Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1999, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 25. FEBRUAR 1999 Mataigerðarlist við afhendingu DV-verðlauna á Hótel Holti í dag: mart og bragðgott wnmng Þeir sem fylgjast með afhendingu Menningarverðlauna DV frá ári til árs eru orðnir vanir því að geta bætt einu framandi nafni úr sjó- kindafansinum við ís- landsstrendur í safnið sitt á ári hverju. Upp- í forrrétt verður ofnbökuð eldis- lúða með frönsk- um sveppum og Ijósgrænni kórf- andersósu. áhaldsnöfnin frá umliðnum árum gætu til dæmis ver- ið geirnyt eða rottu- fiskur, skötukjaftur, svil, hámeri, berhaus - eða bað ailrabesta: rauðu sæeyrun sem snædd voru i veislunni á Hót- el Holti 1996. Nú er annar uppi, eins og sagt er. Sjókindurnar sem bomar verða á borð í ár bera nöfn sem allir kannast við: lúða og túnfiskur. Við spurðum yflrmat- reiðslumeistara Hótel Holts, Há- kon Má Örvars- son, hvað hann ætlaði að gera við þessa fiska til að þeir verði spenn- andi matur fyrir gesti DV í dag þegar Menningar- verðlaunin verða afhent. Eldislúða með svepp- um og ljós- grænni kóríand- ersósu „Já, það er rétt að í forréttinn höfum við fundið eldislúðu frá Fiskeldi Eyja- fjarðar sem var stærsti seiðafram- leiðandi lúðu í heimi í fyrra, með um 40% af heimsframleiðsl- unni,“ segir Há- kon Már. „Þetta er miili- stærð af lúðu, mjög þykk, og ég Hákon Már örvarsson ætla að skera matseðlinum. hana í þynnur og raða henni saman með papriku og ostrusveppum á milli laga. Þegar það er komið saman kreisti ég sítrónusafa yfir og set rifna svarta jarð sveppi frá Frakk- landi yfir hana, pensla með ólífu- Túnfiskur með gulrótar- vinaigrette „Þá er það aðalrétt- urinn,“ segir Hákon Már. „Hann verð- ur íslenskur túnfiskur." Blaðamað- ur undrar sig nokkuð á að tún- fiskur skuli synda í ís- lenskum sjó, en Há- kon segir tcdsvert um hann þar, við höfum bara aldrei gert út á hann. „Japanir voru að veiða hann alveg upp undir íslenskri landhelgi þannig að eitthvað er af honum. En lands. Svo flækist hann til íslands.“ Aðalrétturinn verður sem sagt önnur kinnin á risatúnfiski sem flæktist í net- in hjá Skagamönnum, en hvernig verð- ur hann matreiddur? „Ég ætla að skera hann í ferkantaðar steikur og pensla hann með sætri sojasósu, velta honum upp úr sesam- fræjum og steikja hann létt í smjöri á öllum köntum þangað til hann verður „medium-rare“,“ segir Hákon Már. „Meðlætið með honum verður gulrótar- vinaigrette með mauk- uðum íslenskum gul- rótum, humarsoð- kjarna til að styrkja fyllinguna i bragðinu, sítrónusafa, salti og pipar og jómfrúarólífu- olíu. Þetta er milt og hreint til að túnfiskur- inn njóti sín sem best. Með þessu verður kart- öflumauk með æti- þistlabitum - mjög gott! Ofan á set ég blöðin af ætiþistlimum, söxuð og soðin í hvitvíni og kjúklingasoði í klukkutíma við afar vægan hita svo að þau verði meyr og fin. Ætiþistil- hjartað er meyrt eftir miklu styttri suðutíma, það bita ég í kart- öflumaukið. Loks verður með þessu ferskur sperg- ill, eldaður í smjöri með söx- uðum skalott- lauk.“ Hákon Már hefur iðulega áður komið við matreiðslu fyr- ir þennan róm- aða hádegis- verð en þetta er í fyrsta sinn sem hann er ábyrgur fyrir matreiðslunni. Ekki var á hon- yfirmatreiðslumeistari á Holti, ber nú í fyrsta skipti ábyrgð á verðlauna- DV-myndir ÞÖK Aðalrétturinn er risatúnfisk- ur sem flækt- ist í net hjá Skagamönn- um, steiktur og borinn fram með kartöflu- mauki með æti- þistlabitum og gul- rótarvinaigrette. olíu og baka skammtana í ofni. Með þessu ber ég fbam ljósgræna kóríandersósu sem gerð er úr jurtinni sjálfri, ekki fræj- unum. Ég mauka jurtina vandlega út í sósrma mína sem er byggð upp úr hvitvíni, fisksoði og rjórna." hann syndir djúpt og er mjög stór. Þessi risaskepna, sem við fengum frá Akranesi núna, flæktist bara i netið hjá ' sjómönnun- um.“ Hákon les upp úr bók- inni ís- lenskir fiskar fróðleik um tún- fisk þar sem segir meðal annars að hann verði fjórir metrar og 700 kíló. Þetta er bara önnur kinnin á hon- um sem við þurfum ofan í 40 manns!