Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1999, Blaðsíða 18
18 wnnmg MÁNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1999 Hlnefningar til Menningarverðlauna DV í listhönnun: Prent, skart og húsgögn Islensk listhönnun er í sókn, að mati verð- launanefndar DV í þeirri grein. Ótrúlega víða er fólk að búa til fallega gripi - ef ekki í stórum og vel búnum vinnustofum, þá í kjöllurum, bílskúr- um og bakherbergjum. Nefndin sótti fjölmargar sýningar á árinu en heimsótti líka vinnustofur af öllu tagi og skyggndist um. Sérstaklega gladd- ist hún þegar saman fóru frjó hugsun, fjörugt ímyndunarafl og öguð og vönduð vinnubrögð. Á tilnefningarlistanum vekur sérstaka athygli greinaflokkur Morgunblaðsins um hálendið sem birtist í nokkrum sunnudagsblöðum síðastliöið haust en greinaflokkurinn vakti líka athygli les- enda blaðsins fyrir fádæma vönduð vinnubrögð við hönnun og glæsilegar Ijósmyndir. Annar prentmiðill sem tilnefningu hlýtur eru bækurn- ar tvær sem Jón Baldur Hlíðberg myndskreytti af listfengi og komu út fyrir jólin. Aldrei fyrr hafa íslendingar eignast eins mikið og vandað myndefni um fuglana sína og fiskana og þar. Mæðgumar Guðrún Marínósdóttir og Sif Ægis- dóttir eru tilnefndar fyrir skartgripi sina, fram- lega og einstaklega fallega, og loks eru tveir arkitektar tilnefndir fyrir athyglisverð húsgögn. Þykir eftirtektarvert að íslenskir húsgagna- hönnuðir skuli vekja athygli frænda okkar á Norðurlöndum sem sjálfir hafa lengi verið á heimsmælikvarða í þessu fagi. í verðlaunanefnd DV um listhönnun sátu Torfi Jónsson letur- hönnuður, Eyjólfur Pálsson innanhússarki- _ tekt og Baldur J. Bald- Stóllinn Tangó eftir Sig- ursson innanhússarki- urð Gústafsson er tekt. Tilnefningarnar sannarlega óvenjuleg- eru þessar: ur. Vinnuhópur Morgunblaðsins um hönnun greinaflokksins „Landið og orkan“. Greinaflokk- urinn er viðamesta verkefni íslensks dagblaðs á sviði fréttaskýringa. Athygli vekur óvenjulega myndræn og upplýsandi framsetning í umfjöllun um virkjunarkosti á hálendi íslands. 1 sex sjálf- stæðum blaöaukum var fjallað um Kárahnúka- virkjun, Fljótsdalsvirkjun, Amardals- og Brúar- virkjun, Norðlendingaöldulón og fossinn Dynk, á einstaklega sjónrænan og lifandi hátt. Verk- efnið var unnið í samvinnu Árna Jörgensens, út- litshönnuðar, Einars Fals Ingólfssonar mynd- stjóra, Magnúsar Axelssonar teiknara, Ragnars Axelssonar ljósmyndara og Rögnu Söru Jóns- dóttur blaðamanns. Myndir Ragnars Axelssonar voru einnig sýndar í Kringlunni. Guðrún Marínósdóttir textílhönnuður og Sif Ægisdóttir skartgripahönnuður stóðu fyr- ir hugstæðri sýningu á skartgripum úr hross- hári, silfri og hrauni í Stöðlakoti sl. vor. Þema sýningarinnar var „Maður líttu þér nær“. Sýn- ingin var afrakstur skemmtilegrar samvinnu Sifjar og Guörúnar og á henni mátti sjá óhefð- bundna og áhugaverða skartgripi þar sem tehgd voru saman textílvinnubrögð og silfursmíði. Fridland i skjóli Hojsjökuls ‘vfeiívik: MÍ# \ f JJ' V* '' -/V:-K-r.rfk >.■/ -■ ! ■ '■n&astefcfs, oA V»r Landið og orkan. Sunnudagsblað Morgunblaðs- ins 11.10.1998. Textflvinnubrögð og siifursmíði samtengd hjá Guðrúnu Marínósdóttur og Sif Ægisdóttur. Flórgoðafjölskylda eftir Jón Baldur Hlíðberg úr bókinni íslenskir fuglar. Guðrún litaði hrosshárið skæram litum og óf síðan saman í bönd, en Sif bjó til festingar og sylgjur utan um böndin. Þá vöktu hringir Sifjar athygli fyrir fágaða formfestu. Jón Baldur Hhðberg teiknari er tilnefndur fyrir teikningar sínar í bókinni íslenskir fuglar sem kom út hjá Vöku-Helgafelli. Einnig fyrir málverk af fiskum í bókinni Sjávamytjar við ís- land sem Mál og menning gaf út. Sérstaklega era teikningar af fuglapörum og fuglsungum áhuga- verðar út frá formrænni uppröðun, svo og natni við að draga