Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1999, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1999 Fréttir Stuttar fréttir r>v Norskir álfurstar finna fyrir kosningaskjálfta frá íslandi: Norsk Hydro ekki í framboði - til Alþingis íslendinga, segir Jostein Flo, upplýsingafulltrúi fyrirtækisins DV, Ósló: „Ég er farinn að fá á tUfinning- una að þetta álmál snúist aðallega um þingkosningar á íslandi. Við tökum ekki þátt í þeim kosningum," sagði Jostein Flo, upplýsingafúlltrúi Hydro Aluminium, þegar DV ræddi við hann í gær um bygginu álvers á íslandi. Hann vildi að öðru leyti ekkert segja um viljayfírlýsingu um bygg- ingu álvers, sem Halldór Ásgríms- son utanríkisráðherra segir að undirrituð verði í sum- ar, og ekki heldur um hvort framkvæmdir við nýtt álver geti hafist á næsta ári. „Það er enn unnið að undirbúningi þessa máls á sama hátt og gert hefur ver- ið nú um hríð. Þar hefur ekkert breyst, engin ákvörðun enn verið tekin og bara unnið að málinu eins og áður,“ sagði Jostein. Halldór Ásgrímsson. Hann staðfesti hins vegar að bygging álvers Hydro Aluminium á Trinidad væri nú í endurskoðun vegna þess að afkoma Norsk Hydro, móöurfyrir- tækis Hydro Aluminium, væri lakari nú í upphafi árs en vonir hefðu staðið til. Hagnaður síðasta árs var miklu minni en ársins áður og dregið verður úr fjarfest- ingum. Álverið á Trinidad var á undan íslandi í verkefharöðinni hjá Hydro Aluminium. „Álverð er nú lægra en verið hef- ur og fer enn lækkandi. Við vitum ekki hvert stefnir með álverðið en það hefur auðvitað áhrif á endan- lega ákvörðun," sagði Jostein. Hann taldi þó að minni verðsveiflur hefðu ekki áhrif á langtímaverkefni eins og bygginu og rekstur álvers. „Þetta er allt í skoðun og ekkert meira um málið að segja á þessu stigi,“ sagði Jostein. -GK Stórt snjóflóö féll úr Skollahvilft ofan Flateyrar: Garðarnir gerðu sitt gagn „Ég held að þetta sé mjög gott fyr- ir bæjarbúa, mikill léttir að sjá þetta með eigin augum hvað garðarnir gerðu. Sjá hvemig snjóflóðið steypist niður með garðinum. Án efa er þetta eina snjóflóðið sem er að þessu leyti fagnaðarefni," sagði Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður í gær- kvöldi. Hann var á heimili sínu, Sól- bakka við Önundarfjörð, nokkur hundruð metra frá flóðinu, en langt út úr flóðstefnu. Hann sagðist ekki hafa tekið eftir flóðinu fyrr en Vega- gerðin sagði honum frá því. Hann sagðist ekki sammála sjónvarpinu um að þetta heföi verið mikið snjó- flóð og efaðist um að það heföi náð niður að byggðinni. Einar sagði að þama hefði nákvæmlega það sama gerst og í tölvuhermum úti í Sviss, þar sást að vamargarðamir vom látnir taka við stórum flóöum og stóðust hverja raun. Samkvæmt heimildum fréttaritara DV á Isafirði, Harðar Kristjánssonar, var flóðið um 150 metrar breiðast en um 75 metrar þegar það fór yfir veg- inn og út í sjó. Þykktin á flóðinu var um 2 metrar og krafturinn það mikill að flóðið náði langleiðina að báta- höfninni. „Það er ánægjulegt að menn sjá að garðarnir gera sitt gagn,“ sagði Magnús Jóhannesson, ráðuneytis- stjóri