Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1999, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EVJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aöstoöarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaóaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVÍK, SfMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds. r Islensk umhverfisforysta íslendingar eru að gera það sem umhverfissinar um allan heim hafa látið sig dreyma um. Á þennan hátt kynnti norska stórblaðið Aftenposten framtíðaráform hér á landi, í kjölfar þess að í síðustu viku var kynnt nýtt hlutafélag, íslenska vetnis- og efnarafalafélagið hf. Félag- ið mun kanna möguleika á notkun vetnis og eldsneytis sem unnið er úr vetni, á kostnað innfluttra orkugjafa; olíu og bensíns. íslandi verður breytt í tilraunastöð fyrir umhverfisvæna vetnisbrennslu, að sögn Aftenposten, og í fyrirsögn fréttarinnar sagði: „íslensk umhverfisfor- ysta“. Umhverfismál fá sífellt aukið vægi og liðin vika er gott dæmi um slíkt. Mesta athygli vakti samstarfssamningur- inn um nýtingu vetnis til að knýja farartæki á láði og legi. Þar koma að verki íslensk fyrirtæki og stofnanir sameinuð í nýju fyrirtæki, Vistorku hf., sem mun leggja sitt af mörkum í samstarfi við erlend stórfyrirtæki, Daimler-Chrysler, Shell International og Norsk Hydro. í samstarfssamningi er kveðið á um að ísland verði vett- vangur til að prófa nýja tækni sem er að ryðja sér rúms meðal bílaframleiðenda og orkufyrirtækja. Vetnistæknin er spennandi þótt enn sé nokkru dýrara að reka vetnisknúið farartæki en hefðbundin. íslending- ar þurfa að vera undir það búnir að söðla um í eldsneyt- isnotkun, leyfi aðstæður það. Þá gætum við hugsanlega fullnægt eigin þörfum fyrir eldsneyti og stuðlað með þeim hætti að vistvænum samgöngum. Við þekkjum slík umskipti af eigin reynslu þegar skipt var frá olíukyntum húsum yfir í kyndingu frá hitaveitum og að hluta raf- kyndingu húsa. En fleiri umhverfismál bar hátt í liðinni viku. Allmörg fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavíkurborg og samtökin Gróður í landnámi Ingólfs hafa sameinast um endurvinnslu lífræns úrgangs sem nýttur verður til að græða örfoka land á höfuðborgarsvæðinu. Skil 21 er heit- ið á verkefninu. í því samstarfi hafa fyrirtækin skuld- bundið sig til að flokka úrgang sem til fellur og skila lif- rænum hluta hans. Honum verður breytt í svokailaða moltu, sem er frjósamur jarðvegur. Með því að jarðgera sorpið dregur mjög úr urðun þess og þannig minnka gróðurhúsahrif af mannavöldum. Borgin leggur sitt af mörkum í þessum efnum og vill með því móti festa Reykjavík í sessi sem hina vistvænu höfuðborg í norðri. Að lokum skal nefna merka ráðstefnu um helgina á vegum Skotveiðifélags íslands um áhrif virkjana á heiða- gæsastofninn. Þar kom fram að þær áætlanir eða hug- myndir sem ógna stofninum mest, eru annars vegar Norðlingaöldulón og hins vegar Eyjabakkalón. Verði af framkvæmdum mun Norðlingaöldulón sökkva hluta af Þjórsárverum, sem er stærsti varpstaður heiðagæsa í veröldinni. Eyjabakkalónið mun hins vegar sökkva Eyja- bökkunum, sem er stærsti fellistaður heiðagæsanna hér á landi. Allt sýnir þetta að landsmenn eru betur og betur að átta sig á þýðingu umhverfismála. Þau verða án efa burð- ar málaflokkur á nýrri öld. Þar hefur sumt verið gert vel að undanfórnu, en margt er ógert. Fáir hafa betri tæki- færi en við, en þau tækifæri verður að nýta. Umhverfis- forysta sem aðrir sjá hér má ekki vera orðin tóm. Henni fylgir meðal annars sú ábyrgð að rannsaka gaumgæfi- lega fyrirhugaðar virkjunarframkvæmdir á hálendinu og sjá til þess að þeim fylgi ekki óbætanlegur skaði á landi og lífríki. Jónas Haraldsson .Verðmæti þorsks sem fleygt er í sjóinn er nú um stundir talið hlaupa á milljörðum, Glórulaus skynsemi Kjallarinn Pétur Gunnarsson rithöfundur krassandi köflum skóla- bókanna. Sögur af glórulausu brottkasti afla aftur í sjóinn til að koma sem best út úr kvótanum. Sögur af sjávarplássum þar sem lífið hangir á þeim blá- þræði að kaupa aðflutt- an afla um langan veg í stað þess að veiða þann fisk sem spriklar i sjón- máli. Og grátbrosleg er saga sjómanns í Morgunblað- inu 11. febrúar sl. sem átti einhver tonn af ýsu- kvóta og lagði net á al- kunnri ýsuslóð en nú bar svo við að netin fylltust af þorski sem „Þessa dagana getur aö líta á síðum dagblaðanna frásagnir sem í engu standa að baki mest krassandi köflum skólabókanna. Sögur af glórulausu brottkasti afla aftur í sjóinn til að koma sem best út úr kvótanum Það mun vera regla að lifið, eins og ríkjandi