Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1999, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1999, Blaðsíða 37
H>V MÁNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1999 Eitt verka Hrafnhildar á sýningu hennar í Kringlunni Olía á tré Nú stendur yfir í sýningar- rými Kringlunnar og Gallerís Foldar sýning á málverkum Hrafnhildar Bernharðsdóttur. Hún er fædd árið 1952. Hrafn- hildur stundaði nám við Mynd- lista- og handíðaskóla íslands og lauk prófi þaðan 1972. Verk hennar eru unnin með olíu á tré. Sýningarrýmið er á annarri hæð Kringlunnar gegnt Hag- kaupi og er það opið á afgreiðslutíma verslananna. Sýningin stendur til 6. mars. Sýningar Listamaður mánaðarins Listamaður mánaðarins í Listakoti, Laugavegi 70, er Sig- ríður Helga Olgeirsdóttir leir- listarkona. Sigríður Helga sýnir að þessu sinni jarðbrennda leirskúlptúra sem vísa til nátt- úrunnar. Frá því hún útskrifað- ist 1992 frá Myndlista- og hand- íðaskóla íslands hefur hún ver- ið með tvær einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga. Sýningin mun standa út mánuð- inn og er opin virka daga kl. 12-18 og laugardaga 11-16. Listaklúbbur Leikhúskjallarans: Suður-amerísk ljóð og sveifla í kvöld verður í Listaklúbbnum skemmti- og menningardagskrá frá mismunandi löndum Suður-Amer- íku. Fjöldi listamanna bæði hér- lendra og erlendra leggja sitt af mörkum til að kynna fyrir gestum kvöldsins listir og menningu að sunnan. Hljómsveitin Six-pack með Jóhönnu Þórhallsdóttur í broddi fylkingar byrjar á því að ná úr okk- ur þorranum og koma okkur nota- lega inn í góuna. Því næst mun Andrés Ramón lesa ljóð chilenska ljóðskáldsins Pablos Neruda á frum- málinu, en Guðrún Tulinius og Karl Guðmundsson lesa síðan þýðingar sínar á íslensku. Óvæntur glaðning- ur verður á boðstólum í þessum flutningi. Trúbadorinn Enrique Canales mun svo flytja gestum Listaklúbbsins sönglög frá heima- landi sínu og Neruda. Því næst verður haldið til Argentínu og þau Bryndís Halldórsdóttir og Hany Hadaya leiða okkur um leyndar- Skemmtanir dóma tangódansins, meðal annars við undirleik Six-pack. Síðari hluta kvöldsins verður svo Karíbahafs- sveifla með gestum frá Kólombíu og Kúbu sem leiða okkur um undar- heim salsa- og merenguedansa auk kúbverskar rúmbu. Gestum verður boðið í dans í dagskrárlok. Léttar veitingar verða á boðstól- um við komuna í Leikhúskjallarann þetta kvöld en húsið verður opnað kl. 19.30 og dagskráin hefst kl. 20.30. Umsjón með dagskrá kvöldsins er í höndum Hólmfríðar Garðarsdóttur spænskukennara og heims- hornaflakkara. Hipparokk á Gauknum Sígilt rokk á borð við Pink Floyd, Led Zeppelin, Deep Purple o.fl. í verður hávegum haft. Þetta verður sannkallað paradísarkvöld fyrir alla þá sem fila hipparokk. 45 Joseph Fiennes og Cate Blanchett leika elskendurna. Elizabeth Háskólabíó sýnir bresku kvik- myndina Elizabeth sem tilnefnd hefur verið til óskarsverðlauna sem besta kvikmynd. Þegar ríkj- andi drottning, María, deyr verður það hlutverk Elísabetar (Cate Blanchett) að verða drottning yfir ríki þar sem hver höndin er upp á móti annarri og ríkið á barmi gjaldþrots. Elísabet er óundirbúin og tekur því ekki vel þegar helsti ráðgjafi hennar segir hinni ungu drottningu að gleyma öllum per- sónulegum málum, þar á meðal sambandi Kvikmyndir sínu við Robert Dudley (Joseph Fienn- es), og snúa sér aö fullu að málefn- um ríkisins. Fljótt eignast Eliza- beth óvini á mörgmn stöðum við hirðina en hættulegastur er hertog- inn af Norfolk (Christopher