umhverfisráðuneytisins og for- maður Ofanflóðanefndar, um snjóflóð sem féll úr Skollahvilft ofan Flateyr- ar. Nýir snjóflóðagarðar ofan Flateyr- ar beindu snjóflóðinu frá byggðinni og út i sjó. Magnús segir að snjóflóð- ið í gær hafi verið miklu minna en flóðið sem olli mannskaða fyrir rúm- um þremur árum. Garðamir sem staðið hafi með prýði séu hannaðir fyrir mun stærra snjóflóð. „Þetta undirstrikar að sérfræðing- ar og hönnuðir garðanna hafa unnið Rögnvaldur Bjarnason, íbúi í Hnífs- dal, stendur hér við brotinn glugga á bílskúr við Fitjateig sem snjóflóð náði að brjóta. DV-mynd H.KR Þéttbýli varnarearður Höfnin sitt verk með prýði,“ segir Magnús. Trausti Bjarnason vinnuvélaeig- andi var að vinnu við snjómokstur þegar honum bámst tíðindi af flóð- inu I gær. Hann fór þegar á vettvang og sá ummerki flóðsins. „Þetta var miklu meiri snjór 1995. Maður sér núna upp í Skollahvilft þar sem þetta hefur farið af stað, sér sprungumar og stálið þar sem þetta hefur átt upp- tök. Það hafa farið af stað heljarmikl- ir flekar en miklu minni en fyrir fjór- um árum,“ sagði Trausti. Stefna snjóflóðsins var hin sama og þegar það féll á byggðina með hörmulegum afleiðingum. Núna tóku garðamir við flaumnum, þannig að hann lak með fram þeim og skipti snarlega um átt frá bænum. Snjórinn leitaði niður að uppfyllingu í útjaðri bæjarins, fór þar yflr veginn og lagði að velli eitt umferðarskilti þar sem 30 kílómetra hámarkshraði er boðaður og steyptist í lónið. Garðamir stóðust vel við þessar aðstæður. „Þótt það kæmi annað flóð jafnstórt á morgun, þá mundi það ekki skipta máli. Það hraukaðist ekk- ert upp við garðinn, þeir eru gjör- samlega friir, þannig að næsta flóð mundi ekki fljóta yflr eins og menn hafa kannski verið að óttast," sagði Trausti Bjamason. í dag er ætlunin að menn frá Veð- urstofunni komi til bæjarins. Þeirra bíður það verkefni að mæla flóðið upp og áætla gagnsemi garðanna. Fyrir þá er flóðið stór frétt þar sem þeir geta hugsanlega fengið staðfest- ingu á hvaða gagn garðarnir gerðu. „Ég gæti vel ímyndað mér að þetta flóð hefði getað náð alla vega þangað sem Esso-skálinn stóð, jafnvel að byggðinni, en auðvitað er það getgáta ein, sem enginn getur sannað,“ sagði Trausti Bjarnason. - JBP/rt Tvö snjóflóð í Hnífsdal - annað féll yfir grunna tveggja húsa sem flutt höfðu verið í burtu í gær féllu snjóflóð bæði úr Búðargili og Traðargili í Bakka- hyrnu í Hnífsdal. Flóðið úr Traðargilinu féll nið- ur yfir grunna tveggja húsa efst við Fitjateig sem flutt höfðu verið á brott. Þá tók það með sér skúr sem stóð þar fyrir ofan og hræ af olíubíl. Flóðið fór niður að húsi sem stendur norðanvert við Fitja- teig og braut þar glugga í bílskúr. Snjóflóð úr Búðargili féll í átt að Brekkuhúsi og að hesthúsa- byggð sem er fyrir neðan gilið. Náði það að gafli eins hesthússins og fór snjór þar inn án þess þó að skemmdir yrðu verulegar. Þessi flóð munu vera þau stærstu sem komið hafa í Hnífs- dal síðan 1947. Annað þeirra féll eins og áður sagöi niður að íbúða- byggð sem keypt var upp af Ofan- flóðasjóði. Búið er að flytja