Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1999, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1999, Blaðsíða 24
32 MÁNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1999 Þétt handtak ávísun á langlífi Þéttingsfast handtak a miðj- um aldri kann að vera vísbend- ing um góða heilsu á gamals- aldri. Sú er að minnsta kosti skoðun bandarískra vísinda- manna í kjölfar 25 ára rann- sóknar á meira en sex þúsund Bandaríkjamönnum af japönskum ættum á Hawaii. Vöðvastyrkur mannanna var mældur með aðstoð sérstaks tækis. Rannsóknin hófst árið 1965 þegar karlarnir voru á aldrinum 45 til 68 ára og henni lauk 25 árum síðar þegar heilsufar þeirra rúmlega þrjú þúsund sem enn lifðu var kannað. Sagt er frá rannsókn þessari í tímariti bandarísku lækna- samtakanna. Það hefur sýnt sig að fylgni er milli styrks handtaksins og styrks annarra vöðvahópa. Þéttingsfast handtak er því prýðileg vísbending um al- mennan styrk, að sögn vísinda- mannanna. Salmonella greind í hvelli VÍsindamenn bandaríska landbúnaðarráðuneytisins hafa fundið nýja aðferð við að greina salmonelluakteríur á skjótan hátt. Genakóði DT 104 salmonellu- bakteríunnar var kortlagður. Það þýðir að mjög skamma tíma tekur að greina hvort kjöt og egg innihalda þessar hættu- legu bakteriur sem eru ónæm- ar fyrir mörgum tegundum sýklalyfja. Áður fyrr tók það um það bil sex vikur að ganga endanlega úr skugga um hvort DT 104 salmonella var i viðkomandi matvælum. Nú tekur greining- in aðeins tvær klukkustundir, eða þar um bil. Sprungið á mér, segir dekkið Verkfræðingar vestur í Bandaríkjunum hafa hannað nýja tegund hjólbarða sem býr yfir þeim einstöku hæfileikum að geta sagt bílstjóranum frá þegar springur á því. Nú eða þá hvenær nauðsynlegt er að skipta um dekk. Að sögn tímaritsins New Sci- entist eru það vísindamenn frá Case Westem Reserve háskól- anum í Ohio sem standa fyrir dekki þessu, í samvinnu við Goodyear dekkjaframieiðand- ann. Örsmáir nemar fyrir hita og þrýsting hafa verið settir í dekkin til að fylgjast með ástandi þeirra. Goodyear hefur gert tilraun- ir með nemann í dekkjum und- ir stóra bíla en ekki hefur enn verið tilkynnt hvenær fólks- bíladekk verða svona útbúin. Lífið í undirdjúpunum við Suðurskautslandið skoðað: Weddell-selurinn gerir leifturárásir á þorskinn Myndavél á stærð við tennisbolta og örsmá tölva hafa gert vísinda- mönnum kleift að fylgjast með sel- um við Suðurskautslandið þegar þeir kafa ofan í ísköld hafdjúpin. Þar sem sjávarspendýr verja miklum tíma undir yflrborði sjávar hefur reynst erfiðara að fylgjast með þeim í sínu náttúrulega um- hverfi en með dýrunum sem lifa á þurru landi. Nú er öldin sem sé önnur og litla myndavélin hefur leitt ýmislegt for- vitnilegt í ljós. Til dæmis það, að selimir við Suðurskautslandið beita Maður skyldi nú ekki ætla það, en þannig er það nú samt. Nánasti núlifandi ættingi krókódíla eru skjaldbökur en ekki fuglar eins og áður var talið. Erfðafræðilegar rann- sóknir hafa leitt í ljós að krókódílar og skjaldbök- ur hafi sennilega átt sameiginlegan forfoður fyrir um tvö hundruð milljónum ára, á trías- tímabilinu. Hefðbundin líffræði hafði ekki kom- ið auga á þetta. Tveir bandarískir vís- indamenn, S. Blair Hed- ges og Laura Poling, við Penn ríkisháskólann í Pennsylvaníu, skýra frá niðurstöðum rannsókna sinna á DNA-erfðaefni bæði krókódila og skjaldbakna í tímaritinu Science. Tilgangur rannsóknanna var að reyna að komast að hinu sanna um ýmsum brögðum við að veiða sér til matar. Þeir bregða til dæmis á það ráð að blása loftbólum inn í mjóar sprungur í ísnum til að flæma smá- fiska þaðan út. Frá þessu segir í grein í timaritinu Science eftir sjáv- arlíffræðinginn Randall Davis við Texas A&M háskólann og starfs- bræður hans. Rannsókn þeirra á svokölluðum Weddell-selum, sem verja allt að níutíu prósent ævinnar í kafl, er hin fyrsta sem varpar