Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1999, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1999 11 DV Fréttir Gott mataræði er leið til betra lifs: Hefðbundinn matur þokar fyrir skyndibita num - rætt viö Önnu Elísabetu Ólafsdóttur næringarfræöing „Ég hef þá trú að streitan sé okk- ar meginfjandmaður þegar fólk reynir að bæta líferni sitt. Bæði með tilliti til hreyfingar og matar- æðis,“ segir Anna Elísabet Ólafs- dóttir næringarfræðingur. Hún seg- ir að með auknu vinnuálagi og auknum hraða hafi fólk ekki tíma. í erli dagsins undirbúi fólk ekki mál- tíðir sínar. Allt í einu er kominn há- degismatur, eða kvöldmatur. Oft er gripið það sem hendi er næst. Sú næring er ekki alltaf sú besta sem í boði er. Maturinn hefur ekki lengur forgéuig hjá mörgum fjölskyldum og sameiginlegar fjölskyldumáltíðir eru ekki eins og þær voru. Ýsa á 20 mínútum eða pitsa á 30? „Oft er verið að borða slakan mat fyrir misskilning. Þú kemur heim og pantar pitsu, það þarf að borða eitthvað. Það tekur kannski hálf- tíma að fá pitsuna heim. En það tek- ur ekki nema 10 mínútur að sjóða sér fisk og tuttugu mínútur að sjóða kartöflur. Málið er því ekki flókið. Samt er það svo að fólk velur æ oft- ar pitsuna. Hún þarf reyndar ekki að vera óholl en við erum að þróast mjög í átt að skyndimatnum, burtu frá þessari soðningu sem margir kannast við frá yngri árum,“ sagði Anna Elísabet. Unga fólkið kannast sumt ekki við ýmsan hefðbundinn mat. Það kom fram nýlega í útvarpsviðtali við fóstru að börnin á leikskólanum væru sólgin í soðna ýsu með kartöfl- um. Sum hefðu aldrei fengið slikan mat heima fyrir. Anna Elísabet seg- ir að einhverju sinni hafi hún verið að leiðbeina of feitum unglingi með mataræði og ráðlagði honum að borða hvítkál í stað sælgætis við sjónvarpið. Hann vissi ekki hvað hvitkál var og hafði aldrei heyrt þess getið fyrr. Bæta má við góðu ráði til að fá fólk til að neyta grænmetis og ávaxta meira en gert er: Einhver í fjölskyldunni þairf að sýna það frarri- tak að flysja og skera í bita, og bera fram snoturlega á diski. Og sjá, allt hverfur af disknum, enda mikið góðgæti og fullt af hollustu. En ein- hver þarf að skafa gulrótina eða skera utan af eplinu. Heilsusamlegt líka í sjopp- unni Anna Elísabet segir að oft á tíðum þjóni söluturnar eða sjoppur sem matsölustaðir fólks í önnum. Þar megi fá heilsusamlegar samlokur ef vel er að gáð, svokallaða heilsubita með grænmeti og léttsósu og þar séu á boðstólum ávaxtasafar vilji menn þá frekar en gosdrykki. Benda megi líka á salatbari eins og Eikabarinn í Faxafeni, ódýrt og hollt fæði. Svipað er í boði í Listhús- inu og í Grænum kosti á Skóla- vörðustíg og Á næstu grösum á Laugavegi 20b. Anna Elísabet segir að ýmsar til- raunir til megrunar séu öfgakennd- ar, aðferðir sem fólki yfirleitt leiðist og séu því fyrirfram dauðadæmdar. „Fólk á að setjast niður og hugsa sinn