Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1999, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1999 19 Fréttir Sænskt fýrirtæki á Krókinn DV, Skagafirði: Áætlað er að sænska fyrirtækið ClicOn flytjist frá Svíþjóð til Sauð- árkróks í byrjun mars og muni hefja framleiðslu upp úr miðjum mánuðinum. Það hefur áður komið fram að starfsemi fyrirtækisins byggist á að sauma símahulstur úr leðri og er talið að það getið skap- að 10-12 störf þegar starfsemin verður komin í fullan gang á Króknum. Að sögn Orra Hlöðverssonar, stjómarformanns ClicOn hf. á ís- landi, hafa verið ráðnir þrír starfs- menn. Þeir eru nú erlendis að kynna sér ýmislegt sem lýtur að starfseminni. Framleiðslustjóri hefur verið ráð- inn og er það Sigríður Gísladóttir. Framkvæmdastjóri kemur frá Sví- þjóð og verður búsettur hér, jafnvel í þrjú ár samkvæmt samkomulagi sem gert var jafnhliða flutningum hingað. ClicOn mun verða til húsa þar sem áður var saumastofan Vaka á Sauðárkróki. Hún hætti starfsemi á síðasta ári. -ÖÞ Titringur í Reynisfjalli DV, Vík: Það er afltaf vinsælt hjá Mýr- dælingum - og reyndar fleiri Is- lendingum - að fara niöur í Reyn- isfjöru við Vik á góðviðrisdögum, líka þótt eitthvað hvessi, og njóta þeirrar náttúru sem þar er, hvort sem það er í fjöruborðinu, á sand- inum, í fjallinu, eða hins mikla útsýnis sem er til allra átta, með Mýrdalsjökul og Eyjafjallajökul yfir öllu. Náttúran þar er lika fjöl- breytileg. Nýlega hrundi stór fyfla úr Reynisfjalli niður í fjöruna, svo mikil að nokkrir íbúar í Vík heyi'ðu dynkinn og fundu titring- inn sem fylgdi. -NH Grunnskólinn í Hveragerði: Fjölhæfir tíundu- bekkingar DV, Hveragerði: Að kvöldi öskudags efndu 10. bekkingar grunnskólans í Hvera- gerði til skemmtunar í hátíðasal skólans. Þar fór fram glæsileg keppni nemenda um flottustu hár- greiðsluna og síðan var haldin tisku- sýning þar sem bestu módelin voru valin. Keppendur í hárgreiðslu, sem voru af báðum kynjum, greiddu sér ýmist sjálfir eða fengu vini sina tfl þess, en hárgreiðslan var öfl hin fag- mannlegasta. Ekki síðri var framkoma módel- anna sem þarna sýndu síða kjóla og báru sig ekki síður en margt fagfólk í „bransanum". Kjólana, sem stúlkumar klæddust, hönn- uðu þær ýmist og saumuðu sjálfar eða fengu lánaða. Þetta er í fyrsta skipti sem sýn- ing eða keppni af þessu tagi hefur verið haldin í grunnskólanum. Hugmyndin var alfarið 10. bekk- inga og framkvæmd skemmtunar- innar að langmestu í þeirra hönd- um. -eh Reynisfjara. DV-mynd Njörður Restaurant ýNightclub PÓRS^G^FÉ BRAUTARHOLTI 20 SÍMI 552 8100 www.thorscafe.com kynnir: Föstudaginn 26. febrúar íslandsmeistarakeppnin í erótískum dansi 1999 Fjórréttuð máltíð með vlni, kr. 6.950 Grafinn lambavöðvi með rúsínusósu. Grilluð risahörpuskel og humar með saffransósu Nautalundir með rauðvínssósu og gratíneruðum jarðeplum. Erótísk endalok. Sérvalið eðalvín með hverjum rétti. Húsið opnað kL 19-00. Tekið verður á móti gestum með fordrykk. Borðhald hefst kl. 20.00. Keppnin sjálf hefst kl. 22.45 stundvíslega. Sent út á Sýn og Mono í beinni Kynnir: Rósa Ingólfsdóttir Veislustjóri: Ólafur Már Jóhannesson Borðapantanir í sima 552 8100. DV, Dalvík: Snæfefl hf. var rekið með um 380 milljóna króna tapi á síðasta rekstr- arári, frá 1. janúar-31. ágúst 1998. Samkvæmt reikningum félagsins var brúttóvelta á tímabilinu 2,4 mifljarð- ar króna en að frádregnum innbyrð- isviðskiptum nam veltan 1,9 milljörð- um króna. Óregluleg gjöld námu 83 milljónum og er þar fyrst og fremst um að ræða niðurfærslu hlutabréfa þannig að tap af reglulegri starfsemi félagsins nam tæpum 298 milljónum króna á rekstrarárinu. Afkoma einstakra eininga innan felagsins var nokkuð ólík. Rekstur frystihúss á Dalvík gekk vel og einnig útgerð isfisktogarcmna Björg- úlfs og Kambarastar. Hins vegar varð mjög mikið tap af flestum öðr- um þáttum í rekstri félagsins. Þetta kom m.a. fram á nýafstöðnum aðal- fundi Snæfells hf. Þar kom einnig fram að heildartap af landvinnsl- unni varð um 145 milljónir króna. Mesta tapið varð af rækjuvinnslu fé- lagsins í Ólafsvík, um 112 milljónir króna. í Sandgerði varö um 50 millj- óna króna tap í Hrísey var verulegt tap, u.þ.b. 32 milljónir króna. Rekst- urinn þar var endurskipulagður sl. haust og er enn til skoðunar. Mestur hagnaður varð hins vegar hjá frystihúsinu á Dalvík, 52 millj- ónir króna. Tap varð af útgerðinni í heild að upphæð 67 mifljónir króna. Það stafar mest af þvi að skip félags- ins voru mjög mikið frá veiðum vegna breytinga og viðhalds og einnig hve rækjuveiði á heimamið- um gekk illa. Við því var brugðist með því að selja togarann Má án aflaheimilda. Á yfirstandandi kvótaári eru afla- heimildir meiri en áður og því ekki þörf á því að leigja aflaheimildir. í máli Magnúsar Gauta Gautason- ar stjórnarformanns kom fram aö að tækjust fyrirætlanir sem unnið væri að væri fyrirtækið komið í mjög vænlega stöðu, eingöngu í veiðum og vinnslu á bolfiski á Dal- vík, í Hrísey og á Stöðvarfirði. Bol- fiskvinnslan hentaði fyrirtækinu best og þar væri mest þekking og reynsla fyrir hendi. Hluthcifar í Snæfefli í árslok voru 119. Þrír stærstu voru KEA hf. (92,62%), Hlutabréfasjóðurinn íshaf hf. (2,19%) og Olíufélagið hf. (1,29%). í stjórn sitja: Eiríkur Jóhannsson stjómarformaður, Rögnvaldur Skíði Friðbjömsson, Guðný Sverrisdóttir, Ragnar Bogason og Bjami Aðal- steinsson. -hiá Skrautlegir búningar og hárgreiðsla. DV-mynd Eva 380 milljóna króna tap hjá Snæfelli - en gert ráö fyrir hagnaöi á þessu rekstrarári

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.