ljósi á veiði- tækni sjávarspendýra. „Við ráðum nú yfir tækni sem hver væri nánasti lifandi ættingi krókódílanna. Vísindamönnum hafði verið það mikil ráðgáta. Samkvæmt hefðbundnum flokk- unarkerfum eru skriðdýr í flokki með fuglum en skjaldbökur eru sett- ar heldur neðar á þróunartréð. Flokkun þessi byggist á ákveðnum gerir okkur kleift að ferðast með dýrum þessum. Tæknin hefur orðið til þess að við getum loksins rann- sakað þau í náttúrulegu umhverfi sínu,“ segir Randall Davis. Weddell-selir geta orðið allt að þriggja metra langir og 450 kílóa þungir. Þetta eru gæflynd dýr sem eiga sér enga óvini á þurru landi. Vísindamennimir gómuðu nokkra seli og festu myndavélarnar við hausana á þeim og örsmáu tölvurn- ar á bakið á þeim. Tölvan skráir ferðir selanna mjög nákvæmlega þar sem þeir kljúfa sérkennum hauskúpu dýranna. Hedges og Poling skoðuðu genin þess í stað. Þau veittu athygli að fyrri genarannsóknir höfðu bent til þess að hefðbundin vísindi kynnu að hafa rangt fyrir sér í máli þessu. Þau tóku því saman allar fáanlegar rannsóknir á genum krókódíla og skjaldbakna. „Skjaldbökurnar reynd- ust ekki vera þar sem þær áttu að vera á ættartrénu í hvert sinn sem gen þeirra voru höfð með í rannsókn- um,“ segir Hedges. „Niðurstöðurnar gefa mjög ákveðna vísbendingu um að skjaldbakan sé nán- asti núlifandi ættingi krókódílsins." í greininni í Science kemur fram að skepna ein sem liföi á triastimabilinu hafi haft ýmis einkenni bæði skjald- bakna og krókódíla. svellkalt vatnið og kafa niður á Eillt að sex hundruð metra dýpi í McM- urdo-sundi við Suðurskautslandið. Og það sem vísindamennirnir sáu fyrir tilstilli myndavélanna kom þeim nokkuð á óvart. Selirnir eru hugmyndaríkir, ef svo má að orði komast, þegar kem- ur að því að veiða flsk í matinn. Þegar það er stórfiskur eins og þorskur sem þeir gimast laumast þeir að bráðinni neðan frá og gera síðan leifturárás. En smærri fiska flæma þeir út úr glufum og sprung- um með loftbólum, að sögn Davis. Hann segir að aukinn skilningur á atferli og venjum dýra þessara geri mönnum auðveldara fyrir með að ákvarða hvernig best sé að standa vörð um stofnana. Kóngafiðrildin í Mexíkó eru í út- rýmingarhættu Umhverfisverndarsinnar í Mexíkó hafa rekið upp neyð- aróp. Kóngafiðrildin sem þar hafa vetursetu eru í stórhættu og sums staðar hefur orðið allt að áttatíu prósent fækkun í stofninum. Ástæðan er gífur- legt ólöglegt skógarhögg á op- inberum vemdarsvæðum. Kóngafiðrildin hafa hrifið umhverfisverndarsinna um allan heim. Fiðrildi þessi fara frá Mexíkó til Kanada og aftur til baka. Kynslóðirnar sem fæðast einhvers staðar á þess- ari löngu leið finna engu að síður heimkynni sín í Mexíkó, Bandaríkjunum eða Kanada. Kóngafiðrildin sem eru í Mexíkó núna eru barnabörn þeirra sem þar vom á síðasta ári. Umhverfisverndarsinnar segja að ólöglega skógarhögg- ið sé meira núna en nokkru sinni fyrr í furuskógum Michoacan-ríkis. Við það hafa fiðrildin misst vetrardvalar- staði sína og því hefur þeim fækkað um fimmtíu til áttatíu prósent á stöðum sem skógar- högg er bannað. Fiðrildin þekja nú aðeins fimm og hálfan hektara lands í griðlöndunum. í fyrra þöktu þau þrettán hektara og árið þar á undan sautján hektara. Ferðamenn flykkjast til griðlandanna til að virða fyrir sér og dást að milljónum kóngafiðrilda sem þekja skóg- ana eins og teppi. Homero Aridjis, forseti um- hverfissamtakanna Hóps 100, segir ástandið til vitnis um að þrjár ríkisstjómir hafi ekki megnað að vernda kóngafiðr- ildið. Aridjis bendir á að fiðr- ildið sé einmitt tákn NAFTA, fríverslunarsamtaka Norður- Ameríku. Weddell-selur með myndavél á hausnum kemur með nýveiddan fisk upp á yfirborð sjávar. Undur og stórmerki erfðafræðirannsókna: Skjaldbakan nánasti núlif- andi ættingi krókódílsins Ekki beint krókódílslegar, eða hvað?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.