Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1999, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1999 Fréttir Fórnaöi Wl Rmpvm i ... •*•-•• T ia. _ B mm • É | Sefur í frostköldum bí f-SSKÍIÍ orfttii vt«0t i ^»vrl£ví^<l- hudií? i wiÍNH «í>ikcw* f Erum ekki að tapa á Keiko Smygl embættismanns flskar í stríöi út af einni kro ustuðu sporthíi Fréttaskot DV, sími 550 55 55: Fréttaskotið - einn þýðingarmesti þátturinn í fréttaöflun DV - í hverri viku greiðir DV tugi þúsunda króna fyrir fréttaskot Lesendur DV hafa verið mjög ötulir við að senda ábendingar um fréttir til blaðsins frá því að Frétta- skotið, sími 550 55 55, hóf göngu sína 29. mars 1984. Rúmlega 19.200 fréttaskot hafa verið skráð á þess- um tíma sem þýðir að þau hafa far- ið í vinnslu á ritstjórn blaðsins. Fjöldi þessara ábendinga hefur síð- an birst sem fréttir á síðum DV. Nokkuð hefur borið á þeim mis- skilningi þeirra sem senda frétta- skot til blaðsins að þau séu tekin hrá og sett í blaðið. Málið er flókn- ara en svo. Þegar fréttaskot berst er það skráð og fer síöan til frétta- stjóra. Hann úthlutar því til blaða- manns sem gengur úr skugga um sannleiksgildi þess og fær upplýs- ingar um allar hliðar málsins. Þá fyrst er fréttin tilbúin til birtingar í DV. Rétt er að taka fram að ekki er tekið við fréttatilkynningum, smá- auglýsingum eða lesendabréfum í síma Fréttaskotsins. Heldur ekki kvörtunum um að blaðið hafi ekki borist til áskrifenda og hringjendur eru beðnir að hafa ekki útvarp eða sjónvarp hátt stillt þegar hringt er. Eins og sjá má hafa margvíslegar fréttir borist DV í gegnum símann sem aldrei sefur, 550 55 55, á síðustu vikum. Má þar nefna frétt um að Arnarneslandið hefði verið selt á 680 milljónir króna þegar athafna- maðurinn Jón Ólafsson gerði kaup- samning við eigendur Garðabæjar- kvosar; um að skelfing hefði gripið um sig þegar mikill reykur varð á sólbaðsstofu í Reykjavík; um að raf- virki fékk símareikning og lenti í stríði við Landssímann út af einni krónu; um að sýslumaður hefði rukkað látinn verkamann; um að is- lenskt vitni, sem mæta átti fyrir dóm á Spáni, hefði fórnað Bretanum til að fá frið með eigin innflutning á flkniefnum; um að skemmdarvargar hefðu rústað tvo bíla fjölskyldu með tveggja daga millibili og frétt var um að Vestmannaeyingar væru ekki að tapa á Keiko, að sögn bæjar- stjórans í Eyjum. Frétt var um að par í Reykjavík væri í húsnæðisvandræðum og svæfl í frostköldum bíl sínum og konan væri orðin veik: um að kvótalausir hótuðu veiðum sam- kvæmt viðtali við bátaeiganda á Höfn; um smygl embættismanns, sem stöðvaður var á tollinum á Keflavíkurflugvelli með eitt og hálft kiló af gulli og um að lyf og notaðar sprautunálar væru skildar eftir á glámbekk i biðskýli í vesturbæ Reykjavíkur. Frétt var um að Kentucky Fried kæmi í stað Pizza 67 á Ráðhústorg- inu í Kaupmannahöfn og er það fjórði Kentucky-staðurinn sem Fá- skrúðsfirðingurinn Sigurður Júlíus- son opnar í Kaupmannahöfn; um að sex bílar hefðu stöðvast á stuttum tíma á Austurlandi þegar ein bens- ínstöðin þar virtist hafa selt vatns- blandað bensín; um að fimm nem- endur hefðu verið gerðir brottrækir úr menntaskóla vegna fjarvista. Frétt var um fiskvinnslu i Hafn- arfirði sem fékk þorsk úr Barents- hafi sem reyndist agnarsmár eða allt niður í 50 grönn. Engar laga- heimildir til að grípa inn í, sögðu ráðuneytismenn. Sú frétt var raun- ar valin fréttaskot vikunnai' sem þýðir að sendandi varð 7000 krónum ríkari. Það er rétt að rifja aðeins upp leikreglur. Hafi einhver ábendingu um, sem hann óskar eftir að koma á framfæri við DV hringir hann í síma Fréttaskotsins, 550 55 55. Þar er tekið við fréttum allan sólar- hringinn, alla daga vikunnar. Hringjandi gefur strax í byrjun fréttaskotsins upp nafn, heimilis- fang, póstnúmer og síma óski hann eftir að fá greiðslu fyrir fréttaskotið. Fyrir hvert fréttaskot, sem bh-tist í blaðinu, eru greiddar 3000 krónur. Ef margir hafa hringt í síma Frétta- skotsins vegna sama efnis fær sá greiðslu sem á fyrstu hringinguna. Fyrir besta fréttaskotið í viku hverri era greiddar 7000 krónur. DV greiðir í hverri viku tugi þúsunda króna fyrir fréttaskot. DV heitir þeim sem senda inn ábendingar um fréttir fullum trúnaði og fullrar nafnleyndar er gætt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.