Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1999, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1999, Síða 4
4 MÁNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1999 Fréttir Stuttar fréttir i>v Tugmilljóna tjón þegar Bílagaröur á ísafiröi brann: Stórbruni á snjó- flóðahættusvæði - slökkviliðsmenn með snjóflóöaýlur unnu aö slökkvistarfi Bílaverkstæði og btlasala Bílagarðs ehf. við Grænagarð á ísafirði brunnu til kaldra kola aðfararnótt sunnudags. Hér er Sævar Óli Hjartarson við rústirn- ar. DV-mynd Hörður DV, ísafiröi: Tugmilljóna króna tjón varð í miklum eldsvoða er bílaverkstæði og bílasala Bílagarðs ehf. við Grænagarð á ísafirði brunnu til kaldra kola aðfararnótt sunnu- dags. Það voru lögreglumenn á eft- irlitsferð sem tilkynntu um eld í verkstæðishúsinu 15 mínútum yfir þrjú um nóttina. Slökkviliðið á ísa- firði var komið á staðinn stuttu síðar, þrátt fyrir ófærð og slæmt veður. Slökkvistarflð beindist fljót- lega að því að verja steypustöð og dekkjaverkstæði, sem eru í áfastri byggingu, og tókst það giftusam- lega. Slökkvistarfi lauk um kl. 6 um morguninn. Verkstæðið og bílasalan gjöreyðilögðust í eldin- um, ásamt tækjum og búnaði sem þar voru inni. Þá brunnu 13 nýjar bifreiðar í sýningarsal bílasölunn- ar og fjórar bifreiðar á verkstæði, auk tveggja vélsleða. Enginn var í húsinu þegar eldurinn kom upp, enda var búið að fyrirskipa rým- ingu á þessu svæði vegna snjó- flóðahættu. Tryggingar í lagi Sævar Óli Hjörvarsson, einn af eigendum fyrirtækisins, sagði að sér heðu borist fregnir af eldinum um kl. fjögur. Þegar hann kom á staðinn var allt alelda, en nokkuð hvasst var þegar eldurinn kom upp. Hann sagði hræðilegt að horfa á þetta, en eigendur hafa unnið að því á liðnum misserum að endur- bæta húsið frá grunni og allan tækjabúnað á verkstæði. Sagðist hann telja að tryggingar væru í lagi, en ljóst er að tjónið nemur nokkrum tugum milljóna króna. Slökkvistarf gekk nokkuð greið- lega þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Kallað var til lið björgunarsveitar- manna slökkviliðinu til aðstoðar, þar sem brunastaður var inni á snjóflóðahættusvæði. Reyndar þurfti að ryðja snjóflóð sem féll um kl. 2 um nóttina við Karlsá, nokkru innan við Grænagarð, en það lok- aði Skutulsfjarðarbraut og teppti for þeirra slökkviliðsmanna sem búa í Holtahverfi og Seljalands- hverfi. Þá voru björgunar- og slökkviliðsmenn sendir í hollum inn að brunastað sökum snjóflóða- hættunnar og voru allir með snjó- flóðaýlur á sér. Þá var sett upp bækistöð fyrir slökkviliðið í áhaldahúsi bæjarins, sem er þarna skammt frá, en á öruggu svæði. Ekki er vitað um upptök eldsins en unnið var að rannsókn brunans í gær. Þá þótti samt ekki tryggt að vera lengi á staðnum vegna snjó- flóðahættu. HKr. í portl í Hafnarfirði liggja úreltir smábátar og bíða þess að verði keyptir. DV-mynd S Erfitt hjá Sturlu Sala Þróunarsjóös á úreltum smábátum: Þriðjungur seldur - segir Hinrik Greipsson framkvæmdastjóri „Þetta gengur frekar rólega. Eg á eftir um 40 báta af alls 60,“ segir Hinrik Greipsson, framkvæmda- stjóri Þróunarsjóðs sjávarútvegsins, um sölu á úreltum smábátum. Hann segir að bátamir hafi verið auglýstir víða um heim og mikið sé spurt um bátana. „Það er mikið hringt og spurt. Það er kannski ágætt að hafa selt 20 báta á einu ári en ég vildi helst að þetta gengi hraðar. Það er alveg hugsanlegt að skipasala úti í bæ væri ánægð með árangurinn," segir Hinrik. Hann segir söluverð bátanna vera á bilinu frá 1 milljón og upp í 3,8 milljónir króna. „Meöalverð bátanna sem seldir hafa verið er um 1,5 milljónir króna. Ég hef ekki þurft að borga með neinum þeirra enn þá,“ segir Hinrik. Eins og kunnugt er af fréttum mun Sturla Böðvarsson ekki gefa kost á sér sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Varafor- mannskjörið er stærsta málið á landsfundi flokksins sem fram- undan er. Flokkurinn hefur ekki nein önnur stórmál í sjónmáli, enda góðæri í landinu og engin raunveruleg viðfangsefni í póli- tíkinni - nema þetta hver verði varaformaður. Það mun setja mark sitt á landsfundinn. Vitað er að Geir Haarde mun gefa kost á sér og eins Sólveig Pét- ursdóttir, en þau eru bæði þing- menn Reykjavíkur. Björn Bjarna- son, sem einnig er þingmaöur Reykvíkinga, gefur ekki kost á sér. Hann vill leggja embætti varaformanns niður í staðinn. Ekki þarf að taka fram að formað- ur flokksins er úr Reykjavík og það var þess vegna sem Sturla hugsaði sig um, enda mikill þrýst- ingur af landsbyggðinni að fá hann