Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1999, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1999, Blaðsíða 23
I MÁNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1999 ^ j | i ■ i r 1 -1-1 ■ÍU. Jl/ijj1 . “ . x 4 t 31 Veiðileikir ótrúlega vinsælir: Sýndarsakleysingj- ar skotnir á færi Undanfarin misseri hefur ný teg- und leikja rutt sér til rúms um heim allan og hlotið gríðarlegar vinsæld- ir sem enginn leikjaáhugamaður hefði getað séð fyrir. Þetta eru svo- kallaðir „veiðileikir“ sem eru í raun veiðihermar þar sem spilarinn leik- ur veiðimann sem situr hreyfmgar- laus með byssu, boga eða veiðistöng og bíður eftir að einhver sýndarsak- leysinginn eigi leið hjá. Hljómar ekkert hræðilega spenn- andi, og samkvæmt öllum „alvöru" leikjaunnendum eru þetta ömurleg- ustu leikir sem hægt er að ímynda sér. Hræðileg grafik, ótrúlegt til- breytingarleysi og skemmtanagildi á við stillimyndina í sjónvarpinu. Leikjatímarit keppast líka við að skjóta leikina í kaf af sama mis- kunnarleysi og þeir sem þá spila murka lífið úr illa teiknuðum eftir- líkingum af mömmu hans Bamba. Nýr markhópur Hvers vegna í lífinu eru þá fjór- ir veiðihermar á meðal 20 vinsæl- ustu tölvuleikja síðasta árs? í raun eru ástæðurnar þrjár. í fyrsta lagi þá krefjast þeir ekki neins af tölv- unni þinni. Þeir þurfa lítið pláss og nær ekkert vinnsluminni, öfugt Steve Mann, prófessor við Toronto-háskóla, hefur gengið um íklæddur tölvum síðustu 15 árin. Það er þó ekki fyrr en nú síðustu misseri sem hann hefur getað gert það án þess að iíta út eins og vélmenni. Tengdasti maður í heimi: / . «1 Klæðir sig i tölvuna Mörgum finnst sjálfsagt að þeir séu stöðugt í góðu sambandi við umheim- inn um þessar mundir á tímum ferða- tölva og farsíma. Þeir komast þó ekki með tærnar þar sem Steve Mann hef- ur hælana. Mann gengur um með tölvuna sína vafða utan um líkamann og getur tek- ið á móti tölvupósti hvenær sem er með hjálp sérstakra gleraugna sem virka eins og tölvuskjár. Með sanni má segja að hinn kanadíski Mann sé tengdasti maður mannkynssögunnar. Mann, sem er prófessor við Toronto-háskóla, segir að þetta líti ef til vill hálfundarlega út, en hann er þess fullviss að eftir 20 ár þyki búnað- ur sem þessi ekkert tiltökumál. Hann segir að tölvur sem hægt sé að klæð- ast muni verða mikilvægar í framtíð- inni. „Þær munu veita okkur per- sónulegt öryggi, aukin tengsl við aðra Microsoft enn í vandræðum Réttarhöldin yfir Microsoft breyttu nokkuð um svip um miðja síðustu viku þegar verjendur tölvurisans hófu að kalla til vitni sem styðja eiga málstað fyrirtækis- ins i nokkrum af alvarlegustu mál- efnunum sem til umræðu eru við réttarhöldin. Þar með voru mynd- bandavandræði Microsoft að baki en vikán byrjaði á því að sækjend- urnir létu Brad Chase, aðstoðarfor- stjóra Microsoft, játa að hafa farið með rangt mál við vitnaleiðslur vik- una áður. Með því að búa til sitt eigið myndband sýndu sækjendur fram á að myndband sem Microsoft hafði áður sýnt var gallað og að Chase hafði ekki sagt rétt frá þegar hann var spurður nánar út í myndbandið. Þetta var þriðja skiptið á tveimur vikum sem Microsoft-menn lentu í vandræðum vegna myndbandasýn- inga sinna, eins og áður hefur verið sagt frá hér á tölvusíðunum. En það málefhi sem næst var á dagskrá voru ásakanir um að Microsoft hefði beitt