fram mismunandi sérkenni fugl- anna. Hinar ýmsu kynjaverar sjávarins fá einnig fagmannlega umfjöllun í málverkum Jóns. Bækurnar eru báðar vel hannaðar og mynda góða umgjörð fyrir teikningar og mál- verk Jóns Baldurs. Þær voru líka tilnefndar til íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir árið 1998. Sigurður Gústafsson arkitekt vekur athygli fyrir nýstárleg húsgögn. Fyrirtækið Kállemo i Svíþjóð, sem er eitt framsæknasta húsgagnafyr- irtækið í Skandinavíu, hefúr nú hafið fram- leiðslu á flmm verkum hans. Sérstaka athygli vekur stóllinn Tangó. Þrjú fyrstu eintökin af honum voru keypt af Þjóðminjasafninu í Stokk- hólmi, Röhsska museet i Gautaborg og borgar- listasafninu Staedlijk-museum í Amsterdam. Áhugi húsgagnaframleiðenda á Norðurlöndum á Sigurði vaknaði með stólnum Faxe sem hann sýndi á hönnunardögum 1997. Þá vekur einnig athygli lampinn Draken, hægindastóllinn Generalen, raggustóll úr stáli og hillustæðan Skyskraper sem öll era í framleiðslu erlendis. Húsgögnin sýna nýstárlega nálgun við viðfangs- efnið, tilfinningu fyrir efniseiginleikum, kunn- áttu og nákvæmni. Þórdís Zoéga húsgagna- og innanhússarki- tekt vakti athygli fyrir sannfærandi lausnir á formi húsgagna fyrir móttökusal Höfða. Hús- gögnin falla vel að aldri og virðuleik hússins og hlutfollum rýmisins. Sérstaklega eru lausnir hennar á samsettum borðum áhugaverðar. Stað- setning húsgagnanna í húsakynnum Höfða er mjög vel heppnuð en umlykjandi og samhverf form stólanna skapa vinalegt umhverfi. Örlítil ósamhverfa í útfærslu viðarkants og baks skapa hæfilega spennu. Notagildi fundarborðs er gott og borðið er í góðu samræmi við það sem fyrir er. Verk Þórdísar var vinningstillagan í sam- keppni fjögurra arki- tekta sem dómnefnd valdi úr hópi tólf um- sækj- enda. Reykja- víkur- i borg - ' stóð fyr- ir sam- keppn- Samsett borð Þór- 1 ^ mni- dísar Zoéga í Höfða og vinalegur stóll. Tónlist gærdagsins Seint á síðasta ári kom út hljómdiskurinn con Espressione, yfirskrift sem Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari og Martynas Svezda von Bekker fiðluleikari frá Litháen völdu því safni smáverka sem þar má finna. Báðir listamennimir til- einka áhrifamiklum aðilum í tón- listaruppeldi sínu þessar upptök- ur. 1 forvitnilegum bæklingi má þó sjá að þessar þakkir til fortið- ar era settar fram á breiðum grandvelli, líkt og þakkað sé fyr- ir hina sönnu fegurð tónlistar- innar sem eins og kærleikurinn fer ekki í manngreinarálit. Manna og kvenna er minnst sem trúðu á þennan mátt tónlistar- innar og stöðugrar viðleitni þeirra til að koma mörgum þess- um perlum til almennings. Fritz Kreisler var einn þeirra og á hann bæði frumsamin verk og útsetningar á hljómdiskinum. Gullfallegar línur eftir Schumann, Brahms og Dvorak hljóma þarna auk tveggja verka eftir litháískt tónskáld, Gruodis, svo eitthvað sé talið. Smáverkin á disk- inum eru öll róman- tísk og eiga það sam- eiginlegt að vera auðveld áheymar þó ekki sé því eins far- ið með sjálfan flutn- inginn. Vandasöm atriði í flutningi geta leynst í hverri hendingu þó aldrei verði hlustandi þess var. Eitt er hve ótrú- lega auðvelt er að jaska svona tónlist í allar áttir og er þá væmni kannski einna algengasti pytturinn sem menn geta dottið í. En ekki þessi tvö! Samleikur þeirra einkennist af samhug og sam- eiginlegum skilningi. Túlkun þeirra verður Hljómplötur Sigfríður Bjömsdóttír mjög vönduð, án allra umbrota og átaka þeirra samleikara sem enn hafa ekki í raun náð saman. Meginein- kenni í flutningi verk- anna á diskinum er hlýjan sem allt litar. Þarna er haldið utan um hvem tón og hverja hendingu af mikilli um- hyggju. Framlag tón- meistarans, Bjarna Rúnars Bjarnasonar, er mikilvægt. Upptökurn- ar era í hárfínu jafnvægi og tekst