hags- munir vilja hafa það hverju sinni, klæðist jafnan holdi skynseminn- ar, sama hversu fá- ránlegt það er. Við munum eftir því í sögubók barnaskól- ans hvað okkur blöskraði einokun- arverslunin og frá- sagnir af farsa- kenndum verslun- arháttum þegar danskir kaupmenn fengu að skipta á milli sín verslunar- kvóta landsins og síðan þurftu lands- menn að sækja langar leiðir, jafn- vel í aðra lands- hluta, eftir lífs- nauðsynjum og voru rassskelltir opinberlega ef þeir freistuðust til að versla nær sér. Við botnuðum ekkert í því hvað fólkið gat verið vit- laust og enn skrýtnara að þetta fyrirkomulag skyldi hafa verið holdi klædd skynsemi í 175 ár og þeim fáu sem andæfðu óðara gert að leysa niðrum sig eða lemja sig á munninn. Dæmin ganga aftur En þessa dagana getur að líta á síðum dagblaðanna frásagnir sem í engu standa að baki mest veslings maðurinn þurfti að henda útbyrðis kvótalögum samkvæmt og þannig gekk margar rennur þangað til honum leiddist þófið og sigldi með aflann í land og seldi á fiskmarkaði. Að sjálfsögðu leið ekki á löngu þar til honum barst bréf frá Fiski- stofu þar sem krónurnar (30 þús- und) voru gerðar upptækar og bætt við 50 þúsund króna sekt fyr- ir að hafa komið með þorskinn til hafnar í stað þess að fleygja hon- um boðleið í sjóinn, eins og bein- ast lá við! Stjórnskipuð einokun Verðmæti þorsks sem fleygt er í sjóinn er nú um stundir talið hlaupa á milljörðum. Núverandi fiskveiðistjómun er því ekki að- eins hrópleg misskipting þjóðar- auðsins heldur glórulaus sóun á verðmætum. Og gefur auk þess langt nef yfirlýstu markmiði sínu um „vemdun fiskistofna". Um það bil sem einokunarversl- unin hafði rústað mannlífi í land- inu og þústað þjóðina til lang- frama sendi danska stjórnin sænskan „efnahagssérfræðing", F.W. Hastfer barón, til að gera út- tekt á ástandi landsins og tillögur um úrbætur. Niðurstaða hans var þessi: „Vöntun á efnamönnum eyðileggur ísland, ef nokkrir ríkis- menn stunduðu fiskveiðar af afli mundi af því spretta alls konar at- vinna fyrir alþýðu manna“ (Þor- valdur Thoroddsen, Landfræði- saga íslands II, bls. 250). Þetta var árið 1757. En það var ekki fyrr en 1983 sem kerfið komst í gagnið og hef- ur á 15 árum skilað umtalsverðum árangri: hér er óvéfengjanlega komin upp litil en voldug stétt efnamanna í skjóli stjómskipaðrar einokunar á fiskveiðum. En hvað varðar „alls konar atvinnu fyrir alþýðu manna“ væri fróðlegt að heyra álit almennings í sjávar- plássum, til dæmis á Breiðdalsvík, sem þessa dagana er í þann mund að flosna upp með manni og mús. Pétur Gunnarsson Skoðanir annarra Reykingar og ríkið „Ekki skal hér dregið úr nauðsyn þess að frjáls fé- lagasamtök séu styrkt af almannafé til að herjast gegn útbreiðslu reykinga. En þar verður að gæta hófs - og alls ekki má leggja málið þanig fyrir að reykingar fólks séu á ábyrgð ríkisvaldsins (!). Ábyrgðin hlýtur náttúrlega að liggja hjá einstakling- unum...Fólk reykir einfaldlega vegna þess að reyk- ingarnar hafa jákvæð áhrif á líðan þess og tekur vit- andi vits áhættuna sem kann að fylgja miklum reyk- ingum. Það er réttur þess í frjálsu þjóðfélagi og okk- ur, sem ekki reykjum, ber að virða þann rétt.“ Jakob F. Ásgeirsson í Mbl. 18. febr. Fullur sjór af hvölum Að hægt sé að samræma hagsmuni hvalveiða og ferðaþjónustu? „Það er ekki útilokað. En gangan gæti orðið erfið, því hvalaskoðun fer ekki saman við veiðarnar sjálfar. Að minnsta kosti er ekki hyggilegt að hvalveiðar yrðu stundaðar á sömu miðum og haldið er á með ferðamenn í hvalaskoðun. Langtíma- markmið hlýtur að vera sjálfbær nýting allra nytja- stofna sjávar þannig að jafnvægi haldist í lífkeðj- unni. Slíkt hlýtur líka að fara saman við langtima- hagsmuni ferðaþjónustu, því henni er ekki í hag að ekkert séu nema hvalir í sjónum hér við land.“ Reinhard Reynisson í Degi 18. febr. Evrópumálin á dagskrá „Ég spái því að Bretland, Danmörk og Svíþjóð hefji þátttöku í EMU-samstarfinu fyrr en flesta órar fyrir.Það versta sem við getum lent í er að láta þessa þróun alla fara framhjá okkur án þess að gera neitt til þess að vera viðbúin afleiðingunum. Fyrir mér er augljóst að aukin nálgun íslensks atvinnu- og efnahagslífs við ESB er nauðsynleg. Mér sýnist Evrópustefna stjórnvalda á síðustu árum hins vegar hafa falist í því að hafa Evrópumálin ekki á dagskrá. Við það verður ekki unað öllu lengur. Við verðum að ræða þessi mál opið og heiðarlega út frá eigin þörfum og forsendum. Við verðum að ákveða sjálf hvert við ætlum að fara.“ Ari Skúlason i Mbl. 19. febr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.