“ segir Há- kon og hlær. „Hann hrygnir í Miðjarð- arhafinu en heimkynni hans eru líka í Svartahafi og Norðaustur-Atlantshafi, frá Azoreyjum og Kanaríeyjum til ír- imi að heyra að hann kviði neitt fyrir því. Þegar blaðamaður spurði hvort þetta væru ekki fremur óspennandi fiskar mið- að við fyrri ár tók hann það óstinnt upp. „Þetta er fínn matur með áhugaverðu bragði og spennandi fram borinn. Smart og bragðgott!" Með fiskréttunum verður drukkið Rosemont Semillon Chardonnay hvítvín frá Hunterdalnum í Nýju Suður-Wales í Ástralíu. Það er aðeins sett á eik í 2-4 mánuði, í því er góð fylling, jafnvægi á sýru og þægilegt eftirbragð sem endar í himangi. Fyrir matinn er að venju drukkið Tio Pepe sérrí; þurrt, létt og líflegt vín frá Spáni. Og portvínið sem borið er fram eftir matinn er Niepoort Late Bottled Vintage Port 1992, sett á flösku 1996. Þetta er klassískt, djúpt og kraftmikið portúgalskt portvín, framleitt af fimmtu kynslóð Van der Niepoort-fjölskyldunn- ar. G-moll í Garðabæ Á tónleikum í Kirkjuhvoh við Vídalínskirkju í Garðabæ á laugardaginn kl. 17 munu Guðný Guð- mundsdóttir, Helga Þórarinsdóttir og Gunnar Kvaran flytja píanókvartetta eftir Mozart og Brahms ásamt pí- anóleikaranum Gerrit Schuil, listrænum stjómanda kammertónleikaraðarinnar sem Menningarmálanefnd Garðabæjar stendur fyrir. Tónleikarnir hefjast á píanó- kvartett í g-moll KV 478 sem Mozart samdi í Vínarborg árið 1785, um sama leyti og hann vann að Brúðkaupi Fígarós. Sið- ara verkið á efnisskránni er pí- anókvartett í g-moU opus 25 eftir Johannes Brahms. Miðasala er opin í Kirkjuhvoli við Vídalinskirkju í Garðabæ milli kl. 16 og 17 á tónleika- daginn. Umhverfis jörðina „Umhverfis jörðina" er yfirskrift tónleika Skólakórs Kársness sem verða í Salnum í Kópavogi á sunnudagskvöldið kl. 20.30. Tón- leikarnir eru hluti af tónleikaröðinni Tíbrá sem Kópavogsbær stendur fyrir. Þar verða flutt um 30 lög frá 25 löndum sem mörg hver hafa ekki áður verið sungin hér á tónleik- um, allt frá lögum frambyggja í Ástralíu til nýrra íslenskra kórlaga. Drengjakór Kárs- nesskóla syngur ameríska kúrekasöngva, Guðrún S. Birgisdóttir leikur á flautu og strengjasveit skipuð ungum kórsöngvurum leikur með í einu verki. í Skólakór Kársness eru rúmlega 60 félag- ar á aldrinum 10-16 ára en í drengjakóram syngja um 30 hressir strákar. Stjórnandi er Þórunn Björnsdóttir og Marteinn H. Frið- riksson leikur undir á píanó. Miðasalan verður opin tónleikadaginn frá kl. 14.00, s. 570-0404. Grieg og Beethoven Fimmtu og síðustu tónleikar Kammermúsíkklúbbs- ins á þessu starfsári verða í Bústaðakirkju á sunnu- dagskvöldið kl. 20.30. Þá leika Auður Hafsteinsdóttir 1. fiðla, Greta Guðnadóttir 2. fiðla, Guðmundur Krist- mundsson lágfiðla og Bryndís Halla Gylfa- dóttir knéfiðla tvö verk, Strengjakvar- tett í g-moll op. 27 frá 1878 eftir Edvard Grieg og Strengjakvartett í a-moll op. 132 frá 1825 eftir Ludwig van Beet- hoven. Árið eftir að Beethoven samdi 9. sinfóníuna (op. 125) veiktist hann hast- arlega og þótti horfa þunglega um líf sitt. En hann náði sæmilegri heUsu og tók þá tU við að semja strengja- kvartetta sem hann hafði ekki gert um árabU. Þar losar hann um hefð- bundin form og beitir óvenjulegum samhljómum sem sumir samtíma- menn hans töldu vera afleiðingu af heyrnarleysi hans en nútímamenn láta sér vel )íka. Þýskur kvartett lék opus 132 hjá Kammermús- ikklúbbnum árið 1978 en ekki munu íslenskir tónlist- armenn áður hafa flutt hann á opinberum tónleikum hér á landi. Norðurljós á heimsmeistaramóti Sinfónían Norðurljós eftir Pál Pampichler Pálsson veröur frumflutt á hátíðartónleikum Heims- meistaramóts í norrænum greinum skíðaí- þrótta í Austurríki í dag. Páll hefur búið og starfað á íslandi um áratugaskeið en hann fæddist í Graz í Austurríki og þótti forsvars- mönnum mótsins hann góður samnefnari fyr- ir norðrið sem keppnin kennir sig við og landið þar sem hún er haldin. Heimsmeist- aramótið er haldið annað hvert ár og dregur að sér fjölmenni auk þess sem milljónir fylgj- ast með því í fjölmiðlum. Það er mikill heið- ur fyrir Pál að vera beðinn að semja verk fyr- ir þessa virtu íþróttakeppni. Tónleikarnir verða í kvöld kl. 20 að staðar- tíma í Dachstein-Tauernhalle í Schladming. Auk Norðurljósa verða flutt verk eftir Mozart og Grieg. Sinfóníuhljómsveitin í Graz leikur og stjómandi er Arild Remmereit frá Noregi. Ketilssaga í Iðnó Hin bráðsnjalla sýning Helgu Amalds á sinni eigin Ketilssögu flatnefs, sem framsýnd var í Tjarn- arbíó fyrr í mánuðinum, verður sýnd í Iðnó kl. 15 næstu sunnudaga. Sögusmettan ísafold, þvottakona og aödáandi Jóns Böðvarssonar, leiðir okkur um sögu Ketils og Yngvildar frá Hringaríki en þau urðu foreldr- ar Auðar djúpúðgu, landnámskonu á íslandi. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.