honum að varðveita og jafnvel undirstrika hlýjuna í flutn- ingi með hljómlit og nálægð. Leikur Steinunnar Bimu er fágaður og litbrigðaríkur, fiðluleikur von Bekker frábær. Útkoman er töfrandi heild sem getur jafnt nú sem fyrr heillað hvern þann sem leggur við hlustir. Steinunn Birna Ragnarsdóttir og Martynas Svezda von Bekker halda útgáfutónleika sína í Salnum í Kópavogi annað kvöld kl. 20.30. PS ... Hádegisleikhús Mikið var skemmtilegt í vikunni sem leið að fara niður í Iðnó í há- deginu, borða súpu og horfa á leik- rit. Lítillega hefur verið reynt áður - jafnvel tvisvar - að koma þessum sið á í Reykjavík en ekki tekist að láta hann lifa en ég held að aðstæð- ur séu aðrar núna og góð von til þess að fólk taki við sér. Hádegisleikhús hafa lengi verið vinsæl í leikhúsborginni London. Mörg þeirra era starfrækt á krám (sem nóg er til af þar í borg) en ein- staka á sitt eigið húsnæði. Til dæm- is starfaði þar um margra ára skeið leikhúsið Soho Poly í heldur óhrjá- legum kjallara skammt frá Oxford- stræti þar sem einungis var sýnt í hádeginu. Fólk fékk súpu og brauð eins og í Iðnó en ekki var boðið upp á borð til að snæða við heldur skófl- aði fólk í sig matnum og fór svo inn í salinn sem tók ekki marga. Þó að aðstæður væra ósköp frum- stæðar var þetta alvöruleikhús. Hvert verk var aðeins sýnt í þrjár vikur þannig að leikarar gátu ráðið sig þangað án ótta við að festast til lengri tíma. Þegar ég kynntist því 1974 hafði það hlotið þá stöðu að listamenn sóttust eftir að vinna þar, og margir þekktir sviðsleikarar úr stóra húsunum komu við þarna í kjallaranum. Sýningarnar tóku 30- 45 mínútur og verkefnavalið var vandað. Sárasjaldan varð maður fyrir alvarlegum vonbrigðum. Flest leikritin vora raunsæisleg - kannski vegna þess að hversdagslíf- ið er kunnuglegt en tíma tekur að byggja fantasíuheim og timinn var naumur - en mörg þeirra sýndu hve ótrúlega djúpt má kafa í sálimar á hálftíma. Absúrdverk eftir Ionesco og fleiri áttu líka prýðisvel heima þarna, snjallir einþáttungar eins og „Stólarnir". Afar lítiö var lagt upp úr sviðs- mynd þó að þessi ömurlega kjallara- hola gæti tekið ólíklegustu mynd- breytingum - hún varð eldhús hjá írskri lágstéttarfjölskyldu, skrif- stofa verðbréfasala sem græddi milijarða á hálftíma og tapaði þeim aftur án þess að sjá nokkum tíma eyri, svefnherbergi ungs millistétt- arfólks sem er búið að týna sjálfu sér og hefúr samskipti með því að endursegja bíómyndir - og svo framvegis. Mestu máli skipti að alltaf var hægt að treysta því að leikaramir væru fyrsta flokks. Þess vegna kom leikhúsáhugafólk reglu- lega á þriggja vikna fresti í Soho Poly. Hún bíður líka spennt „Þið verðið að bíða eins og ég. Ég er líka spennt," segir Bergljót Jóns- dóttir og vill ekki svara hvort þjóð- söngur Björgvinjarbúa verður sung- inn við opnun listahátíðar í bænum í vor, segir í frétt frá fréttaritara DV í Noregi, Gísla Kristjánssyni. Lista- hátíðar-Bella, en svo er Bergljót kölluð í norskum fjöhniölum, hefur nú kynnt dagskrá hátíðarinnar í vor og hyggst að þessu sinni leggja áherslu á leiklist og sígaunatónlist. „Já, en Björgvinjarsöngurinn, Bella?“ spyrja norskir fjölmiðl- ar og fá ekki svar. Bergljót er staðráðin í að halda spennunni fram á síðasta dag og örlög söngsins í ár ráð- ast ekki fyrr en á opnunarhátíð- inni. I fyrra varð allt bókstaflega vitlaust þegar Bergljót felldi sönginn umdeilda út úr opnunar- dagskránni en þar hafði hann átt sinn heiðurssess í 40 ár. Lauk mál- um svo að söngurinn var sunginn utandyra eftir opnunina. Nú er búið að fyrirgefa Bergljótu og ráða hana sem listahátíðarstjóra til næstu sex ára. Sá samningur stendur alveg óháð því hvaö gert verður með Björgvinjarsönginn í ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.