gang. Það þarf að íhuga hvers vegna það er orðið of feitt. Það eru náttúrlega nokkrar skýringar á því. Hádegisverður í stressi SAMLOKUR: Tvær samlokur með eggi, tómat og gúrku, osti og papriku. Ein Trópíferna og einn banani. L Efni RDA* PYLSA SAMLOKA H Orka (kkal) 670 720 670 i . ■ Prótín (g) 18 13 21 PYLSA: Fita (g) 21 36 20 Ein meö öllu, fullt glas af Kolvetni (g) 100 115 99 kóki og eitt Prins póló. Trefjar (g) 7 2,2 10,4 A-vítamín (ug) 225 63 470 C-vítamín(mg) 15 1,5 170 Þíamín (mg) 0,3 0,2 0,8 Ríbóflavín(mg) 0,4 0,3 0,5 Járn (mg) 3 4,4 3,9 Eins og lesa má úr þessum tölum er pylsan orkumeiri en samlokurnar tvær. Samtokurnar eru hins vegar þyngri í maga og eru skárri kosturinn af tveimur skyndibitum sem gjarnt er ab grípa tii í hádeginu hjá mörgum. *RDA (Recommended Daily Aiiowance). Hér er um aö ræöa ca 1/4 af ráöiögöum dagskammti 30-60 ára karlmanns. Orkuþörf þessa hóps er 2.700 kaioríur á dag. Ljóst er aö samioka meö trópí og annarri hollustuvöru gefur meira afbætiefnum en pyisa meö kók, eins og í þessu dæmi. Til dæmis borða sumir of óreglu- lega, aðrir borða sælgæti i óhófi, sumir karlar eru sötrandi bjór öll kvöld. Það þarf að finna hvað veld- ur oíFitunni og laga lífsmunstrið. Og það þarf að spyrja sig hvort maður sé viðbúinn að hætta vitleysunni," sagði Anna Elísabet. Anna Elísabet segist ekki vilja meina að mataræði íslendinga sé al- mennt í ólestri. En hún segir að þró- unin sé slæm. Hún segir að offita sé vissulega mikið vandamál en stund- um gleymist að ofurgrannt fólk sé líka að verða áberandi, einkum mjög ungt fólk, og sá hópur sé líka vandamál. „Maður spyr sig hvers vegna í ósköpunum fólk gerir ekki það sem það hefur fengið fræðslu um að sé gott fyrir það. Þarna er einhver læsing sem þarf að opna,“ sagði Anna Elísabet. -JBP Grand Cherokee Limited 1997, MMC Lancer GLX 1996, ssk., 4 Toyota Carina E 1997, ssk., 4 MMC Lancer 1993, 5 g., 4 d., VW Golf CL Variant 1994, 5 g. d., ek. 31 þús. km, rauður. Verð 1.090.000. d., ek. 25 þús. km, rauður. ek. 100 þús. km, hvítur. VW Transporter Multivan, 5g., VW Polo 1996, 5 g , 5 d , ek. 26 Hyundai Accent 1998, 5 g., 3 Nissan Sunny Wdgon 4x4 1993, MMC Space Wagon 1996, ssk., 4 d., ek. 60 þús. km, grœnn. þús. km, grœnn. Verð 870.000. d., ek. 20 þús. km, gulur, álf. 5 g., 5 d., ek. 121 þús. km, 5 d., ek. 46 þús. km, hvítur. Verð 1.650.000. Verð 990.000. hvítur. Verð 750.000. Verð 1.690.000. Skoda Felicia LX 1997, 5 g., 5 Toyota LandCruiser 1986, 5 g., MMC Pajero 1991, 5 g., 3 d., Daihatsu Sirion 1998, 5 g„ 5 d., Audi A4station 1997, ssk., 5d., d., ek. 26 þús. km, hvrtur. 5 d., ek. 185 þús. km, hvítur. ek. 126 þús. km, rauður. grár. Verð 1.050.000 ek. 31 þús. km, d-rauður. Verð 730.000. Verð 1.050.000. Verð 1.050.000. Verð 2.300 000 Orval h0fa*ra bíla aC silo»n sfa>r*u*i oa O O Visa eðct Euro raðgreiðslum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.