráöherra Noregs, sem er í heim- sókn í Miðaust- urlöndum, gat í gær ekki veitt Yasser Arafat Palestínufor- seta loforð um viðurkenningu norsku stjórn- arinnar lýsi Arafat yfir stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínu 4. maí næstkomandi. Bondevik telur að slík yfirlýsing geti haft neikvæð áhrif á kosningamar í ísrael 17. mai. Skólabörn brunnu inni Aö minnsta kosti þrjú rússnesk skólabörn létust í gær er eldur kom upp í heimavistarskóla þeirra í Síberíu. Aukið fylgi Venstre Aðeins 20,8 prósent Dana myndu greiða jafnaðarmönnum atkvæði éf kosið væri nú. Venstre-flokkurinn eykur hins vegar fylgi sitt og fengi 37,5 prósent atkvæða. Siskel látinn Gene Siskel, þekktasti kvik- myndagagnrýnandi Bandaríkj- anna, lést á laugardaginn. Hamingjusöm fjölskylda Kryddpíunni Mel B og eigin- manni hennar, Jimmy Gulzar, fæddist lítil dóttir á föstu- dagskvöld. Hin- ir nýbökuðu for- eldrar eru ákaf- lega hamingju- samir. Nú hlakka aðdáend- ur Kryddpianna til fæðingar bcU'ns Viktoríu sem verður innan tíðar. Ingham skemmdi bil Sir Bernard Ingham, fyrrver- andi blaðafulltrúi Thatcher, var í gær sakaður um að hafa skemmt Mercedes-bíl nágranna sins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.