Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1999, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1999 15 Umferðarofbeldi Fjölmiðlar hafa undanfarið velt sér upp úr þeim aga- vandamálum sem við er að etja í grunnskól- um. Ég get ekki sagt að þessi vandi komi mér óskaplega á óvart því ég á samskipti við foreldra þessara barna á götum borg- arinnar daglega. Krakkarnir nota hvellhettur en foreldr- amir bíla og er mun- urinn þar með upptal- inn. Hafi fjölmiðlar áhuga á agavandamál- um þá er hér af nógu að taka. Kjallarinn Asta Svavarsdóttir bókmenntafræðingur Utrás á götum borgarinnar Það er eins og fólk fái útrás fyr- ir allt sem er að i lifi þess á götum borgarinnar. Og miðað við keyrsl- una þá er alveg óskaplega mikið að. Mikið hlýtur sá einstaklingur að eiga bágt ef það að svína á samborgur- unum, keyra hraðar en þeir eða halda þeim fyrir aftan sig er svo mikið „kikk“ að hann er reiðubú- inn að fórna lífi sínu og annarra fyrir það. Þetta endurspeglar gríðarlega reiði og óánægju sem fólk hefur ekki stjóm á eða nennir ekki að eiga við. Nema auð- vitað að þetta sé bara hrein og klár heimska. Ef ungling- ar búa við þetta á heimilum landsins þá er ekki að sökum að spyrja. Blekkingin bítur í rassinn Ómar Ragnarsson fjallaði eitt sinn um fyrirbærið umferðarof- beldi í fréttum. Því miður er of- beldi útjaskað orð en þessi hegðun er ofbeldi i orðsins fyllstu því þetta getur endað með líkamstjóni og/eða dauða. íslendingar eru þekktir fyrir agaleysi. Allir sem hafa farið til útlanda vita hvaða orð af okkur fer. Yfirleitt hefur okkur fundist þetta óskaplega fyndið og merki þess hvað við emm frjálslynd. „Hins vegar værí það bráðsnjallt ef við værum látin taka prófíð upp á nýtt á tíu ára fresti. Þeim peningum væri vel varið. Sérstak- lega ef fallhlutfallið yrði svolítið hátt.u Allar siðmenntaðar þjóðir vita að við erum bara nýaflúsaðir sveitamenn en það er gott að lifa í blekkingunni. En blessuð blekk- ingin bítur mann í rassinn þegar fólk sest inn í eins til tveggja tonna drápstæki og hefur enga „Það er eins og fólk fái útrás fyrir allt sem er að í lífi þess á götum borgarinnar. Og miðað við keyrsluna er al- veg óskaplega mikið að,“ segir Ásta m.a. í greininni. stjórn á sjálfu sér eða tilfmningum sínum því þá er voðinn vís. Og umferðin hefur aldeilis tekið toll- inn sinn. Burtséð frá öllum sálarflækjum og ofvirkum löngutöngum þá eru óskaplega margir á ferð sem virð- ast ekki kunna að keyra. Fyrir nokkrum árum var tekin sú und- ------------, arlega ákvörðun að láta ökuskír- teinin gilda þar til fólk yrði sjötugt. í sjálfu sér má segja að endurnýj- un skírteina hafi ekkert annað upp á sig en útgjöld fyrir viðkomandi. Hins vegar væri það bráðsnjallt ef við værum látin taka prófið upp á nýtt á tíu ára fresti. Þeim pening- um væri vel varið. Sérstaklega ef fallhlutfallið yrði svolítið hátt. Fólk eldist Það kemur nefnilega fyrir á bestu bæjum að fólk eldist. Snerp- an glatast sem og ýmislegt fleira. Samt sem áður heldur fólk öku- réttindum von úr viti þótt það sé gjörsamlega óhæft til aksturs. Svo eru margir sem „gleyma" umferð- arreglunum fyrir utan nú það að þær eru endurnýjaðar annað slag- ið. Borgin breytist líka í áranna rás. Hringtorgum hefur fjölgað gríðarlega og eru margir sem svitna við tilhugsunina eina. Enda