Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1999, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1999 enmngi Tilnefningar til Menningarverðlauna DV í kvikmyndum: Gæðin ekki í samræmi við magnið Kvikmyndanefnd DV hefur kom- ið sér saman um þrjár tilnefningar í kvikmyndum fyrir árið 1998. „Til- nefningamar eru ekki þrjár vegna þess að lítið hafi verið gert,“ segir Hilmar Karlsson, kvikmyndagagn- rýnandi DV. „Árið var frjótt að því leytiinu til, sérstaklega í sjónvarp- inu, þar sem óvenju mikið af nýju efni var frumsýnt á árinu. Kvik- myndagerðarmenn í kvikmynda- bransanum sátu heldur ekki auðum höndum því þrjár kvikmyndir í fullri lengd voru frumsýndar, auk nokkurra stuttmynda. En ekki er sama magn og gæði og þegar kvik- myndanefndin hafði farið vel yfir allt sem stóð til boða, stóð þrennt upp úr sem við gátum verið stolt af að tilnefna til menningarverðlauna DV.“ í kvikmyndanefnd DV sátu Hilm- ar Karlsson kvikmyndagagnrýn- andi, Inga Björk Sólnes, fram- kvæmdastjóri Kvikmyndaskóla ís- er ung og falleg kona, hefur komist að þeirri niðurstöðu að maðurinn sem hún ætlar að giftast sé ekki sá sem hún elskar. Meðan brúðkaups- gestir stíga dansinn er tekist á um hylli Sisru auk þess sem ýmsir aðr- ir atburðir spinnast inn í söguþráð- inn. Ágúst Guðmundsson hefur átt farsælan feril sem leikstjóri og er einn þeirra sem hefur mótað ís- lenska kvikmyndagerð. Hann styrk- ir enn stöðu sína með Dansinum. Slurpurinn & Co Slurpurinn & Co er listrænt sjón- arspil þar sem kvikmyndavél er stillt upp í miðri sviðsmynd og látin snúast. Fjallar myndin, sem er að- eins tólf mínútna löng, á kómískan hátt um lífið á skrifstofu einni þcir sem skrifstofustjórinn nýtir sér yfír- mannsstöðu sína til hins ýtrasta. Það er óhætt að segja að Slurpurinn & Co komi manni í opna skjöldu. mörku og unnið náið með helstu kvikmyndaleikstjórum þar í landi, svo sem Bille August, Thomas Vinterberg og Sören Kragh-Jacob- sen. Valdís hefur nýlokið klippingu á kvikmynd Sören Kragh-Jacobsen, Mifunes sidste sang (Dogma 3), sem valin var til keppni á kvikmyndahá- tíðinni í Berlín I þessum mánuði. Valdís er tilnefnd til Menningar- verðlauna DV fyrir klippingu á kvikmyndinni Veislunni í leik- stjórn Thomas Vinterberg. Myndin hefur hlotið framúrskarandi dóma, er margverðlaunuð og hefur náð hylli almennings. í Veislrmni sýnir Valdís næma tilfinningu fyrir rythma og klippingin ber vott um dirfsku og öruggt handbragð. Valdís nær að skila heildstæðu verki úr ákaflega erfiðum efnivið, þar sem myndin er unnin við hin ströngu skilyrði Dogma yfirlýsingarinnar. Valdís Óskarsdóttir. Dansinn. Leikstjóri Ágúst Guðmundsson. lands, og Baldur Hjaltason forstjóri. Tilnefningar til Menningarverð- launa DV í kvikmyndum hljóta: Ágúst Guðmundsson Með Dansinum boðar Ágúst Guð- mundsson á eftirminnilegan hátt endurkomu sína sem þátttakandi í íslenskri kvikmyndagerð. Hann átti stóran þátt í að blása nýju lífi í ís- lenskar kvikmyndir um og upp úr 1980, en fyrsta mynd hans í fullri lengd, Land og synir, var frumsýnd 1980. Eftir fylgdu Útlaginn árið eftir, svo Stuðmannamyndin vinsæla, Með allt á hreinu, árið 1982 og loks kom Gullsandur 1984. Síðan þurftu landsmenn að bíða í ein fjórtán ár eftir Dansinum. í millitíðinni starf- aði Ágúst við gerð sjónvarpsþátta fyrir erlenda aðila og má þar nefna þættina um Nonna og Manna og víkingamyndina Sædrekann. Dans- inn er gerð eftir smásögu færeyska rithöfundarins Williams Heinesens. Hún gerist á afskekktri eyju á Norð- ur Atlantshafi um 1913. Sisra, sem Hún er eitt myndskeið og sýnir okk- ur það sem helst er hægt að kalla spuna án orða. Hraðinn á kvik- myndavélinni er í fullu samræmi við villtar hreyfingar leikaranna og minnir myndin stundum á nútíma ballett. Það er stíll yfir Slurpinum og má segja að hvert einasta skref sem leikarar taka sé þaulhugsað og þaulæft; vel tekst að halda hinu þrönga formi myndarinnar um leið og sagan kemst til skila. Með Slurp- inum & Co hefur leikstjórinn og handritshöfundurinn Katrín Ólafs- dóttir strax sett sitt mark á íslenska kvikmyndagerð með áræðinni kvik- mynd sem gefur fyrirheit um metn- aðarfull verk í framtíðinni. Valdís Óskarsdóttir Valdís Óskarsdóttir útskrifaðist sem klippari frá Den danske fUm- skole 1991. Eftir nám kom hún heim og klippti kvikmyndirnar Inguló, Sódómu Reykjavík, SkýjahöUina og Draumadísir. Undanfarin ár hefur Valdís starfað sem klippari í Dan- Slurpurinn & Co. Leikstjóri Katrín Ólafsdóttir. ALLIR SUZUKI BÍLAR ERU MEÐ: • vökvastýri • 2 loftpúða • aflmiklar vélar • samlæsingar rafmagn í rúðum og speglum • styrktarbita I hurðum • • samlitaða stuðara • • Sérstaklega röskur og snúningslipur • Ein sparneytnasta vélin á markaðnum Lægsta bilanatíðni nýrra smábíla, aðeins 1,6% • Óvenju ríkulegur staðalbúnaður fyrir bíl í þessum verðflokki TEGUND: VERÐ: GLS 3d 980.000 KR. GLX5d 1.020.000 KR SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Heimasíða: www.suzukibilar.is Aoto Report. 91 <ró TUV, Technischer Uberwachungs Verein, byggt ó meira en 3 milljonum bila.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.