Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1999, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1999 DV Óðir óðir Nýlistasafnið hef- ur hægt örlitið á sér og lengt sýningar- tímabilið um eina viku, svo nú líða fjórar vikur á milli opnana. Hvort hér er einungis verið að hlýða háværum kröf- um myndlistargagn- rýnenda eða hvort stjórninni hefur þótt gott að fá meiri festu í starfsemina veit ég ekki. Sjálfri hefur mér líkað hraðinn vel en það þarf svo sem ekkert að vera að fjörið minnki við þetta. Nógu er þar að minnsta kosti líflegt um að litast þessa dagana, en nú standa yfir fjórar einkasýn- ingar og uppi í SÚM- sal er skemmtileg sýning á verkum í eigu scifnsins. Gínan er hin fullkomna gyðja - en hún er fjöldaframleidd. Mynd eftir Helgu Þórsdóttur í Nýlista- safninu. Rofna tengslin við örlögin? Niðri í Gryfjunni sýnir Helga Þórsdóttir ljósmyndir af útstillingargínum og beinir at- hyglinni að línum og sveigjum lófans sem spáspakir lesa örlögin úr. Mjúkur fókus og glanspappír minnir á tískuljósmyndir eða snyrtivöruauglýsingar og franskur texti um lófalestur undirstrikar elegansinn enn frekar. Gínan er hin fullkomna gyðja, en hún er fjöldaframleidd og vafasamt hvort örlögin hafa nokkum áhuga á henni sem einstak- lingi. Þetta vekur ýmsar spurningar sem til dæmis tengjast erfðarannsóknum og lýtalæk- ingum. Hvað gerist þegar við fórum að fjöl- falda fólk, rofna ekki tengslin við örlögin? Verða æviferlar manna eins, vegna þess hve auðvelt er að fella útlit allra að staðli? Má lag- færa karakterbresti með skurðaðgerðum á höndum? Huglæg fingraför í forsalnum sýnir Kristján Steingrímur fjögurra verka syrpu með tilvitnunum í ís- Myndlist Áslaug Thorlacius lenska listamenn, þ.á m. sjálfan sig. Þetta em fölleit verk, sandblásin, ýmist á striga eða gler, þannig að líkamlegt fingrafar lista- mannsins er ekki sýnilegt, aðeins hið hug- læga. Við fyrstu sýn virðast þau köld og yfir- borðskennd, en þegar betur er að gáð er sýn- ingin óður til myndlistarinnar. Samkvæmt skrá er vitnað til listamanna sem „sækja í verkum sínum í þekkt fyrirbæri sem lúta kerfum." Kerfi þessi vísa hvert til síns þáttar í skilningi okkar sem skipta höfuðmáli í myndlist. GPS-staðsetningarkerfið vísar til rúmskynsins, skáldskapurinn til hinnar framlegu sköpunar (og bragfræðin til hrynj- andinnar), litafræðin til sjónarinnar og homafræðin til rökhugsunarinnar. Lista- menn hafa ávallt hyllt listagyðjuna og sú hefð hefur getið af sér marga perlu. Kristján Stein- grímur fetar því troðnar slóðir. Ögrandi um- búnaður Kjaminn í vídeóverki Jóns Sæmundar í Svarta salnum er sömuleiðis hefðbundinn, þótt um- búnaðurinn ögri. Hann kveður þar vísur að ís- lenskum kvæðamanna- hætti, íklæddur upphlut, og eru vísurnar blautleg- ar og ýmist lagðar konu eða karli í munn. Fram- setningin er ákaflega þjóðleg og flutningurinn vandaður, spennan ligg- ur á milli umbúðanna og innihaldsins. Karlmaður á upphlut, ásamt því að klæmast á þjóðbúningi, býður auðveldlega upp á þá túlkun að hér sé níð á ferðinni, og nafngiftin „Óður“ að listamaður- inn sé kolóður. Ég hallast hinsvegar að því að í verkinu leynist einlægur óður til lífsins og frjóseminnar, ættjarðarinnar, móðurinnar og skyldra fyrirbæra, sem alltaf hafa verið álitin heilög. Táknrænn vandi Helgimyndir Gunnars Straumlands í Bjarta salnum er sú sýning sem ég átta mig síst á. Að vísu fylgir henni ítarlegur texti, þar sem meðal annars kemur fram hvaða skiln- ing listamaðurinn leggur í „helgimynd“. Þar