Eccleston) auk þess sem hún verð- ur að verjast utanaðkomandi óvin- um, sérstaklega frönsku stríðs- drottningunni Mary (Fanny Ardant). Nýjar myndir í kvikmyndahúsum: Bíóhöllin: Pöddulíf Saga Bíó: Hamilton Bíóborgin: Fear and Loathing in Las Vegas Háskólabíó: Shakespeare In Love Háskólabíó: Pleasantville Kringlubíó: You've Got Mail Laugarásbíó: Clay Pigeons Regnboginn: Thunderbolt Stjörnubíó: Stjórnarformaðurinn V///////Z Meðal þeirra sem koma fram er hljómsveitin Six-Pack með Jóhönnu Þóhallsdóttur í broddi fylkingar. víðast hvar Norðvestanstinningskaldiogjafhvel gangur þar, en annars staðar lægir allhvasst norðaustanlands og élja- talsvert. Léttir víðast til sunnanlands ■ og vestan. Kólnandi Vedrið I das veður,frostvíðaábilinu ___________________________5_____________ 3 til 10 stig. Veðrið kl. 12 á hádegi í gær: Akureyri snjókoma -2 Bergsstaðir snjókoma -2 Bolungarvík snjóél -4 Egilsstaðir -1 Kirkjubœjarkl. skýjaó 0 Keflavíkurflv. skafrenningur -3 Raufarhöfn slydda -1 Reykjavííc snjóél á síð.kls. -1 Stórhöfði skýjaö -1 Bergen snjóél á síó.kls. 1 Helsinki snjókoma -5 Kaupmhöfn skýjaó 3 Ósló snjókoma -3 Stokkhólmur 1 Þórshöfn snjóél á síö.kls. 2 Þrándheimur skýjaó 1 Algarve skýjað 17 Amsterdam rigning 5 Barcelona skýjaö 18 Berlín rigning 6 Chicago alskýjaó -3 Dublin skúr á síð.kls. 8 Halifax alskýjaö -5 Frankfurt rigning 6 Glasgow skúr 3 Hamborg skýjaö 5 Jan Mayen snjóél -4 London skýjaö 10 Lúxemborg rigning 4 Mallorca léttskýjaö 18 Montreal heiöskírt -10 Narssarssuaq skýjaö -17 New York skýjaö -2 Orlando skýjaó 11 París súld á síö.kls. 10 Róm skýjaö 14 Vín rigning 5 Birkir Valur Á myndinni sjást tvær systur halda á litlum bróður. Sá litli, sem fengið hefur nafnið Birkir Valur, fæddist á fæðingardeild Barn dagsins Landspítalans 2. nóvember síðast- liðinn kl. 13.50. Hann var við fæð- ingu 4045 grömm og 56 sentímetr- ar. Systur hans tvær er Arna Hrund, níu ára, og Erla Björk, sjö ára. Foreldrar systkinanna eru Valgerður L. Sigurðardóttir og Jón H. Steingrímsson. Krossgátan v— 5— 3— 5— %— i?— $ 1fó nn 1J2 Ift Irt 'é w tt Ift 2*1 7& & Lárétt: 1 geðfelld, 5 gljúfur, 8 félagi, 9 mynni, 10 einnig, 11 róðrartækið, 13 hnoð, 14 krot, 16 skjól, 17 hnoðaði, 19 ákafi, 21 stök, 22 skraut, 23 klaki. Lóðrétt: 1 hreinsa, 2 fá, 3 vaskir, 4 háttprúður, 5 hlut, 6 karlmannsnafn, 7 möndull, 12 eldstæðis, 13 blástur, 15 matarveislu, 18 tínir, 20 oddi. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 ílöngun, 8 sárar, 9 má, 10 annríki, 11 kalt, 13 pat, 15 óra, 16 alur, 18 skrapa, 19 maki, 20 gæf. Lóðrétt: 1 ísak, 2 lánar, 3 öm, 4 nart- ar, 5 gríp, 6 umkaup, 7 nái, 12 lakk, 14 traf, 15 ólm, 17 lag, 18 sa. Gengið Almennt gengi LÍ19. 02. 1999 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollqenqi Oollar 71,140 71,500 69,930 Pund 116,150 116,740 115,370 Kan. dollar 47,780 48,080 46,010 Dönsk kr. 10,7070 10,7660 10,7660 Norsk kr 9,1220 9,1720 9,3690 Sænsk kr. 8,9260 8,9750 9,0120 Fi. mark 13,3900 13,4710 13,4680 Fra. franki 12,1370 12,2100 12,2080 Belg. franki 1,9736 1,9855 1,9850 Sviss. franki 49,7400 50,0200 49,6400 Holl. gyllini 36,1300 36,3400 36,3400 Þýskt mark 40,7100 40,9500 40,9500 ít. lira 0,041120 0,04136 0,041360 Aust. sch. 5,7860 5,8210 5,8190 Port. escudo 0,3971 0,3995 0,3994 Spá. peseti 0,4785 0,4814 0,4813 Jap. yen 0,592100 0,59560 0,605200 írskt pund 101,090 101,700 101,670 SDR 97,700000 98,29000 97,480000 ECU 79,6100 80,0900 80,0800 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.