í framboð. En Sturla gaf sig ekki þrátt fyr- ir álagið af þrýstingnum, en hann hefur hins vegar játað aö þetta hafi verið honum erfið ákvörðun, að gefa ekki kost á sér. Afar erf- ið og sýnir hversu íþyngjandi það er fýrir þing- menn að þurfa að hugsa sig um hvort þeir gefi kost á sér sem varaformenn þegar haft er í huga að laun þeirra eru rýr, að eigin mati. Áhyggjurn- ar eru nægilegar fyrir, þó ekki bætist á það álag sem fylgir því að gera það upp við sig hvort menn sækist eftir því að verða varaformenn. Hitt er annað að Sturla gefur í skyn, að hann geti vel hugsað sér að verða ráðherra, vegna þess að það er mikil þrýstingur á hann að gefa kost á sér til ráðherradóms, þannig að Sturla er undir miklu álagi. Þetta verfður erfiður tími sem fer í hönd eftir landsfund og kosningar í vor, að þurfa svo að taka ákvörðun um það hvort hann vilji verða ráðherra. Það er ekki von til þess að þingmenn hafi mik- inn tíma til að hugsa um pólitikina þegar þeir eru undir slíku álagi - annað hvort að hafna framboði til varaformanns eða samþykkja fram- boð sitt til ráðherradóms - sérstaklega ef menn eru í Sjálfstæðisflokknum og bera ábyrgð á lands- málunum. Þá er nokkur huggun í því að góðæri er til lands og sjávar og þingmenn Sjálfstæðis- flokksins og aðrir forystumenn geta einbeitt sér að því að leggjast undir feld til að ákveða hvað þeir vilji verða. Það er nóg álag þótt ekki bætist annað við. Raunar getur Sjálfstæðisflokkurinn þakkað Davíð og Guði (í þessari röð) að hann þarf ekki að tefja landsfundinn með miklum um- ræðum eða deilum um landsmálin. Davíð hefur nefnilega bjargað góðærinu og þjóðinni og hefur tekið fram að hann muni ekki skipta sér af því hver verður varaformaður, þannig að flokks- menn mega ráða því og það er ærið verkefni og mikið álag og annað verður að bíða á meðan. Dagfari Stuttar fréttir Alger slagsmál Gísli S. Ein- arsson segist ætla í alger slagsmál fyrir efsta sæti lista Samfylkingar- innar á Vestur- landi. Mikil bar- átta er fyrirsjá- anleg á milli kratans Gísla, kratans Hólmfríðar Sveinsdóttur og alþýðubandalagsmannsins Jó- hanns Ársælssonar. Dagm- greindi frá. Atlantsskip sigla áfram Dómstóll í Washington hefur gefið Bandaríkjaher leyfi til að láta Atlantsskip sigla áfram fyrir vamarliðið á Keflavíkurflugvelli þar til nýtt útboð hefur farið fram. Morgunblaðið greindi frá. Aukið eftirlit í tillögum nefndar sem falið var að gera tillögur um aðgerðir til að takmarka hrossaljölda og hrossabeit, er meðal annars lagt til að vægi gróðureftirlits verði aukið í núverandi búfjáreftirlits- kerfi og að veigamiklar breyting- ar verði gerðar á lögunum. Dagur greindi frá. Færri nefndir Þingmenn for- sætisnefhdar Al- þingis hafa lagt fram frumvarp sem gerir ráð fyrir miklum breytingum á störfum þings- ins. Þar er með- al annars kveðið á um styttri ræðutíma og fækkun nefnda. Morgunblaðið greindi frá. Engin áætlun Engin áætlun er til um þróun atvinnumála við Mývatn, ef svo færi að Kísiliðjan yrði lögð niður. Sveitarstjómin leggur allt kapp á að starfsemin haldi áfram, enda blasir við fólksflótti og tekjuhrun ef starfsemin leggst af. Dagur greindi frá. 10-11 á skrá Vöruveltan hf., sem rekur 10-11 verslanirnar, verður skráð á Verðbréfaþingi íslands í mars næstkomandi. Undirbúningur undir skráninguna stendur nú sem hæst. Morgunblaðið greindi frá. Úr bæjarstjórn Siguijón Magnússon, sem setið hefur í bæjarstjórn fyrir Ólafs- fjarðai'listann, hefur sagt sig úr bæjarstjóm. Sigurjón segir tíma sínum betur varið annars staðar en í bæjarpólitík. Við sæti hans tekur Gunnar R. Kristinsson. Dagur greindi frá. Afkomuviövörun ÍS íslenskar sjávarafurðir hafa sent frá sér afkomuviðvörun vegna rekstrartaps. Á seinni hluta ársins 1998 varð tap fyrir- tækisins mun meira en á fyrri huta ársins. Heildartapið gæti verið á bilinu 300 til 500 milljónir króna. Morgunblaðið greindi frá. Nýtt álver Stefnt er að undirritun viljayf- irlýsingar um álver hér á landi með fulltrúum Norsk Hydro í júní. Samingar gætu þá legið fyr- ir í haust og framkvæmdir hafist á næsta ári, að sögn Halldórs Ás- grímssonar utanríkisráðherra. RÚV greindi frá. Leiörétting I viðtali við Pétur Péturs- son, fyrrver- andi þul, var rússneski drengurinn, sem Hvíta stríðið snérist um, á einum stað kallaður „blindi drengur- inn“. Hann var ekki blindur held- ur haldinn sjaldgæfum augnsjúk- dómi, eins og raunar kom ffarn í viðtalinu. Beðist er velvirðingar á þessari rangfærslu. -sm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.