virðist það að aka í hring alveg óstjómlega erfltt. Það er múgur og margmenni sem getur það ekki. - Og fyrst ég er byrjuð; eru öll stefnuljós landsins biluð? Það hefur verið fljúgandi hálka á götunum nú undanfarið og fullt af fólki á ferð sem er að farast úr hræðslu. Auðvitað er það aðdáun- arvert að það skuli ekki láta ótt- ann stjórna lífi sínu en hann stjórnar ökutækinu. Aðdáun er mér ekki efst í huga þegar þetta fólk „sikk-sakkar“ á fimmtán km/klst. fyrir framan mig. Ég ætla ekki að telja upp öll þau ósköp sem má sjá hér á götum. Hins vegar mæli ég eindregið með strætó. Og reynum nú að dreifa já- kvæðum straumum. Kannski koma þeir til baka. Ásta Svavarsdóttir Margrét þegir í dag er hálft ár liðið frá því að Úlfar Þormóðsson rithöfundur rit- aði grein í Morgunblaðið og spurði Margréti Frímannsdóttur nokkurra spurninga um fjármál Alþýðubandalagsins. - Tilefnið var, að Margrét hafði sent flokks- mönnum bréf þar sem hún bað þá um að senda þegar í stað það fé sem þeir gætu verið án, þar sem fjárhagsstaða flokksins væri í raun mun verri en áður hafði ver- ið talið. Sagði Margrét, að á lands- fundi Alþýðubandalagsins árið 1995 hefði því verið haldið fram að skuldir flokksins væru 33-35 millj- ónir króna. Hins vegar hefði kom- ið i ljós við endurskoðun bók- haldsins að þær höfðu verið 52 milljónir! Vegna þessa spurði Úlfar meðal annars hver hefði gefið hinar röngu upplýsingar, hvort bókhald- ið hefði verið falsað og þá hver hefði falsað það, hver hefði stofnað til þessara skulda, hver hefði stýrt peningamálum flokksins og undir eftirliti hverra. Flokkssjóöur til einkaafnota? Þá spurði Úlfar, sem vel að merkja hefur starfað um áratuga- skeið innan Alþýðubandalagsins og ekki síst að fjármálum þess, hvort rétt væri að forveri Mar- grétar á for- mannsstóli, Ólaf- ur Ragnar Grímsson að nafni, hefði ásamt fram- kvæmdastjóra flokksins haft nánast óheftan aðgang að sjóð- um hréyfmgar- innar til einka- nota í gegnum krítarkort eða á einhvern annan hátt, „hvort þeir félagar hefðu fundið upp á þessu bragði til búdrýginda hjá sér með vitund framkvæmdastjórnar flokksins" og hvort hlunnindi þessi hefðu verið gefin upp til skatts. Þá spurði Úlfar hvort einn af framkvæmda- stjórum flokksins og nú einn af oddvitum sam- einingarferilsins „hefði notað ávísanahefti flokksins eins og sitt eig- ið og bókhaldarar hreyf- ingarinnar setið löngum stundum við að flokka nótur af veitingahúsum borgarinnar frá rekstrar- nótum flokksins". Engin svör! Hér voru á ferð alvar- legar ásakanir og bjugg- ust margir við því að Margrét myndi svara eins og fljótt og hún gæti. En Margrét svaraði Úlfari ekki orði. Þegar hún hafði þagað í þrjár vikur skrif- aði annar Alþýðubandalagsmaður, Jón Torfason íslenskufræðingur, opið bréf til hennar í Morgunblað- ið þar sem hann ítrekaði spurning- ar Úlfars. Enn þagði Margrét. Úlfar sjálfur skrifaði henni ann- að bréf tíu dögum síðar þar sem hann ítrekaði spurningar sinar og bætti fleirum við. Og enn þagði Margrét Frímannsdóttir. Og enn þremur vikum síðar, tveimur mán- uðum eftir upphafsgrein Úlfars, skrifaði Jón Torfa- son Margréti aftur og beiddist svara. Og Margrét, sem jafnan lætur í veðri vaka að bókhald Alþýðubandalags- ins sé „opið og gegnsætt", þagði enn. Og fjölmiðlar þegja líka En það er ekki bara Margrét sem