Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1999, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1999, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1999 27 Fréttir Hreyf ing er besta forvörnin AÐALFUNDIR TRIUMPH-ADLER FX 61 Oi FAXTÆKI Þýskar gæðakröfur - ítötsk hönnun Verð kr. 28.900 með vsk = i. áSTVRLDSSON HF. SkifMi 33.105 Rqtjaik, sín 533 3535 Ekki sitja allir unglingar dagana langa fyrir framan tölvur, vídeó eða sjónvarp, eins og lýst var i blaðinu í gær og er vissulega orðiö vandamál og heilsunni til tjóns hjá of mörg- um. Talsvert er um það í mörgum heilsuræktarstöðvum að unglingar æfi þar og bæti við fremur fátæk- lega skólaleikfimi. Linda Hilmars- dóttir í Hress í Hafnarfirði segir að unglingatímamir í stöðinni þar séu vinsælir. Stelpurnar eru í miklum meirihluta meðal unglinganna, það eru strákamir sem sinna skjáiþrótt- unum. Krakkamir stunda hjóla- tíma, spinning, tækjasal og palla- leikfimi, auk þess sem þeir kynnast gmnninum að Body Pump æfing- um. Þetta er hörkupúl í kg-klúbbnum, eða kílóaklúbbnum, sem Linda seg- ir að sé misheppnað nafn þar sem ekki eigi að hugsa um kíló hjá ung- lingunum. „Okkar markmið er að koma krökkunum í gott form og vekja áhuga þeirra á heilsubætandi starfi í heilsuræktinni. Það er ekk- ert gott að vera vigta unga krakka, það gengur ekki upp. Ef þeir era of þungir fer þetta af þeim við hreyf- inguna og þeir verða miklu ferskari í skólanum með því að æfa. Þetta era krakkar á ýmsum aldri hjá okk- ur, koma héðan og þaðan og hafa skapað sérstaklega góðan anda í hópnum," sagði Linda. Údýrt og einfalt faxtæki fyrir venjulegan pappír með bleksprautuprentun. Helstu eiginleikar: • Nýtiskulegt útllt • Auövelt og ódýrt í notkun • Innbyggðurslml og Ijósritun stækkun - rainnkun 70-140%. • 84 númera rainni tyrir slma-iaxnúmer. • 5 blöð í matara, 40 blöð i blaðabakka. • 15 sek. sendingartiraði, prentar 2 blöð á mínútu. • Tafin sending úr matara, minni til að taka ð móti sendingu, sjálfvirkur skiptir á milli síma og fax. Vinir Leifa koma reglulega saman f Hress í Hafnarfirði og púla mikið. Púlið gerir líkamanum gott og engum blandast iengur hugur um að hér er um mikla og góða forvörn gegn veikindum að ræða. Hún grennist, hann fitnar ÞOað eru fleiri hópar sem koma í Hress reglulega, líka hjón og fjöl- skyldur sem æfa saman. Ein hjónin stunda grenningu (hún) og fitun (hann) og gengur frábærlega vel. Þama mæta karlamir sem kalla sig Vini Leifa og puða undir stjóm Guörúnar ísberg sjúkraþjálfara sem er um þessar mundir í lukkulegu ástandi og hverfur senn frá körlun- um um sinn til að fjölga í fjölskyld- unni. Þetta eru ýmsir athafnamenn sem hafa æft saman í mörg ár, 15 manna kjami. sem heldur sínar eig- in árshátíðir. Margir þeirra æfa auk þess á öðram tímum og era mættir í átökin löngu fyrir fyrsta hanagal á morgnana. „Við eram auðvitað hress héma í Hress og miklir jaxlar, eram úti að æfa nánast sama hvemig viðrar. Þess vegna datt okkur í hug að efna til útitíma í Body Pump undir lok átaksins Leið til betra lífs. Það er verið aö kanna hvort við sláum ekki til og höldum þetta í sundlauginni í