segir einnig: „Listamönnum í dag er þó nokk- ur vandi á höndum varðandi notkun tákna,“ sem áreiðanlega er rétt og er einmitt líka vandi Gunnars að mínu mati. Málverkin hans eru að vísu öll í jarðlitum og hafa mis- sterk lífræn einkenni en eru samt of sundur- leit til að miðla einhverju sérstöku, að minnsta kosti get ég ekki greint þráðinn. Sýningarnar standa til 28. febrúar. Nýlista- safnið er opið alla daga nema mánudaga, kl. 14-18. Ljós 02 dökk Tvær ungar sópransöngkonur, Arndís Halla Ásgeirsdóttir og Hanna Dóra Sturludóttir, komu fram á tónleikum á laugardag á vegum Styrktarfélags ís- lensku óperunnar. Þær eiga sameiginlegt að hafa stundað framhaldsnám við Lista- háskólann í Berlín hjá sama kennara; Hanna Dóra útskrifaðist fyrir tveimur árum en Arndís er í þann veginn að ljúka námi. Raddir þeirra era þó afar ólíkar, Arndísar létt og há coleratura og Hönnu dekkri, lýrísk með dramatísku ívafi. Efnisskráin fór ljúflega af stað með dúett, Schön Blúmelein eftir Robert Schumann, og hinu ómissandi Widmung sem Hanna Dóra söng afar fallega. Hún býr yfir mikilli mýkt og ágætri tækni sem gerir henni kleift að framkalla fín- ustu blæbrigði, með góða hæð og ein- stakt næmi fyrir innihaldi textanna sem kom berlega i ljós í þremur sönglögum eftir Richard Strauss og þá sérstaklega Allerseelen sem var einstaklega kyrrlátt og fagurt fyllt söknuði og trega. Hanna Dóra söng tvö íslensk sönglög fyrir hlé, Minningu eftir Markús Kristjánsson og Þaö kom söngfugl að sunnan, og gerði það vel. Arndís hóf sitt sólóprógramm á þrem- ur sönglögum eftir Schubert, Atys sem var einum of léttvægt og blátt áfram til að ná fram þeirri dýpt sem býr í verkinu, Auf dem Wasser zu singen var snotur- lega flutt og Die Mánner die méchant skemmtilega túlkað og veralega fint. Líkt og Hanna söng hún tvö íslensk lög, í dag skein sól eftir Pál ísólfsson sem var líkt og Atys svolitið léttvægt og Síðasta dansinn eftir Karl Ó. Runólfsson í afar sérstæðri túlkun, þeirri mest tælandi sem ég hef orðið vitni að. Am- dís hefur fallega rödd þó tæknin eigi eftir að verk eftir hlé, Sull’aria úr Brúðkaupi Fíg- arós eftir Mozart, ef undan era skilin smámistök í lokin. Hanna söng blíðlega aríu greifynjunnar, Porgi amor úr sömu óperu, en meira reyndi á í Wie nahte mir der Schlummer úr Töfraskyttu Carl Maria von Webers. Þetta er risaaría og var hún í heild mjög vel flutt þrátt fyrir smáþreytu undir lokin, en arían krefst mikil úthalds. í Oh! quante volte úr Rómeó og Júlíu Bellinis hreif hún mann svo upp úr öllu valdi með yndisfógram flutningi að undirrituð komst hreinlega í tilfinningalegt uppnám. Tónlist Þær námu hjá sama kennara í Berlín en raddir þeirra eru ólíkar, önnur létt og há, hin dekkri og dramatískari: Arndís Halla Ásgeirsdóttir og Hanna Dóra Sturludóttir. DV-mynd E.ÓI. var þróast og þroskast betur, stundum var ekki nógu góður stuðningur til staðar sem óneitan- lega kemur niður á flutningnum, en það sem vantaði upp á í raddbeitingu bætti hún upp með líflegri og skemmtilegri sviðsframkomu. Saman sungu þær svo Ave Maria og Á vegamótum eftir Eyþór Stefánsson og gerðu það afar fallega. Sama má segja um fyrsta Arndís Björk Ásgeirsdóttir Arndís var greinilega meira á heima- velli eftir hlé og fékk betra tækifæri til að sýna hvað i henni býr. Hún hefur mikla útgeislun og lag á að koma manni til þess að hlæja með svipbrigðum og látbragði. Rödd hennar naut sín einkar vel í Kommt ein schlenker Bursch gegangen eftir Weber og ennþá betur í II mio ben sospiro úr