tölvuframleið- endur þvingunum til að láta þá lúta vilja fyrirtækisins. Á miðvikudag var John T. Rose frá tölvuframleiðandanum Compaq í vitnastúkunni. Hann vildi meina að ákveðinn ágreiningur milli Microsoft og Compaq árið 1996 hafi orð- ið vegna mis- skilnings Compaqs og að Microsoft hefði ekki á neinn hátt hótað Compaq ólög- lega til að fá fyrirtækið til að lúta vilja sínum. Sækjanda tókst þó að fá Rose til að viðurkenna við réttarhöldin að tölvuframleið- endur væru í raun háðir Microsoft af því að ekki væri í raun hægt finna annan valkost á markaðinum. Einnig sýndi sækjandi minnis- blöð sem send höfðu verið innan- húss milli starfsmanna Compaqs. Þar lýsa þeir yfir áhyggjum sínum af „óeðlilegri beitingu Microsoft á einokunaraðstöðu sinni.“ Þetta kemur Microsoft að sjálfsögðu mjög illa því tvísýnt verður að telja hvort dómarinn trúir frekar vitnisburði Rose eða gögnum sækjandans hvað þetta varðar. og hjálpa okkur við að forðast auglýs- ingar,“ segir Mann. Mann hefur löngum haft það að áhugamáli að klæðast tölvum. Upp- haflega leit hann út eins og Borg-vél- mennin úr Star Trek-þáttunum, en i gegnum tíðina hefur honum tekist að þróa búnaðinn þannig að varla er hægt að greina það lengur að harrn sé gangandi heimilistölva. Búnaðurinn er nú allur innanklæða og hjálmurinn sem hann þurfti einu sinni að burðast með hefur nú vikið fyrir gleraugum sem líkjast venjulegum sólgleraugum. Þeir sem vilja kynnast Steve Mann betur ættu að kynna sér heimasíður hans. Þær eru á slóöunum http://wearcam.org, http://hi.eecg.toronto.edu/mann. html og http://wearcomp.org/ Táraðist þú líka þegar mamma Bamba dó? Hverju breytir það svo sem þeg- ar þú getur sýnt konunni þennan líka feng? Maður fær vatn í munninn ... við það sem segja má um „alvöru" tölvuleikina. Þeir heimta nefnilega að maður eigi allra nýjustu trylli- tækin á markaðnum til þess eins að geta látið sér detta í hug að kaupa þá. í öðru lagi þá eru veiðileikirnir hroðalega einfaldir og auðveldir í spilun. Maður þarf ekki að eyða klukkutímum í þjálfun áður en hafist er handa, það eina sem þarf er viljinn til að sitja hreyfingar- laus og stara á tóman skjáinn klukkutímum saman. í þriðja lagi kemur svo sú stað- reynd að fólkið sem kaupir leikina hefur engan áhuga á tölvuleikjum. Það hefur áhuga á veiðum. Hér er því kominn inn í tölvuleikjaheim- inn nýr og gríðarstór hópur al- mennings sem hefur ábyggilega ekki hugmynd um hvað Quake eða Warcraft er. í hinum ört vaxandi heimi tölvu- leikja verða harðir leikjaunnendur sennilega að sætta sig við innrás almennings á yfirráðasvæði þeirra og það er nær öruggt að hún verð- ur með þessum hætti. Ömurlega leiðinlegir leikir sem höfða til fjöldans verða settir á markaðinn á færibandi. Það er skelfileg tilhugsun. Fjölritaðu I og vertu snöggur að liví! John T. Rose, einn forráðamanna Compaq-tölvufram- leiðandans, yfirgefur réttarsalinn í síðustu viku eftir að hafa tai- að máli Microsoft. Duplo Qölritunarvélar hægt að tengja beint við tölvu (PC/Mac) eða skanna inn beint af frumriti. Hagkuæmar í rekstri Mikið úrval af pappírstæturum, plöstunarvélum, innbindivélum o.fl. Mjög fullkomnar og fljótvirkar vélar sem raða og hefta í horn en jafnframt einfaldar í notkun. Otto B. Arnar ehf. Ármúla 29 - Rvk. Sími 588 4699

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.