Hafnarfirði. Við sjáum hvað setur," sagði Linda Hilmarsdóttir í gær. Hollt fyrir hjarta og lungu Heilsuræktarstöðvar höfuðborg- arsvæðisins og aðrir þeir sem sinna líkamlegri uppbygginu fá þúsundir gesta á hverjum degi. Á nokkram árum hefur sérhæfing batnað til mikilla muna. Almennt starfar vel menntað og áhugasamt fólk við þjálfunarstörfin. Almenn þjálfun, kraftþjáifun og þolþjálfun fólks á öllum aldri er afar mikilvæg fyrir heilsuna og fyrirbyggjandi aðgerð. Uppbygging og styrking vöðva hef- ur gífurlega mikið að segja fyrir starfshæfni alls líkamans. Æfing- amar era hollar starfsemi hjarta og lungna, og örva hringrás blóðsins. Vel þjálfað fólk ber sig betur í dag- legu lífi, æfmgamar stuðla að réttri beitingu likamans og veija stoðkerf- ið fyrir skakkaföllum. -JBP Síldarvinnslan í Neskaupstað er að færa út kvfarnar. verða haldnir fimmtudaginn 4. mars nk., kl. 17:15 á Kirkjusandi, íslandsbanka hf., 5. hæð, Hólum. Nýtt félag í veiðum og vinnslu: Kaupir nótaskip og fiskmjölsvinnslu DV, Akureyri: Síldarvinnslan hf. i Neskaupstað, Kaupfélag Eyfirðinga og fleiri hafa stofnað fyrirtækið Barðsnes ehf. sem mun kaupa hluta af eignum sjávarútvegsfyrirtækisins Snæfells sem er dótturfyrirtæki Kaupfélags Eyfirðinga. Nýja félagið mun yfir- taka eignimar og reksturinn í lok vikunnar. Þær eignir sem um ræðir era nótaveiðiskipin Sólfell EA-314 og Dagfari GK-70 en með skipunum fýlgja veiðarfæri og aflaheimildir í uppsjávarfiski, þ.e. 2,3% aflahlut- deild í loðnu, þrír síldarkvótar og veiðiréttindi í norsk-íslenska síldar- stofninum sem á síðasta veiðitíma- bili var 5.868 tonn. Ennfremur kaup- ir Barðsnes fiskimjölsverksmiðju í Sandgerði ásamt öðrum eignum Snæfells þar sem era áhöld, vélar og fasteignir. „Þessi sala á þeim eignum Snæ- fells hf. sem tengist veiðum og vinnslu á uppsjávarfiski er í sam- ræmi við kynnta stefnu félagsins. Nú mun fyrirtækið leggja aðalá- herslu á að vinna bolfisk en á því sviði er hæfni og þekking innan fyr- irtækisins mest,“ segir Magnús Gauti Gautason, framkvæmdastjóri Snæfells. Björgólfur Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, segir markmið fyrirtækisins með þessum aðgerðum að treysta rekstr- argrandvöU fyrirtækisins. „Síldar- vinnslan hefur að undanfómu fjár- fest umtalsvert í veiðum og vinnslu uppsjávarfiska, bæði i fiskiðjuveri og fiskimjölsverksmiðju. Við viljum efla þessa vinnslu enn frekar og tryggja að hún eigi aðgang að sem mestu hráefni," segir Björgólfur. -gk H I NÝ MARKÍMARK Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf sbr. 14. grein samþykkta félaganna. 2. Tillaga um breytingu á 5. gr. samþykkta félaganna varðandi rafræna útgáfu hlutabréfa í samræmi við ákvæði laga um rafræna eignaskráningu verðbréfa. 3. Onnur mál. Dagskrá, tillögur og ársreikningar félaganna munu liggja frammi á skrifstofu * þeirra að Kirkjusandi, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Hluthafar eru hvattir til að mæta! REKSTRARAÐILI: Verðbréfamarkaður Islandsbanka hf. • Aðili aðVerðbréfaþingi íslands Kirkjusandi, 155 Reykjavík. Sími: 560 8900. Myndsendir: 560 8910.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.