mörg húsanna í burtu og líklegt er að nýr golfskáli ísfirðinga, sem nú stendur i Tungudal og stóð efst við Fitjateiginn, hefði skemmst verulega í flóðinu sem féll í gær. -HKr. Friðun í hættu Ef áætlanir um Norðlingaölduveitu ná fram að ganga munu 10% Þjórsár- vera fara undir vatn. Þá munu Þjórsárver fara af skrá yflr alþjóðleg vemdarsvæði. Þetta kom fram í máli Kristins Hauks Skarphéðins- sonar fuglafræðings á fundi Skot- veiðifélags íslands. RÚV greindi frá. Námið arðbært Nýnemai- við Háskóla íslands hefla nám af hagsýni frekar en hug- sjón. Bæði kyn telja námið arðbæra fjárfestingu. Háskólanemar telja að arðsemin verði um 12%. Morgun- blaðið greindi frá. Slitinn strengur Sæstrengurinn Cantat-3 slitnaði fyrir utan Færeyjar um hálfflmm- leytið í gærmorgun. Samband við Ameríku er samkvæmt venju en gervihnattasamband er við Evrópu. Búist er við því að viðgerðum við strenginn ljúki um 10. mars. RÚV greindi frá. Léleg vertíð Loðnuvertíðin hefur valdið vem- legum vonbrigðum. Loðnufrysting hefúr gengið illa enda þykir loðnan of smá fyrir Japansmarkað. Morg- unblaðið greindi frá. Engin boð Boðkerfl Landssímans bflaði klukkan flmm í gærmorgun og var ekki komið í lag þegar blaðið fór í prenhm. Ástæðan er bilun í móður- tölvu. Ekki er hægt að taka á móti og senda skilaboð til símboða. Deil- ur era um hvort Landssiminn hefur sinnt upplýsingaskyldu sinni. RÚV greindi frá. Óréttmæt gagnrýni Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmað- ur segir gagnrýni ASÍ og Eflingar á frumvarp tO skaða- bótalaga óréttmæta og telur brýnt að frumvarpið verði samþykkt. Morg- unblaðið greindi frá. Rækjuvinnslu hætt Rækjuvinnslu á vegum Samheija á Ilalvik hefúr verið hætt. Ekki er hægt að spá um hvenær vinnsla hefst að nýju. Þetta er mikið áfafl fyrir atvinnulíf á Dalvík. Stöð 2 greindi frá. Uppgangur á Höfh MikOl uppgangur er í atvinnulif- inu á Höfn í Homafírði og kemur það meðal annars fram í mOdum ný- byggingum. Fyrirtæki em ýmist að byggja yfir sig ný hús eða flytja í annað. Flatarmál nýbygginga á Höfti er um 7000 fermetrar. Stöð 2 greindi frá. Farþegum fjölgar Farþegum í mOlOandaflugi flölg- aði um 127 þúsund á mOli áranna 1997 og 1998. Alls vora farþegamir 1.250 þúsund talsins. JaftigOdir þetta 820 ferðum á ári eða rúmlega tveim- ur ferðum á dag með 150 farþega þotu aflan ársins hring. Bætt innheimta Breyttar aðferðir hjá tollstjóran- um í Reykjavík skOuðu 650 milljón- um tO rfldsins. Fjámámsbeiðnum hjá embættinu hefur fækkað um helming og gjaldþrotaskiptabeiðn- um um þriðjung. Morgunblaðið greindi frá. Ofþensla greinileg Margir fjármálasérfræðingar segja merki um ofþenslu greinfleg í islensku efnahagslífi. Forsætisráð- herra segir marga fara óvarlega í yf- irlýsingum og styðjast við gömul fræði. RÚV greindi frá. Tæknilega tilbúnir Friðrik Sophus- son, forstjóri Lands- virkjunar, sagði í viðtali við Reuters- fréttastofuna að fyr- irtækið væri tækni- lega tflbúið að tvö- falda raforkufram- leiðslu fyrir árið 2007. Morgunblaðið greindi frá. -sm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.