lætur eins og hún lesi ekki blöðin. Fjölmiðlamenn gera það sama. Menn geta velt fyr- ir sér hvort þeir þegðu ef svona ásakanir beindust til dæmis að for- ystumönnum Sjálfstæðisflokksins. Hverjar sem ástæður eru fyrir vandlegri þögn Qölmiðlamanna legg ég til að þeir geri nú annað tveggja: Gangi eftir því að formað- ur Alþýðubandalagsins svari þeim spurningum sem fyrir hana voru lagðar - eða láti af þeim söng sin- um að þeir bregði skarpri egg sinni á meinsemdir samfélagsins og „hlífi engum“. Haraldur Johannessen „En það er ekki bara Margrét sem lætur eins oghún lesi ekki blöðin. Fjölmiðlamenn gera það sama. Menn geta velt fyrir sér hvort þeir þegðu efsvona ásakanir beindust til dæmis að forystumönnum Sjálfstæðisflokksins. “ Kjallarinn Haraldur Johannessen háskólanemi Með og á móti Er rétt aó senda hvert fley á haf út 1. maí og veiða í soðið utan kvóta? Björg í bú „Þetta er mjög einfalt mál vegna þes að samkvæmt lögum er heimilt að fiska sér og fjöl- skyldu sinni til matar á þessu tímabili. Við viljum bara undir- strika mikil- vægi þessa réttar og þess að hann sé virt- ur. Það hefur verið þannig frá upphafi byggðar að menn hafa get- að sótt sér björg í bú Og Greipsson, banka- við sem búum utibustjori a Rat- við sjávarsíð- eyri- una viljum nýta þenna frumbyggjarétt okk- ar. Auðvitað erum við líka að undirstrika á hverju fólk á lands- byggðinni lifir og hefur lifað frá örófi alda. Það er mikilvægt að stjórnmálamenn gleymi ekki þeim rétti okkar sem hefur verið viðurkenndur í aldir. Með þessu vonumst við tO að skapa stemningu í þjóðfélaginu sem verði nógu sterk og áberandi til þess aö stjórnmálamenn taki mark á henni. Nú fer kosninga- baráttan vepia alþingiskosning- anan brátt af stað svo um munar og það er mikilvægt að hún verði ekki háð án þess að stjórnmála- menn geri sér grein fyrir mikil- vægi fisksins fyrir landsbyggðina. Þó vil ég sérstaklega taka fram að með þesu erum við ekki að styðja ólöglegar, kvótalausar veiðar heldur gerum við þetta allt innan ramma laganna." Broslegir hvltflibbar „Mér finnst þessi hugmynd al- veg út í hött því að í landinu er ákveðin stjórnun á fiskveiðum og eftir henni verðum við að fara. Sjávarútvegsumræðan í landinu er far- in að taka á sig skelfilega mynd því það er eins og menn haldi að það sé einhver lausn að búa alltaf til fleiri vandamál. Það endar í tómri vitleysu. Við verðum að hafa ákveðna stýringu og sætta okkur við það, ekki síst með til- liti til þess að við eigum allt okk- ar undir sjávarfangi. Réttara væri af mönnum að tala urn ákveðnar hvalategundir sem eru að rífa milljónir tonna af fiski úr vistkerfinu ár eftir ár. Hins vegar finnst mér dálítið broslegt að þeir sem hvetja til þess að senda allar fleytur á haf út til veiða 1. maí eru aðallega einhverjir lögfræðingar og hvít- flibbar. Það sýnir okkur bara hversu brosleg þessi umræða er orðin. Inn í umræðuna vantar hvað eigi að taka við. Mörgum finnst þetta vont kerfi en þá verðum við að fá að vita hvað eigi að koma i staðinn. Ef við ætlum að setja lepp fyrir bæði augun og veiða óheft - á hverju ætlar þjóðin þá að lifa í framtíð- inni?“ -EIR Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. Netfang ritstjórnar er: dvritst@ff.is Sverrír Leósson, útgeröarmaður á Akureyri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.