Silkistiganum eftir Rossini sem var ákaflega fallegt án allra sprelligosaláta. Og með hinni frægu aríu Ólympíu úr Æv- intýrum Hoffmanns eftir Offenbach sýndi hún að hún hefur til að bera glimrandi coleratur sem á eftir að fínpússast með árun- um. Að lokum sungu þær saman Art is calling for me eftir Victor Herbert af miklum glæsi- brag. Ekki má gleyma að minnast á þátt pí- anistans Isabel Fernholz sem var I einu orði sagt frábær og átti ekki sístan þátt í að gera þessa tónleika eftirmmnilega. Fyrirlestrar um myndlist Kristján Steingrimur myndlistarmað- ur (sem einmitt er fjallað um hér á síð- unni) flytur fyrirlestur um eigin verk í MHI í Laugamesi í dag kl. 12.30. Fyrirlesturinn á miðvikudaginn held- ur Inga Sigríður Ragnarsdóttir myndlist- armaður sem búsett er í Þýskalandi. Hann verður í Skipholti 1 kl. 12.30. Hugmyndafræði og skissugerð Á fimmtudaginn kemur byrjar Helgi Þorgils Friðjónsson myndlistarmaður teikninámskeið inni í Laugarnesi. Þar verður fjallað um teikninguna sem hreyfiafl hugsunar og að- ferð til að þróa og þroska hugmynd. Áhersla verður lögð á að hugsa með teikningunni og örva bein tengsl milli huga og handar. Þetta er kvöld- og helgarnámskeið og góður undirbúningur undir inntökupróf íMHÍ. Annað kvöld hefst enn námskeið í módelteikningu í Laugamesi vegna mik- illar eftirspumar, það er ætlað byrjend- um og lengra komnum og er líka góður undirbúningur undir inntökupróf í MHÍ. Kennari er Gunnlaugur St. Gíslason myndlistarmaður. f byrjun mars hefst svo í Laugamesi námskeið í þrívíddargrafik fyrir byrj- endur þar sem kennd verða helstu grunnatriði f gerð þrívíddarmynda og þrívíddarhreyfimynda. Kennari er Arn- finnur R. Einarsson myndlistarmaður. H.C. Andersen Ýmsar uppákomur verða í vikunni á sýningu Norræna hússins um danska ævintýraskáldið H.C. Andersen. Annað kvöld kl. 20.30 verða sýndar tvær kvikmyndir gerðar af Jorgen Roos um H.C.Andersen: Mit livs eventyr og H.C. Ander- sen hos fotografen. Eftir sýn- inguna halda Jens Lohfert Jorgensen lektor og Jon Hoyer sendikennari fyrirlestra um skáldið Á fóstudaginn kl. 10.00 og kl. 14.00 sýnir leikhúsið Gadesjakket frá Óðinsvéum brúðuleik- inn Þumallínu, sem var í Gerðubergi um síðustu helgi. Verður leikskólabömum boðið að koma og sjá sýninguna. Breytingaskeiðið PP forlag gaf nýlega út bókina Breyt- ingaskeiöið eftir irska smáskammta- lækninn Ruth Appleby. Hún leggur áherslu á að þetta æviskeið sé eðlilegur þáttur í lífi kvenna og að tími endumýj- aðrar lífsgleði og krafts hefjist að því loknu. „Viskan, reynslan og sjálfsöryggiö sem konan hefur öðlast með árunum vegur mun þyngra á vog- arskálunum en tilfinning- in um glataða æsku,“ eins og hún segir í inngangi. í bókiimi fjallar hún um gölda kosta sem kon- um bjóðast á þessu tíma- bili, hormónameöferð og ýmsar náttúru- legar og heildrænar aðferðir sem vinna gegn vanlíðan af völdum tíðahvarfa., til dæmis smáskammtalækningar, matar- æði, jurtalyf, líkamsrækt og ýmis bæti- efni. Margt af þessu má tengja saman með góðum árangri, til dæmis hollt mataræði og hæfilega hreyfingu. Bókin skiptist í tíu kafla og til að gefa hugmynd um fjölbreytt efni bókarinnar má nefna kaflaheiti eins og „Hvað er heilbrigði?", „Fyrstu einkenni breytinga- skeiðs“, „Beinþynning" og „Streita og slökun". í lokakafla bókarinnar eru reynslusögur nokkurra kvenna og á eftir meginmáli era góð ráð við vanlíðan sett upp í töflur. Umsjón Sllja Adalsteinsdóttir •• ..••'Í.A. J...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.